Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 2
Æ54T1 i Imk SVIP- MVND Edward Durrell Stone eða Ed Stone, eins og New York-búar kalla hann gjarna, er einn af kunnustu húsameisturum Bandaríkjanna, gengur að margra dómi nsest Frank Lloyd Wright, þó hann láti miklu minna yfir sér. Hann er maður hljóðlátur og heima- kær, sést sjaldan á mannamótum, vinn- ur myrkranna á milli, enda eru afköst hans feiknamikil. Hann hefur alla ævi unnið baki brotnu, lifað fjölbreytilegu lífi og heyjað sér dýra reynslu. Viðhorf hans til lífsins eru „mannleg“ í þeim skilningi, að fagurfræðileg sjónarmið sitja aldrei í fyrirrúmi fyrir siðgæðis- legum og félagslegum sjónarmiðum. Hann hefur orðið fyrir miklum von- brigðum, unnið óvænta sigra, en framar öllu hefur hann mótazt af því að vera uppi á aldarskeiði þegar þjóðleg banda- rísk byggingarlist varð til, um leið og hinir miklu brautryðjendur Frank Lloyd Wright og Mies van der Rohe (sem er þýzkur innflytjandi) settu svip sinn á byggingarlistina og opnuðu mönnum sýn til nýrra viðerna, sem umbreyttu bæði lífsháttum og hugsanagangi fjöldans. Edward Durrell Stone fæddist í Oz- ark-fjöllunum í Arkansas 9. marz 1902. Afi hans, Stephen K. Stonc, hafði tekið þátt í að stofna Fayetteville og átti lendur sem lágu til allra átta „svo langt sem augað eygði“, ef trúa má héraðs- búum. Hann var að minnsta kosti ó- hemju auðugur maður, og Edward Stone hefur aldrei kynnzt þrengingum fátækt- arinnar. af egar faðir Edwards átti afmæli einhverju sinni fyrir þrælastríðið fékk hann í afmælisgjöf frá föður sínum svartan þræl. Það var drengur á sama reki og hann sjálfur, og urðu þeir mjög góðir vinir. Edward minnist þess enn, að enda þótt hann hafi alizt upp í Suð- urríkjunum, þar sem fjölskyldan hélt þræla, hafi aldrei borið í kynþáttafor- dómum. Blökkumennirnir, sem unnu fyrir fjölskylduna, gengu ævinlega und- ir nafninu „frændi“. En tímarnir hafa breytzt, og í raun- inni er það ekki Stone-ættin sem breytt hefur afstöðu sinni. Hún hefur aðeins fengið nýja mynd, og Edward er mjög ánægður með, að næstelzti sonur hans, Robert, gekk í „Samtökin til eflingar réttindum blökkumanna“ (NAACP), meðan hann var við nám í Yale- háskóla. Þegar Edward Stone var 16 ára, lézt móðir hans, og skömmu síðar hóf hann nám við háskólann í Arkansas. Sjálfum finnst honum það hafa verið hálfgerð tilviljun, að hann tók bygg- ingarlistina fyrir. Nærtækasta skýringin er sú, að í bernsku hafði hann eitt sinn unnið fyrstu verðlaun í samkeppni um fuglahús. Það var dagblaðið á staðnum, sem efnt hafði til samkeppninnar, og einn af skólabræðrum hans, J. William Fullbright, sem síðar varð víðkunnur öldungadeildarþingmaður, hvatti hann til að taka þátt í henni, en blaðið var í eigu Fullbright-fj ölskyldunnar. Fugla- hús Stones var mjög nýtízkulegt og minnti að sumu leyti á bjálkakofa frum- byggjanna, að því er hann sjálfur segir. Sumir héldu því fram að hann hefði orðið fyrir áhrifum frá Frank Lloyd Wright, en sannleikurinn var sá, að hann hafði aldrei heyrt manninn nefnd- an, kynntist honum ekki fyrr en miklu síðar. Annars átti lífsstarf eldra bróður Edwards stóran þátt í að hann fór inn á þessa braut. Hicks bróðir hans var 14 árum eldri og hafði á