Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 4
Oscar Clausen Hver myrti Séra Þórður Guðmundsson var prestur á Grenjaðar- stað 1735—1741. Hann var sonur séra Guðmundar Vernharðssonar í Selárdal og konu hans, Margrétar Arngrímsdóttur Jónssonar á Ökr- um og Sælingsdalstungu, Arngríms- sonar Vídalín, hins lærða, á Mel- stað. Bróðir séra Þórðar var séra Þorlákur í Selárdal, faðir þjóð- skáldsins, séra Jóns á Bægisá. Var þetta, svo sem kunnugt er, þekkt gáfumannaætt í marga ættliði. — Séra Þórður var fæddur á Suðureyri við Tálknafjörð árið 1703. Lærði í Skál- holtsskóla og útskrifaðist þaðan 1724. Tveim árum síðar sigldi hánn til Kaup- mannahafnar, og tók þar embættispróf í guðfræði við háskólann 1728, um leið og Finnur biskup Jónsson, og fengu báð ir 1. einkunn (Laudabilis). — Margir danskir og norskir piltar gengu þá einn ig undir próf í þetta skipti, en enginn fékk svo háa einkunn, nema séra f>órð- ur og dr. Finnur. Einn lærðasti og mest metni kennarinn við Hafnarháskóla á þeim tímum var prófessor Steenbuch og hafði hann þá sagt við þá á latínu: „Alltaf eruð þið íslendingarnir hlut- skarpari en vorir landar.“ éra Þórður var því einn lærð- asti maður sinnar samtíðar, og einkum var hann mikill latínumaður, eins og margir skólagengnir menn voru í þá daga. Var alltaf náin og kær vinátta milli hans og dr. Finns biskups, sem þá var enn prestur í Reykholti, frá því að þeir höfðu verið félagar á Hafnarárunum og tekið prófið saman. En dr. Finnur gjörð- ist síðar hinn mesti afkastamaður í rit- störfum, og liggur eftir hann m.a. kirkju- sagan mikla, sem hann byrjaði á löngu áður en hann varð biskup. Hann sendi þá vini sínum, séra Þórði, byrjunar- handritið til „yfirskoðunar" og bað hann að segja sér hvernig honum litist á það, og sýnir þetta hvað mikið traust dr. Finnur bar til þessa vinar síns. Þegar svo séra Þórður endursendi dr. Finni handritið, skrifaði hann dóm sinn á verkinu með þessari setningu: „Það er ekki von á því betra af þér.“ — En þetta ber auðvitað að skilja sem hið mesta hól, sem séra Þórður gat borið á vin sinn. — Séra Þórður kom frá Höfn vorið 1730 og kom út á Vestfjörðum, en vígðist þó ekki fyrr en tveim árum síðar, 1732, kapelán til séra Hjalta prófasts Þor- steinssonar í Vatnsfirði, og giftist þá Halldóru dóttur hans. Ekki var séra Þórður nema tvö ár kapelán tengdaföður síns, í Vatnsfirði. Þá losnaði Grenjaðarstaður við lát séra Magnúsar Markússonar, en sá mikli staður var keppikefli allra guðfræðinga og presta fyrr á öldum, og eitt af þeim sex brauðum hér á landi, sem hans há- tign Danakonungur veitti sjálfur, og aldrei var veitt nema lærðustu mönnum og hefðar prelátum. — Séra Þórður sótti um Grenjaðarstað, en auk hans sóttu 10 eða 11 prestar um staðinn, en konung- ur lét séra Þórð, hinn gáfaða og lærða kapelán í Vatnsfirði, ganga fyrir öllum og veitti honum brauðið 3. des. 1734, og svo flutti hann þangað austur vorið eftir. T il er góð lýsing á séra Þórði, svo- hljóðandi: (sbr. Pr.æ. Sighv. XVI, 745). „Hann var lítill vexti, vel gáfaður og vel lærður, — harðsinna, fálátur og ó- þýður oftast, — gjörðist stórbrotinn og drykkjugjarn á seinni árum og var lítt vinsæll af sóknarfólki sínu, — þótti og stundum óþarflega framhleypinn." — Af þessari lýsingu séra Þórðar má sannar- lega ráða það, að hann hafi ekki verið neitt sérlega þægilegur eða „þýður“ í umgengni við aðra menn, enda eru til sagnir um það, hversu frakkur og orð- hvatur hann hefur verið, og þá einkum undir áhrifum víns, og ein þeirra sagna á þessa leið: Eitt sinn var séra Þórður staddur í samkvæmi og bar þá svo til, að einn kunningi hans bað mann að kveikja fyr- ir sig í tóbakspípu. Þegar hann hafði gjört það og rétti manninum pípuna aft- ur, sagði séra Þórður við þann sem við tók: „Það er mikið að þú skulir geta tekið við pípunni fram úr þjófnum." — En þá gegndi sá, sem í pípunni kveikti: „Ekki er betra að taka við henni fram úr hórkarlinum." Prestur þykktist við og skildu þeir í styttingi. Það hefur eflaust verið geðbrestum séra Þórðar að kenna, að honum var ekki veitt biskupsembættið á Hólum ár- ið 1740, þegar það losnaði við dauða herra Steins'biskups Jónssonar. Þá sótti séra Þórður um það, og var hann þá á bezta aldri, 37 ára gamall, og lærðastur allra preláta, sem til greina gátu komið, en fram hjá honum var gengið af veit- ingavaldinu, eflaust vegna harðsinnis hans og erfiðs lundarfars, og máske einnig vegna drykkjuskapar hans. S , iUdeaum oe átti í útistöðum við marga menn í um- hverfi sínu, og skal nú lítillega sagt frá þeim, og hinum óhugnanlegu endalokum hans, sem munu hafa verið afleiðing af