Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 9
S tundum er líf sjúklings und- ir því komið, að læknir taki rétta ákvörðun í vafatilfelli, hafandi ör- stuttan umhugsunartíma. Þetta hef- ur komið nokkrum sinnum fyrir mig og hefur þá oltið á ýmsu um árangur. Skal hér dregin upp ein slík mynd, þar sem betur fór en áhorfðist. — í desember 1928 gerði talsverðan snjó í Vest- mannaeyjum. Börnin inotuðu þetta óvenju- lega tækifæri til sleða- ferða á Stakagerðis- túni og tókst þá svo illa til, að sleði á all- mikilli ferð lenti á kvið átta ára gamallar stúlku. Eg var sóttur til hennar um miðaft- ansbil og var þá ekki annað að finna en mar á kviðveggnum vinstra megin, eymsli í kviðar- holi og nokkurt lost (shock). Mér þótti þó vissara að fylgjast með henni og það því frem- ur, sem drengur á líku reki hafði nokkrum ár- um áður hrapað úr klettum, sprengt í sér görn og dáið úr lífhimnubólgu, þrátt fyrir uppskurð, en hann hafði verið framkvæmdur of seint, eða ekki fyrr en næsta morgun. Líðan stúlkunnar versnaði frekar en hitt, er á kvöldið leið, svo að eg lagði hana inn á spítal- ann, vitjaði hennar klukkan tvö um nóttina og fann þá ótvíræð merki um innvortis blæðingu. Eg ákvað því upp- skurð án frekari tafar og fékk Ólaf Ó. Lárusson héraðslækni mér til aðstoðar. Ekkert blóð var í þvaginu og þótti mér líklegast, að lifrin hefði sprungið. Ekk- ert fannst þó að lifur eða görnum, en mikið blóð var í kviðarholinu og safn- ÚR MYNDABÓK LÆKNIS J ' _ ___ t aðist jafnharðan, þótt upp væri þerrað. Stækkaði eg því skurðinn, sem gerður var í miðlínu, svo að hægt var að koma inn hendi og þreifa upp á miltið, sem liggur ofantil og aftantil í kviðnum vinstra megin. Fann eg, að þriðjungur þess hafði rifnað nær alveg af. Nú varð að taka skjóta ákvörðun, því að barn- inu var að blæða út. Eg gerði því í skyndi þverskurð út í gegnum kvið- vöðvana til vinstri, náði miltisstilknum í greip mína, svo að æðarnar út í milt- ið þrýstust saman, og dró það fram úr Bárinu. Ákvað eg nú að eyða engum tíma í tilraun til að sauma það saman, heldur setti töng á rót miltisins og nam það allt burtu. IV, á tímum hefði slíkur sjúkling- ur fengið blóðgjöf í stórum stíl, en á þeim árum voru engin tök á því, svo að eg varð að láta mér nægja að gefa barninu saltvatnsinndælingar, en þegar það virtist ekki ætla að bera neinn árangur, símaði eg til Reykjavíkur og iét senda mér glucosis eða drúfusykur með skipi, sem átti að koma til Eyja snemma næsta morgun. Eg keypti um þessar mundir ágætt amerískt tímarit, Surgery, Gynecology and Obstetrics, þar sem drúfusykursupplausn var mjög hælt sem orkugjafa í svipuðum tilfell- um sem þessu, en sú aðferð mun ekki hafa verið áður notuð hér á landi, enda fékk eg ekki sendan hreinsaðan drúfu- sykur, sem er hvítur að lit, heldur hrá- sykur, sem er brúnn. Eg bjó samt til upplausn úr honum og gaf stúlkunni nokkur hundruð grömm af henni inn í æð. Hún fékk í bili af þessu háan hita, sem vonlegt var, því að bæði var syk- urinn mengaður og vatnið ekki nýeimt, en upp úr þessu fór hún að rétta við og tel eg, að sykurinn hafi bjargað lífi hennar, þótt mengaður væri. Eg náði skömmu síðar í nýlega skýrslu um miltissprungur, sem sætt höfðu skurðaðgerð, og var hún eftir franskan lækni, sem aðeins hafði fund- ið um 200 tilfelli í öllum þekktum læknaritum. Sýndi rannsókn hans, að árangur var mjög slæmur við saum á milti, en miklu betri, þegar það var tekið burt, en um þetta stóð ekkert í þéim kennslubókum, sem eg þekkti. Eg hafði hitt á beztu aðferðina, ef til Framhald af bls. 5 ég held, að rangt væri að líta