Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 8
Breyttur lokunartími - eða ekki?
Formabur Kaupmannasamfakanna og formabur
Verzlunarmannafélagsins ræbast vib um málið
Lesbók: Sigurður, hve langt fram eftir
kvöldi geta kaupmenn haft verzlanir
sinar opnar samkvæmt samþykkt borg-
arstjórnar.
Sig. Magnússon: Meginregla sam-
kvæmt samþykktunum er sú, að
öllar verzlanir hafa heimild tíl að
hafa opið jafnlengi. En söluturnar eða
kvöldsölustaðir hafa samkvæmt sam-
þykktinni rýmri sölutíma heldur en al-
mennar verzlanir eða til klukkan 22, þó
með þeirri undanþágu, að borgarráð
hefur leyft kvöldsölustöðum að hafa
opið t'il klukkan 11.30.
L: Venjulegar verzlanir verða þá
opnar
S.M.: Þær geta haft opið frá átta á
morgnana til sex á kvöldin. A þessu er '
þó aðeins ein undantekning og hún er
sú, að á föstudögum er gert ráð fyrir
að allar verzlanir geta haft opið til kl.
22, og þar fyrir utan eru svo heimildar-
ákvæði, sem gera ráð fyrir breytilegri
opnun eða öðrum opnunartíma en nú
er hjá verzlunum almennt.
L: Hvaða möguleika veitir þessi nýja
samþykkt verzlunum yfirleitt? Veitir
hún, þeim sem reka sínar verzlanir
einir án aðkeypts vinnuafls betri að-
stöðu en öðrum?
S.M.: Þessu er hægt að svara að því
leyti, sem við kemur heimildinni að
hafa opið á föstudögum til klukkan tíu.
En samþykktin eins og hún ligg-
ur fyrir í sambandi við föstudagssölu,
er með þeim hætti að vegna gildandi
kjarasamninga milli verzlanaeiganda og
verzlunarfólks, mundi samþykktin mis-
muna einstökum fyrirtækjum á föstu-
dögum. Þar með myndi samþykktin sem
slík stuðla að misrétti á milli hinna
einstöku fyrirtækja.
L: Hvenær fær samþykktin gildi?
S.M.: Hún á að koma til framkvæmda
frá og með 1. janúar 1964.
L: Að óbreyttum samningum við
verzlunarfólk geta þeir sem reka sína
verzlun haft opið til t£u á föstudögum
en aðrir, sem verða að reka sínar
verzlanir með aðkeyptu vinnuafli, eiga
að loka klukkan sex.
S.M.: Þetta er alveg rétt. Þetta er
mikill galli á reglugerðinni sem slikri.
L: Og hvað segir formaður Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur um afstöðu
verzlunarfólks til þessarar nýju sam-
þykktar?
Guðm. H. Garðarsson: Það er almennt
á móti þessari samþykkt, sem fram hef-
ur komið í samþykktum fjölmennra fé-
lagsfunda.
L: Á hvaða forsendum helzt?
G.H.G.: Meðal annars þeirri, að fólk
telur að þessi skipan hafi í för með sér
einkum tvennt, sem verði fólkinu til
óþægðar. f fyrsta lagi, að þetta hljóti
að hafa í för með sér verðhækkanir á
vörum og þjónustu og í öðru lagi, að
þetta hafi í för með sér vinnutímaleng-
ingu eða óhagkvæmari vinnutíma en
verið hefur.
S.M.: Það hefur aldrei verið ætlun
flutningsmanna tillagnanna og því síður
borgarstjórnar í heild að leggja með
samþykktinni neinar byrðar í formi
lengri vinnudags eða erfiðari vinnu-
dags á verzlunarfólk, heldur en nú er.
Það er ljóst, jafnt verzlunareigendum
og verzlunarfólki að vinnutími verzl-
unarfólks er eins langur eða lengri en
vinnutími annarra stétta þjóðfélagsins.
Þess vegna er enginn áhu'gi hjá okkur
að lengja verzlunartímann frá því sem
nú er. Og við, verzlunareigendur, ætt-
um heldur ekki að vera að óska sér-
staklega lengri tíma til þess að dreifa
olckar vöru. Spurningin er aðeins þessi,
er hægt innan ramma nýju samþykkt-
arinnar að starfrækja verzlunarfyrir-
tæki á öðrum tíma en nú er, þanmg að
betur fari saman þarfir almennings til
að kaupa, .geta verzlunarfólks til að
láta þjónustuna í té. Þetta er megin-
inntak málsins. Reglugerðin skapar
samningsgrundvöll en ekki lengri vinnu
tíma. Tilgangurinn er fyrst og fremst
að kanna til þrautar hvort hægt sé að
hagræða verzlunarstarfseminni.
