Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Side 9
 OLÍUVINNSLA Olíufélögin í Bandaríkj- unum hyggjast nú hefja olíuvinnslu neðansjávar í úthöfum, á miklu meira dýpi en þekkzt hefur til þessa. Shell-olíufélagið hefur nú í sjö ár verið að rannsaka möguleika á slíkum djúpsævisborunum. en fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að bora eftir olíu neðansjávar í innhöfum, eða þar sem mjög grunnt er, t.d. í Mexí- kóflóanum. Hinar nýju aðferðir við olíudæl- ingar og boranir neðansjávar byggj- ast fyrst og fremst á því, að með nýrri og aukinni tækni er nú hægt að halda „skipunum“ nokkurn veg- inn kyrrum á sjávarfletinum, óáreitt- um af sjógangi og veðurham, með- an borarnir vinna verk sín á sjávar- botninum. Þá hefur Shellfélagið lát- ið gera nýjan olíubor, sem komið er fyrir á hafsbotni en er stjórnað frá yfirborðinu. Er því ekki lengur þörf fyrir kafara við boranir þessar. Enda þótt unnið hafi verið við oliuboranir í Mexíkóflóanum nú um nokkurt skeið, er dýpið á þessum slóðum aðeins um og yfir 50 metrar. Alls hefur á síðustu árum verið dælt upp úr þúsundum olíulinda í Mexíkóflóa og við Kaliforníustrend- ur. En eftirspurnin eftir neðansjávar- olíu er alltaf að aukast, og eins og sakir standa hafa olíufélög í Banda- ríkjunum varið 3.000 milljónum dala í olíuvirkjanir neðansjávar. En á- hættan við tilraunir þessar er mikil Þetta skip, sem hefur tvo samhliða skrokka, hcfur gefið sérstaklega góða raun við djúpsævisboranir vegna stöðugleika síns í vindasamri veðráttu. Pallurinn að framan er þyrluflugvöllur. — og því meiri, sem boranirnar eru framkvæmdar á meira dýpi. Árið 1960 var alls dælt upp úr 538 lind- um neðansjávar, og var kostnaður- inn við þessar framkvæmdir um 200 milljónir dala. Meðalkostnaðurinn á hverja lind fór því upp í 370—380 þús. dali á því ári. Eftir því sem bora verður fyrir olíu á meira dýpi, verður æ nauð- synlegra fyrir olíufélögin að finna aðferðir og tæki, er minnka áhætt- una við slíkar rannsóknir og lækka kostnaðinn við þær. Myndirnar eru sýnishorn af því, sem áunnizt hefur og vænta má á sviði neðansjávar-olíuvinnslu í Bandaríkj unum. NEDANSJAVAR — Fyrst var ég hræddur um að missa fingurna, en nú ætlar ekki að verða neitt vont úr því, og kjálkinn og örin eru á góðum batavegi. Ég hef þyngzt um 14 pund fyrstu tvo dagana. Ég veit ekkert, hvenær ég slepp út héðan, ekki sízt vegna þess, að þeir eru að reyna að finna einhverja skyn- samlega ástæðu til þess, að ég skuli vera lifandi, áður en þeir sleppa mér. Kanadískir vísindamenn á því sviði eru sem stendur önnum kafnir að að- gæta, hvað þeir geti af þessu lært, sem • riddaralögreglan geti svo hagnýtt sér, þegar hún er að bjarga fólki, sem er nær dauða en lífi. Eina svarið, sem ég gat fengið út úr Penteluch liðþjálfa, þegar ég reyndi að spyrja hann um björgunina, var stutt- aralet: „Segi ekkert“. „T emez læknir og hjúkrunarkonan eru á einu máli um það, að þau séu i yrirmyndarsj úklingar. Síðan þau komu til Whitehorse, hef- ur verið þangað straumur af heillaskeyt- um, blómum — og blaðamönnum frá öl'um hornum heims. Flores hefur með mestu þolinmæði, en þreytulega þó, tekið vingjarnlega móti þeim og aftur og aftur sagt sög- una um dvölina í auðninni. Svörin hjá Helen eru líflegri, og eftir því sem henni jukust kraftar, fóru dökku augun að verða striðin og hún segir: — Jæja, ég segi þá enn einu sinni frá því. Skömmu áður en hún lagði af stað til New York, í von um að sérfræðing- arnir þar gætu bjargað tánum á henni -— sem því miður mistókst — sagði hún, að í bili hefði hún hætt við ferð- ina kringum hnöttinn: — Hana er alltaf hægt að fara seinna. f bili langar mig ekki til annars en að sitja við eldinn heima í Brooklyn, eða liggja í sólskininu nokkra mánuði, og hugsa um það eitt, að nú er mér orðið heitt aftur. — Hugsa sér, að ég skuli nokkurn- tíma hafa verið að vandræðast yfir hit- anum í New York! Á leiðinni til flugvallarins sagði hún við einn kunningja sinn: — Ralph hefur lofað að borga allan kostnaðinn. Aldrei hef ég hitt annan