þrasi því og þrefi, sem hann átti í við nágranna sína. Það var sama haustið og séra Þórður sótti um biskupstignina á Hólum árið 1740, að hann reið í Grænavatnssauða- rétt og komst þar í illdeilu við bónda einn harðan og óvæginn, og skildu þeir með illindum og höfðu í hótunum hvor við annan. Við einn nágranna sinn lenti séra Þórðúr þá einnig í deilum og þrasi um þessar mundir. Þennan náunga grun- aði prestur um það „ódæði“, að hafa getið barn með systur hans, sem var á vist með honum á Grenjaðarstað. —- Prestur hótaði honum öllu illu, og mun hann hafa „uggað um sig“, eða m. ö. o. hafa verið hræddur og var um sig fyrir guðsmanninum á Grenjaðarstað. Þarna voru því tveir „heiðursmenn“, sem báð- ir þóttust eiga sér í að hefna við prest, enda voru þeir víst óspart nefndir í sam- bandi við hinn ógurlega glæp, þegar séra Þórður var myrtur sumarið eftir, og nú verður sagt frá. mr að var einn dag á engjaslætti sumarið 1741, að hjú séra Þórðar voru við heyskap á engjum, að venju, en prest urinn, kona hans og börn voru heima og auk þeirra stálpaður léttadrengur. Þeg- ar leið á daginn fór drengurinn að berja fisk fram á steini, í dimmum krók í bæj- argöngunum. — Þá gekk prestur fram hjá honum til dyra, en áður en hann kæmist alla leið út, kom hann aftur hlaupandi inn göngin, og sneri að svefn- herbergi sínu og hvarf þar inn. En á eftir honum hljóp „dólgur nokkur digur, grár og loðinn sem sauðargæra", en um leið og hann skauzt fram hjá drengnum, fann hann af honum „illan þef“, en sá ekkert sköpulag á honum svo því yrði lýst, og varð drengurinn allhræddur við sjón þessa. — Þessi „dólgur", sem svo var kallaður í samtíma frásögnum, læddist svo að svefnherbergisdyrunum á eftir presti, en prestur komst undan honum inn í svefnherbergið og ætlaði að loka hurðinni á eftir sér, en „dólginn“ bar þá svo brátt að, að prestur gat ekki kom- ið því við. — „Dólgsi“ hljóp svo á hurð- ina, ruddist inn og læsti á eftir sér. — Þetta svefnherbergi prestshjónanna var undir borðstofuloftinu, en madama Hall- dóra sat uppi á loftinu ásamt börnum sínum, og var að sauma. Hún heyrði nú ógurleg hljóð og vein til prestsins niðri í herberginu og spratt á fætur, hljóp í ofboði ofan að herbergisdyrunum, en þær voru þá læstar og lykillinn tekinn úr hurðinni. Var þá allt orðið hljótt, svo að hún heyrði aðeins lítið þrusk, eins og stympingar ættu sér stað þar inni. —. Að eðlilegu kom mesta fát á madömuna og greip hana mikil hræðsla. Hún kall- aði þá á drenginn, sem hafði verið að berja fiskinn, og bað hann að hlaupa tafarlaust út á engjarnar, eins hratt og hann gæti, og biðja fólkið að koma heim eins fljótt og verða mætti. Þetta gjörði hann, en hún fór til barna sinna, sem voru óttaslegin uppi á pallinum. Mr aðan sem fólkið var að vinna á engjunum sást ekki heim á staðinn, en skammt þaðan var hæð, og af henni sást heim. Það hafði nú viljað svo til, að skömmu áður en drengurinn kom út á engið með þessar ægilegu fréttir, hafði einn vinnumannanna gengið á hæðina og hafði þá sagt: „Hver skrattinn fór heim túnið á Grenjaðarstað?“ — Hann hafði séð „dólginn", en grunaði ekkert að hér væri slíkur illvættur á ferð. — Fólkið brá skjótt við og hraðaði sér heim, en þegar það kom í túnfótinn, sá það gráa „dólginn" dröslast frá bænum og að hest- húsi utarlega á túninu og hverfa inn I það. — Var þá gengið í svefnherbergið, sem stóð opið, og var þar ljót aðkoma, Prestur fannst þar dauður, kyrktur, mar- inn og blóðugur, troðinn upp undir rúm sitt, svo þröngt sem verða mátti, og svo að með ólíkindum þótti. — Fólkið hélt að þarna væri draugur á ferð, og þorði enginn til hesthússins, en auðvitað var þetta holdiklæddur, lifandi maður, sem hafði dulbúið sig í loðskinnum til þess að geta kreist lífið úr séra Þórði á svona harkalegan hátt. Hann slapp því úr höndum manna, en hesthúsið var síðan kallað draugahúsið og hefur það til skamms tíma staðið í túninu á Grenj- aðarstað, eða máske stendur þar enn. Þ egar þetta gjörðist var hjá séra Þórði ráðsmaður, stór maður og sterkur. Hann mótmælti því eindregið, að það hefði verið draugur, sem banaði séra Þórði, en var þess fullviss, að hér væri um náttúrlegan mann að ræða. — Ráðs- maðurinn svaf með konu sinni í húsi frammi í bænum. Nokkru eftir að jarðar- för prestsins hafði farið fram, var það svo eina nótt, að hann vakti konu sína skjótlega og bað hana að fara á fætur og kveikja ljós, því að það er verið, —. sagði hann, að leitast við að hengja mig. — Konan fór þegar upp úr rúminu og Framhald á bls. 9 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. fölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.