Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 5
Guomundur G. Hagalín ,Líf Ijóosins" II. grein .;•;-;•-.; - y^rsr.y-vyyii^ É, tg þykist hafa sýnt það, bæði í ritdómum og greinum og meðal annars þá er ég með tveim mönnum mér yngri en þó báðum uppöldum við klið rím- aðra Ijóða, valdi kvæði í fslenzk ljóð 1944-53, að ég kann engu að síður að meta ljóðrænan skáldskap, þótt hann sé ekki rímaður. Þegar á bernskuárum mínum las ég Ljóðaljóðin mér til unaðar og fleira í Heilagri ritningu, sem er mikill skáld- skapur og stórbrotinn, og á námsárun- um hér í Reykjavík las ég margt órím- aðra ljóða og dáði þá sérlega — eins og flestir aðrir ungir menn, sem hneigðust til skáldskapar —. ljóð Tagores, sem ég las á íslenzku, dönsku og ensku. Eg las ljóð Walts Whitmans, ljóðkynjaðan prósa Nietzsches og hin ljóðrænu leik- rit Maeterlincks, var sérlega hrifinn af Bláa fuglinum, og ég var hrifinn af ó- rímuðum ljóðum J.P. Jacobsens og Sig- björns Obstfelders, sem var séní sem stærðfræðingur og þó svo dreyminn og dulhneigður, að honum fannst sem hann hefði lent í misgripum á öðrum hnetti en þeim, sem honum hefði verið ætlað að lifa á, og ég fékkst talsvert við að þýða slíkan skáldskap. Og síðan hef ég lesið órímuð erlend ljóð á þeim þjóð- tungum, sem ég skil mér að bókmennta- legu gagni, og ég hef fylgzt það vel með í íslenzkri ljóðagerð, að ég þykist geta talað á þeim vettvangi jafnt um nýtt sem gamalt — eins og ég hef talið mér beinlínis skylt, að lesa þær skáld- sögur og þau leikrit, sem íslenzkir höf- undar hafa látið frá sér fara. Mér er og vei ljóst, að engu síður er hægt að yriíja á íslenzku fögur órímuð ljóð en á öðrum málum. Ég las og mat slíkan skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar, hvort sem hann birtist beinlínis í ljóði eða í leikritum hans, og einnig órímuð ljóð Nordals og Jóhanns Jónssonar. E i kki sízt hreifst ég af Fornum ástum Sigurðar Nordals, og ekki dylst mér það, að hann hefði getað orðið mikið skáld jafnt órímaðra sem rimaðra ljóða, ef hann hefði lagt þar við hug og hjarta. Hann hefði einnig og ekki sízt getað auðgað bókmenntir okkar íið einstæðum ljóðaþýðingum, því að enn hefur enginn þýtt erlent ljóð betur, náð anda og hrynjandi frumkvæðis á íslenzku máli og með íslenzku rími af meiri ágætum en hann, þá er hann þ>ddi Attantis Frödings, — það er slík- ur bókmenntalegur gimsteinn í sínum íslenzka búningi, að það ætti að vera í hverju því safni, sem á að sýna það bezta H íslenzkri ljóðagerð. Hann hafði og að minnsta kosti skrifað eina sögu, Spekinginn, sem var og er enn alger- lega sálfræðileg og listræn, sérstæð í islenzkri skáldsagnagerð og sýnir ljós- lega, að á þeim vettvangi hefði hann getað rutt nýjar brautir. Leikrit hans, TTppstigning, sýnir það ennfremur Ijós- lega, að á því sviði hefði hann verið líklegur til nýskapandi afreka, ef hann hefði lagt sig þar fram. En hann valdi ekki þá leið að leggja rækt við skáld- gáfu sína. Hann kaus starf fræðimanns- ins og fræðarans, og þrátt fyrir hrifni mina aí órímuðum ljóðum, já, af því 11 meðal annars, sem lá eftir Sigurð Nor- dal á því sviði, varð ég ósegjanlega glaður, þegar ég las ritgerð