Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 13
„HUGSJONIR RÆTAST, ÞÁ MUN AFTUR MORGNA" EFTIR ÓLAF GUNNARSSON Tæpast er að finna í íslenzkum skáldskap kvæði, sem geymir meira af vorhug og góðum óskum þjóðinni til (handa en „Aldamótin“ eftir Hannes Haf- etein. Segja má, að aðstæður allar hafi ver- ið þannig þegar kvæðið var ort, að gáfaður hugsjónamaður hafi getað leyft sér að vera bjartsýnn. Þjóðin var í raun og sannleika að strjúka sér af augum nótt og harm hins horfna og hniginnar aldar tár þornuðu smátt og smátt í skini nýrrar aldasólar. Skáldið og stjórnmálamaðurinn sá í anda stórstígar tækniframfarir, stritandi vélar og starfsmenn glaðir og prúðir voru jafnskýrar myndir fyrir hugskots- sjónum hans, en raunhyggjan entist íhon- ■um til að sjá, að þessi nýja framfaraöld myndi ekki veita tóm til værðarfriðar. Langt fram eftir öldinni mátti segja, að þjóðin lifði mjög í anda hins glæsi- lega foringja. Ungir og áhugasamir menn brutust til mennta bæði heima og erlendis og lögðu ótrauðir hönd á plóginn til að auka velgengni og vel- megun þjóðarinnar. Á undraskömmum tíma voru vegir og brýr byggðar, hafnir byggðar eða stækkaðar, fallvötn virkjuð, kauptún og kaupstaðir reistir, skólar og önnur menntasetur reist og endurbætt. Sá, sem leit á allt þetta úr nokkurri fjarlægð (hlaut að hafa yfir orð skáldsins: „Öfl- in þin huldu geysast sterk að starfi“. Heimsstyrjöldin síðari varð þess valdandi, að kjör íslendinga bötnuðu snögglega og án þess að eins mikið vaeri tfyrir haft og áður tíðkaðist. Hin snögg- lega velgengni setti margt úr skorðum. Manngildi varð fjölda manna ekki eins (hugstætt og gildi peninga og gerðist (þjóðin sem heild smátt og smátt betur að sér í öflun sýnilegra verðmæta en andlegra. Ekki var þó að sinni mikil bætta á ferðum því hugsjónagrundvöll- ur fyrri hluta aldarinnar var allsterk- ur og á honum margt gagnlegt byggt. Það er í raun og veru ekki fyrr en lá allra síðustu árum, að menn hafa farið að gera sér grein fyrir, að mann- gildighugsjónin má aldrei gleymast neinni þjóð ef vel á að fara. Starfsdagur margra hefur verið óeðli- lega langur, enda hefur þjóðin á skömm- um tíma byggt fleiri hús og önnur mannvirki en dæmi eru til áður og get- ur sú kynslóð, sem nú ber hita og þunga dagsins á íslandi með réttu verið stolt af efnislegum framförum. Svo mjög hef- ur efnahagur þjóðarinnar batnað, að sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi þekkir ekki aldagömul átök þjóðarinn- ar við eld og ísa, skilur ekki hvað bar- látta við kröpp kjör er og hefur heyrt meira um tekjuöflun hversdagslífsins en ræktun hugans. Af þessu leiðir, að mörg börn og ungmenni halda af. stað frá heimaranni í skóla með haldbetri þekkingu á súkkulaði og kóka-kóla en blendingi þeim úr kristnidómi og Ása- trú, sem lengi hefur verið þjóðinni and legur styrkur og skapað grundvöll hins íslenzka drengskapanmanns. Fyrir nokkrum áratugum bjuggu 85% allra íslendinga í sveitum, en nú nærri 15%. Þetta er svo mikil stökkbreyting, að engan þarf að undra þótt ekki sé allt með felldu í landi, þar sem svo miklar breytingar hafa orðið á stuttum tíma. Greinlegt er, að mikill þorri bæjar- búa hefur enn ekki fundið neinn traust- an uppeldislegan grundvöll og er því uppeldi um þessar mundir mjög á reiki. Ekki bætir það úr skák, að forusta fræðslumála hefur verið mjög á hverf- anda hveli að undanförnu eins og ég færði rök að í grein, sem heitir „Ekki af einu saman brauði“ og birtist í Dag- blaðinu Vísi þann 1. nóv. 1962. Fjöldi skólastjóra og kennara hefur látið í ljós mikla ánægju með þær umíbótatillögur, sem þar voru bornar fram og er þess að vænta, að hinir sömu menn vinni heilshugar að framkvæmd þeirra. iv, 1 ’ ú má vel vera, að einhverjir vilji segja sem svo, að einn eða fleiri