Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 13
innan skamms muni þetta ná til alls landsins? S.M.: Þessu get ég ekki svarað nema að því leyti, að forvígismenn kaup- manna út um land hafa átt við mig samtöl, bæði fyrir samþykktina og eftir að hún hafði verið gerð, um það sem lýtur að kvöldsölustarfsemi. Þessi óheillaþróun, sem ég nefni svo, hefur líka orðið úti á landi og skapað sömu vandamál og hér. H.J.H. Reiknar úf geimstöðu Mars tii 2000 Hraðvirk rafmagns-reikni-| vél er nú notuð við háskólann í Kaliforníu, til þess að reikna út með allt að sjö desímala nákvæmni geimstöðu Mars, fram til ársins 2000. Vísindamenn, sem hyggjast senda geimfar í áttina til Mars á komandi árum, verða að nota þessar töflur til að vita stöðu stjörnunnar á hverjum tíma. Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna, sem stjórnaði nauðsynlegum rann-' sóknum, mun gefa út þessar töflur og gera þær aðgengilegar þeim, sem áhuga hafa á þessum málum. Við væntanlegar flugferðir til Mans og annarra reikistjarna, þurfa( geimfararnir hárnákvæmar upplýs-j ingar um stöðu stjörnunnar. Og næstuim enn nákvæmari útreikninga er þörf ef m-enn ætla að lenda þar. Athuganir á Mars og öðrum reiki- stjörnum í sólkerfinu hafa verið gerðar frá elztu tímum af stærðfræð- ingum og stjarnfræðingum. Og á síð- ustu tímum hafa vísindamenn getað Íreiknað út hreyfingar reikistjarna, mörg ár fram í tímann. Almennar reglur um hreyfingu helztu reiki- stjarnanna hafa verið notaðar síðan fyrir síðuslu aldamót. Og allar reynd ust þær furðu réttar, nema h-vað Mars snerti. K enningin viðvikjandi Mars var, sett fram árið 1898. En níu árum Framhald á bls. 15 Skuttogarar Einn af nýjustu skuttogurum Norðmanna, Xromsöy 1. Framhald af bls. 9 A Imennt virðist sú skoðun ríkjandi meðai þeirra, sem mezta reynzlu hafa í þessum málum, að flokka megi togara í þrjár stærðir. Stærstu togararnir eiga öruggiega allir að vera byggðir sem skut togarar, enda séu skuttogararnir þá það stórir. að þeir séu búnir tveim þilförum. Minnstu gerð togara, þ.e.a.s. þeir togar- ar, sem aðeins eru með einu þilfari, eiga hiklaust áfram að vera hliðartog- arar en ekki skuttogarar. Á þessum minnstu skuttogurum er áhöfnin á opnu óvörðu þilfari og því að engu leyti bet- ur seit en á hliðartogara nema síður sé. Á hliðartogara af þessari stærð má hins vefar hafa lokað rými aftast á skip inu, sem ásamt lokuðum hvalbak eykur öryggi þess mikið. — Samkvæmt áliti, sem þekktur brezkur sérfræðingur lagði fram, ættu mörkin milli hentugustu stærða skut- togara og hliðartogara að vera eftirfar- andi: Allir togarar yfir 650 brúttólestum ættu skilyrðislaust að vera skuttogarar. Áhtamál er með togara, sem væru 450 til 650 tonn, færi eftir aðstæðum. En togarar undir 450 lestum einungis hlið- artogarar. Persónulega væri ég á sama máb, enda koma kostir skuttogaranna fyrst og fremst í Ijós, þegar þeir eru orðnir nægilega stórir til að hafa tvö þilför. E ger þeirrar skoðunar, að ef við byggðum togara í náinni framtíð, þá ælli að smíða þá með tilliti til hinnar verðmætu reynslu, sem fengin er í ná- g-r,nnalöndunum — og að allir togarar yfir 650 lestum yrðu þá skuttogarar. H.J.H. LEIÐRETTING í LESBÓK Morgunblaðsins 14. tbl„ 21. apríl sl„ voru birtar nokkrar lausavísur. Þar sem sumar þeirra voru lítillega rangt með farnar að minni ætlan og feðranir á öðrum vafasamar eða ónógar, vil ég láta yður í té athugasemdir mínar við þær vísur, sem ég tel mig kunna betri skil á, ef þér kynnuð að vilja leiðrétta þær síð- ar og hafa það, er sannara reynist. Vísan: Allt þó sýnist blítt og bjart — ei eftir Kristján Jónsson og í ljóðabók- um hans (bls. 274, 1. útg. 1872). Af Eyrarbakka út á Vog (á að vera út í Vog, sem er eðlilegt mál). Vísan er gömul, og aldrei hefi ég heyrt hana eign- aða Birni Gunnlaugssyni. Hún er prent- uð í Alm. þjóðvf. 