Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 5
ARFTAKI PASTERNAKS? andi „ungu reiðu mannanna" í Eng- landi, höfunda eins og Kingsley Amis, John Osborne og John Wain, en nokk- ur af verkum þeirra höfðu þá nýlega verið þýdd og gefin út í Moskvu. En Framh. á bls. 9. Eftir Alan Moray Williams ALAN Moray Williams er brezkur rithöfundur og blaðamaður, sem síðustu árin hefur birt f jölda greina um rússneskar bókmennt- ir og menningarmál í ýms- um þekktum blöðum Evrópu, m. a „News Chron- icle“ í Bretlandi, „Die Welt“ í Þýzkalandi, „Dag- ens Nyheter“ í Svíþjóð, „Morgenbladet“ í Noregi og „Helsingin Sanomat“ í Finnlandi. Hann hefur áður birt greinar í Morgunblað- inu. Alan Moray Williams er bróðir frú Barböru Árna- son listmálara. Ý bókmejmtadeila hefur I brotizt út í rithöfunda- samtökunum í Moskvu, sem fyrir þremur árum gerðu Boris Paster- nak brottrækan vegna skáldsögu hans, „Sívagó læknir“. í þetta sinn er deilt um ungan höfund, Évgeny Évtúsénkó, sem er 27 ára gamall og þekktastur allra yngri ljóðskálda í Sovétríkjunum. í nóvember s.l. kölluðu kommún- ískir gagnrýnendur Évtúsénkó „heimsborgaralegan dverg sem ræg- ir rússnesku þjóðina“, eftir að dag- blaðið „Literatumaja Gazeta“ í Moskvu hafði birt eftir hann ljóð, sem hann nefndi „Babi Jar“, Évtúsénkó les ljóð sitt, „Babi Jar“, fyrir framan styttuna af ljóðskáldinu Majakovský í Moskvu. B abi Jar er nafnið á gljúfri einu í nánd við Kiev, þar sem þús- undir rússneskra gyðinga voru drepn- ar af Þjóðverjum í seinni heimsstyrj- öld. í ljóði sínu heldur Évtúsénkó þvi fram, að gyðingahatrið blómgist enn í sjálfum Sovétríkjunum og hvetur til baráttu gegn því, f stuttu ljóði, sem borizt hefur til Vestur-Evrópu, hefur hann varið sjón- annið sín og sakað aðra sovézka rit- höfunda um „hraklega ragmennsku“. Ljóðið, sem er ort með rími og hljóð- stöfum, hefur ekki enn verið birt í sjálfum Sovétríkjunum, en þýðing á því birtist með einhverjum leyndar- dómsfullum hætti í pólska dagblaðinu „Polityka" í Varsjá. Orðrétt þýðing á ljóðinu hljómar eitt- hvað á þessa leið: „Þeir segja við mig: „Þú ort hugrakkur, ungi vinur!“ Það er ekki satt! Af hugrekki hef ég aldrei átt ofgnótt. Mér fannst bara ósaemilegt að þurfa að sökkva niður í hraklega ragmennsku starfs- bræðra minna. Ég reyndi ekki að hrista vcröldina á grunni sínum. Ég skrifaði bara — skrifaði hvað? Ég skrifaði ekki upp- ljóstranir: fburðurinn olli mér hlátri; ég gerði það sem var svikið að athlaegi. Ég reyndi að segja það sem ég hugsaði fullkomlega heiðarlega. Einhvern tíma mun framtíðin rifja upp (og skömmin mun valda sviða, þegar níðingsskapurinn og hræsnin eru úr sögunni) þessa merkilegu, mjög merkilegu tíma, þegar „hugrekki“ var notað sem heiti á einfaldri mannlegri ráðvendni.