Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 4
JENS B. WAAGE GAMLAR LEIKHÚSMINNINGAR febrúar 1903 og var vel sótt (alls 9 sýningar), enda fékk það yfirleitt góða dóma, þótti mjög athyglisvert leikhús- verk. Þjóðólfur er þó ekki alls kostar ánægður með leikritið og segir (20/2 ’03): er sumt í leiknum allóeðli- legt og byggingin ekki sem allra föst- ust og samkvæmust“, en bætir því við að það fari „allvel á leiksviði." I þessu leikriti lék Jens Sigurð og i „Víkingunum á Hálogalandi" eftir Ibsen, sem frumsýnt var 21. marz 1903, UNDANFÖRNUM þáttum mínum um íslenzka leik- ara hefur eingöngu verið fjallað um þá leikara, sem voru meðal stofn- enda Leikfélags Reykjavíkur og mest kvað að. En þegar á fyrstu starfsárum .félagsins bættust í hóp- inn nokkrir mikilhæfir leikarar, þeirra á meðal Jens B. Waage. Varð það Leikfélaginu mikill fengur, er hann gerðist virkur þátttakandi í leikstarfsemi félagsins, enda varð hann brátt einn af mikilhæfustu leikurum landsins og setti svip sinn á alla leikstarfsemi félagsins um áratugi. Jens B. Waage var fæddur í Reykja- vík 14. marz 1873. Voru foreldrar hans Eggert kaupmaður Magnússon Waage og kona hans Kristín Sigurðardóttir stúdents Sigurðssonar bóndá á Stóra- Hrauni við Eyrarbakka. Bjuggu þau hjón í hinu svokallaða Waages-húsi, nú Lækjargötu 10 hér í borg, og þar ólst Jens upp. Ó1 hann allan sinn aldur hér í Reykjavík, þegar frá eru talin námsár hans í Kaupmannahöfn. Hann lauk stúdentsprófi við Lærða skólann hér vorið 1891 og prófi í forspjalls- vísindum við Kaupmannahafnarháskóla vorið 1892. Eftir það stundaði hann nám í lögfræði við sama háskóla um hríð, en hvarf frá því námi og settist að hér í Eeykjavík. Fékkst hann hér fyrst við kennslu og verzlunar- og tryggingarstörf en gerðist árið 1904 starfsmaður íslandsbanka, sem þá var nýstofnaður, og starfaði þar óslitið til 15. maí 1927, er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Var Jens lengst af aðalbókari bankans, en bankastjóri síð- ustu fjögur árin. að fara ekki miklar sögur af leik Jens Waage fyrst í stað, enda munu fyrstu hlutverk hans hafa verið fremur veigalítil og ekki gefið tæki- færi til verulegra leikátaka. Leiks hans í hlutverki Ágústs í Skrílnum er að lék hann Gunnar hersi. Ekki virðist leikur Jens í þessum hlutverkum hafa vakið verulega athygli eða hrifni manna, en fyrir leik sinn í hlutverki Hale málflutningsmanns í leikritinu „Lavender", eftir Arthur Pinero, sem frumsýnt var 6. des. 1903, hlýtur hann almennt lof. fsafold segir (18/12 ’03): „.... Jens Waage skilur auðsjáanlega hlutverk sitt einkar vel og leikur það Jens B. Waage í hlutverki Galdra-Lofts. Eg veit ekki með vissu hvenær Jens Waage gerðist félagi Leikfélags- ins, en hygg þó að það muni hafa verið á árinu 1899, því að fyrstahlut- verk sitt leikur hann í marzmánuði 1900. Var það Ágúst í leikritinu „Skríllinn" eftir Th. Overskou. Eftir þetta rekur hvert hlutverkið annað og verða þau veigameiri og vanda- samari með hverju ári sem líður, enda varð Jens brátt einn vinsælasti og mikilhæfasti leikara vorra. Hann var starfandi leikari að heita má óslit- ið til árs 1920, og lék á þessumtveim- ur áratugum 71 hlutverk. Hann varð þó að leggja leiklistina á hilluna um tíma vegna þess að einn af