Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Síða 1
saka unnið, ekkert að vinna, en Noreg- ur iiins vegar miikið að missa. ★ • ★ g fer að skrafa við norska sam- ferðamenn mína. Þetta eru mest Noarð- lendingar. Þeir fagna brautinni sinni —- og eru hreyknir af henni. Einn mað- ur frá Harstad hefði viljað fá hana lengra norður, að minnsta kc«-)ti til Narvik. Á haustin gengur Norðurlands- billinn ekki að næturlagi, en verður að gista í Fauske. Undir dimmu komum við til Mo i Rana. Á stöðinni þar stend- ur nú brjóstmynd af Ole Xobias Olsen, sem kallaður er faðir Norðurlandsbraut- arinnar. Þegar hann var ungur sveita- Danski rithöfundurinn Poul P. M. Pedersen hefur farið i ferða- lag á norsku Norðurlands- járnbrautinni nýju, og átt tal við þekkta og óþekkta Norð- menn, m.a. um þá staðlhæf- ingu Henriks Groths, að Noreg- ur verði i náinni framtíð ensku mælandi land. Innan fyrirsjáanlegs tíma verður Noregur orðinn enskumælandi land, sagði formaður Norræna félagsins í Noregi, Henrik Groth, forstjóri, þegar ég fyrir nokkru heimsótti hann í Osló. til að heyra hressandi skoðanir hans á Noregi, Norðurálfu og heiminum. — „En hvernig verður þá með okkur í Danmörk?“ spurði ég kvíðinn. — „Danmörk verður þýzkumælandi,“ svaraði hann hiklaust. Og svo bætti Henrik Groth við: „En Island mun standast þetta lengi enn, og Svíþjóð er ekki heldur í teljandi hættu með sitt mál.“ Ætli Danir og Norðmenn verði svona linir í raun og veru? „Það þarf afar- sterkan vilja og aliverulega greind og Ihollustu við móðurmál sitt til þess að standast allia þeasa vélvæðingu, sem þrýstir á“, sagði hann. Svo sagði hann, að bókasala í Noregi hefði farið minnk- andi síðastliðið ár, en Groth er forstjóri 'hins stóra bókaforlags Cappelens. Ég gerði lítið úr þessari afturför, en ann- ars man ég ekki lengur töluna, sem Groth nefndi, en líklega var hún 0,7%. „En þetta stefnir í öfuga átt“, sagði for- maður Norræna félagsins og forstjóri Cappelens — einum og sama munni. lr egar ég svo síðar nefndi við ýmsa þekkta menn og óþekkta orð Groths, fókk ég oftast sama svarið: „Enginn getur komið manni eins á óvart og Groth. Við gleymum honum ekki fyrst um sinn. En æ-tli það sé nú samt ekki eimhver vonarneisti um, að við gleymum ekki heldur að tala norsku“. Meðan ég læt fara vel um mig í Ihraðl'eistinni til Þirándlheiinjs, hcvfi á Hamar og Lillehammer, nýt „dals dal- anna“, fer fram hjá Dofrum, sé Rondane til hægri handar og skömmu síðar Jöt- unheima á vinstri, og stend síðar í auð- mýkt og aðd'áun framrni fyrir einu furðu- verki heims: Dómkirikjunni í Niðarósi, hugsa ég uim það, sem Groth hafði sagt. „Good night, Sir“, var sagt við mann í gisti'húsinu. „Síðan þjóta lestirnar á Norðurlands- MH ... Höfnin í Bodö og Landego í baksýn brautinni — nákvæmlega hundrað ár- um eftir að fyrst var farið að tala um hana; 90 árum eftir að hugmyndin kom fram sem ákveðin tillaga, og 68 árum eftir, að fyrstu krónurnar voru veittar til hennai'“, skrifar Oddm. Ljone í iitlu, snotru bókinni, sem yfirstjórn ríkisjárn- brauta Noregs gaf út í tilefni af vígslu Norðurlandjsbrautarinnar, 7. júní í fyrra. Langi Þrándheimsfjörðurinn fylg- ir manni drjúga leið. Það eru 730 km til ákvörðunarstaðarins, Bodö, sem er fyrir norðan heimskautsbaug. Enn er talsvert af barrskógum, og fjöll og slétt- ur skiptast á. _ Við förum yfir margar failegar brýr. Áður en komið er á leið- arenda, eigum við að hafa farið yfir 500 brýr, hef ég lesið í bók um Norð- urlandsibrautina. Það er ma-rgt fólk í lestinni, en samt rikir þar ró og friður. Góður tími til að nærast og tími til að hugsa um spurninguna: Verður þessi stóri, glæsilegi heimur orðinn ensku- mælandi eftir fá ár? Við þá breytingu hefði England, sem ekkert hefur til stúdent, fyrir 100 árum, fékk hann hug- myndina að Noi'ðurlandsbrautinni. Hann var frá Dunderlandisdal, þrettándi í röð- inni af tuttugu systikinum. Hann varð kennari, lagði síðan stund á læknis- fræði, stjörnufræði og jarðfræði og tók