Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 16
MCHELANGELO ANTONION 1 ANNAÐ sinn frá lokum síðari heimsstyrjaldar heinast augu heimsins að ítalskri kvikmyndagerð, sem rennur nú annað skeið endurreisnar frá því að ítalskir kvikmyndahöfundar gátu hrist af sér klafa fasistiskr- ar kúgunar, sem drap í dróma alla sjálfstæða listsköpun á stríðs árunum. Úr rústum stríðsins reis nýraunsæisstefnan (neo-realism- inn) undir merkjum manna eins og Kosselinis og De Sica. Með myndum eins og RÓM, ÓVAR- INNI BORG og REIÐHJÓLA- ÞJÓFNUM komu þeir, sýndu og sigruðu. Ævintýrið (L’Avventura). Monica Vitti leikur yfirstéttarstúlkuna Clau- diu, sem örvæntingarfuH berst við þær heitu tilfinningar sem hún ber tU unnusta horfinnar viakonu sinnar. En nýraunsæisstefnan átti sér skamman aldur og Rosselini og De Sica gera líklega ekki fleiri snilldarverk. Athyglin bein- ist nú að nýjum mönnum, arf- tökum þeirra, Fellini, Visconti og Antonioni. Fellini mun þeirra kunnastur hér á landi. En þó að Antonioni sé nú einn fremsti leik- stjóri ítala, hefur engin af mynd- um hans verið sýnd hér á landi, þó full ástæða væri til. Er von- andi að þessi þáttur um hann verði íslenzkum kvikmyndahúsa- eigendum hvatning til að bæta úr þeirri vanrækslu. Michelangelo Antonioni tilheyrir sömu kynslóð og Visconti. Á sama tíma og Visoonti vann að Ossess- ione árið 1942, fyrstu miyndinni, setm bendir í átt til nýraunsæisstefnuínn- ar, er Antonioni að gera sina fyrstu mynd, Genta del Po, heimildarmynd um ána Pó og fólíkið sem býr og starfar á bökkum henmar. Þar kemur strax fram harmleikur mannlegrar einangrunar og einmanaleika, sem síðar einkennir svo verk Antonionis, undirstrikaður af dapurleik lands- lagsins umhverfis Pó. Fyrsta leik- mynd hans er Cronaca di un amore (Ástarsaga), og fjallar um mann sem fellir á ný ástarhug til fyrrver andi hjákonu sinnar. Síðar stóð hann í sífelldri baráttu fyrir því að fá að gera þær myndir sem hann óskaði, þar á meðal Le Amiche (Vinkonum ar), sem hlaut Silfurljónið í Feneyj- um 1955 og II Grido (Opið), gerð árið 1957 og er nær eina stórverkið gert á krepputimum ítalskrar kvik- myndalistar á árunum 1955—’59. í Cannes 1960 hlaut Antonioni sér- stök verðlaun fyrir L’Avventura (Ævintýrið) og „fyrir framlag hans til að leita nýrrar tjáningaraðferðar í kvikmyndum“. En áharfendur í Cannes, flestir túristar og flötaku- dót, sem oft hefur sett leiðan svip á kvikmyndahátíðir þar, kunnu ekki að meta sliikt framlag. Þeir bjugg- ust við nýrri sensasjón eftir La Dolce Vita og Rocco, en ekki rólegum og stóratburðalausum stál Antonionis. Ruddaleg fraimkoma þeirra, blístur og öiskur, fékk mjög á þennan til- finningaríka og viðkvæma listamann, sem táraðist í heiðurssæti sínu. En þegar myndin var sýnd í París hlaut hún aðrar viðtökur. Áhugi og hrifn- ing áhorfenda sópaði burt biturleik- anum úr huga hans. Antonioni virðist vera sá leikstjóri sem einna mest lætur sig varða gildi samtíðar sinnar. í myndum hans er grundvallarlögmáilið hin óhjákvæmi lega einangrun mannsins. Og ástin, það eina sem getur brotið niður múr þessarar einangrunar, er aðeins sitund- arástriða er færir skammivinna ham- ingju. En við verðum að komast inn fyrir þennan múr sem umlykur per- sónuleika okkar, segir Antonioni, til þess að vita hvað raunverulega hrær- ist dýpst í hjarta mannsins. Fyrir honu-m eru orð og athafnir oft ein- ungis yfirborðsmennska, það sem býr að baki orðanna og athafnanna er hið raunverulega. Styrkur Antoni- onis liggur í hæfileika hans að sýna á tjaldinu tilfinningar og hugsanir manneskjunnar á cinfaldan og knýj andj hátt. Antonioai er landkönnuð- ur i innri veröld tilfinninganna. Hann dregur upp mynd af óstöðug- leik þeirra og varpar fram þeirri spurningu hvort við í raun og veru kunnum að elska: hvar erótíkin endi og sönn ást taki við. Myndir Antoniionis eru mjög per- sónulegar. Þær eru í raun og veru einlæg játning hans og sjálfsævi- s-aga. Hann hefur sýnt eins og marg ir aðrir góðir leikstjórar að kvik- myndagerð er ekki iðnaður heldur listgrein ef listamaðurinn er einlæg- ur og slær ekki af kröfunum til sjálfs sín og eltir ekki villuljós skamm- vinns stundardekurs fjöldans, sem þiggur oft það auðmeltasta sem fyr- ir hann er borið. Myndir Antonionis eru í