banka- stjórum íslandsbanka, Emil Schou, mun ekki hafa talið viðeigandi að bókari bankans léki opinberlega. Hon- um var þó leyft að vera formaður Leikfélagsins og leiðbeinandi (leik- stjóri) þess eftir sem áður, því að það mun bankastjóranum ekki hafa fundizt vera fyrir neðan virðingu bókara hinnar virðulegu stofnunar. Jens Waage tók því ekki sem leikari þátt í sýningum Leikfélagsins frá vori 1909 til hausts 1913, en hann var for- maður félagsins árin 1910—13 og leið- beinandi þess óslitið frá 1902—20. Auk þessa þýddi hann fyrir Leikfélagið 15 leikrit, þar af 3 með öðrum. _____ engu getið, hvorki í fsafold né Þjóð- ólfi, sem voru aðalblöðin hér á þessum tíma og birtu oftast umsagnir um leik- sýningar. Ekki er heldur getið í sömu blöðum leiks hans í fimm næstu hlut- verkum hans (1900: Kurt í Heimkom- unni eftir H. Sudermann, 1901: Skarre í Þrumuveðri eftir C. Hostrup og Jockum vagnstjóri í Gulldósunum eftir Chr. Olufsen, 1902: Lars Krummerup í Skírninni eftir C. Möller og síra Heff- erdingk í Heimilinu eftir Sudermann). En með leikritinu „Hugur ræður“ eftir Edg. Höyer, er þögnin rofin. Leikritið var frumsýnt 23. nóv. 1902. Jens Waage leikur þar málarann Erik Brun og um leik hans fer Þjóðólfur svofelldum orð- um: „Málarinn (Jens B. Waage) er nokkru daufgerðari en hann mun eiga að vera.“ Þetta er fyrsta umsögn um leik Jens Waage, sem ég hef fundið, en vera má að mér hafi yfirsézt. Um- sögnin er ekki beinlínis uppörvandi, en tiltölulega meinlaus, enda virðist hún ekki hafa raskað ró leikarans eða for- ráðamanna Leikfélagsins, því að á þessu sama leikári (1902—03) leikur Jens í öllum leikritunum, sem félagið sýndi, en meðal þeirra var hið nýja leikrit Indriða Einarssonar, „Skipið sekkur". Var leikritið frumsýnt 13. með næmri tilfinningu og smekkvísi." Upp frá þessu má heita að allir blaða- dómar um leik Jens séu mjög lofsam- legir, með aðeins örfáum undantekn- ingum. Þannig segir ísafold um leik hans í hlutverki Berents málflutnings- manns í „Gjaldþrotinu" eftir Björnstj. Björnson (frums. 29/12 1903): „Jens Waage leikur Berent málaflutnings- mann prýðisvel. Kemur fram hjá hon- um næmur skilningur á hlutverkinu, eins og áður, og tekst honum svo vel að gera eina heild úr persónunni, að sönn list er í“. Og í Þjóðólfi er Jón sagnfræðingur (Aðils) er lék Tjælde, talinn leika bezt, en svo segir blaðið: „Næst honum gengur Jens Waage, er leikur Bærentsen (sic.) málaflutnings- mann mjög alvarlega og blátt áfram. Er sá leikur hans sérlega góður.“ Blað- ið „Reykjavík" kveður þó fastast að um ágætan leik Jens í þessu hlutverki. Þar segir: „Jens Waage leikur Berent alveg snilldarlega. Það má með sanni segja um hr. J. W., sem byrjaði á litlu hlutverki fyrst að leika, að honum virðist fara fram með hverjum nýj- um leik. Hann skilur ávalt hlutverk sín og leggur auðsjáanlega mikið og samvizkusamlegt starf í að undirbúa sig og æfa.