Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 6
OSCAR CLAUSEN: PRESTASÖGUR 1 SNAUDUR GUÐSMAÐUR yfir guðsmenn sem aðrar „aumar manneskjur“ í þessu landi. — Þá urðu guðsmennirnir að skrapa sam- an tekjur sínar hjá háttvirtum al- menningi, í ýmsu fríðu, t.d. offri, fóðrun svokallaðra prestslamba, dagsláttu í túni prestssetranna o. s. frv. — Ef innheimtan gekk illa, var sultur í búi þeirra, jafnt og annarra. En nú fá kirkjunnar þjónar vissar og álitlegar tekjur sínar útborgaðar mánaðarlega úr ríkissjóði í bein- hörðum peningum, og eru því hætt- ir að lifa á snöpum. — Áður kom það fyrir, að prestar urðu að gefa upp önd sína fyrir langvárandi skort og líkamlegt hungur, og er þar skammt til að minnast hinna ógur- legu harðinda- og hungurstímabila á 18. öldinni. Þá gætti hungurvofan einskis manngreiningarálits þegar hún greip íslendinginn heljartökum sínum. Hér verður sagt frá einum öldruðum guðsþjóni, sem í elli sinni varð fyrir ótrúlegustu raunum sakir fátæktar og ellikrauma, þó að hann sálaðist ekki >beint úr hungri. En þetta var síra Þor- valdur Jónsson, sem var prestur í Hvammi í Laxárdal samfleytt í 38 ár. (1747-1785). Hann var Þingeyingur að ætt, og lcominn af góðu og gegnu bændafólki. Foreldrar hans voru, Jón bóndi Þorvalds son á Ljósavatni og Hóli í Köldukinn og (kona ha-ns Þorkatla Snorradóttir. — Þau hjónin höfðu eignazt 11 börn, en aðeins íjögur komust upp, og var sira Þorvald- ur eitt þeirra, — hin dóu ung. — Jón á Ljósavatni var efnabóndi og kostaði Þor vald ein'kason sinn í Hólaskóla, en þeg- að hann útskrifaðist þaðan, komst hann í sérstaka náð hjá herra Steini biskupi og varð „þjenari“ hans. Hann var bisk- upssveinn herra Steins á vísitasíuferðum hans næstu fjögur árin, en svo vígði biskup hann til Fagraness í Skagafjarð- arprófastsdæmi árið 1731, og var hann þá 27 ára gamall. — Fagranessbrauði þjónaði hann á 16 ár, en fékk þá Hvamm í Laxárdal, og þar var hann þangað til að hann dó 1785. Hann var því þjónandi prestur í hálfa öld og 4 árum betur, og ekki sleppti hann brauði sínu þó að hann væri orðinn 82 ára gamall, og gjörði öll prestsverk til dauðadags. — Að vísu var hann orðinn allhrumur, eink um síðasta áratuginn, og þegar hann var orðinn 73 ára gamall, tók hann því aðstoðarprest, af því að þá þóttist hann varla einfær um að þjóna þessu erfiða Skagabrauði, en þ.e. Kétusóknum á Skaga. — En sambúð þessara góðu guðs (þjóna varð allsöguleg. !Það var ungur prestur, síra Gimnlaug ur Magnússon, sem gjöxðist aðstoðar- prestur síra Þorvaldar gamla, en hann var prestssonur frá Höskuldsstöðum. — Síra Gunnlaugur settist að úti á Skagan um og þjónaði Kétusókn, og voru þeir samningar á milli guðsmannanna, að gamli klerkurinn þjónaði heimakirkj- unni í Hvammi, en síra Gunnlaugur messaði á Kétukirkju 3. eða 4. hvern sunnudag, eins og venja hafði verið til, og skyldi samningurinn standa meðcui 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS síra Þorvaldur lifði. — Brátt kom i ijós, að samíbúð guðsmannanna varð ekki sem friðsamlegust, og ekki „hinum kæru sóknarbörnum þeirra“ til neinnar fyrirmyndar. Þeir áttu ekki lund saman og deildu um alla hluti, og loks var þessi samvinna þeirra orðin svo óhæg, að síðasta árið, sem síra -Þorvaldur lifði, sagði síra Gunnlaugur