ferðalagi til Boston komizt í kynni við hinn gamla bandaríska byggingarstíl, sem hreif hann að því marki, að hann ákvað að leggja fyrir sig húsateikningar. í Ev- rópu ei að jafnaði talað með nokkurri lítilsvirðingu um hinn gamla bandaríska „nýlendustíl", en Edward Stone hefur miklar mætur á hinum geðþekku hvitu húsum og gömlu kirkjum í Nýja Eng- landi, og það gladdi hann mjög þegar starfsbróðir hans, Finninn Alvar Aalto, tók í sama streng. Stone heldur fast við þá skoðun, að til sé hefðbundinn bandarískur byggingarstíll, en viður- kennir að Bandaríkjamenn hafi sótt inn- blástur og margar nýjar hugmyndir til Evrópu. Edward Stone nam húsagerðarlist við Harvard-háskólann og stundaði jafn- framt nám við Massachusetts Institute of Technology, en fór til Evrópu rétt fyrir 1930 til að halda áfram námi. Hann ferðaðist um Frakkland, Ítalíu, Þýzkaland og Norðurlönd og hélt heim aftur með hjartað fullt af fegurð og höfuðið fullt af hugmyndum. í París hafði hann verið í slagtogi með ýmsum ungum listamönnum sem sóttu hið gamla kaffihús Oscars Wildes, Deux Magots, og gerðu áætlanir um allsherj- arviðgerð á veröldinni. I þeim hópi voru menn eins og Ernest Hemingway, William Faulkner og Gertrude Stein. Árið 1929 kom Stone aftur til New York og átti ekki eyri í vasanum, en fjöl- skyldan átti gnægð fjár í bankanum, svo hann þurfti ekki að hafa áhyggjur. Hann hóf strax að móta hugmyndir sinar í stein og steinsteypu, starfaði fyr- ir stór byggingafyrirtæki og átti m.a. þátt í byggingu Rockefeller Center á Manhattan. Hann gerði uppdrættina að tveim öðrum stórhýsum í New York, Radio City Music Hall og Center Theatre. Honum voru þegar veitt tæki- færi til að reyna kraftana. Arið 1931 kvæntist hann Orlean Vandiver, stúlku sem hann hafði kynnzt í Evrópu, og bjuggu þau saman í 20 ár. Þau slitu samvistum sem mjög góðir vinir, og Edward talar jafnan mjög vel um hana. Árin milli 1930 og 1940 voru mikill annatími. Pantanirnar dreif að úr öll- um áttum. Hann glímdi við mikil og vandasöm verkefni og vann marga fræga sigra. Hann byggði fjöldann allan af villum handa auðmönnum, reisti Vís- inda- og iðnaðarsafnhúsið í New York og Museum for Modern Art (í félagi við samstarfsmann sinn, Philip L. Good- win). Fyrirtæki hans færði stöðugt út kvíarnar, aðstoðarmönnunum fjölgaði ár frá ári, verkefnin margfölduðust, og hugmyndir Stones runnu fram í stríð- um straumi. Eftir seinni heimsstyrjöldina fékk hann stórt og æsandi verkefni, nýtt gistihús í Panama. Það markaði tíma- mót í byggingu nýtízku hótela í sólrík- um löndum. Hotel E1 Palma hefur djúp- ar verandir og hreinar, skýrar línur. Frá Perú barst honum svipað verkefni: stórt sjúkrahús í Lima. í Beirut var hann beðinn að reisa gistihús og há- skóla. Og þegar heimssýningin í Brussel var undirbúin, var Edward Stone falið að gera drög að byggingu sem vakti mikla athygli: Fine Arts Center. etta verkefni hafði önnur og djúpstæðari áhrif á líf hans en hann hafði gert ráð fyrir. Á leiðinni til Briissel fór hann með flugvél til París- ar og sat við hliðina á ungri og sérlega fallegri stúlku. Hann hafði þá verið frá- skilinn í nokkur ár, var einmana og far- inn að_ drekka nokkuð mikið, að eigin sögn. Á leiðinni til Parísar