Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1963, Blaðsíða 11
Upphaf landnámssögu V-íslendinga i Saskatchewan X Þorsteinn Þorsteinsson Eftir Pál Guðmundsson orsteinn hélt kyrru fyrir á hæðunum fyrir vestan Foam Lake vatn þar til nokkru eft- ir aldamótin, að hann festi sér heimilisréttarland, fjórar mílur suð- austur af Leslie. Nam Guðbjörg kerling, móðir hans þá land annað sinn þar rétt hjá. Hún hafði alltaf verið á hans snærum síðan er hún brá búi og flutti austur úr Horna- firði og þar andaðist hún að heimili hans árið 1908. Þorsteinn bætti við sig löndum þar umhverfis og hafði fjögur lönd, 640 ekrur, og var snoturt heimili á öðru landinu, sem hann keypti. au Þorsteinn og kona hans eign- uðust ellefu börn. Þau heita 1. Jónína Guðbjörg, gift Karli Klark, 2. Stefanía, gift Jack Overstone. Einn af sonum þeirra er veiðieftirlitsmaður. 3. Signý, gift Elmwoold Armur. Sonur þeirra, E. D. Armur, dvelst í Frakklandi, háttsett- ur embættismaður, Group Captain í flugher Kanada. 4. Ketilbjörg. Maður hennar heitir Magnús Pálsson, Magnús- sonai af Akureyri og konu hans, Guð- nýjar Friðbjörnsdóttur, Steinssonar af Akureyri. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Þau heita Svava, gift Bandaríkja- rnanni, Guðný, einnig gift manni af bandarískum ættum, Margrét, ógift, og Páll, kvæntur konu af hérlendum ætt- um. Þessi systkini hafa mannazt sér- staklega vel og skipa háar stöður hér og í Bandaríkjunum. Er ættarnafnið Magnússon. 5. Jónína Guðrún, gift Daníel Þorsteinssyni, Þorlákssonar frá Stóru-Tjörnum.í Ljósavatnsskarði. Son- ur þeirra Páll er stóriðjuhöldur í Detioit, Miss., USA. Er ættarnafnið Þor- láksson. 6. Þorsteinn nam land í þessari byggð, gekk í Kanadaherinn og féll í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. 7. Jóhannes Torfi, kvæntur konu af hér- lendum ættum. Heitir hún Mamie; þeirra börn, Aldís og Árni. Jóhannes var lengi kornkaupmaður í Leslie fyrir landnema kornhlöðufélagsins og síðar kornhlöðueftirlitsmaður hjá sama fé- lagi. 8. Einar, kvæntur Beatrice, systur Daníels, sem áður var getið. Eiga þau hjón fjögur börn á skólaaldri. 9. Bjarn- * ína Guðfríður, gift Jóni Þórarinssyni, Sigfússonar af Fljótsdalshéraði. Þeirra son Bryan, fasteignasali í Foam Lake, og dóttir, Audrey, gift Jóni Vigfússyni, Sveinssotiar, Árnasonar. Búa í Outlook, Sask. Ætarnafnið Anderson. 10. Ágústa, ígift manni af hérlendum ættum, búa í Winnipeg. 11. Guðný, ógift. egar aldurinn færðist yfir Þor- stein gaf hann frá sér, búskapinn að mestu leyti og leigði Einari, syni sín- um, og Daníel Þ. Þorlákssyni, tengda- sym sínum, akrana fyrir ákveðinn hluta af uppskerunni. Lét þeim eftir heimilið, en flutti sjálfur á heimili það sem hann hafði keypt og áður var getið. Hafði þá lítið umleikis, tvær kýr eða svo og Hokkrar kindur. Eftir fá ár skildu þeir Einar og Daníel félagið, fór Daníel suður í Detroit, Miss., i bílaverkstæði Henry Fords og hefur verið þar síðan við góða líðan, en í hans stað tók Einar í félag við sig ann- •n tengdabróður sinn, Jón Þórarinsson, kallar sig Bjarnason; var hans getið hér að framan. Eftir fá ár brugðu þeir þessu ráði, leigðu jarðir sínar dönskum mönnum, en Þorsteinn keypti hús í Leslie og fluttu þeir Einar í það. Starf- rækti Einar verkfærasölu og benzínstöð í Leslie, en Jón leigði hús í öðrum stað og gerðist kornkaupmaður fyrir sama félagið og Jóhann tengdabróðir hans og var hann í umdæmi hans. Um eða skömmu eftir 1940 kvæntist Einar Þorsteinsson, sem fyrr var sagt. Létu gömlu hjónin honum þá eftir húsið í Leslie og fluttu til Gimli í Manitoba, hugðust eyða þar elliárunum í samfé- | VATNSBÖL Framh. af bls. 4 gerðust hinar daglegu ferðir margar, þar sem heimili voru stór. — Sæist karlmaður létta undir við vatnsburð- inn með einhverri stúlkunni, ótilkvadd- ur, fór fólk þegar að stinga saman nefj- um um samdrátt þeirra — og þóttist