Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 13
Dómkirkjan í Bodö, reist árið 1956. íyrir vísindi, skólamál, alþýðufræðslu og listir. Sjálfsagt hefur vandlegri með- ferð mála fengizit með þessari breytingu en heildaryfirsýninni var um leið lokið. Henrik Grotih getur þess, að hann hafi sjálfur setið í ráðinu í sex ár. Svo missti ihann þolinimæðina og fór! Grotih víkur einnig að ferðalögum Norðurlandabúa til frændlandanna. Þrjár milijónir Svia heimsækja Noreg árlega. En of fáir Norðurlandabúar Iheimsækja ísland. „Og þessu verður að kippa í lag með raunhæfri aðstoð þeirra ríkja, sem ferðazt er frá“. Sjálfur stakk ég upp á því við ferðamálamenn í Bodö nu þagar Norðurlandsbrautin er orðin staðreynd, að hafnar verði skiptiheim- sóknir Norðmanna og íslendinga i sam- vmnu við flugfélögin íslenzku. T A lok ræðu sinnar skorar Henrik Grobh með miklum myndugleik á Norð- urlandaríkin að standa virkan vörð um þjóðlega menningu, hvað sem það kynni að kosta. Ekki vegna neinnar norrænn- ar hugsjónar, heldur aðeins vegna fram- tiðar landanna sem menningarríkja. „Að minnsta kosti 50.000 fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð fullnægja bókmenntaiestrarþörf sinni með ensk- um vasaútgáfum... Átthagalaus maður ón bókmenntamáls, sem lifir á tungu hans og vökvar huga hans að staðaldri, verður enginn heimsborgari. Ef við eig- um að gefa sál okkar stærra heimi, til aukinna samskipta manna, getum við ekki gróðursett blóm nema hafa rót.... Við getum orðið einhvers kon- ar ánægðir hálfmenn í okkar litlu vel- ferðarríkjum, enskir dvergar, sem flækj- ast um í staðbundnuim menningarheimi, sem er ekki lengur framleiðandi og frjóvgandi .... Veraldarsagan hefur ár- þúsundum saman mulið og þurrkað út menningarlega minnihLuta og skilið fólikið eftir sem innantóma skel. Kvíði ökkar snýst um þessa spurn- ingu: Á þetta emnig fyrir okkur að liggja? Það á það ekki, ef okkur skilst það í taeka tíð, að ríki okkar verða einnig að reka virka menmngarstefnu.... Við ekulum finna einhver bjargræði og greiða það, sem slík bjargræði kosta. Við skulum nota kvíðann tii að hefjast handa og styrkja vonina“. IT * í vötina til þeirrar starfsemi, sem Henrik Groth víkur að, má i dag finna é íslandi og Norðurlandi Noregs, sam- kvæmt minni reynslu. Hinn mikli „menningarviðburður" ársins í Dan- inörk var stofnun hins svokallaða ,,tón- listarútvarps“, en það er fjöldaeyðingar- tæki og ögrun, sem við munum berj- ast gegn. Það e>r ekki alltaf nauðsynlegt eð týna lífinu, en það má hætta því — svo að ekki fari fyrir síðasta unn- anda norrænnar þjóðmenningar eins og þeim sem einn lifði eftir í hinu ó- dauðlega kvæði Thorkilds Björnvigs um „Seiðmennina á Skrattaskeri“: Han gav sig fast og nþgternt hen: jeg taber! det lukked for det rædde Afsinds Spjaeld. I Dþdens Vaage sank hans ■, Lidenskaber som sorte Hingste sprællende mod Hel. Gaard, Nabogaard blev Aske; Aldre dukked som Tyrenakker brudt i stensat Grav Da rev han Tankens Bolte ud og slukked sin bitre Dþdstþrst i det dybe Hav. | SMÁSAGAN | Framhald af bls. 3 fara með hann inn í stofuna þína, og talað við hann þar. Tókstu ekki eftir hve gaman hann hefur af listsmíði? Þú hefðir getað sagt: Ég á brjóstnál frá 18. öld, kannski þér hefðuð gaman af að líta á hana . . . og svo framvegis. Ég sagði ekki neitt, og hún andvarp- aði og hnýtti svuntustrenginn. Eg elti hana fram í eldhús. Við lögðum brauð- sneiðarnar sem afgangs urðu inn í kæli- skápinn og ég lagðist á hrammana og fór að leita að lokinu af majones-skálpin um á gólfinu. Ég stakk koníaksslattan- um sem eftir var inn í skáp og taldi vindlana: Zumpen hafði ekki reykt nema einn. Ég tæmdi úr öskubökkunum, stakk upp í mdg kökubita og athugaði