Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 2
# fg var ekki kosinn vegna þess, að ég er bláeygður“, sagði Juan Bosch, fyrsti lýðræðislega kosni foresti Dóminíkanska lýð- veldisins síðan 1924, „heldur vegna þess að ég er umbótamaður“. Stingandi blá augu, hvítt hár og stífbeint bak voru ekkert til foráttu hinum 54 ára gamla próf- essori í kosningunum í desember síðastliðnum. En það, sem færði honum þennan sigur, sem kom eins og skriða, var orð það sem hann hafði á sér sem starfandi byltingar- maður í aldarfjórðung gegn ein- ræði Trujillos, hæfileikar hans við dagleg stjórnmálastörf með öllum brögðunum, eins og þau gerast bezt í rómönsku Ameríku, og þessi næstum dularfulla köllunarkennd hans til að beina nýfrjálsri þjóð sinni í áttina til lýðræðis og þjóð félagslegs réttlætis. E n hér var um mikið að tefla. Vetgengni eða fail Booh-stjórnarinn ar — sem Kennedy-stjórnin blessaði með hálfum huga — gat orðið geysi- mikilvægt, ekki aðeins fyrir þessa hálfu fjórðu milljón Dóminíkana, heldur og fyrir rómversku Ameríku í heild. Vel- gengni hennar gat gyllt fyrir róm- önskuim þjóðum Amerifcu þann mögu- leika að losa sig við ómannúðlegt arð- ráns-einræði og fá í staðinn frelsi og bættan hag. En mistök hennar og óhöpp gátu ýtt undir þá kenningu Castros, að ofsaleg bylting og kommúnismi sé eina leið rómönsku Ameríku til hag- þróunar og mannréttinda. „Við erum staddir í miðjum hörðum byltingar- straumi, sem skekur allan nýja heim- inn“, sagði Booh forseti. En erfiðleikarnir voru jafn risa- vaxnir og vinningsmöguleikarnir. Bosch forseti lýsti ástandi landsins, sem hann hafði verið kjörinn til að stjórna, í fáum orðum í ræðu sem hann hélt nýlega: „Við höfum gengið að eiga berkla- veika konu með krabbamein, sem á 17 syni, og sá heilbrigðasti þeirra er fótbrotinn og með beinkröm". Kvillar Dóminíkanska lýðveldisins eru jafngamlir og nýi heimurinn. Saga þess hefst með spænsku nýlendunni Santo Domingo, sem stofnuð var af Kólumbusi á eynni Hispaniola í ferð hans 1493. Bosch hefur ritað: „Með því að það var fætt eins og þær skepn- ur, sem bera í sér eitrað blóð úr móð- urkviði, varð það vanskapað af þjóð- félagslegum meinum, sem entust því í aldir, unz þau náðu hámarki, í sam- blandi við önnur, í persónu og stjórn Rafalels Leonidas Trujillos“. JUAN BO Aðkomumaður, sem rekst af til- viljun inn í höfuðborgina Santo Dom- ingo '(endurskírð úr Ciudad Trujillo), getur ráðið það af stóru búðunum á Condesstræti, fallegu villunum í nýju íbúðarhverfunum og fínu bílunum á breiðu strætunum, að hér riki almenn velgengni. En þetta á ekki við nema örlítinn minnihluta þjóðarinnar. Meðalárstekj- ur hennar eru 190 dalir á mann, sem er lágt, jafnvel á mælikvarða róm- önsku Ameríku, og stórfurðulegt ef litið er á náttúruauðæfi landsins. Spöl- korn frá þessu blómlega verzlunar- hverfi miðborgarinnar taka við fátækra hverfin við Ozama-ána. Fram með fjall veginum fyrir ofan San Christóbal sjást nakin börn með útþanda maga, sem horfa daufum augum á bílana er framhjá fara. Á sykursvæðunum eru vesaldarlegir „bohios“, eða plantekru- kofar, eins og mý á mykjuskán um allt. Og í fjöllunum á miðri eynni, við landamæri Haiti, ríkir sóðaskapur, sjúk dómar og ólæsi í almætti sínu. I leiðangri sínum fyrir forseta- kosningarnar lofaði Bosch atvinnu þeim 300 þúsundum manna sem atvinnulaus- ar voru í landinu, ennfremur að deila landi því, sem Trujillo hafði átt, í smájarðir, sem svo yrðu afhentar hin- um landlausu campesinos. Hann lofaði að reisa skóla, sjúkrahús og elliheimili, að útvega betri húsakynni, betri sam- göngur og hækkandi lágmarkstekjur, og gera öllum kleift að eignast dýr- mæti eins og sjónvarp og kæliskápa. Hann kvað það líka ætlun sína að færa ýmis einkafyrirtæki í almenningseigu og þjóðnýta með stranglega lýðræðis- leguim aðferðum eine margar einika- landareignir og með þyrfti til að fram kvæma áætlun hans um landsnytjar. „Við verðum að flýta framförunum", sagði Bosch forseti, „og það eins mikið og hægt er, án þess þó að brjóta lýð- En að flýta framförum — eða koma á framförum yfirleitt — í landi, sem hefur lifað í fimm aldir við sér- staklega hörð kjör, að viðbættu 31 ári Trujillo-stjórnarinnar ga-t verið áláika þreytandi og að hlaupa í sandbleytu. Einræðisiherrann