Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 13
ÞYNGSTA ÞRAUTIN •'-— GUÐSMANNAGLETTUR - Eftir Sig. Heiðdal - Sögulok -- Ég tók töskuna og labbaði inn á skrif- stoíu hótelsins. Var mér sagt númer herbergisins, sem tilbúið væri handa biskupinum og afhentur lykill að því. Þess var getið, að herra Majendie og félagar hans leigðu næsta herbergi við biskupsherbergið. Svo keifaði ég upp á þriðju hæð. Allmargt gesta var á hótelinu, og langflestir Englendingar. ^ IÐ lögðum af stað frá Kol- viðarhóli klukkan á ní- unda tímanum. Vorum við nú í góðu skapi, því að veður var nú kyrrt og engin úrkoma. Þegar við vorum á leiðinni yfir Sandskeiðið, reið biskupinn við hlið mér. Annars var það venjan, að hann færi kipp- korn á eftir mér. Réði ég nú af mæli hans, að hann væri að brjóta heilann um einhvern vanda, sem þyrfti að leysa úr. Hann sagði, að nú yrði Hótel Reykjavík fullt af enskum veiðimönnum, og það yrði víst ekki þverfótað þar. Majendie og hans félagar áttu að koma til Reykjavíkur daginn áður, og þeir ætluðu að dvelja á Hótel Reykja- vík. Þeir áttu að hafa þar tilbúið herbergi handa biskupinum. — Já, þetta verður dálítið erfitt, sagði biskupinn. Ég horfði á hann og botnaði ekkert í, hvað hann átti við. — Sástu ekki, hvernig ég gætti mín, þegar ég kom inn í stofuna á Kolvið- arhóli í morgun? Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og gat engu svarað. — Sjáðu tii. Ég gætti þess vandlega, þegar ég kom inn, að snúa ekki bak- inu að bóndanum. — Ekki tók ég nú eftir því, sagði ég. — Nú mundi Majendie brosa, sagði hann. — En buxurnar skulu duga mér eins og ég hef ákveðið. Ég þagði, því að ég vildi ekki tala óvirðulega um buxur biskupsins. Ég var orðinn vanur að horfa á lafandi rass- bótina á honum og var hættur að gefa henni gaum. — Ég er að hugsa um, þegar við komum að Hótel Reykjavik, sagði bisk- upinn. Ég skildi ekki, hvert biskupinn var að fara. Ég vissi ekki, að neitt vanda- mál biði okkar, þegar við kæmum að hótelinu. — Er nokkuð sérstakt við það að ;at- huga? spurði ég. — Þú veizt, sjáðu, buxumar. — Buxurnar? Hvað um þær? — Bótin hefur losnað talsvert í ferð- inni, og verst fór hún í nótt. Sástu það ekki í morgun? — Ég er nú ekki frá því, að hún hafi lafað dálítið lengra niður í morg- un en áður, sagði ég. Ég mundi nú, að hún hékk miklu lengra niður þenn- an morgun en daginn áður. Nú varð iöng þögn. Biskupinn hugs- aði djúpt. Jr egar við komum niður fyrir Hólmsá, tók biskupinn að gefa gaum að næsta umhverfi við veginn. Allt í einu nam hann staðar, þar sem var dálítil brekka við veginn á hægri hönd okkar. — Hér nemum við staðar, sagði bisk- upinn og stýrði hestinum út af veg- inum. Við stigum af baki og létum hest- ana taka niður í brekkunni. _ Biskupinn sneri sér að mér og brosti sínu gleiðasta brosi. — Líttu nú á, sagði hann. — Nú hef ég fundið lausnina. Taktu nú eftir. Ég verð að komast inn í herbergið, sem mér er ætlað á hótelinu, framhjá öllum Englendingunum, án þess að þeir sjái, 6ð His Right Reverend The Bishop of Aberdeen and Orkneys sé til fara eins og aumasti betlari í verstu slums í London. Margir þessara Englendinga munu bera kennsl á mig og ef til vill heilsa mér. Það verður margs að gæta Johnson minn. Eitt er þó mest áríðandi af öllu. Það er að við mætum ekki His Reverend Mr. Majendie á leiðinni upp í herbergið. — En nú vitum við ekki hvaða her- hérna í brekkunni. Við hættum, ef við heyrum einhvern korna eftir veginum. Svo byrjaði æfingin. B iskupinn steig hægum, föstum skrefum upp brekkuna, eins og hann væri að ganga upp stiga. Ég fylgdi fast á eftir honum en rakst hvað eftir ann- að á hæla hans. bergi er ætlað biskupinum af Aberdeen, sagði ég. — Alveg rétt atliugað, Johnson. Þess vegna verðum við báðir að leggja okk- ur í líma við þetta vandamál. Þú beit- ir þínum kennaraheila og ég beiti mín- um biskupsheila. — Ég held að biskupsheilinn verði skarpari, sagði ég. — Jæja, nú skaltu heyra, hvernig ég hef hugsað mér, að við leysum vand- ann. Við nemum staðar við bakdyr hótelsins, sjáðu, þeim megin, sem Aust- urvöllur er. Ég sit kyr á hestinum, á meðan þú ferð inn með stærri tösk- una og færð að vita, hvaða herbergi mér er ætlað. Þú færð lykilinn að her- berginu og lætur töskuna inn í her- bergið. Svo kemur þú niður aftur, og svo .... bíddu nú við. Nú kemur mitt patent, það er að segja, ég hlýt að fá einkaleyfi á hugmyndinni. Þú verður að vera í kápunni, sem þú ert í. Þú mátt ekki fara úr henni áður en þú ferð inn í hótelið. — Hvers vegna? spurði ég. — Það