Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 11
N'/ ópera eftir Paul Hindemith N ^ ýlega var frumsýnd í þjóðleikhúsinu í Mann- heim í Þýzkalandi ný ópera eftir Paul Hindemith. í febrúarhefti þýzka tónlistartímaritsins „Melos“ er sagt frá frumsýningunni, en hennar hafði verið beðið með mikilii eftirvæntingu. Sýningargestir þyrptust til Mannheim hvaðanæva úr Þýzkalandi og frá öðrum löndum: leikhússtjórar, hljómsveitar- stjórar, tónlistarfræðingar og gagnrýnendur, valinn hópur áheyrenda, sem hylltú tónskáidið innilega og fögnuðu ákaft hinni nýju óperu. 0, ’peran, sem er einþáttungur, ber nafnið „Jóiamáltíðin langa“ og byggist á samnefndu leikriti (The Long Christ- mas Dinner) eftir ameríska leikrita- skáldið Thornton Wilder. Leikrit þetta er í svipuðum anda og hinn víðfrægi sjónleikur Wilders „Bærinn okkar“ (Our Town). Það er einskonar ættarsaga amerískrar fjölskyldu á 90 ára tímaibili. Kynslóð tekur við af kynslóð. Ljósmóð- ir tekur á móti þeim, sem fæðast, við „lífsins dyr“ og leiðir þá að jólaborðinu til hinna, sem þar eru fyrir. Leikend- urnir eldast á sviðinu, og þegar kallið kemur, hverfa þeir út um „dyr dauð- ans“. Einstaklingsörlög verða aukaat- riði, óraunhæfir viðburðir taka við af raunhæfum, eftir standa sígild sannindi um líf og dauða, framvindu og forgengi- leik, hið óræða og hið óbreytanlega. T A hornton Wilder breytti sjálfur leikritinu í óperutexta í samráði við tónskáldið, sem síðan sneri textanum á þýzku. Skáldið stytti mjög samtölin, dró saman efnið og kom því þannig fyr- ir, að það hentaði til þessara nota. Sagt er, að leikritið, sem fyrir var mjög sam- anþjappað, hafi misst nokkuð af sveigj- anleik sínum við þessa meðferð. T A ímaritið ,,Melos“ segir, að þessi ópera sé eitt af innblásnustu verkum Hindemiths. Allt sé þar Ijóst og forklár- að, og verkið búi yfir sjaldgæfu sam- ræmi og ljóðrænni fegurð. Texti og tón- list, efni og form fallist i faðma og tali þeint til á’heyrandans. Sumt í verkinu er sagt minna á tónsmíðar Hindemiths frá áaunum 1930—40 en annað á kamm- ermúsíkina frá árunum þar á undan. Einnig bregði fyrir í verkinu nýjum stíl, sem sé knappur og strangur í hrynj- andi og hljómsetningu en engu að síð- ur áhrifamikill, og fjölbreytilegri og stundum margbrotnari en algengt er Ihjá Hindemith. Hér er ekkert, sem minn- ir á hinn þykka tónvef Regers eða hina ríku viðkvæmni Bruckners, segir í rit- inu. Tónlist Hindemiths er gegnsæ, fín- gerð, innileg og hrífandi. „Melos“ lýkur miklu lofsorði á sýn- inguna í heild. sviðsetningu óperunn- ar, sem þjóðleikhússtjórinn í Mannheim, Hans Sehiiler, hafði á hendi, og á frammistöðu einstakra söngvara. Tón- Bkáldið stjórnaði sjálft frumsýningunni. Umgerð um óperuna mynduðu tveir ballettar eftir Hindemith „Hérodiade“ og „Nobilissima visione". Flutningur þeirra sýndist hafa verið misheppnað- ur, og er sviðsetningu og sviðsbúnaði kennt um. í síðasta hefti þýzka tímaritsins „M u s i c a“ birtist einnig dómur um hina nýju óperu, mjög á sömu leið og í fyrrnefnda ritinu. Þar segir, að hver nóta verksins beri vitni margreyndum meistara, og hin nýju stílbrigði, sem hér komi fram, ein- kennist af léttu hand- bragði eins og í kamm- eróperu. Samsöngskafl- arnir séu glæsilega unnir, án þess að gripið sé til áhrifameðala kórsöngsins, framsetning textans og úrvinnsla stefj- anna sé með tiginmannlegu yfirbragði. Allt þetta séu einkenni tjáningahháttar, sem eigi ekkert skylt við hversdagsleg listræn vinnubrögð en beri vitni óvenju mannlegum og sérstæðum persónuleika. Jón Þórarinsson. UR Hljómplötuútgáfa hefir farið ört vaxandi hér á landi síð'ustu árin og er oröin umfangsmikil, miöaö við allar að- stæður. Hér er um aö ræða þátt í tónlistar- lífinu, sem vert er að gefa gaum. f þessum dálkum veröur framvegis getið um nýjar íslenzkar