ioks guðíræðipróf. En hann átti langa bið eftir embætti. Meðan hann beið eftir því, ferðaðist hann á vegum As- björnsens tjl Norðurlandsins, til að safna þjóðsögum og alþýðutónlist. í bók- inni um Norðurlandsbrautina segir svo: „Ole Tobias varð mikill prestur — þús- undiþjalasmiður, læknir og veðurathug- ari, sveitaúrsmiður og vélaviðgerðamað- ur, trésmiður, kjörmaður og amtsráðs- formaður. Á öllum sviðum starfaði hann að því að efla framfarir Norðurlands . . . En mest var þó barátta hans fyrir Norð- urlandsbrautmni". Járnbrautarumi'æðurnar hófust í Stór- þinginu 12. nóvember 1923. Stóðu í sjö daga. Norðurlandsbrautin var samiþykkt. Þá var Ole Tobias 93 ára. Kveðjurnar bárust gamla manninum í stríðum straumum. í Norðurlandi voru fánar dregniir að hún, og undir glampandi norðurljósum gekk fólk i hátíðaskapi i skrúðgöngu um Bodö. Ári síðar dó Ole Tobias. Brentin var lögð í áföngum. Nú er hún komin. I. estin heldur áfram. Brátt hægir hún á sér, og silast upp eftir Saltfjall- inu, en uppi á hásléttunni er hvítur vetur, snjór og auðn, frjálst útsýni til fjarlægra sjóndeildarhringa, engin tré, því að nú erum við komin upp fyrix skógarmörkin, og hátíðleg í skapi för- um við yfir heimskautsbauginn, en svo hallar brátt niður í Saltdalinn, frá Fauske til Bodö höfuim við útsýn yfir svo dýrlegan fjallaheim, að hann get- ur aldrei gleymzt. Bodö er fallegur og nýlegur bær. Eins og aðrir bæir fram með langri strönd Noregs, var hann skotinn niður á styrj- aldarárunum. Ný hús, nýtt ráðhús, ný dómkirkja. Og hér á háskóli Norður- lands að standa. Merki bæjarins er til- búið af náttúrunnar höndum: Landego, sem gnæfir fyrir norðan bæinn, sem fegursta skuggamynd heims, verður dag- legt augnayndi mitt. Bros barnanna Ijómar af heilbrigði og hamingju. Fullorðna fóikið er fram- takssamt og innilegt. Ég er enn með orð Henriks Grotihs í huganum og læt í ljós efa minn um framtíð norskrar tungu, en fæ alltaf sama svarið: „Það kann vel að vera, að enska verði aðalmálið 1 Osló eftir nokkur ár. En hér í Bodö Ihöldum við að minnsta kosti áfram að tala norsku, og skilja dönsku. Það er vist ekki h-eldur hér í Bodö, sem bók- sala er á falllandi fæti“. ★ • ★ F nn er hér mikill jurtagróður. Birkiskógar milli fjallanna og grænar fjallsihlííðar, framtakssamt fólk. Snævi- krýndir^ Börvasstindarnir gnæfa í suð- austri. í þá átt er einnig harðasti iðu- straumur heims, Saltstraumurinn. Rétt fyrir norðan hann stendur Landego vörð fyrir bæinn, og úti í sjónhringnuim hefj- ast LófótfjölHn upp úr blýgráu hafinu. Til vesturs eru nokkrar eyjar og svo útihafið, sama haf sem skolar strendur Islands. Á miðnætursólartímanum kem- ur hingað fólk frá fjarlægustu löndum jarðar, en nú eru það aðallega Norð- menn, sem eiga erindi í héraðið og bæ- inn. Enn sér til sólar, og alveg hverfur hún ekki fyrr en komið er að jólum. Annars eru höfuðeinkenni veðráttunn- ar hellirigning og ýlandi stormar á haustin, rekandi ský. Mér þykir gott að halia mér fram móti storminum og ganga út að úthafinu, blýgráu og hvít- földuðu. Viðskiptalífið blómgast. Norðlending- ar hafa smekk fyrir vörugæðum. í Osló er mikil sala á enskum reyfurum, en hér eru helztu útlendu bækurnar, sem keyptar eru, það bezta af dönskum vasa- útgáfum. Ég er staddur í héraði Ham- suns. Hann fæddist norðar — norður undir Narvik. Skógurinn í „Pan“ er fyrir norðan Bodö. Margar af sögum hains urðu til í Bodö. „Segelfoss By“ varð til í herbergi í Grand Hotel. Ég lifi upp mörg af Norðurlandskvæðum hans þessa daga, síðla hausts, í Bodö: langar línur sjónhringsins til hafs, sem liggja svo „eilífðarlangt þarna úti“. í gistihúsinu er töluð norska. í gisti- 'húsum Oslóborgar er málið yfirleitt enska. Allir eru þar taldir Englending- ar eða Ameríkumenn, og ég held bein- linis, að sumir landar mínir séu hreykn- ir af að vera ávarpaðir á einhverju heimsmáli fremur en á norsku. Svipað Framhald á bls. 12 Poul P. M. Pedersen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.