Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 8
ÞÆR ERU OFT SNJALLAR - segir Scotland Yard ScOTLAND Yard segist æ oftar finna ótvíræð merki um kvenlegar aðferðir í glæpa- verkum undirheimanna. Þegar lögreglan gerir atlögu, taka karlmennirnir í flokknum á sig alla ábyrgðina og hlífa unnustunum, svo að mjög fáar þeirra koma fyrir rétt. Sumir afbrotamenn forðast hjáip kvenna við atvinnu sína, því að þeir vita að verði uppvíst um þau, verða þeir að taka á sig sökina einir. Aðrir hafa gjarnan samvinnu við kven- fólk, vegna þess, hve nytsamar þær eru við afbrot. Stúlfeur eru oft notaðar sem agn við fjárkúgun, og verðir við ban/karán. Þær eru líka ágsetar við ötflun upplýs- inga, t. d. um verðmæta bílfanma. Þær eru snjallar við að leiða athyglina að sér á heppilegum augnablikum. Yfir- lið er t. d. ágæt aðferð. Ungar stúlkur flykkjast í raðir glæpamannanna. Margar tilheyra glæpaflokkum, en flestar vinna sjálf- stætt sem búðarþjófar, innbrotsþjófar og falsarar. Yfirmenn Scotland Yard hafa þungar áhyggjur af vaxandi fjölda kvenna, í hópi afbrotamanna. Þær eru sagðar lagnari, snjallari og erfiðara að klófesta þær en karlmenn- ina. Hið kvenlega eðli hjálpar þeim til að smjúga gegnum greipar laganna. Þær eiga iíka auðveldara með margt en karl- menn. Eftirlýst kona getur skroppið inn á hár greiðsiustofu og skipt um háralit á hálf- um öðrum tíma. Sé hún hávaxin getur hún klæðzt lághæluðum skóm, og ef hún er grann- vaxin getur hún þótzt vera tilvonandi móðir með hjálp nokkurra púða. Leynilögreglumonn eiga oft erfitt um vik aö handtaka þessar konur. Þær leika iðulega það bragð að æpa upp og þykj- ast hafa orðið fyrir árás lögreglu- mannsins, eða kvarta um að þær hafi verið teknar vegna þess, að þær hafi ekki viljað þýðast leynilögreglumann- inn. Sumar konur. sem staðnar eru að verki, reyna að sleppa með þvi að segja svo aumkunnarlegar og sorglegar sögur, að gleraugu gætu tárazt við þær. Og hvað fær þær til að snúa sér að glæpaverkum á tímum, sem eru þeir beztu i sögu Bretlands? Ung fjögra barna móðir í London, forhert afbrotakvendi, sem ocft er búið að dæma fyrir búðaþjófnað og ávísana- fölsun, segir svo: „Allt er gert svú auðvelt fyrir olkkur nú á dögum. Stóru vöruihúsin virðast hvetja okkur til að taka út í reikning. Þau taka við ávísunum frá hverjum sem er. Þaö getur verið að þau fái 100 gildar ávísanir fyrir hverja falsaða. Mín ar eru ekki gildar. Hvernig á maður að standast slíkar freistingar, ef eiginmaðurinn dregur lítið í búið og maður verður að lifa af brjóstvitinu“. Eitt snjallasta glæpakvendi síð- ustu ára er þekkt undir nafninu „The Jellybabe". Hún er talin vera ung, lítil og grannvaxin. Hún skriður inn í pen- ingageymslur gegnum smágöt, sem em sprengd í veggina og opnar peninga- skápana með þjófalyklum. Og hvaða lykla að hinu rétta heiti hennar hefur lögreglan? Þann eina, að hún notar sennilega skó nr. 34. Skór af þeirri stærð hafa tvisvar fundizt á staðnum eftir innbrot, sem hún hafði tekið þátt í. Mánuðum saman hafa tveir af snjöll- ustu mönnum Scotland Yard verið að reyna að grafast fyrir um hana í undir- heimum borgarinnar, og „reyndar um allt landið. Lögreglan hefm ennþá á'huga á að ná í ljóshærða 25 ára gamla stúlku, sem ar bekkt undir nafninu „Getaway Gert“, vegna þess, hve snjöll