eins mann, Fyrstu dagana beindis't öll eftirtektin að henni, en smám saman hefur hún færzt yfir á Ralph Flores. Það sem hefur vakið virðingu hinna harðgeru Yukon-manna, eru þessi orð hans, sem koma hógværlega og blátt áfram: — Við áttum ekki annars kost, ef við vildum halda lífinu! Hér norður frá, þar sem dauðinn er við hvers manns dyr, en lífsþráin er — hvað sem á dynur — einkenni á gull- gröfurum og loðdýraveiðimönnum, vek- ur það hrifningu að verða hins sama var hjá „Mexíkómanni frá Kaliforníu og skólastelpu frá New York“. Fjörutíu og níu sólarhringar — hinir vonlausustu og einmanalegustu, sem nokkrar tvær manneskjur hafa lif- að. Þeir hafa kostað Helen Klaben notin af öðrum fætinum og veitt Ralph Flores óafmáanleg ör. En á þessum fjörutíu og níu sólar- hringum hafa þau í sameiningu gefið mönnum um heim allan fyrirmynd um þrautseigju og lífsþrá — mönnum, hvort sem þeir eiga heima í auðninni eða í Stórborgunum: Ástandið er alflrel vonlaust, ef mað- urinn vill ekki gefast upp. Og að lokum orð Hal Wallingford, eem hann laulc útvarpsviðtali sínu rneð, skömmu eftir björgunina: — Hér lýkur einhverrí ótrúlegustu frásögn, sem nokkurntíma hefur verið sögð af mannlegri þrautseigju. j PRESTASÖGUR J Framhald af bls, 4 til eldhússins, kveikti ljósið og kom að vörmu spori aftur inn í svefnherbergið, en þá lá maðurinn hennar dauður í rúminu, og hafði gefið upp öndina með- an hún skrapp fram í eldhúsið. Enda þótt allir þessir atburðir, sem gjörðust á Grenjaðarstað seinni hluta sumars 1741, væru harla ömurlegir og ófagrir, var það nú samt svo einkenni- legt að það var eins og þeir „legðust í kyrrð“ og lítið væri um þá talað, og eins og allir vildu helzt trúa því, að draugur hefði valdið dauða prestsins og ráðsmanns hans, og hefðu óvildarmenn séra Þórðar sent hann. Ekki er heldur ólíklegt að hinn seki hafi alið á þessari draugatrú. Hitt þótti raunsæjum mönn- um samt sennilegra að nágranni séra Þórðar, sem fyrr er getið, að hann hafði haft í hótunum við, eða bóndi sá, sem hann deildi við í sauðaréttinni, hafi valdið því með eigin aðgerðum, og mun það vera sannast. — Framanritaða frá- sögu ritaði Daði fróði Níelsson eftir bróður sínum, séra Sveini Níelssyni, sem prestur var á Grenjaöarstað tæpum 100 árum síðar. M ITDikil öfund hafði legið á séra Þórði þegar hann fékk Grenjaðarstað og var tekinn fram yfir 10 eða 11 aðra um- sækjendur, eins og að framan getur. Þóttust aðrir umsækjendur miklu hæfari en hann, þ.á.m. nágranni hans, séra Þor- leifur Skaflason í Múla, sem leit staðinn miklum öfundaraugum. Töldu sumir þetta stafa af fjölkynngi sr. Þorleifs, sem hafi sent þennan magnaða draug. — Það voru ýmsar getgátur meðal manna, um dauða séra Þórðar, en þó að menn þætt- ust vera þess vissir áð hér hefði eitt- hvert illmenni, sem hann átti í erjum við, verið að verki, komst það aldrei upp. Nú rúmum 200 árum síðar er það vissulega sveipað sömu hulunni. Séra Þórður var aðeins 38 ára gamall þegar hann var myrtur, og hafði þá þjónað prestsembætti í 9 ár. — Vorið 1742 var staðurinn tekinn út, af séra Þorleifi, prófasti í Múla, í hendur séra Birni Magnússyni. — Við úttektina voru tveir bræður séra Þórðar, — þeir séra Þorlákur og séra Vernharður, sá fyrri í Selárdal, sá síðari í Otradal. Ekkjan og börnin gengu snauð frá staðn- um. Eins og áður getur, var kona séra Þórð ar, Halldóra, dóttir séra Hjalta prófasts í Vatnsfirði. Séra Þórður hafði oft látið konu sína illa, og er að því sneitt í'stöku þessari: Séra Þörður sæmdir hlaut, sefur hans hugur og tunga, Halldóru brenndi á heitum graut, henni gaf fimur snoppunga. Eftir lát séra Þórðar fluttist madama Halldóra örsnauð aftur vestur í ísafjarð- arsýslu til ættingja sinna, með börn sín og hjú, sem að vestan komu með henni, og lifði þar lengi ekkja. — Þau áttu 5 börn, og var hið elzta þeirra, séra Þor- steinn Þórðarson, prestur á Stað í Súg- andafirði, sem dó 1809, en frá honum er mikil ætt komin. 18. tölublað 1963 LESBÓK MOEGUNBLAÐSINS g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.