Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 10
Hver er uppáhaídsmaiur eiginmannsins Spurningunni svarar í dag frú Herdís Biering, eiginkona Gunnars Bierings barna- læknis. Hún segir: „Eiginmaður minn er mat lystugur og þykir flestur matur góður, svo erfitt er að nefna einhvern ákveðinn eftirlætisrétt hans, því þeir eru svo margir. Chicken a la King er til dæmis vin- sæll réttur, og mikill kostur er, að hægt er að matreiða hann að morgni og fram- reiða að kveldi, en kvöld- máltíðin er einmitt aðalmál- tíð dagsins hjá okkur. „Chicken a la King“: 1 hæna, 4—5 pund. Hreins- uð, tekin í sundur, látin í pott með nægilegu vatni svo fljóti yfir, saltað eftir smekk, einn heiil laukur, Vs teskeið pipar, Vz teskeið salvie er látin út í og soðið unz kjöt- ið er laust frá beinunum, eða í 2—3 klukkutíma. Sósan er bökuð upp með ca. 6 matskeiðum af smjöri, 6 matskeiðum hveiti, og hæsnasoðinu, síðan er lát- inn út i hálfur bolli af rjóma 2 matsk. cherry og 1 dós (Campell) sveppasúpa. í stað súpunnar mætti nota 1 bolla af steiktum ísl. svepp um, en þá verður að baka upp meiri jafning. Út í sós- una er siðan látinn 1 grænn pipar niðurskorinn og kjöt- ið brytjað smátt og látið í sósuna. — Ef þetta er mat- reitt löngu áður en borða á, er allt látið í eldfast mót og hitað í ofni í ca 45 mín. við ca 350°F. — Með þessu borð- um við soðin hrísgrjón, og blandað grænmeti, mér finnst þetta hraðfrysta lang- bezt, eða hraðfrystar græn- ar baunir, einnig heita brauð snúða með smjöri. Hvað ábætisrétti snertir er ís alltaf efstur á lista, hjá börnum a.m.k. og hér er ís- uppskrift sem fljótlegt er að grípa til. 2 egg eru þeytt vel, ásamt % bolla af sykri. 1 peli af rjóma þeyttur og blandað saman við ásamt 1 tsk. af vanillu, og síðan fryst. Til- reiða að kvöldi, en kvöld- vaiið er síðan að bæta út í þetta t.d. 1 skeið af kaffi- dufti eða hverju þvi öðru sem maður vill bragðbæta ísinn með.“ ------- SiMAVIÐTALIÐ _______ Viljum vera sanngjarnir — 19677. — Bifreiðaeftirlit ríkisins. — Er Gestur Ólafsson við? •—Já, það er hann. — Morgunblaðið hér, góðan daginn. Mikið að gera? — Já, nú er nóg að gera. Það er víst óhætt að segja það. — Skoðunin í fullum gangi? — Já, miklu meira að gera en nóg gæti talizt. f rauninni önnum við þessu ekki. Aðstað- an er ekki nógu góð, því bíla- mergðin er orðin svo mikil. Og þó að við höfum bætt við mann skap, þá er þetta enn ekki orð- ið gott. — Hve mörg eru númerin orðin í Reykjavík? — Þau eru komin yfir 14600, að vísu ekki öll í gangi. Og við gerum líka fleira en skoða þessa bíla. Við skráum alla nýja bíla, sem til landsins koma, hvert svo sem þeir fara, og skoðum þá. — Og svo prófið þið? — Já, þegar jafnmikið er flutt inn af bílum og raun ber vitni, þá liggur það í hlutarins eðli, að margir læra á bíl. Það eru margir nýliðar í akstrinum. Við verðum að hafa fræðilegu prófin á kvöldin, getum ekki annað þeim á daginn. — En eru horfur á að þetta komist í betra lag? — Ja, ég hef fullan hug á að fá breytingum framgengt, þeirra er vissulega þörf, því að stæðurnar hafa breytzt mikið síðustu mánuðina. En hlutum sem þessum verður ekki breytt á andartaki. Það þarf að und- •irbúa þetta vel. Heppilegast væri fyrir oklcur að flytjast í úthverfi þar sem landrými væri enn ekki ráðstafað. Við þurf- um stóraukið athafnasvæði. Þyrftum helzt hringaksturs- braut til þess að þurfa ekki að fara út í umferðina við okk- ar prófanir á bílum. Nú, er- lendis eru þeir farnir að byggja yfir