Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 6
Skrúfan varð eftír |-f NATTFLUGIÐ 1924 vakti heims- athygli ekki síður en afrek Glenns ofursta, sem öllum er í fersku minni. Sá var þó munurinn hvað hraðan snerti, að flugvélarnar, sem luku fluginu voru nær 5 mán. í hringferðinni, en Glenn fór 3 hringi á rúmum 4 klukkustundum. Það var 6. apríl 1924 að 4 flugvélar af Douglas- gerð hófu sig til flugs frá Seattle í Bandaríkjunum til þess að fara hring í kringum hnöttinn í áföng- um. Áður en komið var á fyrsta áfangastað í Alaska hafði ein helzt úr lestinni, með sjálfan flug- stjórann, en hinum þrem tókst að þræða alla fyrirfram ákveðna á- fangastaði allt til Orkneyja, þar sem þær lentu í byrjun ágúst. Næsti á- fangastaður var Reykjavík með við- komu í Hornafirði til að taka benzín. Vélarnár urðu viðskila í hafi og náði aðeins einn flugmannanna Horna- firði 2. ágúst. Það var Eric Nelson, Bandaríkjamaður af sænskum ætt- um, og þótti það heldur í sögurfær- andi, að Svíi skyldi öðru sinni finna leiðina til íslands, loftleiðina, sem enginn hafði farið á undan honum. Annar félaga Nelsons komst til Iiíkan Þorleifs Þorleifs- sonar af flugvél Nel- sons „New Orleans Nr. 4". Skrúfan er 10 cm. löng og vænghafið 48 cm. Hornafjarðar degi síðar, en þriðja flugvélin laskaðist í nauðlendingu á sjónum og sökk, en bandarískt her- skip bjargaði flugmanni og véla- mannL . Þriðjudaginn 5. ágúst var uppi fótur og fit í Reykjavík. Þá var von á flugmönnunum að austan og laust eftir kl. 2 renndu þeir sér til lend- ingar á höfninni innan garða ogþótti það ofdirfskulegt í meira lagi. Hér varð dvölin lengri en ætlað var, því að' illa viðraði á Grænlandshafi og áfanginn héðan til Friðriksdals í Grænlandi talinn hættulegasti kafli fararinnar. í þrjár vikur beindist at- hygli heimsblaðanna að Reykjavík, þau höfðu hér fjölda útsendra frétta- ritara, og höfnin fylltist af banda- rískum herskipum og hjálparskipum leiðangursmanna. Talið er að um 2500 sjóliðar hafi fengið landgöngu- leyfi meðan flugmennirnir biðu byrj- ar. Einu sinni reyndu þeir að lyfta sér til flugs. Það var 17. ágúst og rak þá á eftir þeim, að Locatelli, ít- alski flugkappinn, lenti daginn áður á Hornafirði á sömu leið og þeir. Þessi tilraun fór svo, að báðar skrúf- ur flugvélanna löskuðust í kviku þeg ar út úr hafnarmynninu var komið. Nýjar skrúfur voru settar á vél- arnar og haldið af stað 21. ágúst og nú fór allt betur, en það er af Locatelli að segja, að hann fór sam- tímis af stað, en varð að nauðlenda á hafinu milli íslands og Grænlands og var bjargað af einu éftirlitsskipa bandaríska leiðangursins. Skrúfurnar, sem teknar voru af flugvélunum 17. ágúst, urðu hér eft- ir. Flugmennirnir gáfu Knud Zim- sen borgarstjóra aðra en hina um- boðsmanni sínum hér, Pétri Þ. Gunn arssyni. Hin fyrri hékk í mörg ár yfir dyrum í afgreiðslusal borgar- stjóraskrifstofunnar, en prýðir nú vegg í Minjasafni borgarinnar í Skúlatúni 2. Knud Zimsen lét setja svofellda áletrun á koparskjöld fram an á skrúfunni: „Spaði af fyrstu flugvélinni, sem á ferð í kringum hnöttinn lenti á Reykjavíkurhöfn þriðjudaginn 5. dag ágústmánaðar árið 1924." Spaðinn er úr tré, sam- anlímdum tréþynnum, um 3 metra langur og látúnssleginn á jöðrum. Til áréttingar þessum merkilega minjagrip tók hagleiksmaðurinn Þor leifur Þorleifsson ljósmyndari sér fyrir hendur að smíða nákvæma eft- irlíkingu af flugvél Nelsons í mæli- kvarðanum 1:31. Líkanið er mesta listasmíð og við hlið spaðans