Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 3
LI G G J A á bakinu í kafa- grasi útá túni og sjá ekk- ert nema vaggandi stráin í kring- um sig og himininn yfir sér þar sem skýin sigla hraðbyri suðrí löndin. Liggja á bakinu bakvið strá- in og heyra bílana þjóta eftir vegin- um í fjarska og mannamál í næstu húsum eiitsog fjarlægt bergmál, heyra þetta eilífa suð í fiugunum sem eru á góðri leið með að suða mann í svefn; heyra kvakið í fugl- unum þegar þeir flögra um sólbjart- an eftirmiddaginn einsog ofsakót börn; heyra mömmu kalla á sig af tröppunum heima til að senda mann útí búð; liggja samtsemáður rólegur þangaðtil hún er hætt að kalla; halda áfram að hlusta á flugnasuðið og ná sér í hundasúru tii að narta í og sjúga mikið loft inn í milli tannanna afþví hún er svo súr; fara að hugsa hvað gæti verið gaman að liggja hér alltaf og láta engan vita um sig og koma ekki heim á kvöldin til að hátta heldur liggja hér allan dag- inn og alla nóttina og horfa á skýin og stjörnurnar og sólina og tungíið og verða aldrei svangur afþví nóg er af hundasúrum; loka augunum afþví flugurnar eru að suða mann í svefn og heyra niðinn í bílunum og fólkinu fjarlægjast smátt og smátt N Eftir Sigurb A þangaðtil ekkert er eftir nema strá- in og sólin sem bakar mann í fram- an og minningin um annan sólbjart- an dag þegar mamma lá uppí rúmi og brosti afþví agnarlítið kríli við hliðina á henni orgaði af öllum iífs og sálar kröftum og hún beygði brjóstið yfir litla varginn og þagg- . Magnússon aði niðrí honum með fallegu brúnu brjóstvörtunni sinni; finna sólina baka sig ennþá meira í framan og smjúga innfyrir augnlokin og þrýsta sér inní höfuðið svo allt verður bjart og tveir litlir englar með fiðr- ildavængi fijúga uppí himininn og maður horfir á eftir þeim og lang- ar til að fljúga með þeim en hef- ur enga vængi og starir bara uppí geiminn þangaðtil þeir týnast bakvið lítið hvítt ský sem hefur tvo langa vængi og skrúfu framaná sér einsog flugvél og það rennir sér niðrúr himninum og kemur alltaf nær og nær þartil himinninn sést ekki leng- ur og sólin er horfin og ekkert eft- ir nema svört nótt og maður er einn í nóttinni innanum stráin og mann langar heimtil mömmu afþví það er svo dimmt og enginn til að passa mann og allar hundasúrur búnar og maður deyr kannski úr hungri eða týnist hjá vondum kalli eða hrapar fyrir björg — hrapar — æææ.... Takna við faliið og finna him- ininn aftur með siglandi skýjum og heyra fuglana kvaka og fólkið hjala í fjarska og bílana þjóta burt og flugurnar suða og suða; finna hvað gott er að vakna í kafagrasi útá tún- inu heima hjá sér og vita að mamma var að kalla og réttast væri að hlaupa fyrir hana útí búð afþví hún er ein heima og enginn annar til að hjálpa henni; rísa á fætur og finna allan heiminn einsog hann V£ir og hugsa með sér að á morgun ætla ég líka að íeggjast hér í grasið og láta engan vita um mig. Fjárskahi oð Borgum " ETURINN 1907 voraði með ein- dæmum snemrna á Austurlandi og var sauðfé þar sleppt víða um sveitir um miðjan apríimánuð. Þá bjó að Borgum i Eskifjarðardal Tryggvi Hallgrímsson, (fyrrum póstur) ásamt konu sinni, Sig- urbjörgu Guðmundsdóttur og tveimur börnum þeirra. Aðalbjörgu og Ragnari. Að Byggðarholti, næsta bæ við Borgir, sem nú eru í eyði, bjó þá Þorsteinn Marteinsson, ásamt konu sinni, Þuríði Andrésdóttur. Byrjuðu þau búskap og fluttust að Byggðarholti vorið áður eða 1906, Vorið 1907 réðist Þorsteinn kaupmaður um tíma til séra Jóhanns Sveinfojörns- 6onar, prests að Hólmum í Reyðarfirði. Var það all snemma um vorið og þar eð ekki þótti þá þegar tímabært að sleppa ám, leyfði prestur Þorsteini að hafa ær sínar með sér, svo að hann gæti Jitið eftir þeim sjálfur, vegna þess að ekki urðu þá fleiri til heimilis að Byggð- arholti þann tíma en kona Þorsteins og tengdamóðir, og þurftu þær að gegna útistörfum jafnt og inni. Gemlingum sínum var Þorsteinn þá búinn að sleppa á fjall. FÉKK prestur Þorstein aðallega, til þess að raspa dún. Að morgni 28. apríl 1907 var kominn snjór jafn fallinn á að gizka i kálfa og gnjóaði þá með mikilli ákefð. Var Þor- eteinn þá kominn heim úir kaupavinnunni en hafði skilið ær sinar eftir eða sleppt (þeim í Hólmaland með sauðfé prests. Voru ær Þorsteins eitthvað