Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 12
Kenedy-fjölskyldan, myndin tekin 1937. John Kennedy stendur (t. v.), faðir hans, Joseph, situr (Iengst t. v.), Patricia (13 ára) situr á stólarninum hjá föður sínum. Við fætur hans er Jean (9 ára) og aftan við hana er Eunice (16 ára). Frú Kennedy situr lengst t. h. ásamt Joe yngra (22 ára), Rosemary (19 ára), Robert (12 ára) næst arninum og Kathleen (17 ára), sem situr aftan við yngsta bróðurinn, Edward (6 ára). ^ÆSKUÁRIN j Framh. af bls. 1. þýðir sama sem að sigra“, sagði hann til skýringar, þegar hann var spurður um nafnið. „Hvorki Jack né Joe kunnu að hræð- ast“, segir einn siglingafélagi þeirra. Þeir gátu siglt út, þegar veðrið var svo vont, að það var rétt aðeins hægt að greina bátinn innan um öldurnar. Ein fræg sjóferð var farin einn dag, þegar enginn annar bátur þorði að yfirgefa lægi sitt, en Joe, Jack og tveir kunn- ingjar þeirra lögðu upp í vota slark- ferð. Joe og kunningi hans, sem réðu þarna öllu, skipuðu Jack og kunningja hans að sitja úti á borðstokknum á kul- borða, þar sem öldurnar gengu stöðugt yfir þá og gegnvættu hverja spjör á þeim. Þetta varð löng ferð og Jack og kunningi hans voru öskuvondir, en gátu ekki að gert, svo að þeir urðu að gera sér þessa meðferð að góðu — þó ekki þegjandi. Enn í dag er þeim þessi sigl- ing í fersku minni, og nú er hægt að hlæja að því, en meðan það var að ger- ast, var það ekkert hlátursefni. Jafnframt því sem Jack og bróðir hans stunduðu íþróttir sér til ánægju, lagði faðir þeirra stund á að veita þeim fræðslu. Oft fór hann með drengina í bókasafnið heima hjá þeim í Bronxville og ræddi við þá vandamál nýjustu heimsfrétta. Og eftir því, sem yngri systkinin eltust, flutti faðir þeirra þessa umæðufundi úr bókasafninu að kvöld- verðarborðinu, og þannig varð matar- tíminn brátt að alvarlegum og stundum róstusömum umræðufundum um sam- tíma viðburði. Fjölskyldan var auðug, en bæði faðir- inn og móðirin gættu þess að láta ekki auðinn spilla börnunum. „Við reyndum að kenna þeim að glata aldrei neinu tækifæri“, sagði Rose. „Við gáfum þeim aldrei vasapeninga fram yfir það, sem nágrannabörnin fengu. Við mátum aldrei neinn hlut einungis fyrir það, hve dýr hann var. í Boston talar enginn maður um peninga, og við gerðum okk- ur það að reglu að tala aldrei um pen- inga heima hjá okkur“. essu til sönnunar sýna Kennedy- hjónin bréf, sem Jack skrifaði þeim, þar sem hann bað um hækkun á vasapen- ingunum, í tilefni af því, að hann var orðinn skáti. Málfræðin var ekki upp á það bezta, en hann gat samt komið erindi sínu á framfæri. „Siðustu vasapeningarnir mínir voru 40 sent“, hóf Jack mál sitt. „Þetta nota ég fyrir flugvélar og önnur barnaleik- föng, en nú er ég skáti, og er hættur við leikföngin mín. Áður var ég vanur að eyða 20 af þessum 40 sentum og eftir fimm mínútur hafði ég tóma vasa og ekkert að vinna og 20 sent að tapa. Þegar ég er skáti, verð ég að kaupa matarkassa, bakpoka, teppi, kastljós, hlífðarteppi, og þetta eru hlutir, sem endast árum saman og ég get alltaf notað, en ég get ekki alltaf notað súkku- laði og rjómaís, og þessvegna fer ég fram á hækkun um 30 sent, til þess að kaupa þetta og borga útgjöldin mín með. . . .“ Mjög sjaldan voru peningar notaðir í verðlaunaskyni. Joe eldri tók hátiðlegt loforð af hverju barna sinna að reykja hvorki né drekka fyrr en þau hefðu náð 21 árs aldri, en þá myndu þau fá 2000 dala verðlaun, sem skyldi greiðast á 21 árs afmælinu. Áðurnefnt bindindi á umtal um pen- inga var svo stranglega haldið, að for- eldrarnir minntust ekki á það einu orði, að þegar hvert systkinanna yrði 21 árs, væri lögð til hliðar handa því ein millj. dala. Eftir því sem Rose Kennedy skýr- ir frá, höfðu þau enga hugmynd um þetta, fyrr en þau lásu um það í ein- hverju tímariti. Það er eftirtektarvert, að enda þótt Joe Kennedy væri þver og ósveigjan- legur í kappræðum, var hann eindreg- inn um það, að börn hans skyldu vera efnahagslega óháð og hafa hugrekki til að segja meiningu sína og ákveða sig. Þegar talið berst að þessum