Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 1
 - ■ SÍWWWÍ’' Joe yngri bætti fyrir harðneskju sína með takmarkalausri hjálpsemi við yngri systkini sín. Enn í dag viðurkennir Jack, að þrátt fyrir öll áflog við eldra bróður sinn, hafi þeir verið beztu vinir og þótt vænt hvorum um annan. Jack metur enn eldra bróður sinn mikils og þykir vænt um hann, en viðurkennir samt: „Hann var mikill áflogagikkur. Seinna meir jafnaðist þetta allt saman, en það var áhyggjuefni, þegar ég var strákur“„ Og það er ekki nema eðlilegt, að það væri áhyggjuefni, því að enginn er hrifinn af því að verða alltaf að láta í litla pokann, og fyrir einn Kennedy, sem var fæddur til að sigra, var ósigur- inn alveg sérstaklega þungbær. Samt er það greinilegt, að ósigurinn komst aldrei upp í vana hjá Jack, því að seigl- an brást honum aldrei, og alltaf lagði hann aftur í stærri bróðurinn. Því ánægjulegri varð sigurinn, þegar hann loksins kom. Sigur og hugrekki voru grundvallar- atriðin í þeirri lífsspeki, sem Joseph P. Kennedy innrætti börnum sínum, enda hafði hann sjálfur erft þetta sama eftir föður sinn, Patrick, sem hafði sjálfur klifrað upp á hæsta tind stjórnmálanna í Boston. „Joe vildi láta börn sín hugsa og framkvæma", segir Tom Schriber, æskuvinur Joe yngra. „Hann lét þau setjast niður og sagði við þau: „Mér er sama, hvað þið starfið í lífinu, en'hvað sem þið takið fyrir, þá leysið það betur af hendi en allir aðrir. Ef þið verðið skurðgrafarar, þá eigið þið að verða beztu skurðgrafarar heimsins“.“ Fjölskyldan lagði mikið kapp á að láta börnin taka þátt í hverskyns íþróttum. Við sumarbústaðinn sinn í Hyannis Port, Massachusetts, höfðu þau tennisvöll og aðstöðu til sunds og sigl- inga. Jafnvel stúlkurnar fengu æfingu í harðskeyttri hrindinga-knattspyrnu. ___ Síðar meir, jafnvel eftir að þær hefðu verið farnar að hneykslast, ef einhver hefði sagt, að þær væru „alveg eins og strákar", gátu þær bæði sparkað og hlaupið á við bræður sína. Stundum, þegar bræður þeirra höfðu sigrað í grimmdarlegum tennisleik, gátu þær yfirgefið völlinn grátandi, en voru svo komnar aftur innan stundar, til að reyna að sigra þá. í vetrarbústað fjöl- skyldunnar á Palm Beach, Florida, hafði faðir þeirra alltaf atvinnuþjálfara við höndina, til þess' að gæta þess, að bornin væru jafnan sem bezt á sig komin, líkamlega. Þessi þjálfari skyldi gæta þess, að þau syntu svo eða svo margar umferðir í sundpollinum og héldu við kunnáttu sinni í hnefaleikum. „Eg hef aldrei vitað meiri sámkeppni en jafnframt samheldni hjá neinni fjöl- skyldu, sem ég hef þekkt“, segir einn vmur þeirra. „Þarna berjast þau inn- byrðis, en geta þó ekki hvert án annars verið. Þau uppörva hvert annað, og hugir þeirra slá neista. Hvert þeirra á goða vini, en samt engan, sem þau séu jafnhrifin af og sínum eigin systkinum“. íglmgar voru ein uppáhalds- skemmtun barnanna. Þegar þau voru htil, for oll fjölskyldan út saman í kænu, sem hét „Ölltíu“. Síðar, eftir að Teddy bættist í hópinn, tók báturinn ekki lengur við, svo að annar var keypt- ur, sem var kallaður „Einníviðbót“. Það er eftirtektarvert, að þegar Jack eignað- íst fyrsta bátinn sinn, kallaði hann fleyt- una „Victura". „Það er eitthvað, sem Framh. á bls. 12 4. tbl. — 3. febrúar 1963 — 38. árg. ] að innræta þeim það, sem meira væri um vert: hugrekki, iðni, metorðagirnd, samheldni við fjölskylduna, ættjarðar- ást, öruggt trúartraust og keppnisgleði. Rc Hér birtist kafli úr nýlegri bók um Kennedy Bandaríkjaforseta. — Bókin heitir „JFK: Boyhood to White House“ og er eftir Bruce Lee. í kaflanum, sem hér birtist, fjallar höfundurinn um æskuár forsetans og Joe, elzta bróður hans, sem féll í stríðinu. HVERNIG var þessi ungi forseti á bernskuárun- um? — Þetta er árið 1929. Við erum stödd á heimili Kennedy-fjölskyld- unnar. Það er stórt hús í átjándu aldar stíl, sem stendur á víðu land- rými í fína hlutanum af Bronxville, rétt fyrir norðan New York. Þarna inni, á gólfábreiðunni í setu- stofunni, eru tveir strákar að fljúgast á. Sá eldri, Joe, er