Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 11
Það þykir tíðindum sæta meðal frímerkjasafnara, að enska póststjórnin gefur á þessu vori út 8 ný frímerki og það sem er engu síður at- hylglisvert er, að frímerkin eru öll prentuð í fleirum en einum lit. Þetta er skemmti- leg tilbreyting frá hinni hefð bundnu venju að gefa út sem allra fæst og vægast sagt ófögur frímerki. Fyrstu tvö merkin komu út 21. marz s.l. í tilefni her- ferðarinnar gegn hungurs- neyð. Verðgildi eru 214d og 1 s. 3d. Síðan kom eitt merki út þann 7. maí í til- efni þess, að 100 ár eru liðin frá póstmálaþinginu, sem haldið var í París 1863, en það þing markaði upphaf að samstarfi póststjórna allra landa, sem síðan komst í fastar skorður með stofnun Alþjóðaptóstsambandsins (U. P. U.), 1874. Þann 16. maí komu síðan út tvö frímerki 3d. og 4% d. til að minna á náttúruverndunarvikuna, og að síðustu komu út þrjú frímerki 31. maí vegna 9. alþjóðlegu sjóslysavarnar ráðstefnunnar. Verðgildi: 2 %d, 4d, ls6d. Nýlega var minnzt á mótív söfnun í þessum þætti og þá jafnframt getið nokkurra helztu mótívhópanna. Til við bótar þeim má geta mál- verkafrímerkja og geim- ferðafrímerkja, og er sá síðartaldi mjög vinsæll um þessar mundir, þar sem mörg lönd hafa gefið út frí- merki með myndum af geim flaugum, geimförum og öðru er lýtur að geimferðum. Ný- lega gáfu Tékkar út sett í | þessum flokki og sýnir það á 6 mismunandi frímerkjum geimför á leið til ýmissa reikistjarna, eitt þeirra sýn- ir geimskip og Saturnus. í hópi málverkafrímerkja er ekki eins ör fjölgun. Þó þykir rétt að geta tveggja frímerkja, sem komu út í Frakklandi 4. marz s.l., en það er 50c merkið með mynd af málverki E. Delacroix, sem hér birtist mynd af, og 1 Fr. með mynd af kirkju- glugga eftir Conches. Bæði eru þessi frímerki prentuð í réttum litum. F. K. Ferðin mín Hulda Jensdóttir, yfirljós- móðir, segir frá. Ég er stödd úti í íslenzkri óbyggð, töfruð af þeirri sér- stæðu ná ttúrufegurð, sem ég held að ísland eitt eigi yfir að ráða. Ég hef tekið með mér dagblað að heiman og að því kemur að ég lít í það. Ég get varla trúað mínum eigin aug- um. Ég sé þar auglýsta ferð til þeirra landa, sem um ára- bil hefur verið draumur minn að komast til. Verðið á þess- ari undrafegurð ;.llri er mér ó- skiljanlega lágt. Að segja í fáum orðum frá þeirri ævintýraför, sem Ferða- skrifstofan Útsýn efndi til 6. okt. s.l., er ekki auðvelt. En þar sem ég er forráðamönn- uim Útsýnar þakklátari en orð fá lýst, fyrir að gera mér og öðrum mögulegt að fara þessa ferð, þá vil ég gera tilraun. Við flugum nær alla ferð- ina með flugvél Flugfélags ís- lands, Gullfaxa, sem reyndist í alla staði mjög ákjósanleg- ur farkostur. Fyrsti áfangi var Lundúnahorg og siðan var flog ið áfram til Vínarborgar, þar sem allskyns elskulegheita var notið í tvo daga. Síðan var flogið áfram yfir land Títós til hinnar sögufrægu bcirgar við Bosporussund, höfuðborg- ar hins forna Rómarríkis', Kon- stantínópel. Hér lifðu Vær- ingjar 20. aldarinnar í slík- um munaði og lúxus að ekki verður orðum að komið, en geta má þess, að búið var á Istanbui Hilton, sem er eitt fínasta hótel Evrópu. Skoðað- ar voru hallir soldána, stærsta gimsteinasafn veraldar, fræg- ustu moskur Múhameðstrúar- manna, Ægissif, siglt á Sæ- viðarsundi o.m.m.fl. Kvöldi annars dags í Istanbul lauk með glaesilegum veizlufagnaði í sölum Hilton, með töfrandi útsýni yfir uppljómað Sævið- arsund, yfir til Asíu. Ógleym- anlegt kvöld hverjum þeim, sem í því tók þátt. Frá Istan- bul er haldið til borgar Sókrat- esar, Platóns og Hómers, þang- að sem vagga vestrænnar menn- ingar stóð. Aþena, Akrópólis- hæðin, með sínum fögru must- erum og Aresarhæð Páls postula gengin. Farið til Völv- unnar í Delfi. Næst er það land „Hunangs og mjólkur", Líbanon, þar sem sedrusviðir Salómons uxu. Far- ið til Biblos, elztu borgar ver- aldar, þar sem stafagerð fyrst var framkvæmd, purpuralitur- inn unninn. Hér var líka gler- gerð endur fyrir löngu. Farið með lúxusbifreiðum upp hlíð- ar og fjöll Líbanons, um eyðimörkina til „Perlunnar í eyðimörkinni“ Damaskus, þar sem stórhuginn Páll átti sína afdrifaríkustu daga. Haldið áfram í bifreiðum til Dauða- hafsins, þar sem yfirborð jarð- ar er lægst, heilir 400 m und- ir sjávarmáli. Dvalið við ána Jórdan, þar sem Jóhannes skiírði frelsarann Jesúm Krist. Komið við í Jeríko, Pálma- boirg Jósúa, þar s>em kionur