Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 12
-NÝHÖFN
Frainhald af bls. 6
hvort hafði hann áður náð haldi á lóð-
inni næst fyrir austan Baagöe, eða
hann komst nú yfir hana. En svo mik-
ið er víst, að þarna reisti hann gríðar-
mikið geymsluhús, tjargað og kolsvart,
rétt við verzlunarhús Baagöes, og
skyggði alveg á það. Var talið í bæn-
um, að þetta hefði verið gert af hrekk
og húsið því kallað „Drillenborg“.
(Seinna keyptu Frakkar það og var
það þá kallað franska húsið).
Baagöe þóttist nú illa settur. En þeg-
ar Wejl & Gerson urðu gjaldþrota,
mun hann hafa leigt verzlunarhús
Jacobæusar. Sölubúðin mun þá hafa
verið orðin léleg, svo að Baagöe reif
hana og flutti sitt hús þangað, er hún
hafði staðið. Er þetta haft eftir Geir
Zoéga útgerðarmanni.
E kki er víst að Baagöe hafi
verzlað þarna fyrir sjálfan sig, miklu
fremur er svo að sjá sem Knudtzon
hafi átt verzlunina. Árið 1838 keypti
Knudtzon verzlunarhús Jacobæusar, og
er þá víst að Baagöe var verzlunar-
stjóri hjá honum þar og bjó í Gísla-
húsi.
En nú gerðist mikill úlfaþytur meðal
annarra kaupmanna út af því að
Knudtzon rak nú tvær stórar verzlanir
í bænum. Héldu menn að hann mundi
ætla að leggja alla verzlun í Reykja-
vík undir sig. Þá tilhugsun gátu kaup-
menn ekki þolað og leituðu því á náð-
ir stjórnarinnar, en hún úrskurðaði að
enginn kaupmaður mætti eiga fleiri
verzlanir en eina í hverjum stað.
Út af þessu var það, að Knudtzon
seldi verzlunarhúsin og var kaupand-
inn Jón Jónsson frá Ármóti. Átti hann
þau í nokkur ár, en seldi þau síðan.
Keypti Sigurður Melsted prestaskóla-
kennari Gíslahús og bjó þar síðan, og
var húsið jafnan kallað Melsteðshús
upp frá því. Þar stendur nú nýbygg-
ing Útvegsbankans, en bæði hús bank-
ans eru reist á lóð þeirri, er Jacobæus
fékk upphaflega. En verzlimarhúsin
lceypti Martin Smith, skozkur kaup-
maður, er hér hafði verið nokkur ár
og bjó þá í gömlu biskupsstofunni
(Aðalstræti 10), hafði fengið þá íbúð er
ekkja Geirs Vídalíns biskups dó. Smith
var kvæntur Ragnheiði Bogadóttur
Benediktssonar á Staðarfelli. Keypti
hann seinna hús Stefáns Gunnlaugs-
sonar bæarfógeta í Ingólfsbrekku og
átti þar heima til dauðadags. Hann var
hollenzkur konsúll, annar maðurinn
hér á landi sem fékk konsúlstitil.
S kömmu eftir að Smith eignaðist
verzlunarhúsin í Hafnarstræti, lét hann
sameina sölubúðina og geymsluhúsið
og síðan setja sameiginlegt þak á öll
þrjú húsin með kvistum. Má enn sjá
utan á norðurhlið hússins samskeytin,
ef vel er að gáð. Þarna verzlaði Smith
svo um mörg ár og efnaðist vel. Hafði
hann auk þess mikla kolaverzlun og
keypti fisk í stórum stíl. Hann dvald-
ist oftast erlendis, en hafði hér verzl-
unarstjóra, fyrst Þorvald Stephensen
bæjarfulltrúa og síðan Jón Otta Jóns-
son.
Það var eigi aðeins að Smith. lét
gera breytingu á húsunum að utan
heldur einnig að innan, og þar setti
hann á fót fyrstu sérverzlun hér í
bænum, sem kölluð var „dömubúð“.