tala þar um af reynslu. Nýju brunnarnir bættu mikið úr, en þeir voru fæstir stórir og þraut í lang- vinnum þurrkum, einkum á útmánuð- um. Þeir, sem stærri brunna höfðu, miðluðu þá hinum, unz þeirra brunnar þornuðu einnig upp. Hófst þá sama gamla sagan: vatnssókn í hina fornu almenningsbrunna, Póstana, í Vilpu og í Herjólfsdal — og sama fyrirbrigðið og áður: útiþvottar við vatnsbólin, fólk á stígum og vegum með vatnsskjólur í grindum eða með vatnsok á herðum — og þá barinn lómurinn yfir því dæma- fáa erfiði, sem menn hefðu við vatns- burðinn sýknt og heilagt, enda þótt fólk sparaði hvern vatnsdropa til hins ýtrasta. - ★ - E n vert er að taka það fram, að þótt fólk sparaði vatnið, þurfti ekki að kvíða því, að það nægði ekki til brýn- ustu nauðsynja. — Kaupskipin, sem gengu til Eyja, tóku þar vatn, og er- lend fiskiskip, af ýmsum þjóðum, leituðu þangað eigi sjaldan til þess að afla sér vatnsforða. — Fyrir þessum þörfum var séð með því að safna vatni á bergruna eða smá- vatnsrás í Heimakletti, undir svokall- aðri Löngu. Mun þannig hafa verið frá fornu fari. Stór ker voru sett undir bergrunann eða seitlið úr berginu, sem að vísu var lítið — en „safnast, þegar saman kemur“. — Þessi ker stóðu fram yfir aldamót, græn af slýi utan og inn- an. Upp frá þessu var hætt að sækja í kerin, og þau dröfnuðu niður. Stundum sótti þó heimafólk þangað vatn á bát- um yfii sundið og þvoði þar ull og stór- þvotta. Algengt var, að konur færu með vinnuföt, sokka og slorplögg og sjó- vettlinga og þvoðu og klöppuðu upp úr sjávarlónum — til þess að spara vatn. Gall úr þorski þótti henta vel, í sápu stað, við slikan þvott. Þegar farið var í úteyjar til viðlegu, var vatnsankerið eða kúturinn oftast með til drýginda, en unnt var að afla vatns eða ná í seytl á bergruna og leiða það á ofur einfaldan hátt eftir fjalar- stúf og setja tunnu undir lekann og gat orðið drjúgt sem draup, þótt lítið væri rennslið — og vissulega enginn bunu- lækur. í Elliðaey var vatn í Vatnshelli, í Yztakletti undir Hendinni, í einni eynni í Vatnsgili og þannig mætti víðar telja. lagi við gamla íslendinga, sem þar var helzt von. Voru nokkrir kunningjar þeirra frá Leslie komnir þangað áður. Þau voru á Gimli hálft annað ár, þá andaðist kona Þorsteins, Anna Ingibjörg 6. janúar 1943, f. 20. apríl 1868 á Gríms- stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hún var forstands og dugnaðarkona og vinsæl í sínu umhverfi. Kom Þorsteinn þá aftur til baka og dvaldist hjá Einari syni sínum og konu hans hér í Leslie til æviloka. Þ orsteinn heimsótti fsland sumar- Lundamenn í Suðurey kvörtuðu oft undan vatnsskortinum. Þar var ekki vatn uppi á eynni, sem er stór um sig og grasgefin mjög, en vatnsrás vai neðst í þverhnýptum berghamri, þar sem kallað var „á Vatni“, alveg niður undir sjó, og varð að gera langt sig í hvert skipti, er sótt var vatn eða taka það á báti af sjó. Hvergi annars staðar hefi ég heyrt þess getið, að safnað hafi verið dögg eða daggardropum af grasi til þess að fá vatn á ketilinn. Þetta sögðust Suðureyjamenn hafa leikið og voru hreyknir af daggarkaffinu sínu, sem engir höfðu bragðað aðrir en þeir. Fyrrum, áður en almennt Var farið (um aldamót) að nota tjöld, eða menn fóru að koma sér upp veiðikofum eða húsum, höfðust viðlegumenn í úteyjum við í hellum og skútum og undir brík- um — og var þá hlaðið að. Voru þetta kölluð legúból. Þetta forna orð mun nú fallið í gleymsku. Það finnst ekki í orðabókum. Fullkomin vatnsveita ur landi ? E kki hafa farið sögur af því, að óheilnæmi hafi stafað af vatninu í Eyj- um. Á Vilpu (en þar var vatnið oft gruggugt) lágu þau áhrínsorð frá fornu, að engum skyldi verða meint af vatninu úr henni — og þótti það ræt- ast. — O-Á-O Fyrir nokkrum árum var grafinn brunnur á sömu slóðum og Andrésar- brunnarnir voru — og síðar „Gamli- Póstur“ — en ofar við brekkuna, og fékkst