gefur það glögga hugmynd um fyrsta far- kostinn á loftleiðinni til fslands. — Áletrun á skildi framn við h'kanið er þessi: „Douglas World Cruiser D.W. 6 — New Orleans Nr. 4. — Bandaríska hnattflugið 1924. — Fyrsta flug til íslands. Hornafirði 2. ág. — Reykjavík 5. ág. — Eric Nel- son flugstjóri, Jack Harding véla- maður. — Vænghaf 50 fet, stærðar- hlutföll 1:31. Rvík 1960 Þ. Þ." Lárus Sigurbjörnsson. ARNl ÚLA: GÖMUL HÚSIREYKJAVÍK (Hafnarstræti 18) VI AÐUR cr nefndur Adolph Jacobæus, danskrar ættar, en ¦*• fæddur í Keflavík. Hann gerðist starfsmaður við kóngs- verzlunina þar, er hann hafði aldur til. Vorið 1785 sigldi hann til Kaupmannahafnar í verzlunarerindum, þá aðeins 18 ára gamall. Hann dvaldist ytra mánaðartíma og tók þar bólusótt. Kom svo aftur heim í ágústmánuði um sumarið. Skipið, sem hann var á, lenti við Hvaleyri í Hafnarfirði. Þar seldi Jacobæus manni nokkr- um segldúk, sem hann hafði haft undir sér í bólinu í skipinu. Er mælt að menn hafi smitazt af segldúki þessum, enda gaus bólan þá upp rétt á eftir. Þá var í fyrsta skipti farið að bólusetja fólk hér á landi, og lifðu þeir, sem bólusettir voru. Þó dó allmargt fólk úr veikinni, þar á meðal Þórunn Ólafsdóttir, kona Hannesar Finnssonar biskups, og sonur þeirra barnungur. í\ þennan hátt kemur Jacobæus fyrst við sögu hér, en varð síðan nafn- kunnur kaupmaður og - með ríkustu mönnum á sinni tíð. Þegar kóngsverzl- unin var seld, keypti hann Keflavíkur- verzlunina og rak hana síðan til dauða- Hann kemur og almikið við sögu Reykjavíkur, enda þótt hann ætti aldrei heima hér. Honum þótti ekki nóg að reka Keflavíkurverzlunina, svo að hann fékk verzlunarleyfi í Reykja- vík, og útmælda þá lóð, sem nú tak- markast af Austurstræti og Hafnar- stræti, Kolasundi og Thomsenssundi. Árið 1795 flutti hann svo fiskhús frá Keflavík hingað og reisti það í norð- austurhorni lóðarinnar fram við Strandgötuna. Þetta var einlyft hús og var gerð sölubúð í öðrum enda en íbúð í hinum, eins og þá var siður. Gerðist þá verzlunarstjóri hjá honum Árni stúdent Jónsson, sem kallaður var Reynistaðamágur, sá er Jörgensen kóngur gerði seinna að bæjarfógeta. Lnnað fiskhús lét Jacobæus flytja frá Keflavík og reisti það rétt vestan við hitt húsið og var ekki nema örlítið bil á milli þeirra. Þetta skyldi vera vörugeymsluhús. Og árið eftir (1800) lét hann svo reisa nýtt hús þvert við vesturgaflinn á þessu húsi og fram með KolasundL Árið 1805 varð Gísli Símonarson frá Málmey verzlunarstjóri þarna. Þóttist hann brátt þurfa á betri íbúð að halda en var í gamla húsinu, og árið 1818 lét hann reisa nýtt íbúðarhús fyrir sunn- an það, og var hús þetta lengi nefnt „Gísla Simonsen-hús". Var Gísli þá fyr- ir nokkru orðinn meðeigandi í verzl- uninni. Eftir að Gísli hóf eigin verzlun, hafði Jacobæus ýmsa verzlunarstjóra þarna, svo sem Einar Jónsson, tengda- föður Jóns Sigurðssonar, Ebbesen, tengdason sinn, og Peter Duus. Verzlunin og húsin voru seld 1836 firmanu Wejl & Gerson í Kaupmanna- höfn, en það varð gjaldþrota á næsta árL N< I ú er að nefna til sögunnar mann, sem H. Baagöe hét og var tengdafaðir Jóns Hjaltalíns landlæknis. Hafði hann áður verið verzlunarstjóri á Húsavik, en fluttist hingað suður eft- ir 1830. Ætlaði hann að verzla hér og reisti sér dálítið verzlunarhús, þar sem nú er Austurstræti 10. Knudtzon kaupmanni þótti illt að fá þarna nýa verzlun gegnt verzlun sinni. Og annað- Fraimh. á bls. 12. &J/!mES\ugm 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.