hans Sam- hengið í islenzkum bókmenntum. Sumir sögðu þá gjarnan: Þetta er ekki annað en það, sem við vissum, en ég fann, að þetta varð að segja, þetta varð að koma fram í tiltölulega stuttri, vel formaðri og heiltækri ritgerð, þar sem væru lögð fram rök íslenzkrar menningar, íslenzkrar tilveru — og dregnar af þeim ljósar og afdráttarlaus- s'r ályktanir — og þetta varð að gerast einmitt á þeim tíma, sem Sigurður Nor- dal gerði það, því að þá var mikil ólga í" hugum ungra manna og þjóðin stóð áuðsjáanlega á mörkum mikilla og rót- tækra þjóðfélagslegra breytinga. Ég fann og skildi, með sögu þjóðar minn- ar í baksýn, að þarna var lögð brautin, sem okkur, ungum mönnum, bar að ganga, ef við áttum ekki að tefla til- veru tungu okkar og menningarerfða í voða, ef við áttum ekki að gerast á viðsjálum tímym róthöggsmenn í stað ræktunarmanna. Og þetta munu fleiri hafa fundið, þó að þar um liggi ekki fyrir neinar yfirlýsingar — en hins veg- ar talandi verk þjóðskálda. Það mun og aldrei verða lagður kvarði á þau feikna sterku og varanlegu áhrif menningar- legs skilnings, ábyrgðar og ðrvunar, sem Nordal hafði á nemendur sína í norrænu- deildinni, — og á þjóðina með ýmsu því, er frá hans hendi kom. Ég minnist þess ævinlega, hve mér hló hugur í brjósti við lestur bókar hans um Völu- spá, — hvernig hinn glaði grunur um að þar hefði íslenzkur maður verið að verki, óx til vissu við lesturinn og til fullrar sannfæringar um það, að þjóð- armeiðurinn íslenzki hefði ekki orðið til af allt að því hlálegri tilviljun, hefði þá heldur ekki lifað af nauðaldirnar til þess, eins að verða að sprekum í vind- um breytinga og byltinga, sem blésu um hann ai' veraldarhafinu, sprekum, sem fykju síðan til allra átta. Þetta var máttug sannfæring, og ég er í eng- um vafa um, hve hún og þær stað- reyndir, sem Nordal hafði ljóslega sýnt fram á íritgerð sinni 1924, höfðu djúp og varanleg áhrif á mig og mín störf, enda var sem þarna hefði mér verið sannað það, sem ég hafði haft á tilfinn- ingunni, og sú stefna mörkuð, sem væri í fyllsta samræmi við eðli mitt, upp- eidi og ábyrgðartilfinningu. Ég hygg, að án þeirra áhrifa hefði ég aldrei lagt þá rækt við að kynna mér söguleg og þjóðfélagsleg rök bókmenntanna og á- hrif þeirra á þróun þjóðmenningar hér á landi og erlendis, sem raun hefur orð- ið. • ÁHRIF NORDALS u, Davíð Stefánsson. m bein og óbein áhrif þessara staðreynda og þeirrar stefnu, sem þær mörkuðu, á aðra þá, sem látið hafa verulega til sín taka á sviði íslenzkra bókmennta, get ég ekkert fullyrt, en þegar Sigurður A. Magnússon ræðir um þá Davíð og Tómas, Laxness og Stein Steinarr og hyggur auðsjáanlega á for- ystu í bókmenntum okkar, enda — að mér skilst — til hennar kvaddur af sjálfu Stúdentafélagi Reykjavíkur, þá verður mér sem þar tali maður, sem komi hér aðvífandi, sem sé alls ekki uppalinn á fslandi og virði bókmennta- lega þróun og menningarerfðir íslend- inga fyrir sér með allt annað en „ís- lenzkum augum". Davíð Stefánsson kom fram sem skáld í lok heimsslyrjaldarinnar fyrri. Það var mikið rót á andlegu lífi hins mennt- aða heims, þótt mjög væri það með ymsu móti, eftir því hvort löndin höfðu tekið þátt í styrjöldinni eða setið hjá, og upp komu margar og margvíslegar stefnur í bókmenntum og listum og ýms ai blikur voru á lofti í þjóðfélagsmál- um.