Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Page 3
SvARTUR bíll nam staðar fyrir neðan húsið, tegund sem ég kannaðist ekki við, en sem mér sýndist vera ítölsk. — Vertu nú rólegur, sagði Bertha. — Bíddu þangað til bjallan hringir. Láttu þau bíða tvær eða þrjár sekúndur, og gakktu svo hægt fram að dyrunum og opnaðu! Ég sá herra Zumpen og frú hans ganga upp að útidyrunum. Hann er hár og grannur og vottar fyrir því sem fyrir þrjátíu árum var kallað hæruskots- töfrar við kollvikin. Frú Zumpen er sniðin eftir þeirri sérstöku tegund hor- aðra, döklchærðra kvenna, sem kemur mér alltaf til þess að hugsa um sítrónur. í>að var auðséð á Zumpen að hann var hundleiður og ergilegur yfir því að Eins og í EFTIR HEINRICH BÖLL V ” IÐ höfðum boðið Zumpen-hjón- unum heim um kvöldið, einstaklega geðslegu fólki, sem ég hafði kynnzt hjá tengdaföður mínum. Hann hafði frá fyrstu stundu gert sér far um að láta mig kynnast fólki sem ég gæti haft gagn af í viðskiptalífinu, og Zumpen getur komið mér að góðu haldi. Hann er sem sé formaður í nefnd sem ákveður hvaða verktakar skuli taka að sér ýmsar stórbyggingar, og ég hef gifzt inn í fyrir- tæki sem annast grunnagröft. Mér var órótt þetta kvöld, en Bertha, konan mín, róaði mig. — Það skiptir miklu að hann kemur, sagði hún. — Reyndu að beina samtal- inu að tilboðinu, með gætni. Þú veizt að gert verður út um þetta mál á morgun. Ég stóð í forstofunni og beið eftir Zumpen. Reykti, traðkaði vindlingsstúf- inn og sparkaði honum undir dyramott- una. Svo fór ég út að glugganum í bað- herberginu og fór að velta fyrir mér hversvegna Zumpen hefði þegið heim- boðið. Varla gat hann haft mikinn áhuga á að borða kvöldmat hjá okkur, og úr því að opna skyldi á morgun tilboðin í jarðvinnuna, sem ég meðal annarra átti hlut að, hlaut kvöldið að verða Zump- en óþægilegt ekki síður en mér. Ég var að hugsa um tilboðið. Þetta var mikið verk, ég mundi geta haft 20.000 mörk upp úr því, og mér veitti ekki af peningunum. Bertha hafði ákveðið klæðaburðinn. Ég átti að vera í svörtum jakka, ofur- lítið Ijósari brókum, hálsbindið ekki áberandi. Hún hafði lært þessháttar heima hjá sér og í klausturskólanum. Þar hafði hún líka lært hvernig mað- ur á að taka á móti gestum, hvenær maður býður koníakið og hvenær mað- ur ber fram vermút, hvernig ábætirinn er framreiddur, — það er sniðugt að eiga konu sem hefur vit á þessháttar. En Bertha var eirðarlaus líka. Þegar hún studdi höndunum á axlirnar á mér snerti hún kinnarnar um leið, og ég fann að lófarnir voru kaldir og rakir. ■— Þetta fer eflaust vel, sagði hún. — Þú hreppir verkið. — Æ, drottinn minn, sagði ég. — Þetta skiptir mig 20.000 mörkum, og þú veizt bezt sjálf að við höfum nóg við þá peninga að gera. — Nei — nei, sagði hún lágt. — Þú mátt aldrei nefna guð í sambandi við peninga. kynnin okkar. Bertha varð eftir I eld- . húsinu til þess að kreista majónes á smurða brauðið, — hún gerði það á listrænan hátt: hjörtu, öldur, smáhús. Zumpenhjónunum leizt vel á húsið okk- ar, þau brostu hvort framan í annað þegar þau sáu stóra skrifborðið í