Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 8
Vísindamenn sigra hákarla Höfundur þeirrar greinar, sem hér fer á eftir, hefir sýnilega ekki verið kunnugur ís- lenzkum þjóðháttum og ekki vitað, að hér norður við heimskautsbaug býr þjóð, sem í margar aldir hefir haft hinar mestu mætur á hákarlin- um og talið hann hina mestu nytja- skepnu. — Og það er sannarlega vel farið, að á síðari árum, hefir orðið hér á landi, eða að minnsta kosti hér í borg, hrein vakning að hefja aftur til vegs og virðingar þær fæðureg- undir, sem um aldir reyndust þjóð- inni hollastar, og hákarlinum hefir ekki verið gleymt. Vísindamenn okkar hafa rannsakaS hann að nokkru, og einn þeirra komizt að þeirri óvæntu niðurstöðu, að í full- verkuðum hákarli fyrirfinnst sáralítið af gerlum, og einn þessara fræðirhanna hefir sannprófað, að hann hafi að geyma mörg bætiefni, auk fitu og annarrar nær ingar. Hákarl hefir því löngum þótf fara vel með brennivíni og mörgum mann- inum hefir hann forðað frá timbur- mönnum. Ýmsir gamlir formenn voru líka srúllingar í þeirri lis't að verka há- karl, sem að vísu hefir aldrei verið neitt flýtisverk, en árum sáman mátti geyma hann sem dýrmæta forðanær- ingu, sem kom sér vel í vondum árum. Strandamenn kunnu sérstaklega vel að verka hákarl og fundu það af sínu hyggjuviti, að ýtrasta hreinlætis varð að gæta við verkun hans. Þá fjörusteina þvoðu þeir t. d. vandlega og skoluðu, er Sjófarendum á suður- slóðum hefur œtíð staðið stuggur af hákörlum, en þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er þeir notuðu til að fergja með, er þeir kösuðu hákarl. íslenzki hákarlinn hefir reynzt ís- lenzku þjóðinni happaskepna, lítið sem ekkert látið illt af sér leiða, haldið sig jafnan á djúpu vatni og engum unnið mein. llar þjóðir, sem búa á suðlægari breiddargráðum, hafa aðra og verri reynslu af hákörlum. Til þess að öðlast fræðslu um allt þeirra háttarlag þurfum við ekki að leita út fyrir okkar þjóð- líf, því að Björgúlfur Ólafsson læknir hefir lýst þeim allnáið í þeim úrvals- bókum, er hann hefir ritað um Malaja- lönd, þar sem hann dvaldist um margra ára skeið í þjónustu hollenzkra stjórn- arvalda. — Af þessum illfiskum eru fjölmargar tegundir, og ekki búnar jafn góðu innræti og okkar íslenzki hákarl. — Við baðstrendur víða um heim eru þeir hinir verstu vágestir, svo og stór- hættulegir og ágengir við skipbrotsmenn í suðlægum höfum, og sér í lagi við flug- menn sem orðið hafa að nauðlenda á sjó og hrekjast á flekum langar leiðir. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ráða niðurlögum þessara vá- gesta, svo menn þurfi ekki að verða þeim að bráð. Um þessar árangursríku og skemmtilegu tilraunir fjallar eftirfar- andi grein, sem hér birtist í lauslegri þýðingu. J- eiti maður nógu lengi, getur maður oftast fundið fólk, sem hrifið er af hvers kyns dýrum, þó mun sá hópur manna vera fámennur, sem mætur hef- ir á hákörlum. Þeir eru að vísu litlir og meinlausir, sem koma í fiskinet, en þeg- ar þeir vaxa og verða gráðugar mann- ætur, verður annað uppi á teningnum. Sjómenn hafa frá örófi alda óttazt þessa •illfiska, ef svo færi að skipum þeirra hlekktist á, ekki sízt á ófriðartímum, þeg ar farmenn gátu átt þess von, að skip þeirra yrðu skotin tundurskeytum. Þá var hugsunin um hákarla hreinasta hrollvekja. Það voru einmitt slys af þessu tagi, sem komu Vesturheimsmönnum til þess að leggja höfuð sín í bleyti um það, á hvern hátt mætti finna einhver efni, sem héldu hákörlum í hæfilegri fjarlægð. — Túristinn: Ja, hver fjandinn .... nú hef ég enn einu sinni tekið myndina á transistorinn! egja má að það séu einkum unglingar-, sem bera þessi litlu tæki með sér næstum því hvert sem þeir fara, og eru ósparir á að láta þau gefa frá sér hljóð (og þá gjarnan ekki „á lægri nótun- um“). Hinir fullorðnu bera þó enigan veginn hreinan skjöld að því er varðar misnotkun þessa — í sjálfu sér — ágæta tækis. Jr ar sem ekki er örgrannt um, að þessi undarlegi „transistora- faraldur“ hafi skotið nokkuð upp kollinum að undanförnu á okkar kalda landi, fannst okkur ekki úr vegi að birta hér í Lesbókinni tvær eða þrjár svipmyndir úr brezkum blöðum, þar sem skop- teiknarar þeirra láta ljós sitt skína á vandamálið, ef svo mætti segja. Það er hér sem oftar, að skopskynið er áihrifameira til þess að varpa ljósi á vandann heldur en löng vandlætingarskrif. Og svo ekki fleiri orð — en lítum á myndirnar. A æknin hefir gert okkur lífið þægilegra og léttara á margan hátt. En mannskepnunni er nú einu sinni svo farið, að hún virð- ist sérlaga lagin að misnota gæði lífsins, hverju nafni sem nefn- ast. — Þannig er og með eina tækninýjung, sam fram kom eigi alls fyrir löngu, hin litlu og þægi legu transistor-viðtæki, sem bera má með sér hvert á land sem er. — Þessi litlu og sakleysislegu tæki, sem geta verið svo undur þægileg að grípa til, eru þegar orðin eins konar landplága víða — ekki sízt í Bandaríkjunum og Bretlandi. I sumum borgum og héruðum Bretlands hafa nú verið mynduð samtök til þess að beita sér gegn misnotkun transistor- tækjanna, sem nú virðist hvergi flóarfriður fyrir. Jæja, liver ykkar er að reyna að foia transistor-útvarp? Presturinn: „Viljið þér vera svo vænir að skrúfa fyrir þetta and- artak?“ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.