hún var að 'sloppa undan lögreglunni í bíl sín- um. Hún var ökumaður hjá laglegum ungum gluggaþjóli Þau voru meira en félagar, þau voru elskendur. Svo þegar hann fór að vanrækja hana, sagði hún til nans. Annars er sjaldgæft að konur „kjafti“ í lögregluna. Aðeins hatur, af- brýðisemi eða hefnigirni í garð elskihuga þeirra kemur þeim til þess. Til dæmis um það má nefna unga konu, en maður hcnnar var eftirlýstur fyrir innbrot og liðhlaup. Lögreglan brauzt inn í herbergi hennar og fann hana, þar sem hún lá í rúminu og virtist líða miklar kvalir. Hún bað móður sína að hringja í lækni og þingmanninn þeirra, því að lögregl- an væri að ofsækja þær. Leynilögreglumennirnir urðu ekki neitt uppnumdir og tóku eftir hvítu púðri sem hafði hrunið á koddann í flýtinum. Þeir settust bara á rúmið hjá henni og kveiktu sér í sígarettum í rólegheitum. Ailt í einu urðu heilmikil umibrot, og höfuð á manm kom undan dýnunni til fóta. Hann hafði legið á milli dýn- unnar og fjaðranna, og heilar fimm mínútur liðu, áður en hann náði and- anum. En kónan hans hellti úr sér flaumi af orðum, sem hún hefði áreiðanlega ekki kært sig um að láta þingmanninn sinn heyra. Oft flýja þær til þess herbergis, sem karlmenn geta ekki elt þær inn í. Stór kona, gift svindlara, var grunuð um að selja útlendingum fölsuð fæðingar- vottorð fyrir 100 pund styfckið. Þegar mennirnir frá „The Yard“ komu inn í húsið hljóp hún inn á salernið Og setti bakið í hurðina og spyrnti fótum í vegginn. Lögreglumennirnir þorðu ekki að brjótast inn af ótta við að meiða hana. Og þeir urðu að standa fyrir utan dyrnar, án þess að geta nokkuð aðhafzt, meðan hún skolaði niður í salerninu á tíu mínútna fresti. Eftir nokkra stund kom hún út, sann- færð um að öll sönnunargögn væru eyði lögð. En lögreglumönnunum tólkst að veiða hluta af vottorðunum upp úr frá- rennslispípunni, og fengu hana dæmda, Lögreglan er oft furðu lostin yfir þeim brögðum. sem konur eiga til að beita við afbrot, eða til hjálpar sam- særismönnum sínum. Þær eiga til að „falla í yfirlið“ inni í skartgripaverzlun, meðan bakki með hringum er gripinn, eða fleygja sér í fangið á lögreglumanni á eftirlits- göngu, meðan samverkamenn hennar sleppa með bílfarm af loðskinnum. Sn.iöll stúlka leikur heimska konu á bíl, sem hefur týnt ráslyklinum. Hún bíður utan við litla póststofu rétt um lokunartíma til að spyrja póst- manninn, hvort hann eigi lykil, sem gangi að. Á þeim örfáu sekúndum, sem hún handfjatlar lyklana tekur hún mót a£ þeim í hnoðleir. Ein slífc úthverfispóststofa var rænd fjórum sinnum áður en afgreiðslumaður inn játaði fyrir leynilögreglumönnum að hafa lánað kvenbílstjóra í vand- ræðum lyklana. Og þessar konur eru eklki einu sinnl meðal verstu glæpaikvenda í Bretlandi, Afbrot þeirra eru aðeins minni háttar, samanborið við afrek hinna harðsoðn- ustu. Að sjálfsögðu er sögð ný saga af Michel Debré forsætisráðherra Fxakka í hverri viiku. Hér er síðasta , sagan sem gengur í Baris: ; — Hvað á maður eiginlega að , gera til að afla sér vinsælda? spurði Debré einn af vinum sínum. — Farðu að dæmi Gagaríns, Titova og Glenns. Farðu í geknferðalag. — Já, en setjum nú svo, að ég kæmi ebki aftur. — Nú, þá eykurðu auðvitað vin- sældir þínar um allan helming. 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.