Jón Helgason biskup var afgreiðslu-
maður í Smithsbúð í fjögur sumur og
hann segir svo um hana: „Smithsbúð
var lengi ein af fínni verzlunum bæj-
arins. Þar var sérstök „dömubúð“, sem
svo var kallað, inn af aöalsölubúðinni,
þar sem ekki var annað selt en það,
er laut að kvenlegum hannyrðum. Þótti
jafnan gott að eiga viðskipti við Smiths
verzlun, enda var þar einatt mikil
verzlun". Segir hann og að sér sé „sér-
staklega minnisstæð húsbóndahollusta
utanbúðarstarfsmanna verzlunarinnar
og hve annt þeir létu sér um það
verkafólk, sem þar hafði atvinnu að
sumrinu og þá líka hélt tryggð við
þessa verzlun fjölda ára“.
Smith andaðist 1885. Þá eignaðist
Jón Otti Jónsson verzlunina og húsin,
en andaðist fjórum árum seinna. Var
verzlunin þá í skuldum og tók verzl-
unarfélagið B. Muus & Co í Kaup-
mannahöfn hana undir sig. Var þá
breytt um nafn á henni og hún kölluð
Nýhöfn, og hélzt það nafn furðu lengi
við húsið.
E m aldamótin keypti Ditlev
Thomsen hús og verzlun og sameinaði
verzlun sinni. Var þá nýlenduvöru-
\ erzlun í austurendanum, um miðbik
hússins tóbaksbúð og klæðskerabúð í
vesturendanum.
Eftir að Thomsensverzlun hætti, rak
Guðmundur Kr. Guðmundsson ný-
lenduvöruverzlun um nokkurt skeið, en
síðan Emil Strand og hafði þar jafn-
framt skipamiðlun á seinustu árum
fyrri heimsstyrjaldarinnar og eftir
hana.
Nú um langt skeið hafa hinir og
aðrir verzlað í húsinu og haft þar
skrifstofur. Er húsið nokkuð farið að
láta á sjá. En ekki mun ókunnuga
gruna, að þetta séu þrjú hús, misjafn-
<S>--------------------------------------
lega gömul Elzt er miðbik hússins og
veit nú enginn hve gamalt það «r. Það
var flutt hingað frá Keflavík fyrir 162
árum, en hafði áður verið fiskhús þar,
hver veit hve lengi? Vesturendinn var
reistur fyrir 144 árum, en austurend-
inn er verzlunarhús Baagöe, sem upp-
haflega var reist í Austurstræti fyrir
hér um bil 130 árum.
OLIVIER LEIKHIJSSTJOR3
Hinn 3. júLí næstbomandi mun Sir
Laurence Olivier taka við embætti
forstjóra hins splunkunýja, sex-
strenda „Festival Theatre" í Chich-
ester — milli Brighton og Ports-
mouth — en það er byggt eins og
hringleikahús með 1360 sætum.
Kostnaður við byggingu þess nem-
ur kringum 13 milljón krónum.
Fyrsta leiktímabilið stendur yfir í
10 vikur, og verða þá m.a. flutt tvö
tiltölulega lítið þekkt leikrit frá tím-
um Shakespeares, ,,The Chances" eft
ir John Fletcher og „The Broken
Heart“ eftir John Ford. Ennfremur
verður hið kunna leikrit Tsékovs,
„Vanja frændi“, sýnt. Meðal leik-
ara eru Sir Laurence sjálfur ásamt
konu sinni, Joan Plowright, hin
kunnu hjón Dame Sybil Thörndike
og Sir Lewis Casson, og ýmisar þekkt
ar „stjörnur“, svo sem Fay Compton,
Sir Michael Redgrave, Joan Green-
wood og John Neville.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYL!
Hann
byrjar
daginn
með
Eftirlætis morgunverður fjölskyldunnar er Corn
Flakes. Vegna þess að það er efnaríkt, staðgott,
handhægt og ódýrt Inniheldur öll nauðsynleg
vitamin. — Handhægasta máitíðin hvenær dags
sem er. (Það eina sem þarf að gera er að láta
það á diskinn og helía mjólk út á). Corn Flakes
á hverju heimili
Fæst í næstu matvoruverzlun.
Céoyiþb
CORN FLAK
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12