Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 3
E g ætlaði að heimsaekja vin minn, Simon Hadevin, sem ég hafði ekki séð á fimmtón ár. Áður fyirr var hann einn nánasti vinur minn og ég var vanur eð eyða löngum, kyrrlátum og gleði- ríkum kvöldum með honum. Hann var einn af þeim, sem maður segir sín nánustu einkamál og leitar ráða til í vandamálum. Um árabil höfðum við verið nán- ast óaðskiljanlegir, við höfðum lifað, ferðazt, hugsað og dreymt saman, átt sömu hugðarefni, dáð sömu bækurnar. Svo kvæntist hann — algerlega ó- vænt — ungri sbúlku utan af landi, sem komið hafði til Parisar, í leit að eiginmanni. Hvemig tókst þessari litlu, mögru, fjörlausu stúlku, með ljósu, svip- Oausu augun og einfeldnislegu barns- röddina að krækja í þennan géfaða unga mann? Getur nokkur skilið slákt? Ef- laust hafði hann vonazt eftir hamingju, kyrrlátri, langærri hamingju í örmum góðrar kærleiksríkrar og tryggrar konu. Allt þetta hafði hann séð í stórum aug- urn ljóshærðu skólastúlkunnar. Hvernig myndi hann nú líta út, þegar ég sæi hann aftur? Fjörugur, skemmtilegur og áhyggjulaus, eins og óður, eða fallinn í andlegaii dvala eft- ir tiibreytingarleysi sveitalífsins? Mað- ur getur breytzt mikið á fimmtán árum. Lestin stanzaði á látilli brautarstöð og þegar ég gekk út úr vagninum, ikom feitur og framsettur maður, með rauðar kinnar, þjótandi á móti mér með opinn faðminn og hrópaði: „Georg!“ Ég faðmaði 'hann að mér, en ég hafði ekki þekkt hann og svo sagði ég undr- andi: „Herra minn trúr, þú hefur sann- arlega ekki lagt af!" Og hann svar- aði hlæjandi: „Við hverju bjóstu? Góð- ar kringumstæður, iðjuleysi og óhóf! Að borða og sofa, það er mín tilvera". Ég virti hann vandlega fyrir mér og reyndi að 'koma auga á eitbhvað gamal- kunnugt og kært í svip hans. Aðeins augun voru óbreytt, en samt sá ég nú ekki lengur sömu birtuna í þeim og ég sagði við sjálfan mig: „Ef aug- un eru spegill sálarinnar, þá eru hugs- anirnar í þessu höfði ekki þær sömu og þær voru áður — þessar hugsanir, sem ég 'þekkti svo vel“. „Hérna eru tvö elztu börnin mín“, sagði Simon allt í einu. Stúlka, þrettán ára, sem virtist nær fullþroska kona, og þrettán ára drengur, hann leit hikandi og feimnislega til okkar og ég sagði lágt: „Átt þú þau?“ „Auðvitað á ég þau“, svaraði hann hlæjandi. „Hvað óttu mörg börn?" „Firnm. f>au eru þrjú heima". Hann sagði þetta með hreykni og sjálfsánægju, næstum sigrihrósandi og ég fann til meðaumkunar, sem blandað- ist fyrirlitningu, með þessum fánýta og einfalda föður, sem virtist aðeins hugsa um það eitt að njóta miatar og hjóna- bandsunaðar. ið fórum upp í vagn, sem hann ók sjálfur og ókum af stað í gegnum svefnþrungna, drungalega borgina, þar sem ekkert sást á íerli um götunnar nema nokkrir hundar og tvær eða þrjár þjónustustúlkur. Brátt vorum við komnir út fyrir borg- ina; vagninn beygði inn í garð og stanz- aði fyrir framan turnbyggt hús, sem auðsjáanlega átti að líkjast einskonar höll. „Þetta er nú hreiðrið mitt“, sagði Simon og ætlaðist ljóslega til einhverxa lofsyrða, sem ég og lét hann fá. Kona birtist á tröppunum — hús- móðirin. Hún var ekki lengur ljóshærða, hægláta stúlkan, sem ég hafði séð í kirkju fyrir fimmtán árum, heldur hold- ug hefðarfrú, snyrt og skartklædd — ein þeirra kvenna, sem ekki er hægt að segja neitt til um aldur eftir útliti — móðir, holdug eiginkona, mennsk getn- aðarvél. Hs„ bauð mig velkominn og ég gekk inn í anddyrið, þar sem þrjú börn stóðu í röð eins og hermenn fyr- ir framan hershöfðingja. „Ah, ha — svo þama eru hin þá?