Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 10
------ SSMAVIÐTALIÐ ________ Fœrri komasf en vifja Hver •er;-'' V,.. uppáhaldsmatur eiginmannsins í dag svarar spurning- unni frú Halldóra Guð- miundsdóttir, eiginkona Björns L. Jónssonar, lækn- sem eins og kunnugt er, er mjög mikill náttúrulækn- ingamaður, borðar eingöngu fæðu úr jurtaríkinu. En frú- in segir að hann hafi ekkert á móti því að aðrir á heim- ilinu borði venjulega fæðu, en hann hefur samt óbif- anlega trú á jurtafæðunni og finnst hún gera sér mjög gott. — Frúin lét okkur í té tvær uppskriftir að rétt- um, sem falla Birni mjög vel í geð og eru aldeilis prýðilegar: Baimabuff 1 bolli malaðar, þurrkað- ar grænar baunir, 1 egg, 3 matsk. heilhveiti, 3 matsk. haframjöl, 1 peli mjólk, salt á hnífsoddi. Þurru efnunum er blandað saman í skál og hrært út með mjólikinni og egginu, sett á pönnu með skeið og búnar til kringlóttar kök- ur og þær steiktar ljósbrún- ar (t.d. í matarolíu). Síðan eru kökurnar settar í gata- sigti og gufusoðnar í nokkr- ar mínútur. — Laukur er skorinn í þunnar sneiðar og gufusoðinn þar til hann er meyr og er honum þá velt upp úr brúnaðri feitinni. Með þessu eru borðaðar soðn ar kartöflur, rauðkál (soðið á venjuiegan hátt) og soðn- ar gulrætur. Grænmetisgratín: 2 meðalstórar gulrætur, 2 —3 púrrur, 1 epli, 2 matsk. salatolía, Va dl rjómi, 1 egg, safi úr V-2. sítrónu. Gulræturnar eru rifnar niður mjög fínt, og látnar í eldfast mót, púrrumar sneiddar niður og látnar ofan á og loks eplin skorin í sneiðar og látin ofan á púrr urnar. Síðan er egginu biand að saman við rjómann og olíuna og sítrónusafann og síðan hellt yfir. Þetta er því næst bakað í ofni í um það bil 3 stundarfjórðunga. — Auglýsingar? — Nei, þetta er á ritstjórn. — Ekki takið þið á móti au.g lýsingum? — Nei, það gerum við ekki. Þér verðið að hafa samband við auglýsingaskrifstofuna. — Hve lengi er hún opin? — Ég held að henni sé lokað á hádegi á laugardögum. — Þá er ég orðinn of seinn að koma auiglýsingu í sunnuda-gs- blaðið? — Hræddur um það. Þér verð ið bara að hringja á mánudag- inn og koma henni í þriðju- dagsblaðið. — Fjandans vandræði. Éig ætlaði endilega að koma henni í sunnudagsblaðið. — Því miður, við því er ekk ert að gera. Var þetta svona á- ríðandi? — Já, það má í rauninni ekki dragast lengur. — Hvað er á seyði? — Þetta er í sambandi við gagnkvæmar heimsóknir ís- lenzkra og bandarískra ungl- inga. — Eruð þið að auglýsa eftir þátttakendum? Fæst enginn til að fara? — Nei, ég held nú síður. Það komast miklu færri en vilja. Nú erum við að undirbúa mót- töku bandarísku unglinganna og í því sambandi auglýsum við. — Má ég heyra? — Auglýsinguna? — Já. — Hún er svona: Frá Arner- ican Field Service á íslandi. Á sumri komanda munu banda- rískir menntaskólanemar korna hingað til lands á vegum stofn- unarinnar. Dveljast þeir hér um tveggja mánaða skeið hjá ís- lenzkum fjölskyldum.... — American Field Service á íslandi? — Já, það er American Field Service sem boðið hefur ís- lenzkum unglingum til dvalar og námis vestra og þessi hópur, sem nú orðið telur yfir 70 manns, hefur stofnað félag með sama heiti hér heima til þess að greiða fyrir heimsóknum bandarískra unglinga og þann- ig að nokkru leyti að endur- gjalda dvölina vestra. — Hver er formaður þessa fólags hér? — Hann heitir Markús Antonr son, sá sem talar. — Og hve gamalil? — Ég er 19 ára. — Og hvenær varstu úti? — I fyrravetur. — Skemmtilegt? — Mjög skemmtilegt, fróð- legt og gagnlegt. — Og allt frítt, eða bvað? — Svo má það heita. Amer- ican Field Service eru áhuga- mannasamtök, í rauninni upp- runnin á vígvellinum í Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta woru sjálfboðasveitir hjúkrun