Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 1
 in**gtftiwtifr*iti0 nokkurs annars manns, og hafði í hót- unum að segja af sér. . Slikar hótanir hafði hann í frammi hvað eftir annað um ævina. í heilt ár lét hann völdin í hendur Tartarahöfð- ingja, sem leyfðist að sitja í hásætinu og kalla sig Símeon zar, enda þótt ívan færi raunverulega með völdin. Og í hvert skipti sem hann hafði við or'ð að segja af sér, gerði hann ýmsar ráðstaf- anir til að flytjast til Englands. 28. tbl. — 6. október 1963 — 33. árg D J il skamms tíma hefur Ivan keis- ari IV — þekktur undir nafninu ívan grimmi — legið í skrautlegri kistu i dómkirkju Mikaels erkiengils í Kreml, við hliðina á syninum sem hann myrti sjálfur. Nú hefur líkið verið tekið upp og læknar eru að rannsaka beinin. Sam kvæmt bráðabirgðaskýrslu hefur hann ekki verið fríður — andlitið breitt, vangasvipurinn hvass' og lákamshæðin 6 fet og 3 þumlungar. Skýrsla þessi segir okkur ekkert, sem ekki var þegar vitað. Samtíma sagnii lýsa honum sem grannvöxnum og slána legum manni, með hátt enni og hvasst arnarnef, og augu svo náin, að jafnvei á unga aldri var hann líkastur gammi á svipinn. Hann var álútur, alltaf i vandræðum með hendurnar á sér, og göngulagið var álappalegt. Rautt skegg- ið var alltaf úfið, yfirskeggið of langt, en kollurinn rakaður. Útlitið var næst- um hlægilegt, en það var hegðun haris ekki. Rc Lússar kölluðu hann fvan Grozny leitt af orðinu groza, sem þýðir þrumu- veður. Og hvar sem hann fór, stóðu af honum þrumur og eldingar. Röddin, hmaburðurinn og hreyfingarnar gáfu til kynna, að þarna fór maður, frá- brugðinn ö!mm öðrum, sem lifði eim og undir' martröð. Aldrei sást hann brosa, en stundum rak hann upp ískr- andi hlátur. Röddin var há og hvín- andi, og hann bar óðan á, rétt eins og honum leiddist að tala og vildi hrista það af sem allra fyrst. Hann virðis-t hafa hatað fylgdarliðið, sem jafnan var kringum hann, og liðið skást þegar hann gat verið einn, í þung- um þönkum, og fékk þá stundum þung- lyndisköst, sem létti ekki fyrr en hann hafði framið eitthvert morð eða ofbeld- is'verk. Hann elskaði ekki heiminn. Hann á einu sinni að hafa sagt: „Taktu hláturinn frá okkur, ó Guð, og gefðu mér grát og kveinstafi, því að sannar- lega er þessi veröld. ógeðsleg og and- styggileg". E nda þótt við þekkjum hann nógu vel til að kannast við hann, ef hann birtist okkur, 'vitum við miklu minna um hann en. okkur gæti langað til. Þekking okkar á honum byggist á munkaskrifum og réttarskjölum og frá- sögnum erlendra gesta við hirð hans, en mikill fróðleikur um hann hefur far- ið forgörðum. Við höfum ítarlegar frá- sagnir af stjórn Elízabetar drottningar, sem var uppi á sama tíma (og hann átti vinsamleg samskipti við), en sann- anlegur fróðleikur um ívan má heita hreinasta óvera. Heil ár líða svo, að hann hverfur algerlega í skuggann og við höfum litla hugmynd um, hvað hann hefst að. En svo koma önnur ár þegar " egar Rússar líta yfir ófriðlega sögu sína, minnast þeir ekki ívans með neinum viðbjóði. Þeir vorkenna hon- um miklu fremur en hata hann, og þeir minnast landvinninga hans og þess, hvernig stór fiæmi af Siberíu opnuðust nni llkur" þeim á stjórnarárum hans, miklu frem- ur