bíiaskoðunina. — Þið eruð fjári strangir í skoðuninni nú orðið, er það ekki? —Strangir og strangir ekki, það fer eftir því hvernig litið er á málið. Við viljum vera sanngjarnir og erum það, en við berum að vissu leyti ábyrgð á öryggi í umferðinni — og er öryggið nokkurn tíma of mik- ið? — Hvað gerið þið, ef þið get- ið ekki veitt farartækjunum blessun ykkar? — Við látum þau hafa rauð- an miða á rúðuna, skrifum upp það, sem lagfæra þarf og gef- um svo eigendunum 3-4 daga frest ef öryggistækjum er á- bótavant. Ef um minniháttar aðgerðir er að ræða veitum við 8-12 daga frest. En að þeim tíma liðnum ber mönnum líka að koma aftur með bíla sína. — Vill verða misbrestur á að þeir komi? — Já, því er nú ver. Og þá verðum við að setja lögregluna í spilið, en okkar menn eru líka á ferli með henni til þess að veita mönnum nauðsynlegt aðhald. En svo er líka annar vandi, sem bílaeigendur ráða ekki við, og það er að fá nauð- synlega viðgerð framkvæmda. Það eru ekki allir sem geta dyttað að bílum sínum sjálfir. og þá kemur stóra vandamálið: Að koma bílunum á verkstæði. Flestir þurfa á aðstoð að halda Nú eru allir svo önnum kafnir, það er sama hvert litið er, og verkstæðin eru ekki beztu að- ilarnir að leita til hvað það snertir. Sums staðar eru lang- ar biðraðir og menn verða að bíða svo og svo lengi eftir að komast að. Við þessu er auð- vitað ekkert að gera. En við- - SIGGI SIXPENSARI - Hann verður hvimleiður, strax þegar hanu er húinn að drekka nokkra! komandi bíleigendur verða samt að hafa samband við okk- ur, þegar fresturinn er úti. Annars verðum við að láta málið ganga áfram og fá lög- reglunni það í hendur. — En kemur ekki fyrir, að bílar eru svo lélegir, að þið stöðvið þá með öllu? — Jú, stöku sinnum klippum við af þeim númerin á staðn- um. En það er nú sjaldnast. Annars vildi ég gjarnan láta það koma fram í sambandi við skoðunina, að það er fyrst og fremst erfitt að taka bílana alla í einni runu yfir sumar- mánuðina. Heppilegra væri að dreifa þessu yfir allt árið og við vildum geta kallað bílana hingað með misjafnlega löngu millibili. Til dæmis væri ó« þarfi undir flestum kringum- stæðum að nýlegir einkabílar væru skoðaðir nema einu sinni á ári. En strætisvagna, leigu- bifreiðir og gamla bíla vildum við gjaran líta á nokkrum sinnum á ári, með jöfnu milli- bili. En þá þyrftum við líka að hafa aðstöðu til þess að skoða þá undir þaki. Að vetrinum er ekki alltaf gott að eiga við þetta undir berum himnL m yr | á ® Cliff Richard: Summer Holiday / Dancing Shoes. Hér eru á ferðinni tvö lög úr kvikmyndinni „Summer Holiday“, sem verið er að sýna hér á landi um þessar mundir. Bæði eru lögin eftir með- limi hljómsveitarinnar „The Shadows“, sem jafnan ann- ast undirleik fyrir Cliff. Fyrra lagið er viðkunnan- legt og líklegt að það verði vinsælt meðal unglinganna á Islandi, enda halda þeir upp á Cliff. Síðara lagið er í rokkstíl, en textinn saman- settur úr þremur enskum barnaþulum „Little Bo Peep“, „Hupmty Dupmty“ og „Jack and Jill.“ Ekki er þetta lag eins skemmtilegt og hrð fyrra, þó vera megi að það nái einhverjum vin- sældum. Annars munu vera 16 lög í kvikmyndinni „Summer Holiday' og mörg eftir meðlimi „The Shad- ows“. Sem hljómsveit eru þeir orðnir jafnstór stjarna og Ciiff Richard sjálfur. Cliff Richard hefur ekki mikla rödd, en eins og í ljós kemur á þessari plötur, þá beitir hann henni smekk- lega, og söngur hans er geð- þekkur. 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.