hvort nokkur lögg væri eftir í kaffi- könnunni. Þegar ég kom fram í eldhúsið aftur stóð Bertha þar með bíl-lyklana í hendinni. — Hvað stendur til? sagði ég. ■— Við verðum vitanlega að skreppa þangað, sagði hún. — Hvert? — Til Zumpen, sagði hún. — Hvert ættum við annað að fara? — Klukkan er hálf-ellefu. — Þó hún væri yfir tólf er samt enn um 20.000 að tefla. Heldurðu að Zump- en taki nokkuð til þess? Hún fór fram í baðherbergið að dóta sig, og ég stóð bak við hana og horfði á meðan hún var að þurrka af vörun- um á sér og maka nýjum roða á þær, og nú tók ég eftir því i fyrsta skipti hve breiður og flónslegur þessi munnur var. Ég hefði átt ^ð kyssa hana, eins og ég var vanur, þegar hún fór að laga háls- bindið á mér. Én ég gerði það ekki. í VÓSADÝRÐINA lagði út um glugg ana á veitingasölunum þegar við kom- um inn í borgina. Krökkt af fólki við veitingaborðin á gangstéttunum og ljós- in frá götuljóskerunum endurspegluðust í kælidollunum og ísmulningnum. Bertha leit ögrandi til mín, en sat kvrr í bíln- um þegar við námum staðar fyrir utan húsið, sem Zumpen átti heima í. Ég fór upp í lyftunni og hringdi, og var hissa á hve fljótt var lokið upp. Frú Zump- en virtist ekkert hissa á að sjá mig. Hún var komin í svartan heimabúning með hólkvíðum buxum, útsaumuðum með gulum blómum, og aldrei höfðu sítrónurnar verið jafn uppmálaðar í hugskoti mínu og nú. — Afsakið að ég geri ónæði, sagði ég. — En gæti ég fengið að tala við herra Zumpen? — Hann skrapp út, svaraði hún. — En hann verður eflaust kominn aftur eftir hálftíma. í forsalnum var fjöldi af Maríumynd- um í barok- og gotneskum stíl og meira að segja í rókókóstíl, ef þesskonar Maríu myndir eru þá til. — Ágætt, sagði ég. — Ég má þá kannski líta inn aftur eftir svo sem hálftíma? Bertha hafði keypt sér kvöldblað og var að lesa og reykja, og þegar ég sett- ist við hliðina á henni sagði hún: — Ég hugsa að þú hefðir nú eins vel getað talað við hana. — Hvernig gaztu vitað að hann var ekki heima? — Ég veit að hann er í Handverks- mannaklúbbnum að tefla skák. Hann gerir það á hverju miðvikudagskvöldi um þetta leyti. — Hversvegna sagðirðu mér það ekki strax? — Taktu nú eftir, sagði Bertha og braut saman kvöldblaðið. — Mig langar til að hjálpa þér, en ég vil að þú lærir að ráða fram úr svona málum upp á eigin spýtur. Við hefðum ekki þurft annað en hringja til hans pabba, og hann hefði getað útvegað þér þetta með því að hringja í síma, en ég vil að þú komist uppá að gera þetta sjálfur. — Ég skil það, sagði ég. En hvað eigum við nú að gera? Bíða hálftima eða fara upp aftur og tala við frúna? — Ætli það sé ekki bezt að við för- um beint upp, sagði Bertha. Við fórum útúr bílnum og saman upp í lyftunni. •— Galdurinn í tilverunni er sá, sagði Bertha, að læra að slá af kröfunum og kunna að gera hrossakaup. * RÚ Zumpen var nákvæmlega jafn lítið hissa og hún hafði verið — þegar ég kom einn. Hún heilsaði okkur hæ- versklega og við fórum með henni inn í stofuna mannsins hennar. Svo sótti hún koníaksflöskuna og hellti í glös, og áður en ég gat minnzt á tilboðið hafði hún náð í gula skjalamöppu. „Bygging á Grenispildunni" gat ég lesið, og nú varð ég hræddur og leit fvrst á frú Zumpen og svo á Berthu, en báðar brostu og frú Zumpen sagði: — Lítið þér á þetta! — Ég opnaði möppuna og í henni lá Ijósrautt umslag og á því stóð: „Bygg- ing á Grenispildunni — jarðvinna“, og þar lá tilboðið mitt efst . Og á spáss- íuna var skrifað með rauðum blýanti: „Lægsta tilboðið.