L: Leiðir ekki af sjálfu sér að vinna
á föstudögum verði lengri en hingað til?
S.M: Jú, ef verzlunarfólk fæst til að
vinna á þeim tíma. Þá hlýtur annað
hvort að koma til bein aukagreiðsla eða
frí á^öðrum tímum í staðinn.
G.H.G.: Barátta verzlunarfólks á
undanförnum áratugum hefur beinzt að
því að ná samningum um vinnu-
tíma, sem skapað hefir þann lokunar-
tíma sem nú er. Viðleitni þessa fólks
til þess að hafa lokunartíma eins og
hann er, er því ekkert nýtt. Fólkið vill
hafa þennan vinnutíma, sem um hefur
verið samið, og telur þar af leiðandi
að sú breyting, sem hér er um að ræða,
sé afturför frá því sem verið hefur.
L: Hvenær er líklegt að samninga-
viðræður hefjist milli þessara aðila?
S.M.: Ég get svarað því á þá leið,
að okkur hafa núna fyrir fáum dögum
borizt kröfur Verzlunarmannafélagsins
og Landssambands íslenzkra Verzlunar-
manna, um kjarasamninga. Lokunar-
tímaákvæðið er aðeins einn liður þar í
af mörgum öðrum.
L: Hvenær er áætlað að viðræður um
nýja kjarasamninga hefjist?
S.M.: Þær eru þegar hafnar. Og samn
ingarnir eru, eins bg aðrir kjarasamn-
ingar, lausir frá 15. október.
G.H.G.: Álýtur þú, Sigurður, að þeir
sem standa að vörudreifingu í Reykja-
vík álíti, að við þessar breytingar
muni vöruveltan aukast?
S.M.: Það er erfitt að gefa eitt svar
fyrir allar greinar verzlunar. Ég geri
persónulega ráð fyrir hvað matvöru
snertir að aukning muni ekki sízt koma
fram í því, að vörusala, sem fram hefur
farið undanfarin ár — sívaxandi — í
svokölluðum kvöldsöiustöðum, sjopp-
um, muni flytjast mjög mikið yfir
í hinar raunverulegu matvöruverzlanir,
sem til þess eru ætlaðar, og eru byggð-
ar upp með það fyrir augum að láta
venjulega afgreiðslu og fullkomna þjón
ustu í té. Þannig að aukningin á þeirri
grein verzlunar verði fyrst og fremst
tilfærzla frá kvöldsölustöðum til hinna
raunverulegu matvörubúða. Gagnvart
öðrum tegundum verzlana ,tel ég hins
vegar mjög miklar líkur á að ef um
einhverja breytingu á afgreiðslutíma
verði að ræða, þá gæti þar verið um
veltuaukningu að ræða og beinlínis til-
færslu á eyðslufé almennings frá óhag-
nýtum hlutum yfir í hagnýta.
G.H.G.: Mig langar til að spyrja Sig-
urð hvort athuganir hafi verið gerðar
á því hversu stór hluti af vöruveltunni
fari nú í gegnum þessa kvöldsölustaði?
S.M.: Það hafa ekki farið fram tölu-
legar athuganir á því hversu mörgum
prósentum þetta nemur af núverandi
veltu. Það sem ég veit með vissu er,
að hlutur kvöldsölustaða hefur farið
sífellt stækkandi. Það byggist ekki ein-
göngu á því að fólkið þurfi meira að
verzla á kvöldin en á daginn, heldur
er hér um mjög mikinn ávana að ræða,
þ.e.a.s. að draga innkaupin eins lengi
og hægt er. Einnig vegna erfiðleika
sumra að komast í verzlanir á þeim
tíma, sem þær eru opnaðar núna.
G.H.G.: Eru ekki ákvæði hjá borgar-
yfirvöldunum um hvað verzla megi með
á svona stöðum.
S.M.: Þau eru ekki fyrir hendi?
G.H.G.: Þau voru það.
S.M.: En þau eru það ekki lengur.
G.H.G.: Áttu við að á síðustu mán-
uðunum hafi aukningin orðið einmitt
þess vegna?
S.M.: Nei, allt frá 1957.
Eramhald bls. 12
Borgarstjórn hefur nýlega gert samþykkt um heimild til breytinga á
lokunartíma verzlana, en Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur
lýst því yfir, að það sé andvígt breytingum. Lesbók hefur fengið þá
Sigurð Magnússon, formann Kaupmannasamtakanna og Guðmund H
Garðarsson, form. Verzlunarmannafél. Reykjav. til að ræða málið
B5SS
g LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
28. tölublað 1963