Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 2
PVÐ eru víst engar ýkjur, að skýrsla Radcliffe-nefndar- innar um hið furðulega Vassall-mál í Bretlandi, sem nýlega var rædd í neðri málstofu brezka þingsins, hafi crðið mörgum ærið umhugsunarefni og geíið tilefni til endurskoðunar á var- úðarráðstöfunum í sambandi við allt brezka öryggiskerfið, og þá einkanlega með tilliti til sambandsins milli dag- blaðanna og opinberra embættismanna. Og sennilega er það ekki heldur of djúpt í árinni tekið, þegar ýmis helztu fclöð í Bretlandi hafa haldið því fram, að eftir seinni heimsstyrjöld hafi brezka þjóðin aldrei orðið að spyrja sjálfa sig jafnnærgöngulla samvizkuspurninga og einmitt nú. Maðurinn, sem nefndin dregur nafn sitt af, hefur verið aðalhvatamaður hinna umfangsmiklu rannsókna og lagt á sig geipimikla vinnu í því sambandi, enda varð hann á skömmum tíma um- ræddasti maður Bretlands. Jr essi maður er Radcliffe lávarður, sem nú er 64 ára gamall. Hann er samt enginn nýliði í opin- beru lífi Bretlands. Eitt stórverkefnið eftir annað hefur verið lagt honum á berðar. Ríkið hefur æ ofan í æ falið honum víðtækar og mikilvægar rann- sóknir á sundurleitustu málum. Og samt jafnast ekkert af fyrri verkefnum hans við það, sem hann hefur nú leyst af hendi. Hér var um að ræða sjálfan grundvöll brezks þjóðlífs — og þeim mun merkilegra var það, að hin tröll- aukna skýrsla hans og nefndarinnar hlaut einróma lof allra, sem til mál- anna þekktu. Jafnvel þau æsinga- kenndu dagblöð, sem urðu fyrir óvægi- legastri gagnrýni frá honum, verða að játa, að í dómum sínum hefur hann verið réttlátur og mannúðlegur. IVIannúðlegur! Það er einmitt orð- •ið, sem fyrst kemur mönnum í hug, þegar þeir vilja lýsa Radcliffe lávarði. Samt hefur hann fátt til að bera í ytra tilliti, sem freisti manna til að nota slíkt orð um hann. Verði hann á vegi manns á The Strand á leið í réttarsal- inn eða í Westminster á leið í efri mál- stofuna, klæddur svörtum, vel sniðnum fötum, með þéttvafða regnhlíf í hendi, með hornspangargleraugu, með mjóan og síkipraðan munn, þa minnir hann einna helzt á strangan lögkrókamann, sem af tilviljun hefur villzt út undir bert loft. En þessi ytri einkenni hans eru vill- andi. Hann þarf ekki annað en segja nokkur orð á nefndarfundi eða í réttar- sal til að mönnum verði ljóst, að hér er á ferð maður gæddur ríkri mannúð. Og einmitt af þessum sökum fær hann fólkið, sem stendur andspænis honum, til að leysa frá skjóðunni, og hefur það verið ákaflega mikilvægt fyrir rann- sóknina á Vassall-málinu. Ilvernig hefði honum ella verið kleift að draga upp hina skýru mynd, sem með einstaklega sannfærandi hætti lyftir sökinni á mistökum öryggisþjón- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verki um ensk lög, sem hann hefur alla tíð dreymt um að semja. Við skírn hlaut hann nafnið Cyril Radcliffe. Hann var sonur eins af æðstu embættismönnum brezka fiotamálaráðu neytisins, og þegar hann kom til Ox- ford til að nema lögfræði, barst snemma út orðrómur um, að hann væri frábær- um gáfum gæddur. Hann hélt háskóla- fyrirlestra jafnframt því sem hann starf rækti arðbæra og vaxandi málaflutn- ingsskrifstofu í Lundúnum. Síðan brauzt seinni heimsstyrjöldin út. í fyrsta sinn var hann kvaddur til þjónustu af ríkinu — og hann hlýddi þegar í stað. Nálega öll stríðsárin gegndi hann því mikilvæga embætti að vera skrifstofustjóri og forstöðumaður upplýsingamálaráðuneytisins. Það lá í hlutarins eðli, að slíkt starf var bæði umsvifamikið og umdeilt — stöðugar skærur milli blaða og stjórnarvalda, eilif óró og hitasótt. Því var meira að segja haldið fram, að nærtækasta hliðstæða brezka upplýsingamálaráðuneytisins á þessum árum mundi vera skrifstofur vel ferðarnefndarinnar i frönsku stjórnar- byltingunni á 18. öld. En í einni skrif- stofu ráðuneytisins var fullkomin ró og regla á öllum hlutum — þar sat skrif- stofustjórinn. Þar var svalt, þar var allt hvítt — og þar hékk aðeins eitt mál- verk á veggjum, að sjálfsögðu verk eft- irlætismálarans, Utrillos. F rá þessari skrifstofu gerði hann sér óróleikann, deilurnar og gauragang- inn fyrir utan að mjög skæðu vopni, sem Þjóðverjarnir óttuðust og höfuðæsinga- maður Hitlers, Joseph Göbbels, reyndi árangurslaust áð hamla gegn. En jafn- framt hugleiddi hann og ígrundaði með vaxandi kvíða skapgerðarþróun brezku þjóðarinnar á tímum væntanlegs friðar — og þær hugleiðingar birti hann í bók sinni „The Problem of Power“, sem vakti mikla athygli og var mikið lesin. Hadcliffe lávarður er maður hlé- RADCLIFFE LÁVARÐU R ustunnar af herðum flotamalaraðuneyt-drægur og faorður um sjalfan sig. Hann ísins og leggur hana við dyr brezka sendiráðsins í Moskvu? Þeir eru ófáir sem nú eiga pólitíska