en glæpa hans. Stundum var það, að eftir að hafa framið morð í ofsabræði, bað hann sálir hinna myrtu fyrirgefn- Eftir Robert Payríe hann er fremst á sviðinu og við vitum óþarflega vel um athaf-nir hans. lann var fæddur árið 1530, sonur Vasilís III, stórhertoga af Moskvu, en sonarsonur ívans III, sem þekktur er undir nafninu ívan mikli, en hanri hafði kvænzt býzanskri prinsessu að nafni Sofía Paleólóga, bróðurdóttur síðasta býzanska keisarans, Konstantínosar XI. í æðum hans rann sænskt, grískt, finnskt og Tartara-blóð. Hann vár þriggja ára þegar faðir hans lézt, og æska hans var stöðugur ótti við tilsjónarmennina, sem gerðu það sér til gamans við há- tíðleg tækifæri að setja hann í hásætið í höllinni miklu í Kreml, og ávarpa hann sem stórhertogann af Moskvu og, auðsýna honum lotningu — en næsta dag hafðist hann svo við í loftlausu hallar-hrófatildri, og þá var lokið allri kurteisi hjá þessum aðalsmönnnum, sem voru að velta því fyrir sér, hvort þeir ættu að setja hann á. Aðal-áhugamál hans var sagnfræði, og uppáhaldslesefni Konungabækurnar og saga býzanska keisaradæmisins, sem hann vonaði að endurreisa, og sá þá í arda sjálfan sig sem eftirmann Konst- antínosar og keisaranna. Þegar hann svo komst til valda, sautján ára gamall kajlaði hann sig Zar (Cæsar), og var fyrsti einvaldi Rússa, sem þann titil bar. En hann varð fyrstur á fleiri svið- um. Hann var fyrsti Rússi, sem kom á fót prentsmiðju, og fyrstur til að kalla saman þjóðþing,- Zemsky Sobor, og fyrstur til að hrekja burt óaldarflokka Tartara, og leggja Kazan og Astrakhan undir ríkið. Þá var hann á þrítugsaldri. J. æpum mánuði eftir að ívan var orðinn keisari, kvæntist hann hinni'und urfögru Anastasíu Romanov, en sú ætt átti siðar eftir að komast til valda í landinu. Hann var þrítugur, þegar hún dó, og söknuður hans var takmarkalaus. Hann var jafnvægislaus, samvizkulaus, hataði heiminn og sjálfan sig, og nú jukust þessir gallar hans um allan helm- ing. Þegar hann var ásakaður um að haga sér eins og reiðarþruma, svar- oði hann, að byrði sin væri þyngri ea ingar, og til er einkennileg bænabók, þar sem hann skráði nöfn þessa íólks og fór þess á leit, að sálumessur og dag- legar fyrirbænir færu fram, þeixra vegna: „Vegna nunnunnar Evdoxíu, einu nunnunnar, sem hefur verið drekkt samkvæmt boði keisarans, og vegna nunnunnar Maríu og Alexandríu . ." „Vegna Popovs og konu hans, tveggja sona og dætra. ." „Vegna fólksins frá Pskov, karla, kvenna og barna .. alls 700 manns". Og þannig áfram, blaðsíðu eftir blað- síðu. ívan var hryggur og kvalinn á sama hátt og Fjodor Karamasov hjá Dostój- evskí. Eðlilegt ástand hans var að vera þunglyndur og úrvinda og haldinn sjúklegri reiði gegn öllu mannkyni, og Við þessu varð ekkert gert. Ekki stoð uðu heldur neitt þessar sjö konur, sem hann átti, og þær fjörutíu hjákonur, sem hann hafði á sínum snærum. Und- ir ævilok sín "trúði hann, að Lady Mary Hastings sem'var frænka Elízabetar drottningar, gæti læknað hann af þess- um kvölum og sektarkennd, en hún hafn aði bónorði hans og það var síðasti ósig- ur hans af mörgum, Framhald á bls. 12 Ivan suumú: „Taktu liiátuiinn frá okkur, ó, Guö...''

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.