lélegir forustumenn i fræðslumálum geri hvonki til eða frá, en svo einfalt er málið ekki. Það er ekki aðeins óhæfni mannanna sjálfra, sem ræður úrslitum, heldur allt það andrúmsloft, sem þeir skapa. í grein, sem ég skrifaði í fyrsta tölu- blað Símablaðsins 1960 og heitir „Hæfni- próf og val í trúnaðarstöður“ gerði ég fyrst allýtarlega grein fyrir hinum fræðilegu og hagnýtu möguleikum, sem í hæfniprófum felast. Síðan sagði ég orðrétt og hafði þá m.a. íslenzku fræð- slumálastjórnina í huga: „Með þessu er þó ekki nema hálf- sögð sagan. Það gæti verið hæpið, jafn- vel óvei'jandi að velja greinda og gegna menn í sumar trúnaðarstöður a.m.k. hér á landi. Þess eru dæmi, að menn, sem ekki hafa nema meðalgreind og stórgallaða skapgerð hafa valizt hér til æðstu trúnaðarstarfa. Þessir menn safna yfirleitt að sér ógreindum starfs- mönnum með meira eða minna brengl- aða skapgerð. í stofnun, þar sem meðalgreind og óiheilindi hafa æðstu völd er ekki eðli- legt rúm fyrir bráðgreindan og heiðar- legan starfsmann. Starfshæfni hans og glæsilegir hæfileikar vekja yfirleitt fljótt öfund yfirmanna og jafnvel sam- starfsmanna, sem oft og einatt leiðir til þess, að maðurinn er höfuðsetinn með bafcmælgi og jafnvel rógburði. Mað- ur, sem lendir í slíkri aðstöðu gerir oftast eitt af tvennu. Hann reynir að breyta öllu andrúmslofti þeirrar stofn- unar, sem hann vinnur í ,eða hann leitar -lEgts giH úBgeis sjeuub nuuiA^B jos nefnda mun vera algengara, þar eð mað- urinn verður að rísa gegn venjum og „siðferðismati“ fjöldans, sem fyrir er, og það verður honum oftast um megn. Bæði með tilliti til mannsins, sem velja skal og þeirra sem með honum eiga að vinna, virðist því einsætt áð velja mann af sama sauðahúsi og þá, sem fyrir eru, en það þýðir aftur á móti, að prófend- ur verða að hafa staðgóða þekkingu á göllum þeirra“. etta óhugnanlega lögmál hefur þegar haft slík áhrif á allt uppeldi í landinu, að þjóðinni er mikil hætta bú--> in af ástandinu. Ráðvilltir foreldrar, sem búa við aðstæður, sem þeim eru meira eða minna framandi vilja gjarn- an geta leitað til þeirra, er samkvæmt stöðum sínum eiga að vera andleg leið- arljós fjöldans og ýmsir gera það. Heiðarlegu fólki eru það nærri óbæri- leg vonbrigði ef það í stað andlegrar kempu firmur glaðklakkalegan fánabera meðalmennskunnar. Díklega er það verra en rekast á kött í bóli bjarnar, sem hefur þó löngum verið talið lítt eftirsóknarvert. En látum nú fánabera meðaímennsk- unnar liggja milli hluta um sinn en gleymum ekki, að þeir verða að víkja. Látum okkur nú í fullri alvöru gera okkur einhverja grein fyrir hvað fram- undan hlýtur að vera. Fyrst og fremst verður að stórbæta kjör kennarastéttarinnar en gera jafn- framt þær kröfur til hennar, að hún sé starfi sínu fullkomlega vaxin, og velji það af áhuga en ekki einhverjum annarlegum ástæðum. Þegar starfskilyrði þessarar stéttar eru orðin slík, að hún fer að geta lifað af þvi að sinna starfinu, verður að gera þær kröfur til hennar að hún verði ekki aðeins þelkkingarmiðlari, heldur einnig uppalandi. Hún verður að hafa styrk og manndóm til að rísa gegn hverskonar ósóma, hvort sem almenn- ingi líkar betur eða verr. Hún verður að ganga vel fram í þvi að kenna for- éldrum að börnin eru oft viðkvæmur efniviður, ungtré, sem hlynna þarf að, ef þau eiga að verða limríkir hlynir. Það er ekki nóg að sá fræi í moldina og láta svo Guð og lukkuna um hvað gerist. Skógræktarmanninum er ljóst, að hann verður að vökva, reita illgresi, vernda gegn frosti og stormi og síðar meir að gresja ef frækornið á að ná fullum þroska í lundi nýrra skóga. Sama máli gegnir um barnið. Þrennt þarf að veita því öðru fremur, það er umihyggja, ástúð og agi. Eins og sakir standa er umhyggjan víða sú að senda börnin út í hættur