er vegna þess, að við verðum að ganga upp stigana og inn í herberg- ið með sérstöku lagi. Ég geng á und- an, og þú gengur á eftir mér, alveg fast á eftir mér og lætur kápuna flaks- ast óhneppta svo að þú hyljir mig að aftan, skilurðu. En umfram allt, þú mátt ekki láta nokkurn skapaðan hlut trufla þig, hvað sem á dynur. Og sér- staklega verður þú að vera sniðugur, ef ég mæti einhverjum, sem heilsar mér. Jæja, nú skulum við æfa okkur — Nei, nef, nei, hrópaði biskupinn. — Þetta er afleitt. Þú verður að haga göngu þinni nákvæmlega eftir . mér. Þegar ég lyfti hægra fæti, þá lyftir þú líka hægra fæti, og þegar ég lyfti vinstra fæti, þá gerir þú sama. Reyn- um betur. Nú skal ég stjórna: Hægri vinstri, hægri vinstri, hægri vinstri. Þetta er betra. Áfram. Einn tveir, einn tveir, einn tveir. Ágætt. Hann leit um öxl og horfði á mig hvössu augnaráði, og mælti: — Nú mætum við The Duke of West- minster. Hvað gerirðu þá? — Ég geri ekkert, svaraði ég snúðugt. •— Ágætt, Johnson. Við kærum okk- ur kollótta um alla hertoga og lorda. Halló, einn tveir, einn tveir, einn tveir. Nú mætum við Mr. Majendie. Þá máttu nú vara þig. Hann fer auðvitað að spyrja um veiðina í Soginu. Ég segi alla ferðasöguna seinna, segi ég. Og við strunsum áfram. Þegar við vorum komnir kippkorn upp eftir brekkunni, sneri biskupinn sér að mér og hló mikið. — Þetta gengur ágætlega, sagði hann. — Reynum aftur. Þegar við þóttumst fullnuma í list- inni, stigum við á hestbak. Vorum við í góðu skapi og þóttumst færir í flest- an sjó, jafnvel þó að The Prince of Wales væri á Hótel Reykjavík og við ættum fyrir höndum að mæta frammi fyrir His Royal Highness. Segir ekki af ferð okkar fyr en að við námum staðar við Hótel Reykjavík á þeim stað, sem við höfðum ákveðið. N„ gerðist atburður, sc:n setti mig í mikinn vanda. Þegar ég var að koma út úr herbergi biskupsins, kemur herra Majendie út úr sínu herbergi, glaður í bragði að vanda. — Er biskupinn úti? spurði hann. Ég kvað svo vera. Prestur trítlaði niður stigana, sem lágu að útidyrunum Austurstrætismeg- in. Þótti mér hann grunsamlega létt- stígur. Ég fór hægt, því að ég vildi gj arna að prestur væri í þeirri trú, að við hefðum komið þeim megin að hó- telinu. Þegar hann var horfinn, tók ég sprett mikinn niður stigana bakdyra- megin. — Fljótt nú, hvíslaði ég að biskupi. — Mr. Majendie er að fara út hinum megin. Biskupinn snánaðist af baki, og við flýttum okkur sem mest við máttum upp stigana. Einmitt af því við fórum svona geyst, veittu fáir okkur eftirtekt, og asinn, sem á okkur var, gerði það eðlilegt, að ég var fast á hælum bisk- upsins. — Well done, old boy, sagði biskup- inn, þegar hann var sloppinn inn í her- bergi sitt. Ég staldraði við stutta stund inni hjá biskupinum. Þegar ég kom frá honum eftir ganginum, kom Majendie upp á loftið._ — Ég sá hvergi biskupinn, sagði hann. — Hann er hér, sagði ég og benti á herbergi hans. Prestur hvíslaði í eyra mér: — Er hann enn í gömlu buxunum? — Já, svaraði ég. •— What a nuisance (mikið skrambi) sagði hann. Þetta voru stærstu blótsyrði. — Hvernig gat biskupinn verið svona fljótur upp stigana? — Hann hefur nú marga hildi háð i þessari ferð, — sagði ég. — Hvað til dæmis? spurði prestur. — Hann hefur drepið milljónir af flugum með blautum sokk. Hann hefur sofið í tjaldi uppi á öræfum íslands í vitlausu veðri og verið vel útsofinn að morgni. En mesta hreystiverkið er ótal- ið ennþá. Við æfðum, okkur undir það. — Hvaða hreystiverk? — Að koma His Rigtht Reverend heil- um á húfi í sínum ágætu buxum inn í herbergið hans hér á hótelinu, sagði ég. — Svo að ég er mát. sagði prestur. Biskupinn hafði heyrt til okkar og lauk upp herbergisdyrunum. — Kom inn, sagði hann með ótvírætt sigurbros á vörum. Við gengum inn í herbergið. Biskup- inn hafði nú farið í nýjar buxur. — Sjáðu, sagði hann og hélt buxna- görmunum uppi.fyrir framan prestinn. — Enginn vafi, sagði prestur. — Þú hefur sigrað eða kannske það séu bux- urnar, sem hafa ....... Lengra komst hann ekki, því að aú lét biskupinn buxurnar ríða um herðar prestsins. Þeir voru í guðsmannaáflogum þegar ég fór út úr herberginu. Þegar Marylin Monroe var spurð um það á dögunum, hvort hún öfund- aði ekki Jayne Mansfield af öllu um- talinu og blaðaskritfunum, sem hún hafði upp úr hinu fræga vofki sínu og strandi á eyðieyju, svaraði hún: — Alls ekki. Ég gæti ekki hugsað mér nein örlög verri en þau að þurfa að eyða einhverjum tíma á eyði- eyju með blaðafulltrúa. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.