Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 7
Við snúum símaskíf- unni og hringjum í allar áttir, og þetta er svo sjálf- sögð tækni, að við veitum henni litla athygli. En svo bilar síminn og okkur finnst allt fara úr skorðum. Ég hitti Friðrik Lindberg, einn af starfsmönnum sím- ans, en hans starf er um- sjón, eftirlit og viðgerðir á sjálfvirkum einkastöðvum og skiptiborðum. Og hvað á ég að gera Friðrik ef síminn bilar? „Þú átt að hringja í 05 og lýsa biluninni við þá, en þeir mæla línuna og áhaldið og prófa við notandann.“ En síminn er bilaður og ég get ekki hringt, á ég þá að hlaupa út? „Já, í einhvern síma eða koma bara sjálfur ef enginn sími er nálægt.“ En ef síminn bilar kl. 11 að kvöldi? „Ef það er alvarleg bilun og brýn nauðsyn á viðgerð t.d. sjúkrahús eða lækna- sími, þá eru viðgerðarmenn kallaðir út.“ Eruð þið fljótir að finna bilun? „Það fer eftir því í hverju bilunin er fólgin, t.d. ef bil- un verður í jarðstreng þá barf að kalla út jarðsíma- deild sem mælir út bilana- staðinn og sendir sína menn til viðgerðar, annars eru bil- anir í áhöldum og skipti- borðum venjulega fljót- fundnar. Við mælum bilana- staðinn út með sérstökum mælum, sé um bilun í jarð- streng að ræða, þá er mæl- ing svo nákvæm að ekki skeikar metra, og bilun í tækjum „hlustum“ við út.“ Hvað gerist, ef álagið á borðinu verður of mikið? „Sónninn kemur seinna, stöðin annar aðeins ákveðn- um línufjölda. Þegar þjóð- leikhúsið byrjaði t.d. með My Fair Lady gat stöðin þar ekki annað álaginu og urðu því nokkrar tafir.“ En viðgerðarþjónustan, er hún jafngóð og erlendis? „Betri hér, það má segja að hér sé gert við allar bil- anir samdægurs, bæði svo- kallaðar A og B bilanir, en erlendis eru B-bilanir látn- ar mæta afgangi og oft bíða nokkra daga.M A og B? „Já, A er bilun sem þarf að gera við strax, en B er oftast þannig að mögulegt er að nota símann, t.d. snúru- bilanir." hs. Ferðalðg í sumar Ferðalög eru líklega vinsælasta tóm- stundaiðjan að sumri til. Allir, sem vettlingi geta valdið, reyna að komast burt úr borg eða bæ. Áhugi á ferðalögum er mjög al- gengur meðal íslendinga, og mun svo oft vera um eyja- búa. Nú á tímum eru ótal mögu- leikar til ferðalag, og fjölmarg- ir aðilar skipuleggja ferðir inn- anlands og utan. Við skulum athuga hér nokkur atriði í sambandi við ferðalög og und- irbúning þeirra. 1. Leiðarval. b ietta er mjög þýðingar- mikið atriði. Á þessum vett- vangi hugsa ég fyrst og fremst til ungs fólks, sem hefur lítinn tíma til sumarferðalaga og tak- mörkuð fjárráð. Því mun ég sleppa utanlandsferðum og lengri sumarleyfisferðum inn- anlands. Fyrsta spurningin er oftast: Hvert á að fara? Og lausnin er þá helzt fólgin í því að líta á auglýsing- ar ýmissa aðila, svo sem ferða- félaga eða hjá ferðaskrifstof- um. Þetta er auðvitað mjög ákjósanlegt og bendi ég hik- laust á ferðaáætlanir t.d. Ferða. félags íslands, og Farfugla um ferðalög heppileg ungu fólki. En má ekki orða spurninguna öðru vísi, t.d.: Hvaða mark á ég að setja mér með ferðalaginu? Það er orðið alltof algengt, að æskufólk sezt upp í bílinn og ekur „bara eitthvað." Síðan er sungið og trallað, numið stað- ar á helztu veitingastöðum og heim komið með hása rödd, stirða limi og mjög takmarkaða vitneskju um þá staði, sem far- ið var til. Út yfir tekur þó, þegar vín er með í ferðinni; enda þekkjum við þegar marg- ar og sorglegar afleiðingar þess. Ferðin þarf að eiga sér til- gang. Og tilgangur hennar fer þá eftir áhugaefnum hvers og eins. Sumir kjósa gönguferðir til náttúruskoðunar eða söfn- unar. Aðrir leita á brattann og klífa fjöll. Hjólreiðaferðalög á reiðhjóli eða vélbáti eru oft vinsæl og þá einnig bílferðalög þeirra, sem. svo heppnir eru að eiga eða hafa afnot af slíkum grip. Til eru þeir, sem ferðast til að kanna sögustaði eða safna örnefnum. Hvert, sem leiðar- valið er eða takmarkið með því, þá er það víst að ákveðinn tiigangur í sambandi við ferða- lag eykur bæði ánægju þess og nytsemi fyrir ferðalanginn. 