fjórtán ára, þrek- legur og laglegur drengur. Sá yngri, sem heitir John, en allir kalla Jack, er minni og magrari en bróðir hans. En uppi á stigagatinu eru sex yngri Kennedy-systkini að horfa á viðureign- ina. Fimm þeirra eru stúlkur — Rose- mary, Kahlean, Eunice, Pat og Jean — en sá yngsti er Bobby, fjögurra ára. Nokkrum árum seinna átti fjölskyld- unni að bætast það níunda — Teddy. Auðvitað veitir Joe betur í áflogun- um — eins og vant er. Hann er eldri, þyngri og sterkari. En Jack gerir það, sem hann getur og lemur bróður sinn, eftir mætti og fær vel útilátin högg í staðinn. Þetta er enginn alvanalegur bardagi, enda er fjölskyldan ekkert al- vanaleg. Eftir andartak er viðureign- inni lokið, og eldri systkinin — að Joe og Jack meðtöldum — eru beztu vinir aftur, og fara í hrindinga-knattspyrnu úti á grasblettinum fyrir utan rúsið, á- samt einhverjum kunningjum sínum. hans stækkuðu, flutti hann sig ásamt sinni stóru fjölskyldu til New York, þegar Jack, næstelzti sonur hans, var tíu óra. Hann er afskaplega hreykinn af barnahópnum sínum og hefur mikinn áhuga á velferð barnanna og er um- hyggjusamur um framtíð þeirra. ose, móðir barnanna, er að horfa á þau út um glugga á húsinu. Hún er ekki heldur nein hversdagsmanneskja. Hún hefur til að bera bæði yndisþokka, menningu, dugnað og fegurð. Hún er dóttir John „Hunangs-Fitz“ Fitzgeralds, sem einu sinni var borgarstjóri í Boston. Ein fyrsta endurminning Jacks er um það, þegar hann var á ferðalagi með Fitzgerald afa, milli hinna pólitísku stöðva — en afi var þá að berjast eins og ljón, til að verða ríkisstjóri í Massa- chusetts. Síðar meir, þegar Jack átti sjálfur í kosningabaráttu, Sagði einhver fyndinn maður: „Kennedy-arnir eru alls ekki almennilegir demókratar og því síður eru þeir repúblikanar — þeir eru stjórnmálaflokkur út af fyrir sig“. Hinn strangi agi og keppnisgleði, sem Joseph Kennedy innrætti börnunum sínum níu, var ekkert blávatn. Þegar faðirinn var að heiman í viðskipta- eða stjórnmólaerindum, voru völdin fengin í hendur Joe yngra, og hann var að minnsta kosti eins harður í horn að taka og gamli maðurinn. Þannig kom það eins og af sjálfu sér, að Jack var eini keppinauturinn, sem Joe átti í fjölskyldunni, því að þau, sem næst þeim voru að aldri, voru stúlkur en yngri drengirnir voru svo Þ 9 ; arna úti horfir Joseph Kennedy eldri á leikinn, og leikur heilan öskur- hóp, og æpir uppörvandi til beggja liða á víxl. „Gamli Joe vildi aldrei taka þátt í neinni þessara íþrótta“, segir einn kunningi systkinanna, er hann minntist þessara daga. „Hann var of klókur til þess“. Og Joseph Kennedy er heldur ekki neinn hversdagsmaður. Enda þótt hann sé ekki nema lítið yfir fertugt, er hann orðinn milljónaeigandi af eigin ramm- leik — og það margra milljóna. Með tíð og tíma verður hann einhver ríkasti maður landsins. Hann er athafnasamur í stjórnmálum og kemst í há embætti hjá ríkisstj órninni. Hann eignaðist fyrstu auðæfi sín í Boston, en þegar fyrirtæki John F. Kennedy 8 ára. Faðir hans, Patrick Kennedy, hafði orðið að stríða við and-írska fordóma í Boston og gerðist stjórnmálaleiðtogi í Austur-Boston. Sjálfur hefur Joe Kennedy fengið smjörþefinn af því að vera kaþólskur íri í Boston. Og sannast að segja, var það ein ástæðan til þess, að hann fluttist með fjölskyldu sína til New York. Brátt átti hann að verða sendiherra Bandaríkjanna í Englandi. En hvað yrði þá um þennan fjöruga og herskáa barnahóp? hugsaði hann með sjálfum sér, meðan hann var að horfa á leikinn. Hvað sem því öllu liði, skyldi hann hjálpa þeim — þó ekki með pen- ingum, því að með það yrðu engin vandræði, vissi hann — heldur með því litlir enn. Það var því ekki nema eð legt, að eiztu synirnir, Joe og Jac ættu í áflogum, og þeim bæði har skeyttum og langvinnum, og Jack, se var minni, varð oftast að lúta í læg haldi. Auðvitað var föður þeirra vel kun ugt um þessa samkeppni sona sinna, ( geiði litið af þvi að koma í veg fyi hana. Hann vissi sem sé mæta vel, ;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.