Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 8
 Flugvélin sem fyrst fór á vettvang, eftir að Klaben og Flores fundust. Þctta er sama gerð og hér var mest notuð Viggo E. Steensfrup: Mannraunir 'i Alaska Hvað var það fyrsta, sem yður datt í hug, þegar ykkur var bjargað? Var það ekki taugaáfall, eftir alla þessa bið? Flores sat á rúmstokknum með hækjurnar við hlið sér — tilbúinn að tala við börnin sín í St. Bruno, jafnskjótt sem símasambandið kæmi: No-o — ég hafði kannski ekki bú- izt við, að þeir mundu finna okkur ein- mitt á þessari stundu, en fyrr eða síðar hlutu þeir að koma. En aftur á móti fékk Chuck Hamilton taugaáfall þegar hann fann tjaldstað Helenar Klaben á einni eftirlitsferð sinni. — Það var líkast Indíánatjaldi. Fyrst þegar hún hafði opnað tjaldið, svo að ég gat séð merkistafina, fékk ég hug- mynd um, hver þetta væri. Ég flaug aftur yfir og vaggaði vélinni. Svo flaug ég aftur að árfarveginum, þangað til ég fann hann. Hann veifaði til mín eins og vitlaus maður. — Enda þó að ég vissi, að þeir mundu koma áður en lyki — Ralph hélt áfram að endurtaka þetta sama — held ég, að ég hafi verið að því kominn að láta hugfallast, eftir að hann var floginn áfram. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þegar Chuck kom og flaug lágt yfir tjaldið í annað sinn. Þegar ég var orðinn viss um, að hann hefði séð mig, fleygði ég mér á jörðina og grét og bað til guðs.... og ég held, að það hafi ég komizt næst því að missa vitið, þegar hann flaug burt aftur. H amilton gat ekki lent við tjald- ið, en hann fann tvo loðdýraveiða-Indí- ána við Airplane Lake og sendi þá eftir Flores. — Það var ekki fyrr en ég hafði feng- ið staðfest númerið á flugvélinni gegn- um loftskeytasambandið, að ég vissi, að þetta voru þau. Enn í dag eru ýmsir til, sem trúa þessu ekki. Charles Porter og Louis Boya voru fyrstu mennirnir, sem Flores sá, þegar þeir komu þjótandi yfir snjóbreiðuna á hundasleðunum sínum. Áður en ég komst til Yukon frá New York, sem er 5000 km flug, voru þeir horfnir aftur út í auðnina, en Hamilton kunni sögu þeirra: — Fyrst gáfu þeir honum ofurlítið súrdeigsbrauð, svo að hann gæti jafnað sig, og settust þvínæst að um nóttina, í tjaldinu, þar sem þeir fundu hann. Næsta morgun lögðu þeir af stað til veiðikofans með hann. Þribji og slbasti hluti En áður en þangað kom, voru Jack McCallum og A1 McNeil flognir til að sækja Helen Klaben: — Hún grét eins og barn í fanginu á mér, sagði MeCallum. — Hún var ekki almennilega klædd. í fernum buxum, en það er nú ekki mikið í þeim kulda, sem hér er. — Hvernig var umhorfs í tjaldinu? — Tjald. . . . það er nú líklega óþarf- lega mikið sagt. Það var ekki annað en aúkur, sem var breiddur yfir lágt tré, og svo var eldurinn og ein niðursuðudós til að bræða í snjó. Ekki einu sinni svefnpoki. Þér getið ekki getið yður til, hve ótrúlega heppin þau hafa verið. Ég hafði heilan böggul af fötum og loðskinnum með mér, sem ég dúðaði hana í, áður en ég lagði af stað til byggða. Veslings stúlkan. Hún hafði ekki einu sinni skó á fótunum. — Hvernig fluttuð þér hana? — Ég bar hana alla leiðina, það var meira en fimm kílómetrar. Hún féll saman og fór að gráta í hvert sinn sem ég setti hana niður til að blása