lífeyri þeirra, segir hann hreykinn: „Ég kom því þannig fyrir, að börnin væru svo efnalega óháð, að þau gætu þorað að horfast í augu við mig og sagt mér að fara fjandans til, ef þeim byði svo við að horfa“. Jack mjakaðist jafnt og þétt upp eftir skólanum í Riverdale, þarna í nágrenn- inu í Vestur-Bronx. Stundum leit mamma hans þar inn og skrafaði við kennarana hans, til að fá að vita, hvernig honum gengi. Núna minnast kennararnir hans sem grannvaxins, alvarlegs og kurteiss drengs, sem hafði gaman af sögu og var uppstökkur. „H ann var rólegur og iðinn í bernsku“, segir Rose, er hún rifjar upp æskuafrek sonar síns. „Ég held bein- línis, eftir á að hyggja, að hann hafi verið rólegastur af systkinunum“. Hvort sem Jack hefur verið rólegur eða ekki, þá átti hann það nú samt til að gera uppistand. En svona æskubrek féllu ekki í góðan jarðveg hjá móður hans. „Ég er nú svo gamaldags og hef trú á líkamlegum refsingum", segir Rose Kennedy, ströng í bragði, „og margan löðrunginn hef ég gefið bæði Jack og hinum“. Rose Kennedy er innilega trúuð og hefur innrætt börnunum trú sína. Þegar hún gerir grein fyrir tilfinningum sín- um á þessu sviði, segir hún: „Ég get ekkert sagt um trú í þjóðfélagslegu og stjórnmálalegu lífi, en mér finnst hún dásamleg fyrir börn. Mörg börn leita öryggis í henni og trúin hefur verið merkur þáttur í lífi Jacks“. Fyrir nokkru gaf Rose lýsingu á hclmilislífi Kennedy-systkinanna og gerði um leið grein fyrir hinni miklu samheldni þeirra. „Ég held, að hún sé að þakka umhvefinu“, segir hún. „Við höfum alltaf verið trúuð, kaþólsk fjöl- skylda, og maðurinn minn gaf sér alltaf tíma til að tala við börnin, hversu ann- ríkt sem hann átti í stjórnmálum". „Maðurinn minn var strangur faðir, og hann vildi, að drengirnir væru sigur- sælir í íþróttum eða hverju öðru því, sem þeir tóku sér fyrir hendur. Ef þeir unnu ekki, var hann vanur að ræða mistökin við þá, en þó var hann ekki umburðarlyndur við þann, sem laut í lægra haldi“. Rose minnist þess, að Jack hafi verið mestur lestrarhesturinn af systkinun- um. Hún minnist þess að hafa sjaldan séð Jack einan, án þess að hann hefði bók hjá sér. Aldrei varð hann glaðari en þegar hann varð fyrstur til að ná í dagblaðið. Og Rose man eftir því, að þegar hann las, þá las hann af mikilli einbeitingu og tók ekki eftir neinu, sem fram fór kringum hann. Þessi lestrar- fíkn og lestraraðferð fylgdi honum eftir að hann komst upp. rið 1930, þegar Jack var þrettán ára gamall, bjóst hann til að fara að heiman í fyrsta sinn — því að nú átti hann að fara að undirbúa sig til háskólanáms í Canter- buryskólanum í New Milford, Connecti- cut. Nú átti að verða lokið þessari stöð- ugu samvist við þessa samheldnu fjöl- skyldu hans, sem hafði verið honum svo dýrmæt. En foreldrar hans töldu, að ef eldri systkinin væru vel menntuð gætu þau aftur kennt þeim yngri. Joe og Jack kenndu því yngri systkinum sínum það, sem þeir höfðu lært. Og við það lærðu þeir um leið að elska og meta yngri börnin. Sum eldri systkin líta á þau yngri sem einskonar farg á sér, en þetta átti ekki við um Kennedy-börnin. En Jack kveið fyrir að verða að yfir- gefa þessa dásamlegu fjölskyldu sína og fara í skólann. BRIDCE ]Víargir bridgespilarar hafa mjög gaman að alls konar þrautum og eru ó- trúlega fljótir að leysa þær. Hér kemur ein slík, og til þess að menn freistisí ekki til að líta fyrst á lausnina er húi birt á blaðsíðu 11. A 7432 V D 9 6 5 3 ♦ Á D 7 2 ♦ — A — V G 10 8 7 4 2 ♦ K 10 6 * 9 6 5 3 A Á 8 6 5 V — ♦ 54 * ÁKG li Suður er sagnhafi i 6 laufum og vest- ur lætur út hjartagosa. Hvernig á suð- ur að vinna spilið? Leiðrétiing í greininni „Fyrsta bílferð að Geysí’*, eftir Egil Hallgrímsson, sem birtist í 1. tbl. Eesbókar þessa árs féll niður eitt orð úr setningu. Þar stóð: „MeS því opnaðist leið milli Þingvalla og L.augarvatns.“ Þetta átti að vera: „Með því opnaðist bein leið“ o.s.frv. K D G 10 9 Á K G 9 8 3 D 4 0 87 2 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. tölulblað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.