sóbtu vatn í lind Elísa spá- manns um sólarlag, eins og þær hafa gert í þúsundir ára. Hér virðist tíminn standa í stað. Síðan er farin hin hrika- lega leið frá Jeríkó til Jerú- salem, fram hjá gistihúsi miskunnsama Samverjans. Borgin helga gist. Við dveljum í borg, sem pílagrknar liðinna alda hafa margir hverjir eytt allri lífs- orku sinni til þess eins að fá augum litið. Hingað var ferð- inni heitið. Við fögnum á fæð- ingarstað frelsara mannanna barna í Betlehem. Við hryggj- umst í Getsemane og á Gol- gata, þar sem lýðurinn vildi hann líflátinn. En Hann sigr- aði dauðann og í þvi er lífið fólgið. Við yfirgefum borg Davíðs, borgina, sem oft hef- ur verið jöfnuð við jörðu, en sem þó er ekki hægt að út- rýma, því hún mun standa um alla eilífð. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR HOMO DESTRUCTOR Eins og homo faber smíðar og byggir upp, þannig brýtur homo destructor niður. „Er ekki hræðilegt að krakk- ar skuli skera sundur sætin í strætisvögnunum?“ — Ekk- ert á móti þv., sem vér fullorðnir gerum. Vér rífum niður heil hús, brjótum niður nýsteypta stiga og veggi, „pour mon- ey intc ratholes", eins og Ameríkumenn segja. Kennari átti nýlega tal við verkamenn, og sagði: Hvers vegna eruð þið, mætu menn, að brjéta þetta niður, alveg nýsmíðað?“ — „Aðrir mætari en við skipa svo fyrir. Þetta er eins og klepps- vinna*'. Hér ræðir aðeins um andartak úr daglegu lífi. í borginni ganga hinar undarlegustu niðurbrotssögur. Hef ég heyrt sumar þrisvar, en vil þó ekki trúa þeim, nema af vör- um Sjónarvotta. En vér getum varla neitað að viðurkenna það, sem ber fyrir augu um bjartan dag. Stigar og veggir, sæti og stræti eru þó ekki stórvægilegir hlutir sub specie aeternitatis. Vér brjótum niður ann- að og meira og vanrækjum ekki að taka ráð í tíma. Taugar barna og svefnfrið brjótum vér niður, ef trúa má orðum lækna. með kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi þar sem vel er að verki verið. Ráðdeild heimilinna brjótum vér niður, kennum húsmæðrum að kaupa köttinn í sekknum — með orðalagi þjóðhagsráðsforstjóra hjá einni frændþjóð vorri. Vér venjum fólk á að greiða milljónir fyrir pappa handa ösku- tunnunum .meðan skóla vantar og leikvelli, meðan gamlir og lasburða bíða á lengdarvaxandi listum velferðarstofnana vora. Vér troðum ýmsum góðum siðum í börnin á heimilum og skólum, en troðum svo sömu siði niður í skemmtana- iðnaðinum — og höfum gaman af, líkt og keisari af borgar- bruna. ■J^reud talar um að lífshvöt og dauðahvöt togist á í ein- um og sama manni. Sökum þess að þér segið: Vér höfun gert sáttmála við dauðann og samning við Hel... seg- ir Jesaja. Hins vegar vilja flestir lifa, þótt þeir ætli öðrum danð". Sumar síður blaða hafa undanfarið litið út eins og prédikun dauða og tortímingar, til hrellingar, en ekki hugg- unar. Hvað stoðar bandalag við einn dauða til að verjast öðrum dauða? Hver stefnir að eyðingu mannkynsins? „Sá sem ekki getur haldið frið við nágranna sinn, sá sem með illsku sinni gerir öðrum lífið leitt, sá sem undir niðri óskar öðrum ills, sá sem lýgur, sá sem heldur fram hjá maka sín- um, sá sem ekki ber ábyrgð á uppeldi barna sinna, sá sem brýtur lögin.... Hann gerir í smáum stíl það sem í stórum stíl leiðir til tortímingar mannkynsins“, segir einn kunnasti hugsuður vorra tíma, Karl Jaspers. En margir láta sér hvorki segjast af orðum Guðs né manna, leika heldur á fiðlu meðan borgin brennur, eins og Neró keisari. Til er annað bandalag, sáttmáli við lífið. „Ég dó“ — það er mælt að þessi setning sé á einum stað í bók- mennlunum — og allir kristnfr menn ættu að vita hvar hún er, því þat ræðir um bandalag við lífið. Dauðinn er gripinn fyr- irfram og sigraður og byrjað er á nýju lífi, sem óháð er þeim heimi og því mannkyni, sem tortímist. Maðurinn um- breytist úr destructor í constructor, úr niðurrifsmanni í upp- byggjandi mann. Kairó, borg Faraóa við Níl, á sína töfra. Við siglum á Níl, kynnumst hinum afdrifaríka uppgreftri á eigum og múmíu unglmgsins Tut-ank-amon’s, gistum bústaði hinna dauðu. Róm, London. Ævintýraför, sem ekki er hægt að lýsa, er á enda. Fyrir öllu .efur ver- ið með afbrigðum vel séð. Fyrsta flokks gistihús, fyrsta flokks þjónusta og elskulegheit fararstjóra sem og þátttakenda, sem aldrei verður fullþakkað. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ] ] 18. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.