“ Athyglisvert er hversu rík áherzla er, í dómunum hér að framan, lögð á glöggan skilning Jens Waage á hlutverkum sínum, vandvirkni hans og smekkvísi, en það á sínar eðlilegu orsakir í því að Jens var ágætlega gáfaður maður, vel menntaður og prúð menni svo að af bar. „Hann var elsk- huginn og glæsimennið á leiksviðinu", segir Friðfinnur Guðjónsson um hann. í Minningarriti Leikfélagsins. E ftir því sem árin líða vex Leik- félag Reykjavíkur að stórhug og áræði að því er snertir leikritaval. Haustið 1904 tekur það til sýningar hið stór- brotna og áhrifamikla leikrit „Aftur- göngur", eftir Ibsen. Töldu blöðin að leikritið mundi félaginu ofviða með því leikaraliði, sem það hefði á að skipa. Var þetta sjónarmið blaðanna vissulega eðlilegt, því að leikritið er með allra vandasömustu leikhúsverkum og gerir hinar ýtrustu kröfur til leikendanna. Leikfélagið virðist þó, eftir ummælum blaðanna að dæma, hafa gert leikrit- inu sæmileg skil, og leikendur sumir hlutu góða dóma. Jens Waage lék síra Manders og fer fsafold svofelldum orð- um um leik hans: „Mikil umhugsun, vandvirkni og nákvæmni lýsir sér í framkomu prestsins (Manders) hér á leiksviðinu (J. W.) Gerfinu er haldiS einstaklega vandlega allan leikinn. Allt, sem hann segir og gerir, er í fullu samræmi við þetta gerfi.“ En í Þjóð- ólfi kveður við nokkuð annan tón. Þar segir: „. . . . er þetta í fyrsta skipti, sem hr. J. W. hefur ekki verulega ráðið við hlutverk sitt. Þessi prestur er honum ofviða og mundi líklega vera flestum leikendum hér.“ Af þessum orðum Þjóðólfs má ráða að Jens Waage hafi þótt öruggur leikari frá því fysrta, enda þótt leiks hans væri lítið getið fyrst framan af. En hvað sem þessu líöur þótti Jens Waage héðan í frá sjálfsagður í hlutverk presta. Það leið ekki heldur á löngu að honum gæfist tækifæri á að túlka annan prest á leik- sviðinu, að vísu ærið ólíkan séra Mand- ers, en það var, er hann lék prestinn John Storm í samnefndu leikriti eftir Hall Caine, er Leikfélagið frumsýndi á annan dag jóla 1904. Var sú sýn- ing mikill leiksögulegur viðburður og þar vann Jens Waage einn af sínum glæsilegustu leiksigrum. ÍJm leik Jens í hlutverki John Storm’s segir Þjóðólfur: „Jens B. Waage leikur John Storm með sannri list.“ Og ísafold segir (3/1 ’05): „.... ýmsir hinir skynbeztu áhorfendur, van- ir að sjá vel leikið erlendis, sátu allt að því hugfangnir meira en eitt kveld af að sjá til þeirra 2 leikenda, er mestu og vandasömustu hlutverkin höfðu, hve vel þeim tókst þar helzt sem mest reið á. Það eru þau frk. Guðrún Einars- son (Indriðadóttir. S. Gr.) og hr. Jens B. Waage. Þar fer saman mjög glöggur skilningur, frábær alúð og vandvirkni og óvenju miklir hæfiieikar." Leiksýn- ing þessi vakti geysiathygli, ekki að- eins hér í bæ, heldur einnig úti á landsbyggðinni og hróður þeirra aðal- leikendanna, Guðrúnar Indriðadóttur (hún lék Glory) og Jens Waage flaug landshornanna milli. Er mér í barns- minni hversu mikið var um leikinn rætt á fsafirði og frábæran leik þess- ara tveggja leikenda. — Á næstu ár- um lék Jens fjölda hlutverka og hin ólíkustu og sýndi þá glöggt hversu fjölhæfur leikari hann var. Ekki er hér rúm til að gera sérstaka grein fyr- ir þessum hlutverkum og verð ég þvi að láta mér nægja að nefna nokkur þeirra, svo sem Helmer í „Heimilisbrúð unni“ (Brúðuheimilið) eftir Ibsen, síra Sang í „Um megn“ eftir Björnson, Ejbæk í „Ævintýri á gönguför," Sher- lock Holmes í samnefndu leikriti eftir W. Gillette, Álfakónginn í „Nýársnótt- inni“ og Stockmann lækni í „Þjóðnið- Frh. á bls. 13 4 LESBÓK MOR GUNBLAÐSINS 15. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.