armana. Að ófriðnum loknum þótti þeim leitt að þurfa að leysa upp samtökin og tóku þá að sér þetta verkefni — að greiða fyrir gagnkvæmum heirn sóknum bandarískra og er- lendra unglinga, stuðla að aukn um aliþjóðlegum samskiptum og gagnkvæmum skilningi. í Bandaríkjunum dveljast nú ár lega á vegum samtakanna yfir tvö þús. unglingar frá rúml. 50 löndum. í vetur eru þar 17 íslendingar, sem dveljast á einkaheimilum og ganga í skóia með jafnöldrum. Þeir greiða ekkert fyrir húsnæði og fæði, nemendasjóður í viðkomandi skóla annast öll útgjöld útlendu gestanna í skólanum, þ.e.a.s. vegna bókakaupa, námsgjalda, máltíða í skólanum o.s.frv. Og í lok skólavistarinnar býður stofnunin í bilferð um Banda- ríkin. Það eina, sem gesturinn þarf að greiða sjálfur, er far- gjaldið til og frá Bandaríkjun- um. — Og svo fáið þið banda- ríska unglinga hingað í sumar? — Já, hér vom tveir í fyrra, dvöldust á einkaheimilum, ferð uðust mikið um landið — og ég held að heimsóknin hafi heppnazt mjög sæmilega. Nú viljum við fjölga gestunum og við auglýsum einmitt til þess að láta vita af þessu. Okkur langar nefnilega til þess að reyna að víkka hringinn — eitthvað út fyrir fjölskyidur okkar, sem þegið höfum Am- eríkuboðin. Ég efast ekki um að margar fjölskyldur mundu vilja bjóða unglingunum að dvelja hjá sér þá tvo mánuði, sem þeir verða hér, þ.e.a.s. —■ þeir verða ekki saman á heim- ili, heldur einn á hverju. Ekki er ætlazt til þess að viðkom- andi fjölskyldur ferðist með unglingunum um þvert og endi langt landið, því þá kemur tid kasta okkar félags. Við ætlum að reyna að gera allt til þess að dvölin hér megi verða gest- unum sem ánaegjulegust, skipt- ast á um að vera með þeim, ferðast og sýna þeim það at- hyglisverðasta — auðvitað með samkomulagi við fjölskyldurn ar, sem taka gestina að sér. — Engin sérstök skilyrði eða reglur? — Jú, fyrst og fremst, að ein hver fjölskyldumeðiima tali ensku. í öðru lagi þykir heppi- legra, ef viðkomandi hjón eiga fjölda, sem árlega sækir um. Þannig er það líka hér. Færri komast en vildu. íslenzk-am- eriska félagið hafði áður milli- göngu í þessum málum og var fulltrúi AFS hér, en nú hefur okkar nýstofnaða félag tekið þetta að sér, í samráði við ís- barn eða börn á aldrinum 16— 20 ára. Hins vegar er það í reglum stofnunarinnar, að hús mæður, sem taka að sér ungl- inga, sem ferðast með milli- göngu AFS, verða að hafa alið upp ungling á þessum sama aldri. Þetta gildir bæði um bandarískar fjölskyldur, sem taka á móti útlendingum ag fjölskyldur utan Bandaríkj- anna, sem taka á móti ungling um þaðan. Nýgift hjón, eða barnlaus, koma sem sagt ekki til greina. Kjarninn er sem sagt, að húsmóðirin hafi áður þekkt ung'ling á sama aldurs- skeiði. — Og þykir það eftirsóknar- vert ytra að komast í þessar utanlandsferðir? — Mjög eftirsóknarvert. Að- eins örfáir komast af þeim lenzk-ameríska félagið. Við aug lýsum umsóknarfrestinn, kynn- um málið og veitum allar upp lýsingar, en stofnunin sjólf vel ur svo úr umsóknum og getum við ekki haft nein áhrif þar á. — Þið hafið þá nóg að gera?. — Já, þetta er snúningasamt. — Jæja, því miður getum við ekki tekið auglýsinguna. Þið getið ekki komið henni í blað- ið fyrr en á þriðjudaginn og samkvæmt því sem ég bezt veit verður hún að hafa borizt auglýsingaskrifstofunni fyrir hádegi á mánudag. — Maður verður þá að reyna að fara niður eftir á mánudagis morguninn. — Já, það er ekki um annað að ræða. — Jæja, takk fyrir. — Jú, ekkert að þakka. - SIGGI SIXPENSARI - Mér finnst nú stundum, að þú ættir að spyrja mlg, hvort ég vilji .... þú tekur það alltaf sem sjálfsagðan hlut, Siggil 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 2. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.