vinnu- stofunni minni, og þá 'annst mér líka sjálfum, að það væri stærra en góðu hófi gegndi. Zumpen dáðist að litla rc'kókóskápn- um sem við höfðum fengið í brúðkaups- gjöf frá henni ömmu minni. og sömu- lciðis að barok-Maríumyndinni í svefn- herberginu. Bertha hafði borið fram matinn þegar við komum inn í borðstofuna aftur. Henni fórst þetta vel, það var íburðar- laust en smekklegt, og borðhaldið fór vel fram. Við töluðum um kvikmyndir og bækur og síðustu kosningar. Zumpen hrósaði ostategundunum, og frú Zump- en vegsamaði kaffið og sætabrauðið. Síðan sýndum við þeim myndir úr brúð kaupsferðinni okkar: fjörurnar í Bret- agne, spænska asna og götumyndir frá Casablanca. c iJVO drukkum við meira koníak, og þegar ég ætlaði að standa upp og ná í öskjuna með myndunum frá trú- lofunarskeiðinu, varð mér litið- á Berthu og hætti við að ná í myndasafnið. Nú varð grafhljótt í tvær mínútur, því að við höfðum ekki meira að tala um, og við vorum öll að hugsa um tilboðið, — ég hugsaði til tuttugu þúsundanna og fór að velta fyrir mér hvort ég gæti dregið koníakið frá tekjunum í skatta- framtalinu. Zumpen leit á klukkuna og sagði: — Hún er þá orðin tíu, þá verð- um við því miður að fara. Þetta var ljómandi skemmtilegt. Og frú Zumpen sagði: — Þetta var ljómandi gaman, og ég vona að þið getið litið inn til okkar einhverntíma. — Þakka yður fyrir, það væri gam- an, sagði Bertha, og þarna stóðum við vipp á endann drykklanga stund og vor- um að hugsa um tilboðið, og ég fann á mér að Zumpen bjóst við að ég mundi fara með hann afsíðis og tala við hann um það. En það gerði ég ekki. Zumpen kyssti Berthu á handarbakið og ég fór á undan og opnaði dyrnar og hélt grindinni í hliðinu meðan frú Zumpen fór út. — Hversvegna talaðirðu ekki við hann um tilboðið? sagði Bertha með aðkenn- ingu af ávítunartón. — Þú veizt að þetta verður ákveðið á morgun. — Ég vissi ekki hvernig ég átti að koma orðum að því. — Góði minn! sagði hún. — Þú hefð- ir getað fundið einhverja átyllu til að Framhald á bls. 13 — Mikið var gaman að þið skylduð geta komið. Við gengum um húsið þvert og endi- langt m,eð koníaksglas í hendinni, því að Zumpenhjónin langaði til að sjá húsa hugsa til þess að eiga að borða hjá okkur. Svo var hringt, og ég beið eina sek- úndu, tvær sekúndur, gekk svo hægt til dyra og opnaði. — Velkomin! sagði ég. Strengdum við heitin, Úr riddarasögu stigum við þar dans. Ekkert er ljúfara en leikur konu og manns. DROPAFALL Bundum við hvort öðru úr blómunum krans. Ekki eru allar ferðir farnar til góðs. Eftir Sigurjón Guðjónsson Hvar er nú mín hreysti, hlakk míns siguróðs? Feigð sækir á mig, falla dropar blóðs. Stígur af fáknum, „Manstu, hallarjómfrú, fellur dropi blóðs, hve mild var okkur stund, Hvar er nú mín hreysti? riddarinn knái systur, ást og æska, Hvað gildir þor? kveður sér hljóðs, áttu hinn græna lund. Mást í örlögeldi hugleiðir inntak Blá voru augu þín og hrein, elskendanna spor. síns ókveðna Ijóðs: blárri en hafsins sund. — Sortnar fyrir sjónum. Signdu blóð mitt, vor.“ 18. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.