“ Ég fann að ég roðnaði af gleði og hugsaði til 20 þúsundanna. — Drottinn minn! sagði ég dræmt um leið og ég lokaði möppunni, og nú gleymdi Bertha að leiðrétta mig. — Skál! sagði frú Zumpen brosandi. — Við skulum skála fyrir tilboðinu. Við drukkum, og svo stóð ég upp og sagði: — Ég vona að þér misvirðið það ekki, en þér skiljið eflaust, að mig langar til að komast heim. — Það skil ég mjög vel, sagði frú Zumpen. — Það var aðeins eitt enn, sem ég vildi minnast á, sagði hún og blaðaði í skjölunum. Svo sagði hún: — Tilboð yðar á hvern rúmmetra er 30 pfennigum lægra en í næstlægsta til- boðinu. Ég sting upp á, að þér hækkið verðið um 15 pfenmga. Tilboð yðar verð ur lægst, eftir sem áður, og þér græðlS 4.500 mörk í viðbót. Þér skuluð breyta þessu strax! Bertha tók sjálfbleking úr töskunni sinni og rétti mér, en ég var svo geðs- hrærður að ég gat ekki skrifað. Ég rétti Berthu pennann og horfði á hana meðan hún var að breyta tölunum. Svo rétti hún frú Zumpen skjölin. — Og svo, sagði frú Zumpen, var eitt enn. Takið upp ávísanaheftið yðar og skrifið 3000 marka ávísun á hand- hafa! Hún var að tala við mig, en það var Bertha sem tók upp ávísanaheftið okkar og skrifaði ávísunina. — Við eigum ekki fyrir þessu, muldr- aði ég. — Þér fáið greiðslu þegar tilboðið hefur verið staðfest, og þá er hægt að framvísa ávísuninni, sagði frú Zumpen. Þetta var svo fljótt að gerast að ég áttaði mig ekki á því. Á leiðinni niður í lyftunni sagðist Bertha vera glöð, en ég sagði ekki neitt. B ERTHA fór aðra leið heim, um rólegri borgarhluta. Ég sá ljós í glugg- um og fólk sem drakk vín úti á svöl- unum hjá sér. Nóttin var björt og heit. — Var það Zumpen sem átti að fá ávísunina? spurði ég rólega og Bertha svaraði jafn rólega: — Vitanlega. Ég horfði á litlu sólbökuðu hendurnar á Berthu, sem héldu svo örugglega um stýrið. Hendur sem gátu skrifað ávís- anir og kreist majónesskálpa, hugsaði ég með mér, og svo varð mér litið á munninn á henni, en langaði ekkert til að kyssa hann ennþá. Ég hjálpaði Berthu ekki til að koma bílnum inn í skýlið og ég hjálpaði henni ekki heldur við uppþvottinn. Ég fékk mér vænt glas af koníaki, gekk inn í stofuna mína og settist við skrifborðið sem var alltof stórt mér. Ég reyndi að muna eitthvað, stóð upp aftur og fór inn í svefnherbergið og horfði á barok- maríuna, en gat ekki munað hvað þetta var. Síminn hringdi_ og vakti mig af þess- um heilabrotum. Ég svaraði og varð ekk- ert hissa er ég heyrði að þarna var Zumpen. — Konan yðar mun hafa skrifað skakkt, sagði hann. — Hún hefur hækk að verðið á rúmmetra um tuttugu og fimm pfenniga í staðinn fyrir fimmtán. Ég hugsaði mig um eitt augnablik og sagði svo: — Hún skrifaði ekki skakkt. Hún hafði umboð frá mér. Fyrst þagði hann en svo sagði hann og hló um leið: — Þið höfðuð þá rætt möguleikana fyrirfram? — Já. — Ágætt, sagði hann. — Þér skrifið þá ávísun í viðbót upp á 1000 mörk. — Fimm hundruð, sagði ég og hugs- aði með mér: Þetta er eins og í lélegri skáldsögu, alveg eins og í lélegri skáld- sögu. — Átta hundruð, sagði hann og ég hló: — Sex hundruð, sagði ég. Og án þess að ég hefði nokkra reynslu í slíku, vissi ég að hann mundi segja sjö hundruð og fimmtíu, og þegar hann gerði það sagði ég já og sleit samband- inu. KlUKKAN var ekki orðin tólf þegar ég gekk út að hliðinu og rétti Zumpen ávísunina þar sem hann sat í bilnum. Hann var einn og brosti þegar ég rétti honum blaðið. Svo ranglaði ég inn aftur en sá hvergi Berthu. Hún kom ekki á eftir mér þegar ég fór inn í stofuna mína, og sýndi sig ekki heldur þegar ég fór fram í eldhúsið til þess að fá mér glas af mjólk úr kæliskápnum. Og ég vissi hvað hún var að hugsa. Hún hugsaði: hann verður að fá svolítið næði til þess að jafna sig eftir þetta, ég verð að láta hann vera einan þangað til hann hefur skilið það til fulls. En ég skildi það ekki, og ég botna ekkert í því enn. 18. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.