honum upp vist- inni. Hann gekk þó í sig litlu síðar, lík- lega vegna þess, að honum hefur ekki iþótt taka því, að hlaupa á brott áður en gamli prélátinn hefði vistaskiptin síð- ustu, enda þurfti ekki lengi að bíða, því að önd hans hvarf til feðra sinna skömmu síðar. — — O — Fins og áður getur sálaðist sira Þorvaldur árið 1785, í hinu ógurlegasta harðæri, þegar hin kalda kló móðu- harðindanna hélt allri þjóðinni í greip sinni, og hrifsaði þá veikburða og elli- 'hrumu yfir landamærin. — Um þær mundir var síra Jón Jónsson á Hjalta- stöðum, prófastur Skagfirðinga, og féll það því á hans skaut, að ausa moldum hinn þreytta og ellihruma guðsþjón í Hvammi. Prófasturinn tilkynnti biskupi herra Arna Þórarinssyni á Hólum, lát síra Þorvaldar, og getur þess þá um leið að kapeláninn síra Gunnlaugur ætli að sækja um brauðið og þjóni því fyrst um sinn. En í bréfi sínu segir prófasturinn líka hans herradómi frá allkynlegu framferði hins unga kapeláns. Hann hafi ekki verið við jarðarför húsbónda síns, gamla prestsins, og þó ekki verið neitt forfallaður, enda hafi hann „af ásetn- ingi“ eða í storkunarskyni, riðið fram hjá kirkjustaðnum meðan jarðarförin fór fram. — Bendir þetta til þeirrar staðreyndar ,að hatur guðsmanna, ekki síður en annarra syndugra, getur náð út yfir gröf og dauða, og það þrátt fyrir allt „snakk“ þeirra í predikunarstólun- um um þolinmæði, umburðarlyndi og fyrirgefningu. Prófasturinn á Hjaltastað er, í bréfi sínu, argur yfir framferði hins unga guðsþjóns, og segist ekki geta séð, að kapeláninn hafi haft neinar ástæður til klögumála á hendur síra Þorvaldi sál- uga, þar sem hann hafi „uppborið" 6 rd. á ári, að launum úr svo fátæku brauði, fyrir að messa á Kétu 3. og 4. hvern sunnudag. — Auk þessa hafi hann svo haft allar aukatekjur úr sóknunum, og þær hafi ekki verið neitt smáræði síð- asta árið. Þá hafi hann fengið, hvorki meira né minna, en 10 rd. í líksöngseyri fyrir 19 manneskjur, sem hafi sálazt þar úti á Skaganum, aðeins á því eina ári. En hætt er við því, að einhver af þessum 19 sálum hafi dáið úr „ófeiti", sem var mjög tíð dauðaorsök manna á þeim ár- um. — O — C kJíra Þorvaldur í Hvammi var fjór giftur. — Fyrsta kona hans var Sigur- laug dóttir síra Erlendar Guðbrandsson ax á Kvía'bekk, systir madömu Margrét- ar 'konu sira Gunnars prósasts Pálsson ar í Hjarðarholti. Hún dó ung og barn- laus. — Önnur konan var Ingiríður Þor- láksdóttir annálaritara í Sjávarborg. Þau áttu 3 dætur, og dó hún einnig ung. — Þriðja konan hét einnig Ingiríður og var Jónsdóttir, bónda á Þverá í Skagafirði. Þau eignuðust 4 börn, og eru af þeim komnar merkilegar bændaættir í Skaga firði. — Fjórða konan var Málfríður dótt ir síra Grunólfs Illugasonar í Glaumbæ. Hún var miklu yngri en síra Þorvaldur enda lifði hann í 20 ár. Sonur þeirra var Jón Þorvaldsson bóndi á Bjarnar- stöðum í Kolbeinsdal. — — O — að var einhvern fyrstu daganna í aprílmánuði 1785, sem jarðarför síra Þorvaldar fór fram, og þegar að henni lokinni var það, að prófasturinn, síra Jón á Hjaltastað, skrifaði bréfið til Steins bistkups, en í þessu bréfi lýsir hann hinu ömurlegasta fjárhagsástandi prestsekkjunnar, madömu Málfríðar. Hann segir, að hún hafi ekki verið fær um að hýsa sig eina nótt þegar hann kom til þess að jarðsyngja