mæð- inni. En hún var við fulla meðvitund allan tímann, veslingurinn. Það fyrsta, sem Flores var spurður um, var, hvað þau hefðu haft til matar. — Vatn. Það var allt og sumt. — Var hann orðinn vonlaus? — Nei.... En þá greip útvarpsfrétta- ritari frá Whitehorse fram í fyrir hon- um og spurði Helen, hvort hún væri svöng. — Nei, ég get ekkert borðað. Ég fékk ofurlítið af kjötsúpu, en gat ekki haldið henni niðri. Það eina, sem ég gat hugsað um, þeg- ar við komum inn í tjaldstaðinn, var móðir mín! Fregnin um, að þau væru fundin barst frú Flores í San Bruno, kvöldið eftir að þau fundust: — Þeir hringdu rétt eftir að Chuck hafði séð þau í fyrsta sinn. Það var ekki sagt annað en, að þau hefðu fund- izt lifandi og yrðu sótt daginn eftir. Fregnin um, að þau væru fundin flaug eins og eldur í sinu um Yukon og British Columbia, þar sem henni var tekið með næstum guðræknilegri tor- tryggni: — Þetta er harðneskjulegt land, sagði aðalritstjóri Whitehorse Star: — Slíkt sem þetta ber við í Yukon á hværju ári. Nokkrir menn hverfa spor- laust í snjónum, og nokkrum árum seinna finnast skinin bein þeirra. Við erum ekki tiltakanlega „harðsoðnir** hérna, en hugsunarhátturinn er bara allt öðru vísi, þegar tilveran er stöðug barátta, með dauðann á næsta leiti. — Vitanlega eru alltaf einhverjar eiturtungur í gangi á eftir — fólk, 'sem hefur ekki annað um að tala. Eins og nokkur vildi taka að sér að reyna sjáif- ur það sama! Eiturtungurnar eru vitanlega jafn kappsamar í Yukon og annars staðar — ekki sízt þegar karl og kona eru ein saman í 49 sólarhringa — í 15—50 stiga frosti á Celsius! Eftir að hafa talað við Ralp Flores og heyrt stamandi frásögn hans, með syngjandi spænskum hreim — og séð hvernig hann og konan hans horfðu hvort á annað, og hann með andlitið markað djúpum örum, og svo stundar- korni síðar með Helen Klaben, sem er geðug og blátt áfram skólastúlka, þá freistast maður til að samsinna fyrsta blaðamanninum, sem talaði við þau eft- ir björgunina, er hann hvæsti út úr sér bálvondur: — Og hvað um það.... þau héldu hvort öðru lifandi.... og það er víst það eina, sem hefur verið milli þeirra .... og líklega er það aðalatriðið, að þau eru lifandi. Frú Flores var víst heldur ekki f neinum vafa, þegar hún strauk hönd mannsins síns, með litlu, hvítu blettun- um — eins og brunasárum — þar sem kalið var að verða drep: — Hann er orðinn horaður. Það gerir ekkert til með örin, ef hann -getur bara fitnað. íí ann brosti bak við umgjörðar- lausu gleraugun, sem gerðu hann svo likan vísindamanni á svipinn, og þx-ýsti hönd hennar að kinn sér: — Þær voru það fyrsta, sem ég var skotinn í — hendurnar á henni Ther- esu. Og þær eru alveg eins fallegar og fyrir tuttugu árum. Helen Klaben segir um þessa óendan- legu dvöl í auðninni: —Við vonuðum bara. Við gátum ekki skilið, hvers vegna við þurftum að vera þarna svona lengi. En nú. . . . hvað ver- öldin getur verið dásamleg! Ég er ný- búin að tala við mömmu í símann. — Hvað segja læknarnir? — Ég má fara til New Yoi-k hvenær sem ég vil. — Þeim er forvitni á að vita, hvað hefur haldið í okkur lífinu, sagði Flores síðar. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1%3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.