2. Útbúnaður. *i:gar þú hefur ákveðið ferðalag þitt og sett þér mark- mið þess, þá skaltu undirbúa þig vel. í fyrsta lagi skaltu gera ferðaáætlun. Síðan geng- ur þú úr skugga um, að farmiði eða farkostur sé í lagi. Þá kemur vandinn með far- angurinn. Það er oft aðalvandi ferðamannsins að finna meðal- veginn í því að taka jafnan nægilega mikið með sér, en ekki of mikið. Án efa er bakpokinn heppilegastur til geymslu útbún aðarins, en þeir eru misjafnir að gæðum, því skaltu leita þér ráða um kaup á þeim. f bak- pokann skaltu svo raða hin- um ýmsu hlutum svo skipu- lega, að þú getir ávallt geng- ið að hverju og einu á vísum ú er sumarið komið, og þá er eins og allt lifni á ný. Landið grær og grænkar. Við verðum léttari í skapi og því fylgir auðvitað þrá til að komast burt úr dagsins önn. if að er kominn ferða- hugur í unga sem gamla, og margir eru farnir að hugsa til sumarferðanna um byggð- ir eða öræfi. Okkur lang- aði líka „á flakk“, og á föstu dagskvöldið litum við inn í r stað. Fatnað og skó þarf að velja heppilega, því að veður- far okkar er misjafnt og á- vallt vandi að útbúa sig svo, áf veður spilli ekki ferðaánægj- unni. 3. Ýmislegt Það er góður siður að halda dagbók um ferðalag sitt. Margt ber við á leiðinni, sem gleymist eða glatast eftir á. Myndavélin er sjálfsagður föru nautur og myndasöfnun skemmtileg. Mjög algengt er, að ferðafélagar koma saman að lokinni ferð og skoða mynd- ir eða vinna úr gögnum frá ferðalaginu. í þessari stuttu grein get ég ekki rætt hina einstöku þætti ferðalaga nánar, en þessar bend ingar eru settar fram til að vekja athygli á ýmsu því, sem gera ferðalög ánægjulegri. Að lokum óskum við þér góðrar ferðar, hvert sem leið þín kann að liggja í sumar. B. F. Tjaldað í Slyppugili í fögru veðri. skrifstofu Farfugla til að vita hvað væri á döfinni hjá þeim. Þar sátu nokkrir „fugl ar“ og skeggræddu, milli þess sem þeir afgreiddu fé- lagsskírteini og skrifuðu nöfn á ferðalista. E ftir að hafa heyrt nefnda hvítasunnuferð þó nokkrum sinnum, án frekari skýringa, þá snerum við okkur að Sigurði Blöndal og spurðum hvert ætti að fara um hvítasunnuna. „f Mörkina auðvitað". Heiðmörk? „Nei, ekki aldeilis, ég ætla í Þórsmörk" Einn? „Helzt með þrjá fulla bíla“. Allt fugla? „Nei, nei, bæði Farfugla og annað ferðafólk, alla sem vilja kynnast ferðalögum og útilífi“. Ætlið þið að vera lengi í Mörkinni? „Við förum á laugardag, og komum aftur á mánudags kvöld.“ Gistið þið í tjöldum? „Já, það verður gist í tjöld um og mikið sungið, og har- monikan — einasta yndið — verður eflaust með.‘ Einasta yndið segirðu? „Ja, við skulum sleppa því — ha“. Er þetta eingöngu skemmti ferð? „Skemmti- og skógræktar- ferð“ — „aðallega hlúð að gróðri og sáð í rofabörð til að hefta sandfok“ bætir Kristinn Zophaniasson við. Hvar í Mörkinni er þetta? „Þetta er í Slyppugili, það má kannske alveg eins kalla það Farfuglagil.“ Áttu þá ekki skemmtileg- ar endurminningar úr fyrri ferðum? „Alveg dásamlegar". Hverjar, til dæmis? „Ja, þær eru svo margar að kvöldið entist ekki til að telja þær helztu, enda eru ferðirnar í Mörkina orðnar svo margar.“ E n það er nóg að starfa, fólk kemur og fer og síminn hamast. Við laumumst út, því annars er ekki að vita nema við lendum á lista, en það er jú alltaf vissara að bjóða konunum fyrst. hs. ♦ Ungt fólk við leiki í sumarsól í Þórsmörk. 18. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.