á hann sem and-kommúnista, því auk þeirra ljóða, sem valdið hafa hneykslun og aflað honum viðurnefnisins „bókmennta legur þorpari", yrkir hann oft ljóð sem eru í samhljóðan við hin opinberu sjón- armið, sem eru „rétt“ í pólitísku tilliti, þ.e.a.s. sem hrósa Komsomol-samtök- unum. A.rið 1961 heimsótti hann Banda- ríkin, Kúbu og fleiri lönd og orti ljóð um áhrifin sem hann varð fyrir á ferðalaginu. Eitt þekktasta ljóð hans, sem birt var árið 1958, er svona: „Landamærin valda mér óbeit. Mér finnst ömurlegt að þekkja ekki Buenos Aires, New York. Ég vil reika að vild minni um Lundúni. Tala — eins bjagað og verkast vill — við alla. Eins og drengur vill vegna þess tímaskorts, sem krafðist tafarlausrar stöðvunar á blóðrásinni. Þetta var í fyrsta skipti, sem skorið hafði verið við sprungnu milti hér á landi, og skrifaði eg um það allýtarlega ritgerð í Læknablaðið 1929. Með aukn- um fjölda bifreiðaslysa hlýtur þetta meiðsli að verða algengara, þótt ekki sé mér kunnugt um fleiri tilfelli hér á landi. Hjartfólgnastir mér "f öllum min- um sjúklingum eru þau börn, sem mér hefur auðnazt að bjarga úr bráðum lífs- háska, t. d. með því að gera nýjan holskurð og opna görn vegna lífhimnu- bólgu 3—5 dögum eftir uppskurð vegna sprungins botnlanga, eins og stundum kom fyrir, einkum áður en sulfalyf og fúkkalyf komu til sögu. Slík endurtekin skurðagerð með þeim þorsta, sulti og annari vanlíðan, sem þessu er samfara, reyndi mjög á líkamlegt og andlegt þol þessara litlu sjúklinga og mikið var undir því komið, að þeir eyddu ekki kröftum sínum í brölt eða grát. Böm sýna oft undraverðan hetjuskap og að- dáanlegan samstarfsvilja, þegar rétt er að þeim farið, jafnvel dekurbörn og óþekktarormar heima fyrir, en til þess þarf stundum að banna allar heimsókn- ir aðstandenda, auk þess sem mikið velt ur á góðri hjúkrunarkonu. Eg tel mig standa í þakklætisskuld við slík börn, en sama verður ekki alltaf sagt um þá fullorðnu, sem maður hefur lagt sig allan fram við. Halldóra litla, en svo hét stúlkan, sem hér hefur verið sagt frá, var ein af þessum hetjum, enda fékk eg áhenni sérstakt dálæti, kallaði hana eftir þetta Halldóru mína og vék stundum ein- hverju að henni, er hún varð á vegi mínum. Um 30 árum eftir að þessi saga gerð- ist, var eg staddur í fjölmenni í Reykja- vík. Þá vék sér að mér ókunnug kona og spurði mig, hvort eg væri ekki Kolka læknir og sagði mér nafn sitt. Eg áttaði mig og spurði: „Er það Hall- dóra mín?“, en hún kvað já við. Hún hafði verið um fermingu, er eg fór úr Eyjum, flutzt síðan til Reykjavíkur með foreldrum sínum, gifzt þar og átti nú stálpuð börn. Þetta varð fagnaðarfund- ur, sem minnti mig á harða baráttu milli vonar og ótta um líf lítillar, geð- þekkrar stúlku — baráttu, sem endaði með þakklátri gleði fyrir foreldra hennar og lækni hennar. vil ég fara riðandi um Parísarmorguninn. Ég bið um list sem sé jafnmargbrotin og ég sjálfur.“ 8. apríl 1958 prentaði „Literaturnaja Gazeta“ eftirfarandi umsögn um þetta Ijóð: „Það væri ekki það versta, ef Évtúsénkó hefði einungis löngun til að reika um París og Lundúni, en ógæf- an er sú, að hann hefur ímugust á að búa innan landamæra Sovétríkjan.ia.