fór hann að rabba við sessunaut sinn. Stúlkan hét María og var blaðakona. Hún var á leið- •inni til Parísar til að skrifa um nýjung- ar í tízkuheiminum. Þegar þau flugu yfir Ermarsund bar hann upp bónorð við hana. Hún tók því ekki þá þegar, en hann gafst ekki upp, elti hana á rönd- um í París og bauð henni út, bæði í leikhús, listasöfn og veitingahús. Ellefu mánuðum síðar voru þau gift. Hann varð ungur f annað sinn, fékk endur- nýjaðan starfsþrótt, og María varð hana hægri hönd, ekki aðeins á heimilinu, heldur einnig á skrifstofunni. Hún er i senn skrifstofustjóri, aðstoðarmaður og einkaritari. Þau eiga tvö börn, Benjamin Hicks HI, sjö ára gámlan, sem heitir í höfuð afa síns og föðurbróður, og Francescu, 5 mánaða gamla. Edward Stone hefur nú skrifstofur i New York, Los Angeles og San Franc- isco, og teiknistofur í Illinois, Flórída, Norður-Karólína, Texas og Vermont —- auk þess sem hann hefur bráðabirgða- útibú í Beirut, Indlandi og Pakistan, meðan byggingaframkvæmdir standa yfir. Hjá honum starfa yfir 100 húsa- meistarar frá 26 þjóðum. S tone er á stöðugum ferðalögum í sambandi við störf sín, fer að meðal- tali tvær meiri háttar ferðir á mánuði, því hann verður að fylgjast með hverju smáatriði og fara yfir allar teikningar áður en þær eru sendar byggingameist- urunum. Hann fer á fætur klukkan sex hvern morgun og ráfar um heimilið meðan hann hugsar og teiknar. Hann kveðst ganga eina 5—6 kílómetra á hverjum morgni, áður en hann fer á skrifstof- una um níu-leytið. Þar er hann síðan önnum kafinn fram til klukkan sjö á kvöldin. Þau hjónin eru mjög samhent, enda var faðir Maríu einnig húsameist- ari, svo hún er með á nótunum. Stone kveðst lifa samkvæmt þremur kennisetningum sem Frank Lloyd Wright hafi kennt sér: að þykja vænt um starf sitt, elska konu sína og segja sannleikann. Hann telur konur skyn- samari og raunsærri en karlmenn. N l’ú orðið fara þau hjónin sjaldan út, því Edward finnst það trufia starf sitt og rjúfa samhengið í hugsunum sín- um. Hann hatar síma og er mjög tregur til að lesa sendibréf. Allt líf hans snýst um starfið og Maríu. Þegar hann gerði meistaraverk ævi sinnar, bandarísku sendiráðsbygginguna í Nýju Delhi, hélt hann fast við að hún yrði kölluð „Taj María“. Utanríkisráðuneytið var að sjálfsögðu ekki sérlega hrifið af slíkri einkaíhlutun um opinber málefni, en varð samt að láta undan. Þó Edward Stone sé mjög ákveðinn í skoðunum og jafnvel einþykkur, getur hann verið frjálslyndur ef því er að skipta. Hann er andvígur ýmsum öfg- um í byggingarlist nútímans, því að hans áliti skiptir mestu máli, að fólk geti búið í húsunum. Hann vill að húsa- meistarinn sé í samhljóðan við samtíð sína, en hann á líka að leitast við að skapa verðmæti sem ekki eru háð tíma og tíðaranda. Stone kveðst gleðjast yfir því, að margir prestar séu ánægðir með kirkj- ur sem hann hefur teiknað, þær spegli ótímabundna alvöru. Hins vegar hefur hann líka reist moskur, samkunduhús og klaustur, því hann vill „tryggja sig“ og vera öruggur um að komast til para- dísar! Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson < Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. tölublað 1983

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.