Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 4
aði, ög þá hafði hann ekiki tíma — svo hún hljúp í skarðið fyrir hann . . . — Hún fær betra út úr þeim, sagði hann, því hún hetfur svo gaman að börnum. íbúðin er alltaf full af þeim. — Gefurðu þeim sælgæti? — Nei, ég gef þeim bara tírna, sagði Margrét, þau impróvisera stundum hérna með Ragnheiði, dóttur okkar. — Er mikið af börnum í þessari blokk? — Nei, ekki mörg, sagði Steindór, og andrúmisloftið er sérstaklega gott — sem kvað vera óvenjulegt í blok'kum — mikið gert fyrir krakkana í hverfinu, t.d. á gamlárskvöld, leikið fyrir þau og dansað kringum bál o.s.frv. aldrei neitt ósamkomulag, því fólkið tekur til lit til hvers annars . . . Þótt þau séu ánægð með ílbúðina og sambýlisfólkið, mundu þau vilja eiga einbýli-shús með garði í kring . . . — Með því skilyrði, að hann yrði allt af heima á kvöldin, sagði Margrét, og færi ekki aftur að lesa blöðin. — Ég er hættur að lesa þau heima, sagði Steindór, en ég verð að lesa þau. hvern staf. — Hvers vegna? — Hann er með innilokunarikomplex, sagði Margrét. — Já, kannski er það vegna þess, að ég er uppalinn í Hnífsdal, þar sem fjöll in loka öllu útsýni — ellegar þá for- vitni, sagði Steindór, en hún er upp- alin í Vestmannaeyjum, og allir vita, hvaða komplex er algengastur þar. — En okkur þykir báðum góður fisk- ur, sagði hún. Steindór var orðin þreytulegur — enda með inflúenzu — og annað kvöld á hann að leika í Kviksandi, en . . . — Hvort ykkar er leikstjórinn á heim ilinu? — Það segist ekki, sagði Steindór. — Hvort ykkar leikur þá aðalhlut- verkið? — Það geri ég, sagði Margrét. Giuggatjöldin, sem minna á leiksviðs tjöld, verða ek-ki dregin frá fyrr en í fyrramálið, og þangað til munu mál- verkin, húsmunirnir og sjakalaskinnið á veggnum ríkja ein í stofunni og bíða leikendanna í næsta þætti, þegar í ljós kemur . . . — Hver? — Robbi, sagði Margrét. Rófoert Arnfinnsson, leikari, sem dreg ur tjöldin frá glugganum sínum í hús- inu á móti. i. e. s. ÞALÍA I LUGGATJÖLDIN minna á leiksviðstjöld. Þau ná yfir svo til allan suðurvegg stofunnar, sem er miklu stærri er sviðð í Iðnó, þar sem Steindór Hjörleifson leikur um þesar mundir í Kviksandi. í þessari stofu (og annars staðar í íbúðinni) leikur hann eiginmann og föður í leikriti eftir ókimnan höf- und. sem sumir kalla guð. Það leik- rit er að því leyti óvenjulegt, að leikendurnir vita aldrei fyrir víst, hvað gerist í næsta þætti — jafnvel ekki næstu setningar á eftir þessari: — Það er nauðsynlegt fyrir leikara að vera vel giftur, því hann á aldrei frí, nerna á laugardögum — og stundum ekkf það. , Steindór hallaði sér aftur á bak í sóifanum og horfði á toonu sína, sem sat við hlið hans. Hún heit ir Margrét Ólafsdóttir, og leitohúsgestir munu einn- ig kannast við hana af svið- inu, þótt hún hætti að leika fyrir um það bil 3 árum — og leikur nú foara á móti Steindóri í áðurnefndu leik- riti. — Við kynntumst í gegnum leikhúsið, sagði hún. — Já mikið eigum við því að þakka, sagði Steindór. — Lékuð þið saman í leikhúsinu? — Já, við létoum saman í Undir heillastjörnu, sagði Steindór. — Það gekk nú etóki lengi, sagði Margrét. — Nei, en við erurn enn undir heillastjörnu, sagði Steindór. Þau eru búin að vera gift í 11 ár og eiga eina dóttur, 9 ára gamila, Ragn Iheiði Kristínu. Heimili þeirra er í Áltfheitmuim 40 — 117 fermetra íbúð, seraa þau eiga . . . — Það væri kannski réttara að segja, að víxl- arnir eigi hana, sagði Steindór. Þau fluttu í hana fyrir 4 árum, tilfoúna . . . — Annað hétfði ek'ki þýtt, sagði Margrét, því hann er svo klaufskur, að hann getur ekki einu sinni gert við slökkvara. — En ég get gert við kveikjara, sagði hann. — Hann er sauðþrár og vill gera við allt — en er sérstaklega vandvirkur við að eyðileggja. •— Þú ert engill, sagði hann. Okömmu síðar kall aði hann hana mömmu — og hún kallaði hann pafoba, en Ragnheiður, dóltir þeirra, var sofnuð. — Já, sumum finnst skrýtið, að við skulum kalla hvort annað pabba og mömmu, sagði Margrét, en við gerum. það alltaf. — Hvers vegna? — Kannski vegina þesis, að dlóttir ok'kar er einbirni, sagði hún. — Nei, það er sennilega vegna þess, hvað ég er lítið heima, sagði Steindór, þegar maður hefur tiltölulega fáar stund ir, þá þarf að nota þær vel — og skapa heimiliseiningu. Hann vinnur í Seðlahanikanum til kl. 5 á daginn. Venjulega tekur um 5 vik ur að æfa leikrit, t.d. Kviiksand. A.m.k. 4 tímar á dag fara í æfingar, alltaf frá hl. 8—12 e.h. og stundum alveg frá kl. 5 til miðnættis — og þess utan þarf að læra hlutverkið . . . — Ég er búinn að sjá, að þetta er Kleppsvinna, sagði Steindór, þetta myndi enginn gera nú á dögum nema aSni — fyrir 7 krónur á tímann. — Já, en það breytir engu, sagði Margrét. — Ég fer nú að vitkast, sagði hann. — Já, þegar þú ert búinn að ofgera þér, sagði hún. — Þá fer ég bara til sálfræðings, sagði hann. — Hvor er þér hjarntfólgnari — Þalía eða . . . ? — Þetta er of mikil samvizkuspurn- ing tiil að svara henni, sagði Steindór. — Þú ert búinn að svara henni með þessu, sagðj Margrét. — Hún þarf auðvitað að standa í öHu eins og sjómannskonurnar, sagði Stein dór — nema borga reikninga. — Ég hef svo mi'kið að gera við ekki neitt, að ég sé etoki út yfir það, sagði Margrét. ■— Þú getur prjónað, sagði hann. — Leiðist þér að hafa hann svona sjaldan heima? — Já, ég þetóki ekki annað, og finn mest til þess eftir að hann hefur verið heima í 1—2 kvöld, af því hann hefur inflúenzu eða eitthvað þess háttar, sagði hún. — Viltu ekki haldia áfram að leika? — Nei, sagði hún. — Hvers vegna hættirðu? — Hún hætti vegna veikinda, sagði Steindór. E, „ÞaS má segja blómum allt nema ævisögu sína“ in hún er samt ekki alveg hætt að skipta sér af leiklistinni, þvi núna er hún að æfa leikrit með neimendum í Vogaskóla, sem sýna á bráðlega á árs- hátíð skólans. Steindór átti uppruna- lega að æfa þá, en árshátíðinni seink- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.