tilveru sína að þakka Radcliffe lávarði. Með enn skýrara hætti kemur þó mannúð þessa dálítið fjarræna manns fram í einkalífinu. Hann er maður sem á auðvelt með að bindast traustum og langvarandi vináttuböndum. Hann er einn af fjölfróðustu og vandlátustu Bretum um myndlist, sérfræðingur í frönsku impressjónistunum, og auk þess má segja að hann sé ástfanginn af hin- um merkilega franska málara Utrillo, enda hefur hann safnað málverkum eft- ir hann allt frá þeim tíma, þegar hann vann sér inn fyrstu peningana. Hann hefur einnig mikiar mætur á leiklistinni — og hefur meira að segja oftar en einu sinni á ævinni komið fram sem áhugaleikari. ögfróður! Það er sennilega lýs- ingarorðið, sem oftast er notað um hann, og þó segir það ekki nema hálfa sög- una. Fáir menn munu vita meira um eðli og starfshætti réttarfarsins en hann. Hins vegar hafa hin mörgu opinberu verkefni hans valdið því, að hann hefur aldrei haft tíma til að ljúka hinu mikla hefur aldrei látið það uppskátt, en kannski hafði hann það á tilfinningunni að ævihlutverk hans væri í því fólgið að taka þátt í sköpun annars konar Eng- lands, þar sem styrkurinn íklæddist feg- urð, og þar sem þjóðfélagið í heild yrði gagnsýrt af anda bræðralags og félags- lyndis. En einnig í þessu tilliti var sem líf hans væri höggvið sundur í búta af hinum mörgu og erfiðu verkefnum sem hlóðust að honum í forsæti óteljandi stórra nefnda. Þessi verkefni verða aldrei talin öll, en geta má þeirra stærstu. Eftir hin löngu og blóði drifnu ár Kýpurdeilunn- ar var honum falið það verkefni, sem þá virtist óleysanlegt, að semja uppkast að stjórnarskrá fyrir sjálfstætt lýðveldi á Kýpur — og hann leysti það. Það var Radcliffe sem var formaður hinnar stóru nefndar, sem tók öryggis- mál Bretlands til rækilegrar endurskoð- unar eftir njósnamálin á árunum 1960 -1961. Hann hafði varla að fullu lokið við það verkefni, þegar Vassall-málið brauzt út eins og nokkurs konar krabba- meinsemd — illkynjuð og banvæn, ekki einungis vegna versnandi ástands í ör- yggismálum landsins, heldur og vegna grómsins, rógburðarins og lyganna, sem komu í kjölfarið. Af þeim sökum varð rannsóknar- nefndin í Vassall-málinu mikilvægari og atkvæðameiri en nokkur önnur nefnd sömu tegundar. Og af sömu sökum hafa meðferð málsins og niðurstöður nefnd- arinnar gert Radcliffe lávarð svo vin- sælan og virtan meðal alls þorra Breta sem raun ber vitni. Ríkið hefur líka sýnt, að það kann að meta störf þessa mæta manns. Árið 1949 var Cyril Radcliffe gerður Life Peer (lávarður), en í fyrra varð hann Viscount (greifi) með öllum réttindum, sem þeirri tign fylgja. Og Radcliffe lávarður er ekki nema 64 ára gamall, svo enn má vænta nýrra afreka frá hans hendi í þágu brezku þjóðarinnar. aiagðar ar, sio» hafði Q föt hjá/ a þeim J MÁTTUR BÆNARINNAR Þar sem hesturinn minn var að klöngrast með mig yfir grjótið, féll hann undir mér, og ég kastaðist fram og hefði verið í hættu staddur, ef hann hefði strax staðið upp. En svo var hann vitur, að hann hreyfði hvorki legg né lið fyrr en hann fann að ég hafði losað mig úr ístöðunum. Þá stóð hann upp með mestu ró, eins og ekkert licfði að orðið. Þegar ég athugaði hvílík urð þarna var, sló það mig, hve nauðulega ég sloppið og ég fann sérstaka hvöt mér til þess að þakka af hjarta þeim miskunsemdanna föður, er svo hafði verndaö mig, að ég stóð upp ómeidd- ur eftir fallið. Við þetta gafst mér nýr kjarkur og öruggari ákvörðun að mæta ókvíðinn þeim ennþá stærri hættum, sem ég vissi að biðu mín. (Henderson: Ferðabók) ★ TALA BELGISKU Þegar Grímur Thomsen var í ut- anríkisþjónustu Dana, var hann citt sinn í mikilli veizlu með mörgum sendiherrum erlendra ríkja o.fl. stórmenni í Khöfn. Þar var meðal annarra gesta sendiherra Belga í Danmörku. Innti hann Grím eftir mörgu frá íslandi og þótti honum spurt ófróðlega. M. a. spurði Belgíu- maðurinn hvaða tungumál væri tal- að á íslandi, hvort það væri danska eða grænlenzka. Þá lítur Grímur á sendiherrann og svarar eins og ekk- ert sé sjálfsagðara: „Nei, þeir tala belgisku." Ilinn fann strax broddinn í svari Gríms, því að svo er mál með vexti, að Belgar eiga ekkert þjóð- mál og þykir það illt. FYRIR 300 ÁRUM Þann vetur á útmánuðum (1663), eður nær Maríumessu á langaföstu andaðist Ragnheiður, dóttir Bryjólfs biskups, 2ja og tuítugu vetra gömul. — Þá var vetur góður. (Árbækur Espólíns) Utgefandl: H.f. Arvakur, Heykjavík. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Ritstjórar: SlgurSur Bjarnason frá Viaur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konróð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garöar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Siml 22480. 18. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.