átti fjórðung alls lands ins, þegar hann var myrtur, og nú, þegar þessar eignir voru komnar í eigu ríkisins, skyldu menn halda, að land- búnaðarumbætur yrðu tiftölulega auð- veldar, þar sem ekki þyrfti annað en skipta landinu og fá svo tæknilega aðstoð og lánsmöguleika til þess að hjálpa bændunum af stað. En þessi áætlun gekk drepandi seint. Peninga skorti, þrátt fyrir lán frá Framfara- bandalaginu, og svo voru of fáir tækni- menn, þrátt fyrir sjálfboðaliðana frá Friðarsveitinni. Og svo var blátt áfram ekki nóg kunnátta fyrir hendi. J. stuttu máli sagt valt góður eða lélegur árangur af fyrirætlunum Bosch algjörlega á þessu fámenna en dug- lega einvalaliði hans, þar sem kunn- átta og dugnaður eru lífsskilyrði. En æðri stéttir og millistétttir landsins, sem hafa lifað undir stjórn þar sem enginn maður þorði að ákvarða neitt sjálfur, auk heldur sýna framtak, voru hikandi við að taka á sig nokkra ábyrgð. ■Allir fimm stjórnarandstöðuflokk- arnir afþökkuðH tilboð Bosch forseta um að koma í stjórn með honum. Ástæð an var sumpart sú, að hér þekktist það ekki, að hinn sigraði gæti unnið með sigurvegaranum. En svo er það líka hitt, að endurminningin um Tru- jillo-tímann nægði til þess að menn voru feimnir við að vera bendlaðir við ríkisstjórnina — hvaða ríkisstjórn sem var. að sem forsetinn þurfti því að styðjast við var sambland af 1) vel- viljuðu en gjörsamlega reynslulausu ungu fóLki, 2) pólitásikum húðarjálk- um úr hans eigin Dóminíkanska bylt- ingarflokki (P.R.D.), 3) ískyggilegum persónum, sem höfðu smeygt sér inn í valdastöður með því að nota sér hollustu við hann, frá því að hann var útlagi. Bosch prófessor, sem er strangheið- arlegur en jafnframt uppstökkur, rak ráðherra og tvo helztu trúnaðarmenn sína af því að hann hafði óljósan grun um óheiðarleika þeirra. Hann var svo einbeittur að vera sjálfur til fyrirmynd ar um heiðarlega framkomu, að hann heimtaði nákvæma tollrannsókn á far- angri konu sinnar, þegar hún kom úr stuttri ferð til Bandaríkjanna. Og samt hafði þetta siðferðilega tóm, sem varð eftir Trujillo-tímabilið, fyllzt af andrúmslofti gróðabralls og fjármálaspillingar, jafnvel í forsölum forsetahallarinnar, og að minnsta kosti greinilega í skrauthótelunum og spila- vítunum þar sem innlendir og erlend- ir farandsalar prönguðu með vöru sína. Þó heima-kommúnistarnir væru dreifðir unnu þeir með óþolinmóðum stúdentum og öðrum vinstriklíkum að því að skapa byltingarkennt andrúms- loft, svo að einhver þarlendur Castro gæti brotizt til valda. Máttur þessara manna var ekki áberandi — enda þótt þeir hefðu smeygt sér inn í hina lægri flokka stjórnarliðsins — en eftir að Bosch var steypt af stóli í fyrri viku hafa þeir orðið hættulegri. Hægriflokkarnir, sem eru undarlegt sambland af Trujillomönnum og Tru- jilloandstæðingum úr fremstu röð, lágu ekki heldur í letinni. Þrátt fyrir vara- þjónustu við endurbæturnar, höfðu þeir að herópi, að Bosch væri komm- únistavinur og þyldi kommúnistum að smeygja sér inn í raðir sínar, og víg- orðið „Við verðum að losa okkur við þennan kom'miúnista", náði stöðugt meiri útbreiðslu. Uerinn, sem var enn taugaóstyrk- ur og efablandinn um stöðu sína í ríki, sem tók við af Trujillo, hafði fengið ýmsar hvatningar til að taka þátt í byltingu, og sú varð raunin, að hann lét til skarar skríða. Á því er enginn vafi, að árásirnar á Bosch frá hægriöflunum öllu miklu tjóni. Erlend fjárfesting, sem mikil þörf var á, var ráunverulega stöðvuð, og þessi órói, sem lá í loftinu, tafði fyrir öllum tilraunum forsetans til að hrista þjóðina úr dauðadái kæruleysis um rekstur ríkisins. Einkum var honum áhyggjuefni það, sem hann taldi vera viljandi andróður gegn sér í Banda- ríkjablöðum, þar sem fram komu end- urteknar ásakanir á hendur honum um að vera kommúnisti. Afstaða Bandaríkjastjórnar gagn- vart honum einkenndist af von og kvíða í senn. Úrslitin í Santo Dimingo gætu haft áhrif, ekki einasta á hið lýðræðisreglur. Framhald á bls. ð Utgefandl: H.f. Arvakur. Reykjavllc. Framkv.stJ.: Slgfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður BJamason frá Vlaur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni GarSar Krlstlnsson. Ritstjórn: ASatstræti B. Slml 22480. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.