um- ferðarinnar, ástúðin birtist einkum í sælgætisgjöfum og aginn í því að varpa steinum að þeim fáu, sem kunna að leitast við að bæta úr einhverju, sem foreldrarnir hafa vanrækt. S vona ástand getur ekki gengið lengi án þess að þjóðin bíði óbætanlegt tjón á sálu sinni. Það verður að gera þær kröfur til fólks, að það gefi sér tima til að líta eftir börnum sínum meðan þau eru á óvitaaldri. Sú fáran- lega meinloka hefur vei'ið borin á borð bæði fyrir mig og aðra, að þetta sé ó- kleift. íslendingar séu svo ólöghlýðnir, að þeim komi aldrei til hugar að fara að líta eftir bömum sínum. Jafnvel lögreglumenn halda þessu fram i fullri alvöru. Nú vil ég benda þessum góðu mönn- um á eitt dæmi. í Reykjavik er bannað að láta hunda ganga eftirlitslausa á göt- unum. Þessu ákvæði er vel hlýtt. Get- ur það stafað af þvi, að hundarnir séu í meiri metum hjá almenningi en börn- in? Ég held varla. Agaleysi heimilanna stafar að miklu leyti af því að skólamenn hafa ekki haft nógu góðar aðstæður til að vera uppalendur, sem verið geta foreldrum til ráðuneytis. Þá má ekki gleyma þvi, að eftirlit lögreglu með börnum og ungl- ingum hefur verið svo lélegt að þess munu engin dæmi a.m.k. norðan Alpa- fjalla. Þá liggur það í augum uppi að skóla- kerfi því, er samið var að lítt athug- uðu máli í lok síðustu heimsstyrjaldar, þegar þjóðin hélt að hún gæti allt, þarf að breyta og þó einkum framkvæmd þess. Leyfi ég mér í því sambandi að visa til greinar, sem ég skrifaði í Morg- unblaðið þann 17. júní 1962, og heitir „Ný skipan gagnfræðanáms". Vanhæfni þeirra, er stjórna eiga fræð- slumálunum hefur á undanförnum ár- um orðið' þess valdandi, að fósturjörð- in hefur ekki risið endurborin á þessu sviði. Með samstilltu átaki þeirra, sem skilja í hvert óefni er komið má enn snúa aft- ur. Að vísu erum við álíka settir og maður, sem ekið hefur jeppabíl yfir vegleysur án þess að gera sér grein fyrir hvert hann væri að fara og er kominn í sjálflheldu. Hann finnur ekki sporin sem gætu leitt hann sömu leið til baka og framundan er ófæra. Þegar í slíkt óefni er komið þarf að skipta um bilsjóra og leita jafnframt aðstoðar greindustu farþeganna ef ein- hverjir eru. Með sameinuðu átaki má þó oftast finna leið út úr votlendinu. Verði þessi leið farin, munu harma- sár hins horfna bætast og hugsjónir ekki aðeins fæðast heldur einnig rætast. SMÆLKI Skömmu eftir síðustu kosningar I Frakklandi hitti menningarmálaráð- herrann, André Malraux, einn af vinum sinum, sem spurði hann: — Hvernig rná það gerast, að de Gaulle vinni slíkan stórsigur, sem nú — þú veizt þó vel, að þeir eru æði margir Frakkarnir, sem eru ekkert sér- lega hrifnir af honum. — Kæri vinur, anzaði Malraux, það er ósköp auðskilið. Frakkar vilja láta stjórna sér — raunverulega stjórna sér. En þar með er ekki sagt, að þeir elski beinlínis þann, sem við stjórnvölinn situr. ★ „Siðameistararnir“ í frönsku forseta- höllinni, Elysée, hafa oft komizt í vand- ræði við heimsóknir þjóðhöfðingja frá hinum nýju ríkjum í Afríku. Margir þeirra lifa í fleirkvæni — og koma í opinberar heimsóknir til Frakklands með laglega, litla „hirð“ eiginkvenna. Madame de Gaulle spurði eitt sinn hreinskilnislega sendifulltrúa eins Afr- íkuríkisins, hvort hann teldi ekki mögulegt, að hinir göfugu, svörtu leið- togar færu á þessu sviði að dæmi Evrópubúa — og bönnuðu fleirkvæni. Forsetafrúin fékk vissulega jafn- hreinskilið svar — og í því kom dipló- matinn afriski um leið að snilldarlegum gullhömrum: — Madame, sagði hann, það mun reynast mjög erfitt — a.m.k, hjá okkar þjóð — að banna fleirkvæni. Við neyð- umst sem sagt til þess að leita þeirrar fegurðar, töfra og gáfna hjá mörgum konum, sem maður er svo heppinn að finna hjá einni hér i Evrópu, 4. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.