Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Qupperneq 16
EFTIRFARANDI kaflar eru teknir traustataki úr bókinni GREAT DRAWINGS eftir Paul J. Sachs, sem er í tölu þekktustu listfræðinga hcims og hefur lagt alveg sérstaka stund á teiknilistina, forna og nýja. Höfund- urinn var um langt skeið starfandi við FOGG-listasafnið í Cambridge, Mass. í Bandaríkjunum, og safnaði hann á þeim tíma einhverju mesta og bezta safni teikninga, sem til er. Einnig var hann prófessor í listsögu við Harvard-háskólann, og um leið lærifaðir margra yngri listfræðinga, sem nú eru forstöðumenn listasafna um ÖIl Bandarikin. (Lesbókin mun e.t.v. síðar birta fleiri þætti eftir Sachs). P0LLAIU0L0 ca. 1432—1498 *r að kann að vekja furðu, að heimsfrægir listamenn eins og Maso- lino, Donatello, Masaccio, Brunelleschi, Ucceilo eða Castagno, upphafsmenn flórentínsku listarinnar, skuli ekki tekn- ir með í þetta úrval — þótt takmarkað sé. En ástæðan er sú, að engar viður- kenndar teikningar hinna þriggja fyrst- nefndu hafa varðveitzt, og aðeins fjórar eða fimm eftir Uccello. Yfirleitt hafa mjög fáar teikningar frá Flórens frá fyrra hluta fimmtándu aldar, varðveitzt til vorra tíma. Því er það, að hver ein- asta hinna (a. m. k.) tólf varðveittu teikninga eftir Antonio Pollaiuolo, hinn „sterkasta" og hæfileikadrýgsta natúral- istanna frá Flórens, er svo mikilvæg. Flestar teikninganna bera vott um á- huga hans á líkamsfræði og teikningu af nöktu fólki. /Hntonio, sem var sá eldri og gáf- aðri tveggja sona Jacopo Pollaiuolos (þ.e. hænsnaræktara) — sem báðir voru listamenn — fæddist í Flórens árið 1432, samkvæmt frásögn föður hans. Sagan segir, að hann haf-i farið ungur til náms hjá Bartoluccio di Michele til þess að læra gullsmíði. Eins og margir fleiri listamenn þessa merkilega tímabils, var hann meistari í ýmsum iðngreinum, auk þeirrar, sem hann stundaði nám í. Hann lærði að mála hjá Castagno og var sér- lega frumlegur bæði sem panel- og frescomálari. Myndhöggvaralist lærði hann hjá Donatello og reyndist sérstak- ur snillingur á bronsmyndir. Eins og Verroechio (samtímámaður hans) var hann frábær bæði sem myndhöggvari og málard. Einnig var hann fær við út- saumsteikningar og óviðjafnanlegur graflistarsnillingur. E n þótt hann væri meistari á öll- um þessum sviðum, var það á sviði teikningarinnar, sem hann skaraði fram úr öllum starfsbræðrum sinum, og það er á þessu sviði, sem hann hefur æ síð- an vakið aðdáun allra þeirra, sem verk hans hafa séð. Vasari verður t. d. mjög tíðrætt um teikningar hans. Á skömmum tíma komst Pollaiuolo í álit semfremstur manna að teikna fyrirmyndir (mynstur). Cellini segir, að svo mikill teiknari hafi hann verið, að næstum allir gullsmiðir hafi notað hinar fögru fyrirmyndir hans, sem voru svo framúrskarandi, að margir myndhöggvarar -og málarar notuðu þær einnig, sér til aukins frama. Og þessi ummæli Cellinis eru studd fjölda dæma. Jafnvel sjálfur Rafael gat verið þekkt- ur fyrir að fá „lánaðar" fyrirmyndir frá Pollaiuolo. Þannig urðu áhrif hans á samtímalist jafn-óútreiknanleg og þau voru víðtæk. Á síðara helmingi fimm- tándu aldar var hann sá listamaður, sem mest fékkst við það, er framar öllu öðru einkenndi flórentínska list: manns- líkamann. Það er hjá honum, sem vart verður þessa vísindalega og rannsak- andi anda, kröftugs og karlmannlegs, sem gerir hann að eins konar tengilið milli höfuð-formsnillinga fyrra hluta fimmtándu aldar — Uccellos, Castagnos og Donatellos — og svo hinna risavöxnu eftirkomenda — Leonardos og Michel- angelos. F áar hinnar verðmætu teikninga Pollaiuolos hafa varðveitzt. Og enn hef- lækkað tala þeirra fyrir tdlverknað nú- tíma-gagnrýni, sem hefur ekki viljað eigna honum sjálfum nema svo sem tylft þeirra teikninga, sem til eru og áður voru taldar eftir hann. Ein þeirra, Naktir í bardaga, frá því um 1460—1465, hefur vakið