prestinn. Hjá henni var mikill skortur í búi, og hafði hún 8 manns á framfæri, þ. á. m. 2. sonarbörn hennar, sem voru komin á hennar náðir, þar sem faðir þeira var orðinn gjörsamlega bjargþrota. Prófast- urinn segir, að 5 kúgildi. þ.e. 30 ær, haifi átt að fylgja staðnum, en aðeins 1S ær voru torancu pegar hann var þarna á ferð, og taldi hann mjög liklegt, að madama Málfríður yrði að neyðast til þess að farga þeim ,svo að hún gæti hald ið lífinu í sér og skylduliði sínu. Enga kú átti madaman, en 2 kvígur hafði hún að láni. Bú síra Þorvaldar var svo illa statt, að erfingjarnir frásögðu sér alla ábyrgð á skuldum þess. — Eina bótin í þessu máli, segir prófastur, sé, að guðs hús staðarins sé nýlega upp byggt og í góðu standi, en þó hvíli á því skuldir. iHús staðarins voru líka flest ný. Örlög madömu Málfríðar urðu hörð. Hún varð að hröklast burtu af staðnum um vorið, örfátæk og allslaus, og átti því við bágan kost að búa. Hún settist þá að á Skarði í Gönguskörðum, og þar var hún við búhokur þangað til að hún var orðin háöldruð, hrum og slitin. Þá flýði hún þaðan uppgefin og fótlama, á náð- ir sonar síns, Jóns á Bjarnastöðum. Þar dó hún skömmu eftir nýárið 1805 og var jarðsett á Hólum. — Madama Málfríð- ur hafði verið ekkja í 20 ár og barizt harðri baráttu við „armóð og margskon ar kröm“. Hún var guðhrædd kona og góðgjörðasöm, en orðin södd lífdaga. — — O — Það er frá síra Gunnlaugi aðstoðar presti síra Þorvaldar í Hvammi að segja að hann fékk Hvamm um vorið og siðar Reynistaðarbrauðið og þar dó hann árið 1804, 56 ára gamall. — Hann átti 9 eða 10 börn, sitt á hverju árinu, og er sagt frá því, að það hafi verið átakanleg sjón við jarðarför hans að sjá þar ekkjuna með 9 eða 10 munaðarlaus börnin, ldtið stálpuð „í hrúgu leggjast yfir gröf hans“. En útaf iþessum illa stöddu börnum sira Gunnlaugs eru nú komnir mjög merkir menn. — Þessi ömurlega jarðarför fór fram í hretviðri í kirkjugarðinum á Reynistað 29. marz 1804, og hélt síra Pétur prófastur á Víðivöllum hugnæma lí'kræðu og var textinn úr 49. bréfi Jere míasar 11. versi, svohljóðandi: „Forlát þú þína föðurleysingja. — Ég vil láta þá lifa og þín ekkja skal treysta upp á mig.“ Smælki Um síðustu jól spurði einn af vin- um Picassos, hvort það hefði ekki valdið honum vonbrigðum, hve harkalega Rússar hefðu snúizt gegn nútimalistinni. — Kæri vinur, anzaði Picasso, eig- inlega er ég ekki svo undrandi á því. Rússar eru nú einu sinni svo vanir því að segja „njet-njet“, að það hlýtur að vera orðið örðugt fyrir þá að segja „da-da“. • Eins og kunnugt er, hefir Jóhannes páfi XXIII mikinn áhuga á frétta- mennsku og fréttaflutningi — en jafnframt gerir hann miklar kröfur til fréttamanna. Nýlega talaði hann við hóp frétta- manna, sem komnir voru til Rómar til þess að fylgjast með hinu mikla þingi kaþólsku kirkjunnar þar. Páf- inn sagði m.a.: — Góður fréttamaður lætur ekki auðveldlega hafa áhrif á skoðanir sínar. Hann verður að vera gæddur glöggskyggni læknisins, hinum lif- andi anda skáldsins, þekkingu og rökhyggju lögfræðingsins og ábyrgð- artilfinningu uppeldisfræðingsins. Já, okkur vesalings blaðamönnun- um veitir víst ekki af að biðja Guð að hjálpa okkur til að uppfylla slík- ar kröfur. 4. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.