Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 5
Púlitísk ga EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON ir aö er oröið ðfínt á tslandi að vera barn, ef nokkuð má marka af umgengni foreldra við börn sín og afstöðu skólanna til þeirra. Fjárausturinn og gegndarleysið í sambandi við barnaboð, gjafir til barna og annað þvílíkt gefur til kynna, að foreldrar telji sig bein- línis geta keypt af sér alla ábyrgð á uppeldi afkvœmanna og farið með þau eins og fullorðnar mann- eskjur um 10—12 ára áldur. Því fyrr sem barnið fœr algert sjálf- rœði, þeim mun minna þarf fyrir því að hafa, virðist vera hin við- tekna regla í þessum sökum, en hún er mjög svo vanhugsuð, eins og oftast kemur í Ijðs þegar börn- in komast á gelgjuskeið. Agaleysi íslenzkra barna hlýtur að veicja óróleik með þeim sem eitthvað að ráði hafa umgengizt börn í öðrum löndum. Að minni reynslu eru Bandaríkin ein samkeppnisfœr við okkur á þessu sviði. Út yfir tek- ur þó þegar hið opinbera stuðlar að slíkri óheilla- þróun með vanhugsaðri og fáránlegri slcólalöggjöf, eins og hér á sér stað. Hátt á annan ára- tug hefur sú regla gilt, að börn fœru úr barnaskóla í gagn- frœðaskóla 13 ára gömul og jafn- vel yngri, þ.e. ári eða meira áður en þau fermast. Með þessari heimskulegu tilhögun er beinlínis verið að skera heilt ár af bernsk- unni og skapa börnum álgerlega ó- þörf vandamál á viðkvæmasta skeiöi í einhverri misskilinni viðleitni við að gera þau fullorðin löngu áður en efni standa til. Þrír skólamenn hafa nýlega bent á þann leiða misskilning sem hér er að verki. Þeir voru sammála um að fermingin marki eðlileg þátta- skil milli bernsku og œsku, og þá jafnframt milli barnaskóla og gagn- frœðaskóla. Börn eru nú einu sinni þannig gerð, að þau táka sér gjarna éldri sícólasystkin til fyrirmyndar, og satt að segja er ástandið í gagn- frœðaskólum, a.m.k. í höfuðstaðn- um, orðiö svo iskyggilegt, að þang- að er börnum enginn akkur að kom- ast fyrr en í allra síðustu lög. íslenzk börn eru kannski mun þroskaðri líkamlega en þau voru fyrir nokkrum áratugum, en sist virðist það hafa stuðlað að andleg- um þroska. Þess vegna ber að hamra á því viö skólayfirvöld og rikisváld: Leyfið börnunum að vera börn eins lengi og þess er nokkur kostur. s-a-m. ra AÐ er því af mörgum ástæðum ósanngjarnt að ætlast til þess af gagn- rýnenda (sic) að hann gleymi viðhorf- um, skoðunum höfundar þegar hann ræðir um bókmenntaverk, það er blátt áfram ósvífni." Þessa furðulegu klausu gat að líta í svonefndum „sunnudagspistli“ Þjóð- viljans um síðustu helgi, sem merktur var höfundareinkenninu og mun þar vera um að ræða Árna Bergmann. Kenningin um bókmenntamat og gagnrýni, sem prédikuð er í nefndum pistli, er í senn annarleg og beinlínis „hættuleg" að svo miklu leyti sem hún kafnar ekki í mótsögnum höfundar síns. Á öðru leitinu segir hann: „Allir vita að engin skoðun tryggir góða bók.“ A hinu: „.... ef bókmenntir eru ekki smábrask og sportfiskirí heldur raun- verulegt afl í mannlegri tilveru — þá komumst við að þeirri niðurstöðu, að mat okkar á þeim verður einmitt „póli- tískt“.“ Þeir sem nenna mega mín vegna dunda við að fá rökrænt samhengi í greindar þrjár tilvitnanir, sem eru ekki rifnar úr samhengi, þó þær standi að vísu ekki hlið við híið. N ú vill svo óheppilega til, að greinarhöfundur lætur undir höfuð leggjast að útlista, við hvað hann á með „pólitísku mati“ á bókmenntum, þó hann kvarti sáran yfir því, að menn geri sér ekki almennt grein fyrir hvað um sé að ræða. Hins vegar er auðvelt að lesa milli línanna hvað fyrir honum vakir, og þykir mér sennilegt að til- vitnunin hér í upphafi gefi skýrasta mynd af því. Aftur á móti gerir hann vísvitandi eða óafvitandi tilraun til að slá ryki í augu lesandans með tilvitnun í Thomas Mann, sem túlkar allt önnur viðhorf. Tilvitnunin er svona: „ég komst að þeirri niðurstöðu, að hið pólitíska, hið þjóðfélagslega er óað- skiljanlegur hluti hins mannlega, til- heyrir vandamáli húmanismans.... og að það væri menningunni háskalegt, lífshætlulegt, ef við vanræktum hinn pólitíska og þjóðfélagslega þátt þess vandamáls....