einu og öllu hans eigin sköpunarverk. Leik- stjórn hans er svo sterk að allt verð- ur að lúta vilja hans, leikendur að fylgja bendingum hans í einu og öllu. Klassiskur hreinleiki og ein- faldleiki er megineinkenni mynda hans. Hann notar oft landslagið til að magna kraft verka sinna og reyn- ir að skapa náið samband milli per- sónanna og umihverfisins. Landslag þrungið dapurleik og einmanakermd undi.rstrikar áhrifamátt boðskapar hans. Það er ekki út í bláinn að líkja Antonioni við vissa ritíhöfunda eins og gert hefur verið, því eins og Fell- ini og Bergiman er hann ósvikinn höfundur mynda sinna. Jafnvel leik- endumir verða að hverfa í skuggann fyrir mikilvægi þess er þeir segja og gera. Helzta hliðstæða hans í bók- mienntunum er D. H. Lawrence, sem eins og hann flettir miskunnarlaust ofan af nekt tilfinninganna, eða þá Scott Fitzgerald. Þó eru myndir hans engan veginn bókmenntaleg verk, heldur fyrst og frems-t kvikmynda- leg og standa sjálfstætt sem slík og lúta eingöngu filmræmnum lögmál- um. I L’Avventura ögrar Antonioni hinni hefðbundnu atburðarás í kvik- myndum. í byrjun myndarinnar hverf ur ung stúlka í skemmtiferð til klettaeyju undan strönd Sikileyjar. Um stund virðist áhorfandinn mega búast við spennandi og leyndardóms- fullri mynd, þegar elskihugi hennar Sandro og bezta vinlkona hennar Claudia hefja umfangsmikla leit að henni. En meðan á leitinni stendur verða þau ástfangin og gagnkvæm Michelangelo Antonioni er einn fræg- asti leikstjóri ítala. Hann leitar nýrra túlkunaraffferða í kvikmyndum og kaf- ar djúpt í tilfinningalíf persóna simia. hrifning þeirra verður svo yfirþyrm- andi að þörfin á að finna stúlkuna er afmáð og myndin snýst ekiki leng- ur um hvarf hennar og af áhorf- andanum er ætlazt að hann beini athygli sinni aðeins að ástarævin. týrf þeirra og útiloki allt annað, Leyndardómurinn um hvarf stúlk- unnar á ekki að leysast. Það var aldrei aðalatriðið. Sandro, hinn ríki ungi maður, sem getur eitoki verið trúr neinni einni stúllku, er leikinn ' af Gabriele Ferzetti, en Claudia, ást- fangin en full af sektartilfinningu gagnvart vinkonu sinni, er leikin af Monica Vitti. La Notte (Nóttin), sem hlaut Gull- j björninn á kviikmyndalhátíðinni 1 Berlín í haust, er saga einmanaleik- ans og frumþarfar mannsins fyrir ást annarrar manneskju. Kunnur rit- höfundur, Giovanni Pontano og kona hans, Lidia, hafa verið gift í tíu ár, en hjónaband þeirra er misiheppn- að ogþau hafa sífellt fjarlægzt hvort annað. Þau finna það enn betur er þau heimisæikja deyjandí vin, sem áður hafði elskað Lidiu. Um kvöldið gerir hún örvæntingarfulla tilraun til að vinna aftur áhuga eiginmanns- ins og þau fara saman í næturklúbb og berast þaðan inn í yfirstéttarsam- kvæmi og dragast iinn í fíflaleg skrípalæti gestanna. Eiginmaðurinn hrífst af dóttur gestgjafans en eigin- toonan flýr samkvæmið með ungura pabbadreng í bíl hans. I löngu atriði í bílnum, þar sem ekki heyrist orð, en aðeins regnið lemur utan bílrúð- uxnar, lýsir Jeanne Moreau frábær- lega örviLnun og dapurleik toonunn- ar, einungis með svipbrigðum ein- um. Síðar segir hún manni sínum að vinurinn sé látinn og að hann hafi elskað hana. í blóra við þá stað- reynd að ást þeirra er dauðvona, geta þau ekki skilizt að, því lam- andi óttinn við einmanaleikann, sem er að tortíma lífi þeirra, bindur þau saman. Giovanni er leilkinn af Maroello Mastroianni, kunnasta leikara ítala um þessar mundir, sem lé aðalMut- verkið í La Dolce Vita. Lidiu leiík- ur ein bezta leikkona Frakka, Jeanne Moreau, og þykir fara frálbærlega með hlutverik sitt. Hin ásækna mynd af einmana manneskju á auðum borg arstrætum Milano sækir á hugann og gleymist ekki auðveldlega. Ef til viil hafa íslenzkir áhorfend- ur verið nærðir of lengi á liistsnauðri og smekk.lauri iðnaðarframileiðslu, að þeir geti áttað sig á eða meðtek- ið slík verk sem þessi, er krefjast allrar athygli og einbeitni álhorfand- ans og fjalla um mannleg vandamáil, en eru ekiki einungis Umamorðingj- ar. Pétur Ólafsson. Nóttin (La Notte). Marcello Mastroianni og Jcanne Moreau leika hjónin, sem finna aff ást þeirra er kulnuff, en geta ekki yfirgefiff hvort annaff, því óttinn við einmanaleikann bindur þau saman. Hl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.