“ Uann er langvinsælastur meðal yngri kynslóðarinnar, sem kaupir allar útgáfur ljóða hans jafnskjótt og þær koma á markaðinn. Eldri sovézk ljóð- skáld eru- ekki sérlega hrifin af honum. Alexei Surkov, einn af riturum rit- höfundasamtakanna, sagði mér þegar ég átti tal_ við hann í Moskvu haustið 1960: „Évtúsénkó er níu daga furðu- verk — það er allt og sumt. Á ferli mínum hef ég þekkt marga af hans tagi, sem nú eru gleymdir." Það virðist samt sennilegt, að Évtú- sénkó og hin djörfu Ijóð hans séu með einhverju móti nátengd þeirri pólitísku baráttu sem nú á sér stað bak við tjöldin í Moskvu milli framfarasinn- anna og stalínistanna. P. V. G. Kolka. Bókmenntir Chaplin Framhald af bls. 1 Og að endingu, hvað hefur svo orðið af fjöiskyldunni okkar? Nokk- ur síðustu árin hef ég búið með Nana, sem er jafn hress og fyrrum, í litlu húsi í San Fernando-dalnum. Móðir mín náði sér alveg eftir síð- asta taugaáfallið og er nú jafn falleg og áður. Hún er hamingjusamlega gift Pat Longo, bankamanni í Los Angeles. Sydney frændi býr nú með hinni frönsku konu sinni í Evrópu. Bróðir minn, Sydney, leitar frægðar á Broadway. Paulette Goddard, uppáhaldsstjúpmóðir min giftist rit- höfundinum Erich Remarque 1958 og býr með honum í Svisslandi. En hún hittir pabba aldrei. Pabbi er alltaf jafn lélegur bréfritari. Hann heldur sér við jólakveðjur endr- um og eins. En þegar ég giftist, 5. ágúst 1958, leikkonunni Susan Magness, sendi hann mér heillaóskaskeyti, ásamt Oonu og börnunum sex. Þegar hann heyrði eftir jól, að við ættum í fyrsta- árs-erfiðleikum og byggjum ekki sam- an, þrátt fyrir það, að við ættum von á dóttur, Susan Maree, 11. maí, fannst honum það eitt af þessum „heimsenda- legu“ tækifærum, sem krefðust bréfs. Að minnsta kosti skrifaði hann mér, stutt en föðurlega, og lét þúsund doll- ara ávísun fylgja með. Níu mánuðum síðar, óþægilega snert- ur af skilnaði mínum við konu mína, settist hann aftur við skrifborðið. í þetta sinn skrifaði hann mikiu lengra bréf, fullt af föðurlegum áhyggjum og ráðum, lífsspeki manns, sem hefur lært mikið af lífinu. Bréfið er svona: Elsku Charlie. Fyrirgefðu, að ég slculi ekki hafa skrifað fyrr, því eins og þú hefur sjálf- sagt heyrt, er ég að skrifa endurmirm- ingar mínar, sem tekur mig að minnsta kosti eitt ár í viðbót, en allur tími minn fer í að rita þær og endurrita. Ég fékk ósköp elskulegt bréf frá kon- unni þinni, hún virðist aðlaðandi. Það er slæmt að þið tvö skuiið ekki geta látið ykkur koma vel saman. Þið hafið gilda ástæðu til þess, þar sem þið eigið þetta barn, sem ég er viss um að er sterkt band á milli ykkar. Eftir því sem þú eldist munt þú komast að, Charlie, að þú þarfnast akkeris, það er að segja, einhvers, sem er þér afar nákominn og þú hefur þekkt árum saman. Barnið þitt er svo fallegt, að þú verður að gera allt sem þú getur til að gera það hamingjusamt og ekkert gerir bernsku hennar eins hamingjusama og að fá að alast upp ii I báðum foreldrum sínum. Fg er orðinn sjötugur, og ég hugsa mikið um börnin mín, og ég hugsa mikið um, hvað þú ætiir að gera við líf þitt. Þú mátt ekki sóa því. Þú ert vel gefinn, vel skapi farinn og aðlað- andi. Ég hef séð þig í leikhúsinu, og veit, að þú ert fjölhæfur — ef þú neyt- ir hæfileika þinna. Mig langar ekki til að prédika, en mér fannst skelfilegt að heyra að þú hefðir skilið við konu þína. Mér virðist hún vera prýðismanneskja.... Hefurðu heyrt nokkuð frá Sydney? Mér skilst að hann spjari sig. Það ætt- ir þú að geta líka. Þú ert ekki verr gefinn. Skrifaðu mér, og segðu mér frá framtíðaráætlunum þínum. Oona og börnin senda kærar kveðjur. Þau tala oft um þig og eru ósköp hreykin og hrifin af litlu frænku sinni. Þau langar til að fá að vita, hvað þú hefur fyrir stafni og hversvegna þú kemur ekki að heimsækja þau. Þau stækka: Geraldine er fimmtán ára, Michael nærri fjórtán, Josi að verða ellefu, Viki átta, Eugene sex, Jane tveggja og það yngsta þriggja daga. Þinn elskandi faðir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.