“ S agt er í Moskvu, að meðlimir sovézku rithöfundasamtakanna hafi tek- ið mjög eindregna afstöðu með og móti Évtúsénkó. Meðal þeirra sem verja hann er Alexander Tvardovsky, ritstjóri rússneska bókmenntatímaritsins „Novy Mir“, sém nýlega birti allmarga kafla úr æviminningum sovézka rithöfundar- ins Ilja Ehrenburgs. Évtúsénkó, sem er bóndasonur frá Síberíu, er smávaxinn, bjartur yfirlit- um og sérlega laglegur ungur maður. Hinar miklu og almennu Vínsældir hans meðal sovézkra lesenda stafa með- fram af þeim ljóðum, sem ráðast á „nédóstatki“ (skortinn) í Sovétríkjun- um á skeiðinu eftir dauða Stalíns, þeg- ar rithöfundum var gefið töluvert frelsi til að tjá hinar almennu kvartanirmeð tilliti til fyrirbæra eins og húsnæðis- eklu, sleifarlags skriffinnskunnar og Iiaftanna sem yfirvöldin lögðu á ferða- lög sovétborgara til annarra landa. egar ég hitti Évtúsénkó árið 1960 og átti við hann samtal fyrir Lundúnablaðið „News Chronicle“, lét hann á sér skilja að hann væri aðdá- AÐ vœri sennilega merTci- legt rannsóknarefni, eins og sagt er, þegar menn nenna ekki aö kafa dýpra, hvers vegna smásagan á ekki meiri vinsœldum aö fagna meöal íslenzkra lesenda en raun ber vitni. Ég hef fyrir mér orö ýmissa bókaútgefenda um, aö von- lítiö sé aö gefa út smásagnasöfn, því þau standi sárasjaldan undir út- gáfukostnaöi. Menn líta helzt ekki viö slíkum bókum, jafnvel þó þœr, fái góöa dóma gagnrýnenda. Þetta er því merkilegra sem smásagan er í miklum metum meöal bókmennta- þjóöa, e n d a tálin eitt hnit- miðaösta og listrœnasta form óbundins máls. Margir snillingar heimsbók- menntanna eiga frœgö sína þessu knappa og þó mœlska formi aö þakka. ra Orsakanna til deyföar íslendinga gagnvart smásögunni er eflaust víöa aö leita. Ein þeirra gœti veriö sú, aö hér hefur þetta form verið raektaö meö of einhœfum hœtti og fyrir bragöiö oröiö flatt og safa- snautt. íslenskir lesendur hafa vanizt því, aö smásögur séu aö meira eöa minna leyti þœttir af skringilegum körlum og skrítnum atburöum, þ.e.a.s. lýsingar á ýms- um fyrirbœrum daglega lífsins, ekki ósvipaöar velsömdum blaöagrein- um. Þaö vantar tíöum sálina eöa hinn skáldlega merg í slíkar frá- sagnir. Þœr veröa of beinar og blátt áfram, ekkert látiö ósagt, ekk- ert sem vekur grun, eftirvœntingu eöa órœöan enduróm í sál lesand- ans. Nú er þaö vitaö mál, aö ekki er til nein einhlít formúla um, hvernig semja skuli skáldverk, enda fer því fjarri aö állar íslenzkar smásögur séu sama marki brenndar. En hefö- in, sem ég nefndi, er álltof álmenn meöal íslenzkra höfunda og stend- ur þeim sýnilega aö einhverju leyti fyrir þrifum. Þess vegna þyrfti að breyta henni eöa a.m.k. veita henni í frjósamari og fjöl- breytilegri farvegi. Nokkrir yngri höfundar hafa meö merkilega góöum árangri leit- azt viö aö fœra út kvíar íslenzku smásögunnar meö því aö gera hana innhverfari og margrœöari, meö því aö kafa undir yfirborö hluta og atburöa og fá fram þaö innra samhengi sem oft leynist undir því. Er nú fcomiö til kasta lesenda aö bregöast vel viö þessari viöleitni og ýta undir hana meö því aö kaupa bœkur þessara höfunda og fylgjast meö þróun þeirra. Þaö mundi veröa þeim sjálfum örvun og íslenzkum bókmenntum orku- gjafi, þvi bókmenntir lifa nú einu sinni fyrst og fremst á lesendum og fyrir þá. s-a-m. 5 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.