um tólf að tölu. Þótti þeim Tryggva bónda og Þor- eteini nú vissara að hyggja að fé sínu og bjuggust hið skjótasta til þess að fara í göngu. Var veður mjög ískyggilegt og snjókoma mikil eins og áður er sagt en frost lítið og ekki kominn neinn vindur eð ráði þá um morguninn Fóru þeir út með ströndinni og smöluðu fé sínu niður »ð sjó. Hafði Tryggvi Ragnar son sinn með sér þeim til hjálpar við fjárleitina. Var Ragnar þá ellefu ára gamall. L,eit nú svo út sem allt ætlaði að ganga vel og hugðu þeir bændur, að þeim myndi heppnast að koma fé sínu heilu til húsa, en þegar þeir komu út fyrir svokölluð Ból, fundu þeir þar nýborna á, sem Tryggvi átti. Fór Tryggvi þá að stumra yfir ánni og sá að lambið var í bráðri hættu, ef það kæmist ekki þá þegar til húsa. Tók hann bví það ráð að fara með lambána út í fjárhúsið að Baulhúsum. Var það ekki mjög langt að fara. Baul- hús standa, eins og kunnugt er norðan í EHir Bergþóru Pálsdóttur trá Veturhusum Hólmahálsinum utarlega á Hólmanesinu. Tafði þetta þá allmikið eða allt að því um klukkutíma. Héldu þeir Þorsteinn og Ragnar fénu saman á meðan Tryggvi fór með lambána til húsa. Lögðu þeir nú aftur af stað með féð. Hafði bá snjóhríð- in aukizt til muna og stóð vindur á móti þeim. Þegar þeir komu inn fyrir svo- kallaðan Merkjastein var orðinn blind bylur, svo að ekki var viðlit að koma fénu lengra. (Merkjasteinn þessi stendur niður við sjó og skiptir landi milli Hólma og býlisins að Borgum). Hafði þá einnig kólnað að miklum mun, síðan þeir lögðu af stað um morguninn og þar eð snjó- bleytan hafði áður hlaðizt í féð, fraus nú á því ullin, svo og snjórinn á lagðinum. Var því féð þungt á sér og átti erfitt með að hreyfa sig. Urðu þeir nú að skilja það þarna eftir og sem fljótast að forða sjálfum sér til húsa. Mun drengurinn þá hafa verið orðinn mjög þjakaður og tafið för þeirra nokkuð. Frá Merkja- steini og heim að Borgum er talinn vera 20—30 mínútna gangur í góðu færi, en nú tók það þá rúmar tvær klukkustundir að komast þennan spöl. Hélst veðrið þann dag allan og nóttina eftir. Var þetta eitt af þessum norðvestan veðrum, sem koma verst. Þegar veðrinu létti fóru þeir Tryggvi og Þorsteinn svo fljótt sem auðið var, til þess að hyggja að fé sínu. Var þá ömurlegt um að lítast. Hafði sumt af fénu fennt í sköflum, sem lögðu þar á ströndinni en flest af 'því fest í hrönn- unum á fjörunni og síðan flætt yfir það. Mest flæddi þó alveg út. Rak um tuttugu kindur upp á svokallaða Ból- klettseyri og víða hafði kindur rekið upp á fjöruna út með allri strönd. Missti Tryggvi þar mest allt sitt fé eða um hundrað og tuttugu kindur og Þorsteinn alla gemlinga sína. Vildi það honum til happs að hann sleppti ám sínum í Hólma land og að þær höfðu ekki runnið til baka. Þetta sama vor fluttu þau hjón Þorsteinn og Þuríður frá Byggðarholti og settust að á Eskifirði. 1. BYRJUN mai betta sama ár var selt bú Sæbjargar Jónsdóttur, hús- freyju að Seljateigi í Reyðarfirði. Var það selt á uppboði. Þangað komu margir, bæði hreppsbúar og aðrir, og þar á.með- al Tryggvi Hallgrímsson. Mun hann hafa verið í þeim erindum sem og aðrir að kaupa eitthvað af fjáreign Sæbjargar en ekki mun hafa orðið inikið úr því. En einhvern veginn mun það hafa orðið þegjandi samkomulag uppboðsgesta að kaupa þarna ær og gefa Tryggva. Voru seldar tvær ær í númeri. Keyptu ýmsir númer í félagi og afhentu Tryggva. Þar á meðal voru þeir Bjarni Marteinsson og Sigurjón Einarsson á Eskifirði, sem þá voru ungir og upprennandi piltar. Safn- aðist Tryggva þarna um fjörutíu ær. Til gamans má geta þess að þá kost- aði ærin átján krónur og þótti það dýrt. Mun það hafa verið um tíu prósent af vinnumannskaupi, eins og það var þá. Skrifað eftir frásögn og minni aldraðis manns, sem ekki vill láta nafns sins getið, að Eskifjarðarseli 1. desember 1Ú58. Lamin með lurk Eftir Jóhann Hannesson Byrjunin var víst Boli og Grýla. Svo bættu þeir ofan á kristnum fræðum, barnasögum og sunnudagsræðum, sálmum og verkefnum í stíla; með endurtekningu tókst að fylla mig trúnni á raunveruleik hins illa. En svona er öll þessi aðfengna vissa — það er aldrei að vita, hve djúpt hún nær. Það beit mig hundur í höndina í gær. Eg varð liissa. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.