- Styrjaldarárin höfðu orðið okkur fs- lendingum erfið. Danir höfðu reynzt — eins og í Napóleons-styrjöldunum — ófærir og jafnvel ófúsir til að sjá okk- ur fyrir nauðsynjum og glötuðu á styrj- aldarárunum bæði stjórnmálalegum og viðskiptalegum völdum sínum hér á landi. Bretar réðu hér öllu, sem þeir vildu ráða, skömmtuðu okkur smátt verðið á afurðum þeim, sem þeir hirtu, og ennfremur viðskiptin við Evrópu, en til Ameríku, sem allt í einu varð okkur nú mikilvæg í fyrsta skiþti í sögu okkar, var ærið langt að sækja og að vonum frumbýlingsháttur á skipakosti okkar. Jóhann Sigurjónsson. Hér var því hvorki neyð né óhóf á styrjaldarárunum, og upp úr styrjöld- inni var hér flest í vafa með tilliti til framtíðarinnar, frekar dauft yfir at- vannu og fjárhagsmálum, en þó augljóst, að sú þróun hlaut að halda áfram, að þungamiðja þjóðlífsins flyttist meir og meir úr sveitunum í þorp og bæi. I T nga fólkið í sveitinni ólst upp við síaukið fásinni, og við sjávarsíðuna stóðu því svo sem ekki til boða neinar nægtir, hvorki fæðis, klæðis, þæginda né mennta. Það var dauft yfir menn- ingarlífinu og öllum bókmenntalegum áruga. Flest þeirra skálda, sem fram höfðu komið á síðari hluta 19. aldarinn- ar og um aldamótin, voru látin eða búin að lifa sitt fegursta, og þau, sem síðan höfðu getið sér einhvern orðstír, nutu ekki jafnmikilla vinsælda og valda með þjóðinni. Það sýnir meðal annars mögu- leika þeirra skálda og rithöfunda, sem nú kynntu sig á íslandi, að þau áttu yf- irleitt ekki að neinum útgefanda að hverfa, urðu að gefa sjálf út bækur sín- ar og síðan flýja með útgáfu þeirra úr höfuðstaðnum norður til Akureyrar. Það blés sem sé engan veginn byrlega á sviði bókmenntanna, var ekki einu sinni því að fagna, að yfirleitt væri þeim heitið, sem skrifa vildu eða yrkja, „náðugri ritsjórn því næst sem í vist". Ég hygg, að það sé ekki enn metið eða skilið til fulls, hvert nauðsynjaverk Dav- íð Stefánsson vann íslenzkri Ijóðlist, bókmenntunum, þjóðinni, þá er hann í bók eftir bók kvaddi sér þannig hljóðs, að ungir sem gamlir hlustuðu, já, jafn- vel þeir, sem töldu sig sjá það, að ís- lenzk ljóðást og skáldsnilli gengi til graf- ar með þeim hinum eldri skáldum, sem þá voru enn á lífi! Sú ólga og óró, sem var í kvæðum Davíðs, hæfði þeim ungu, en ofbauð mörgum hinna, en þar sem efnisval hans var fjölbreytt og hann sneið kvæðum sínum form eftir efni, hafði hann líka eitthvað að bjóða þeim, sem kunnu settlegu kvæðasniði. Hann átti og ekki aðeins æsitóna, þegar hann sló strengi tilfinningalífsins, heldur náði tónsvið hans einnig yfir strengi mildrar og dulkenndrar viðkvæmni og dreymni sem öllum gat hugnazt. Svo var það þá hljóðfall og rím. Hann notaði yfirleitt stuðla, höfuðstafi og hendingar, en leyfði rér þó að haga rími og hrynjandi eftir breytilegri stemingu ljóðsins, já, sinnti ekki lögmáli jafnlangra vísna eða, ljóð- lína, þe^ar svo bar undir, að breytileg- um hughrifum Ijóðsins hentaði annað. 18. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.