deilu, óþarflega ákafa. Þess vegna er sú mynd ekki tekin með hér, þótt freistandi væri að birta hana. Hún var sú fyrsta af sjaldgæfum og merki- legum 15. aldar ítölskum teikningum, sem var lögð til Fogg-safnsins fyrir um 40 árum. Nokkrir af hinum yngri, skarp- skyggnari starfsbræðrum mínum hafa farið um hana hörðum orðum, en meiri- hluti hinna eldri og vanari listfræðinga M VERROCCHIH 1435—1488 Andrea del Verrocchio, sem var framúrskarandi kennari og átti sér mörg og margbreytileg áhugamál, svo sem líkamsfræði, tónlist, stærð- fræði og perspektívfræði, er þó lík- lega bezt þekktur sem síðastur hinna miklu myndhöggvara frá fyrrihluta endurreisnartímabilsins í Ítalíu. Hann er höfundur einhverrar fremstu ridd- aralíkneskju, sem um getur — af hinum mikla hershöfðingja, Colleoni, í Feneyjum. En annað, sem ekki er eins almennt þekkt, er hin djúpu á- hrif hans á eftirkomendurna: — Perugino, Lorenzo di Credi, en þó einkum á frægasta lærisvein sinn, Leonardo- (da Vinci), sem var honum að vísu miklu fremri að snilligáfu, en hefur frá honum margar fyrir- myndir og myndarefni. Hin glæsilega og andríka teikning hans í fullri stærð, KONUHÖFUÐ, hefur að vísu ekki til að bera kraft og ákafa Pollaiuolos (samtíðar- manns hans), .en er samt einhver djarfasta og innblásnasta teiknimynd fimmtándu aldarinnar. Þessi fagra teikning — einn af kjörgripum hins ágæta safns Kristskirkju í Oxford — er nú á dögum einróma eignuð Verr- occhio. í henni er að finna formskiln- ing myndhöggvarans, mikla festu, aðlaðandi stemningu og sannan skýr- leika í byggingu. Þessi teikning hef- ur til að bera sjaldgæft sambland yhdisþokka og festu. hefir enn trú á henni enda þótt við verðum að játa, að viðgerð á henni hef- ur spillt gæðum hennar, en þau hafa verið öriög margra ósvikinna málverka og höggmynda. Þessi litla saga er hér sögð vegna þess, að í þessa bók eru ekki teknar aðrar teikningar en þær, sem full komin eining er um, og af því að þetta atvik sannar hina skynsamlegu og al- þekktu umsögn Berensons: — „Samt er það svo, að þegar allt kemur til alis, er tilfinning okkar hæstiréttur. Og við þá ábyrgð getur engin vélræn athugun, engin efnarannsókn og engin rýning gegnum töfragler eða venjuleg gler, bjargað okkur.“ Af þeim teikningum, sem óumdeilanlega eru eftir Pollaiuolo, er engín frægari en Adam. Hið snilld- arlega handbragð á forminu setur þá mynd í tölu merkustu teikninga vest- ræns heims. E f útlínurnar eru athugaðar, koma í ljós einkenni flórentínskrar teikni- listar, með penna og brúnu vaski. Adam, sem hallast á höggjárnið sitt, er teikn- aður með mjög hófsamri notkun efnis, en þetta einkenni kemur einmitt stöð- ugt fyrir í list Pollaiuolos: sterkleg lína, full kraftar, sem markar formið og gef- ur til kynna vöðvastyrk. Og formin eru fengin fram með hóflegri notkun á vaski. Þetta er samskonar útlínuteikning og gaf Botticelli innblásturinn. Þarna eru einn- ig mörg hin þjóðlegu einkenni ítalskra teikninga frá endurreisnartímanum — formskynjun myndhöggvarans og úti- lokun smáatriða, í því skyni, að sam- ræmd hrynjandi teikningarinnar í heild njóti sín sem bezt. Irannsókn sinni á tjáningu þri- víddarformsins segir próf. Arthur Popo við Harvard-háskólann: „Mörg ágæt dæmi um notkun línunnar til að tjá heilt (soiid) form má finna í verkum minna miklu meistara endurreisnartím- ans ........ í Adam eftir Pollaiuolo kynnumst við.......furðulega sannfær- andi tjáningu á heilu formi“. Berenson segir í ummælum sínum um Adam og hliðstæðu hans, Evu: línan gerir gælur, um leið og hún myndar, og kemur þér til að fylgja, með mikilli ánægju, hverri boglínu, hveri/i ójöfnu, hverri beygju — og til al) finna, me® beinni snertingu, áfer3 hörundsins, teygjanleik holdsins, mót- stöðu vöðvanna**. Slík ummæli sem þesat hjálpa okkur til að sjá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.