liljómplötur, eftir því sem efni standa til og rúm leyfir, svo og merkar erlendar plötur. Dr. Páll ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík 1. A. GABRIELI: Canzona. J.P. SWEEL- INCK: Toccata; Tilbrigði um sálmalag. J. J. FROBERGER: Toccata. J. PAC- HELBEL: Toccata; Chaconna. D. BUXTE HUDE: Passacaglia; Preludia og fúga, g-moll. 2. D. BUXTEHUDE: Tvö kóralforspil. L. N. CLERAMBAULT: Dialogue; Basse et Dessus de Trompette. D. ZIPOLI: Past- orale. G. F. HÁNDEL: Prelúdía og fúga, f-moll. J.S. BACH: Prelúdía og fúga, a-moll; tvö kóralforspil. PÁLL ÍSÓLFS- SON: Tvö kó'ralforspil; Chaconna (um upphafsstef Þorlákstíða). (Parlohone-Odeon LP CPMA 5 og CPMA 6). Þessar tvær plöt- ur hafa að geyma nokkrar af perlum orgeltónlistarinnar eftir Bach og fyr- irrennara hans, og má raunar lesa af þeim þróunarsögu orgellistarinnar í stórum dráttum frá renessans-tímanum til loka barokk- tímans. Það er heiðríkja og birta yfir þessari tónlist. Iiún ber svip hins óforgengilega. Og flutningurinn er með þeim hætti, að hann þolir allan samanburð við það, sem bezt gerist með stórþjóðum, án „tillits til fólksfjölda". Það kann að þykja lítið nýnæmi, að fá tvær stórar plöt- ur með orgelleik Páls ísólfssonar, meðan enn má heyra hann spila við tvær messur á hverjum su;r?sidegi og ótaldar jarðarfar- ir þess á milli. En þegar sá tími kemur, að hann knýr ekki lengur orgelið, munu þessar plötur þykja fjársjóður, sem góðu heilli var geymdur eftirkomendunum, með- an enn var tími til. Verk Páls sjálfs sóma sér vel við hlið hinna gömlu meistaraverka, enda um margt skyldari þeim en síðari tónlistarstefnum. Hljómplötudeild Fálkans h.f. á þakkir skyldar fyrir að gangast fyr- ir þessari upptöku og vanda svo vel til hennar sem raun ber vitni. Magnús Jónsson, tenor ÞÓRARINN JÓNSSON: Fjólan. MARKÚS KRISTJÁNSSON: Bí-bi og blaka. SIGFÚS EINARSSON: Glgjan. SIGVALDI KALDA- LONS: Stormar. (Parlophone-Odeon EP CBEP 12). Magnús syngur með tilþrifum og ef til vill í helzt til miklum óperustíl, en nýtur sín ekki sem skyldi, vegna þess að sam- ræmi er ekki ákjósanlegt milli söngs og undirleiks, nema helzt í veikasta laginu, „Bí-bí og blaka“. Gísli Magnússon, einleikur á píanó Verk eftir CHOPIN: Vals, As-dúr, op. 69 nr. 1; Mazurka, B-dúr, op. 7 nr. 1; Mazurka, a-moll, op. 68 nr. 2; Nocturne, cís-moll. (Parlophone-Odeon EP CBEP 10). Gísli leikur verk Chopins skilmerkilega og tilgerðarlaust, en trúlega mundu sumir kjósa meiri mýkt og sveigjanleik í með- ferðinni. Samkeppnin er hörð á þessu sviði, þar sem samanburðurinn er svo handhæg- ur við alla mestu snillinga heimsins. Óviðfelldið er, þegar heil plata er helg- uð einu tónskáldi, að nafn þess skuli ekki vera nefnt á framhlið umslagsins, þótt verkin séu talin upp, og á bakhliðinni að- eins með smæsta letri. Svipaða athuga- semd mætti gera um hinar plöturnar, sem rætt er um hér að ofan, og ættu þeir, sem sjá um plötuútgáfu Fálkans h.f., að athuga þetta framvegis. J. Þ. SÖLUMAÐUR ALLRA TÍMA Sölumaður allra tíima hefur ný« lega verið uppgötvaður í lítiHi borg ó austurströnd Bandanílkjanna. Hon- um tókst að selja mannj noikikruim allstóra landspildu óséða. Þegar kaupandinn fór á staðinn til að taka við eigninni komst hann að raun um, ,að landspildan lá öll undir vatni. Þegar hann sneri sér til seljandans ævareiður, tökst þeim síðarnefnda að fá hann til að kaupa sér mótor- bát. •KAnten’s KC»C:::::scÆfö'B»sa«aekWjri;.:!i Slankbelti eða brjósta- haldari er undirfatnað- ur, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel þekktu KANTER’S lífstykkja- vörur, sem eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum, í nýjustu snið- um. Þér getið ávallt ver- ið öruggar um að fá ein- mitt það sem yður hent- ar bezt frá tiESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.