“ Thomas Mann er hér að vara við vanrækslu á pólitískum og félagslegum þáttum húmanismans og menningarinn- ar; þeir eru vissulega veigamikill partur mannlegrar tilveru. En hann heldur því ekki fram, að skoðanir og viðhorf til- tekinna höfunda eigi að koma til álita, hvað þá að sitja í fyrirrúmi, þegar verk þeirra eru metin sem slík. í_Jm það má nefna ótal dæmi, hvernig skoðanir ákveðinna höfunda geta skaðað listrænt gildi verka þeirra, þegar þeim er að tilefnislausu þröngv- að upp á þau, og nefnir höfundur Gogol sem dæmi. Tolstoí og síðustu verk hans eru annað gott dæmi, og mætti svo lerigi telja. En hér er greinarhöfundur enn að taka stein úr þeim röksemda- garði sem hann þykist vera að hlaða. Hann tilfærir orð einhvers gagnrýnanda um að þjóðfélagsskoðun Halldórs Lax- ness hafi veitt „Sjálfstæðu fólki“ kjöl- festu og dramatískt ris, en bætir svo við að skoðanir rússneska meistarans Gogols hafi leitt hann 1 listrænar ó- Graham Greene og hákiirkjumaður, en hefur skrifað ljóð sem bera af flestu á þessari öld. if að þarf engan veginn að stafa af skoðanaleysi gagnrýnanda, að hann viðurkenni listrænt gildi bókmennta- verka sem kunna að höggva nærri því, sem honum er dýrmætt. Það er nefni- lega tvennt óskylt að meta listrænt gildi bókmennta og að snúast gegn skoðunum sem í þeim kunna að felast. Ég býst við að margir svonefndir „frið- arsinnar" á íslandi og raunar flestir íslendingar kunni vel að meta list Eddukvæða og íslendingasagna, án þess að þeir telji sig knúða til að aðhyllast þá hetjuhugsjón og manndrápa, sem þessi verk byggjast á. Sjálfur hef ég sérstakar mætur á skáldsögum Dosto- évskís fyrir djúpan mannskilning og magnaða skynjun, en tel mig þar fyrir alls ekki nauðbeygðan til að eiga nokkurn hlut að panslavisma hans eða þeirtri trúairlegu grísk-orþódoxu dul- hyggju sem verk hans eru sprottin úr. Á.B. viðurkennir á einum stað, að pólitískt mat á „túlkun mannlegrar til- veru og mannlegrar viðleitni“ sé „bundið vissum hætturn", en notar síð- ar. tilvitnun í Flaubert til að hlaupast frá vandanum, og þykja mér það held- ur löðurmannleg viðbirögð við svo brýnni spurningu. Já, pólitískt mat er áreiðanlega „bundið vissum hættum“ og þeim ósmáum. Við stöndum nefnilega gagnvart þeirri staðreynd, sem raunar er viðtekin regla í rikjum kommúnismans og fásismans, að bók- menntirnar koðni niður í sértrúarþrugl, að þær verði góðar eða lélegar eftir því hvort þær eru „réttar“ eða „rangar“. Við slík kjör verða rithöfundar annað tveggja fjósamenn stjórnmálakenninga og kreddukerfa eða utangarðsmenn og óalandi í rétttrúuðu þjóðfélagi. Ég er ekki að leggja Á. B. til svo frumstæðar skoðanir á bókmenntum og bókmenntamati, en pistill hans rennir vissulega stoðum undir slik viðhorf, ef ti) eru einhverjar einfaldar sálir hér á landi, sem „misskilja rökleysur hans rétt.“ nrýni göngur, þegar hann hugðist gera brag- arbót á „Dauðum sálum“. Með öðrum orðum er það undir hæl- inn lagt hvaða hlutverki skoðanir gegna í skáldskap. Á. B. er vafalaust öruggur um, að „réttar“ skoðanir Lax- ness hafi bætt verk hans, en „rangar“ skoðanir Gogols skemmt hans verk, en gæti þessu ekki í öðrum tilvikum verið þveröfugt farið? Og á hvaða forsendum er svo ætlunin að dæma „réttar“ skoð- anir og „rangar“? Í víðustu merkingu eru allar alvar- legar bókmenntir „pólitiskar“ að því leyti sem þær fjalla um manninn í fé- lagslegu samhengi með einhverjum hætti. Ekkert skáldverk lifir í algeru tómrúmi. En það merkir engan veginn, að afstaða höfundar til dægurmála, stjórnmála eða félagsmála ráði úrslit- um um gildi verka hans sem bók- mennta. Það sem öllu máli skiptir í bókmenntun eins og öðrum listgreinum er skynjun höfundar, glöggskyggni, innsæi í mannleg kjör, vald hans á við- fangsefni sínu og stíl. Á.B. telur að deila megi um, „hvort til séu skoðanir sem örugglega hljóta að koma í veg fyrir að góð bók sé skrifuð." Þetta er hreinasta firra. Allar skoðanir hljóta örugglega að koma í veg fyrir að góð bók sé skrifuð, ef þær Pablo Neruda eru látnar sitja í fyrirrúmi fyrir list- rænum kröfum verksins. Engin skoðun kemur í veg fyrir að góð bók sé skrifuð, ef höfundur hefur hæfileika og list- rænt mat hans er óbrenglað. Þessu til áréttingar mætti nefna sæg af nærtækum dæmum, en ég læt nægja að tilfæra örfá. Bertolt Brecht var kommúnisti og Pablo Neruda er kommúnisti, en verk beggja eru full- gildar bókmenntir þrátt fyrir öfga- kenndar þjóðfélagsskoðanir þeirra. Ezra Pound var (og er kannski enn) fasisti, en það dregur á engan hátt úr miklu gildi skáldskapar hans. Dante Og Paul Claudel voru strangtrúaðir ka- þólikar, Frangois Mauriac og Graham Greene eru strangtrúaðir kaþólikar, en verk allra þessara höfunda eru í fullu gildi og eiga erindi jafnt við mótmæl- endur, guðleysingja og kaþólika. T. S. Eliot er stækur íhaldsmaður, royalisti 4. fcölublað 1963 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.