þar mikið og gott vatn. Þarna skammt frá var reistur vatnsgeymir og vatninu veitt í fiskiðjuverin og á bryggj- urnar. Sjóveita er og í Vestmannaeyj- um, og er hún talsvert notuð til hrein- lætis í húsum. Víð-a hefur verið grafið og borað eftir vatni, en án verulegs árangurs. — Nú mun mönnum efst í huga að fá vatns- leiðslu til Eyja af landi og koma á full- komnu vatnsveitukerfi með leiðslum í húsin. Með því væri loks sigrazt að fullu á erfiðleikunum og þeim frum- stæðu háttum, að ýmsu leyti, sem af vatnsskortinum hefir leitt og Eyjamenn hafa alla tíð átt við að búa — eins og framan er lýst að nokkru. — Mun ugg- ur sá, er skapazt hefir af því, að einhver hætta kunni að vera á ferðum vegna vaxandi áhrifa geislavirkra efna á regn- vatnið, sennilega ýta verulega undir það, að vatnsveitunni verði sem fyrst kom- ið á. Sigfús M. Johnsen, frv. bæjarfógeti. ið 1912 og hafði mikla ánægju af þvi ferðalagi. Hann a ndaðist í spítala í Foam Lake 4. janúar 1946 og var jarð- aður í Leslie-grafreit. Þorsteinn var maður í hærra lagi og gildvaxinn, fríður í andliti og karl- mannlegur, gekk jafnan þokkalega klæddur, þrifinn um heimili sitt, gest- risinn og veitull, höfðingjakær og hélt sér til virðinga, artarlegur við börn sín, hafði gott vit á skepnum og fór vel með þær, séður í kaupum og hafði jafnan peningaráð, tapaði þó miklu í útlánum og lét sér margt vel fara. | SMÁSAGAN | Framh. af bls. 3 gráta og skjálfa meira en nokkru sinni fyrr, meðan öll börnin skellihlógu. Loks gáfu þau honum örlítið á diskinn. Með- an hann borðaði fyrstu skeiðarnar af búðingnum gaf hann frá sér spaugilegt og græðgislegt hljóð og hreyfði háls- inn líkast önd, sem hefur gleypt of stór- an bita. Að því búnu tók hann að stappa í gólfið, með fótunum til merkis um það, að hann vildi meira . E g sárvorkenndi gamla mannin* um og gat því ekki stillt mig um að segja: „O, ætlið þið ekki að gefa hon- um örlítið meira af búðingnum?“ En Simon svaraði: „Nei, kæri vinur. Það getur verið hættulegt fyrir svona gamlan mann að borða of mikið". Ég þagði og hugsaði um þessi örð. Ó, siðfræði! Ó, rökfræði! Ó, vizka! Svona gamla menn! Svo að þau svipta hann ánægjunni ‘hans, vegna heilsunnar. Heilsunnar! Hvað gagn hafði hann af henni, svona sljótt og titrandi gamal- menni? Þau voru að vanda líf hans, sögðu þau. Lif hans? Hve marga daga? Tíu, tuttugu, fimmtíu eða hundrað? Hvers vegna? Vegna hans sjálfs? Eða til að geta notið lengur þess gamans að sjá hina magnvana græðgi hans? Það var ekkert eftir fyrir hann að gera í þessu lífi, alls ekkert. Hann átti eina einustu ósk eftir, eina ánægju, hvers vegna mátti ekki leyfa honum að njóta þeirrar ánægju, þangað til hann dæi? E ftir að hafa spilað lengi á spil, fór ég upp í herbergið mitt og háttaði. Ég var dapur og í þungu skapi. Ég settist við gluggann, en ég heyrði ekk- ert nema hinn fallega söng fugla í tré einlhvers staðar í fjarska. Eflaust var fuglinn að syngja svona lágt, til þess að skemmta maka sínum, sem lá á eggj- unum. Og mér varð hugsað til hinna fimm barna aumingja vinar míns og ég sá hann fyrir mér í huganum, þar sem 'hann hraut við hlið hinnar ófpíðu konu sinnar ... Lausn á bridgeþraut SAGNHAFI drepur hjarta útspilið með laufa 7. Næst lætur hann út tígul og drepur í borði með drottningunni og lætur úr borði hjarta 5, sem trompað er heima með laufa 8. Enn er tígull látinn út og drepið með ásnum i borði og tígul 2 látinn úr borði og trompaður heima með laufa 10. Nú tekur sagnhafi ás, kóng og gosa í trompi og lætur síðan út laufa 2 og vestur verður að drepa og fær þann slag. Vestur verður nú að láta út hjarta (! borði er D 9) og sagnhafi tekur 2 slagi á hjarta, en þá er austur kominn í vandræði. Ef hann kastar tígulgosa, þá verður tígul 7 í borði gott, og kasti hann spaða fær sagnhafi slag á spaða 8. 4. tolublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.