1913, bls. 67, og er sennilega birt þar af Jóni Þorkelssyni, þar höfundarlaus. Einnig er hún prentuð í Sunnanfara VI, bls. 100 (1896—1897), sömuleiðis höfundarlaus. Þar er Eyja- sandi: Eyrarbakka. Mér þætti mjög vænt um, ef þér vilduð láta mig vita um heimildir fyrir feðrun yðar á vísunni, og víst væri gaman, ef víst reyndist, að hún væri ort af Birni. Ég hefi haldið hana gamlan húsgang; í Sunnanfara er hún nefnd: Gömul vísa. Áratogafjöldinn er vitaskuld út í loftið, hvort sem miðað er við Eyjasand (Landeyjarsand) eða Eyrar bakka. I síðustu braglínu vísunnar á að standa: fjegur móti vegur (ekki fjögur) vegna rímsins, enda er það rithæf orð- mynd. Af því ber ég enda sút — er prentuð í Blöndu ásamt tildrögum (V, bls. 304— 305). Er vísan í ævisögubroti Jóns Þor- kelssonar (forna), rituðu af honum sjálfum. Segir hann, að vísan sé eftir Evalíu Erlendsdóttur, húsfreyju á Sönd- um í Meðallandi, en hún þótti nokkuð laus í rásinni. Orti hún vísuna, er hún kom eitt sinn af fundi skipbrotsmanna. Jón var alinn upp þar eystra og þekkti til fólks þessa, sá enda mann Evalíu, en hún lézt ári áður en hann fæddist. Má pví taka mark á frásögn hans. Blanda hefir bar: ber í 1. braglínu. Vísan, sem birt er eftir Sírnon Dala- skáld, er dálítið afbökuð. Rétt er hún þannig: Af því nú er komið kvöld og kærstur liðinn dagur, rennur undir rekkjutjöld röðull klæða fagur. Það breytir hugsuninni og skemmir vís- una að hafa rökktjöld: rekkjutjöld í 3. braglínu. Einnig á saman klæða- og röðull. Klæðaröðull er klæðasól: kona (kenning). Hér er þvi alls ekki að ræða um orðið: klæðafagur, eins og prentað er. Önnur vísa er þessari samstæð: Sál mín brynni af Sjafnar eld, sæl um njólustundir, ef hjá mér rynni hýr í kveld hringa sólin undir. Vísur þessar þurfa helzt að halda hóp- inn. Tilefni þeirra er, að stúlka er að ganga til hvílu. Vísurnar eru afbragðs- góðar, og leitun á, að betur sé farið með kenningar. Sömu líkingunni er haldið frá upphafi til enda í báðum vísunum, enda var Símon oft snillingur í slíkum lífræn- um kenningum. Vísurnar eru upphaflega í Kormáki, einu af ljóðakverum Símon- ar, prentað á Akureyri 1886. Vísa Þjófa-Lása: Að mér færir (hefi ég alltaf heyrt, ekki réttir) auðarslóð (ekki auðarglóð, sem líklega er prent- villa, Auðarslóð er kvenkenning. Jóhann Sveinsson. Æskan Framihald af bls. 7 — En haldið þið þá að þetta verði svona? — Nei, ekki að öllu leyti, en það er kannske margt sem kemur fram eftir meira en 50 á:r. — Skrifið þið mikið? — Ja, ekki getum við sagt það. — ég hef einu sinni tekið þátt í samkeppni hjá Æskunni og fékk þá þriðju verðlaun — bætir Ragnheiður við. — Er gaman að skrifa? Ja, það fer eftir því hvernig efnið er, ef það er við okkar hæfi og við höfum áhuga á því, þa er gaman. — Þið voruð báðar um þetta, hversvegna? Okkur fannst það stuðning- ur, komum báðar með hug- myndir og töluðum saman um þetta. — Og ætlið að skrifa meira? — Nei ætli það. — Ég er á förum til Noregs, — segir Ragnheiður og Svala bætir við — ég fer í kvenna- skólann — en ef það dytti í okkur, þá getur það svo sem vel verið. — En ykkar framtíð? — Við erum ákaflega bjart- sýnar og ef allt þróast eins áfram, þá er ekki ástæða til að óttast. Jón Axel Egilsson er átján ára verzlunarskólanemi. — Hvers vegna tókst þú þátt í ritkeppninni? — Ja, ég veit ekki, vinur minn sagði mér frá henni og ég var búinn að fá heilmikla hugmynd og krotaði hana nið- ur, — en ég hef gaman af að skrifa og mála og teikna þar sem hugmyndaflugs gætir, ég hef lika lesið enskar og dansk- ar „vísinda skáldsögur" og byggt skýjaborgir um framtíð- ina að gamni rnínu. — Þú leggur áherzlu á fisk- veiðar og landbúnað í þínum þætti. — Já, þær greinar hafa þró- azt ört síðustu 50—60 ár. — En hversvegna er togarinn þinn egglaga? — Til þess að hann sökkvi ekki, svipað lag og á nýjustu björgunarbátum, sem ekki geta sokkið, en mér datt í hug stærra skip með þessu lagi, það er kannski eina leiðin til að þau sökkvi ekki þar sem hvergi er opið. — En plasthimnarnir? — Ég greip það vegna þess að nú byggja þeir hús á veturna undir plasthimnum. — En framtíðin, verður hún svona? — Kannski ekki alveg, en a. m. k. í áttina. Ég býst við að menn fari þá meira út í sér- nám og að þá verði meiri tækni í landbúnaði og útgerð. — Ætlar þú þá í sérnám? — Það sem mig langar til að læra er kvikmyndataka og kvik myndagerð, ef það verður, þá fer ég feti framar en afi minn, en hann var ljósmyndari. — Þarna er heiðursskjal, fyr- ir hvað? — Já, ég tók þátt í samkeppni um teikningar við ævintýri H. C. Andersen 1952—1953 og frú Bodil Begtrup afhenti mér þessa viðurkenningu. 28. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.