“ sagði ég. Og Simon, sem Ijómaði af ánægju, nefndi nöfn þeirra: „Jean, Sophie og Gontran". Dagstofudyrnar voru opnaðar. Ég fór inn og þar, niðri í djúpum hægindastóli, sá ég eitthvað skjálfandi; mann, gaml- an máttlausan mann. Frú Radevin gekk að stólnum og sagði: „Monsieur, þetta er afi minn. Hann er áttatíu og sjö ára“. Og svo hrópaði hún inn í eyrað á titr- andi öldungnum: „Afi, þetta er vintur Simons!" Gamli maðurinn reyndi að segja: „Góð an dag“ og muldraði: „Ou.a, oua, oua“ og veifaði hendinni. Simon kom rétt í þessu inn og sagði hlæjandi: „Jæja! f>ú hefur þá þegar kynnzt afa. Hann á engan sinn líka, blessaður gamli maðui’inn. Hann er eft- irlæti barnanna og svo gráðugur að hann drepur sig næstum við hverja máltíð. Þú getur ekki hugsað þér hvað hann myndi borða mikið, ef hann fengi að borða lyst sína. En þú færð nú sjálf- ur að sjá það.“ Mér var því næst fylgt til herbergis rníns, til að hafa fataskipti fyrir mið- degisverð. Gluggamir á 'heribergi mínu sneru út að sléttu, endalausri sléttu, heilu hafi af grasi, hveiti og baunum, án nokkurs viðarteinungs eða nokkurra mishæða — giögg og ömurleg mynd aí því lífi, sem þau hlutu að lifa í þesstt húsi. Það var hringt bjöllu, til miðdegis* verðar, svo að ég fór niður. Þjónn ók gaimla manninum inn í borðstofuna í hjólastól og ég sá hvernig grœðgin og forvitnin skinu úr augum hans, þegar hann horfði á réttina á borðinu, Simon neri hendurnar og sagði: „Þér verður skemmt“. Öllum börnunum var Xjóst, að græðgi afa þeirra myndi verða mér stórkostlegt undrunarefni og þau skníiktu af kátínu, meðan móðir þeirna brosti einungis og yppti öxlum. Svo hófst borðhaldið. „Sjáðu bara“, hvislaði Simon. Afan.-* um iíkaði ekki súpan og hann neit- aði að borða hana, enda þótt hann væri neyddur til þess, heilsunnar vegna. Þjónninn dreif skeiðina upp í hann, með an gamli maðurinn blés og púaði £ ákafa, til þess að kyngja ekki súp- unni, sem sprautaðist við það yfir borð- ið og þá, sem við það sátu. Börnin hristust af hlátri, meðan faðir þeirra, sem einnig skemmti sér hið 'bezta, sagði: „Er ekki gaman að gamla manninum?* Allan tímann, sem setið var til borðs, beindist athygli þeirra óskipt að honum. Augu hans fylgdust með hverj- um diski, sem á borðið kom, og hann reyndi með skjálfandi höndum að grípa í þá og draga þá til sín, þau settu þá sem næst honum, til að sjá hinar ár- angurslausu tilraunir hans til að hand- festa þá og verða vitni að hinni vork- unnarverðu bón allrar veru hans, augna, munns og nefs. Hann slefaði í þurrkuna sína af eintómri græðgi og gaf frá sér óskiljanleg hljóð og öll fjölskyldan naut þess óblandið að horfa á þenn- an furðulega og hryllilega leik. Svo lét einhver smáhita á disk gamla mannsins, sem át hann með taumlausri grseðgi, til þess að fá eitthvað meira, eins fljótt og hægt væri. Þegar eftir- maturinn, lystilegur hrísbúðingur, kom inn á borðið, ætluðu augun bókstaf- lega að springa út úr tóftunum á þeim gamla og munnvatnið flæddi út úr hon- um. Gontnan kallaði þá til hans. „Þú ert nú þegar búinn að borða of mikið, svo að þú færð ekki rneira". Og þau létu sem þau ætluðu ekki að gefa hon- um meira. Þá fór hann að gráta —i Framh. á bls. II Blær og blóm Eftir Gretar Fells Blærinn við blóm sitt hjalar. — Blíðlega hvíslar þeyr: „Opna þitt. unga hjarta. Ilmaðu betur og meir.“ — Ef opnast blóm, það eykur sinn ilm og litameið. En lokist blómið blíða, fer blærinn sína leið, og flýgur um fjöll og dali með frjóduft sitt og hljóm — óm hinna innstu strengja — andans leyndardóm. Og sérhvert blóm, sem bærist og bikar opnar sinn, fær vígslu vors og sólar og vex — inn í himininn. GRETAR FELLS 4. tölublað 1963 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.