Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 10
------- SfiMAVIÐTALIÐ ________ Bókafitlum fer fækkandi - 17667. — Setberg. ■— Er Arnbjöm Kristinsson við? — Þetta er hann. — Lesbók Morgunblaðsins hér. Hvernig er hljóðið í ykkur bókaútgefendum núna? — Það er ágætt í mér. Ég veit ekki hvernig það er í hinum. — Segðu okkur Arnbjörn, hef ur einhver megin stefnubreyt- ing orðið í bókaútgáfunni á undanförnum árum? — Já, það er óhætt að segja að bókaútgáfan hafi breytzt erlendis. Þeirra breytinga er líka farið að gæta hér hjá okk- ur — og á eftir að gæta enn meira. Hyer er uppáhaldsmatur eiginmannsins Spurningunni svarar í dag frú María Sigurjónsdóttir, eiginkona Bjarna Einars- sonar, bifreiðarstj., Kópa- vogsbraut 44, Kópavogi: Uppáhaldsmatur Bjarna i er vafalaust Hamborgar- I hryggur með tilheyrandi grænmeti og rauðvínssósu \ og ís með ávöxtum í ábæti. 1 Sömuleiðis eru lambakóte- i lettur alltaf vel séðar. En þetta á aðallega við um eftirlætishátíðamat, því að hversdagslega líkar honum 1 bezt við einfaldan og lítið „brasaðan“ mat og tekur ^ gjarnan fisk fram yfir kjöt. Saltfiskur með rófum og 1 kartöflum er t. d. með þvi bezta sem hann fær. Silung- . I ur finnst honum líka ágæt- i ur, ýmist soðinn, eða þá mat 1 reiddur eftir þessari upp- skrift: 500 gr. silungur hakk i 1 aður m 1 eða 2 laukum, 1 , bolli hveiti (ca. 125 gr.), 1 matsk. kartöflumjöl, ca. 1 2 bollar mjólk, salt og pipar I eftir smekk. Hakkið og I eggin þeytt vel saman, j mjólkinni bætt í smátt og smátt og siðast mjölinu. 1 Deigið á að vera heldur 1 þynnra en fiskbolludeig. Sett í vel smurt hringform 1 eða ísform með loki. (Ekki haft alveg fullt, því að deig \ ið lyftir sér við suðuna). 1 Soðið í vatnsbaði ca. 40 mín. hvolft á fat og borið fram rjúkandi heitt með kartöfl- I um og bræddu smjöri eða mayonessósu. Líka má nota nýja síld í þennan rétt i , staðinn íyrir silung. — Og í hverju er breytingin einkum fólgin? — Bækur eru nú stöðugt meira myndskreyttar. Óðum færist í vöxt útgáfa ýmissa fjöl- fræði- og alfræðibóka, bækur BRIDGE OFT kemur það fyrir, að ýms- ar grundvallarrgelur gleymast, þegar spilið virðist við fyrstu sýn vera auðvelt. Er eftirfar- andi spil gott dæmi um þetta: A D 10 8 5 V Á D G 9 ♦ K G 8 7 2 ------ 6 3 A7 2 ¥ 10 7 3 ¥ K 8 5 ♦ D 10 5 ♦ 3 * Á K 9 * G 10 7 8 5 5 3 2 4ÁKG94 ¥ 6 4 2 ♦ Á 9 6 4 * D Suður var sagnhafi í 6 spöð- um og Vestur lét út laufa Kóng. Fijótt á litið virðist allt velta á því hvort Austur eigi bæði tígul Drottningu og hjarta Kóng. Ef svo er virðist spilið tapað, nema tígul Drottningin sé önnur og falli því í, þegar Ás og Kóngi er spilað. Við nánari athugun kemur í Ijós, að sama er hvar hjarta Kóngur og tígul Drottning eru, spilið á að spilast þannig: Spaða Kóngur er trompaður í borði. Næst er trompi spilað tvistur og eiga þá andstæð- ingamir ekki fleiri Tromp. Nú er Tígul Ás tekinn og tígul 4 látinn út. Vestur lætur tíuna og á að drepa í borði með Gosa, ví ekki skiptir máli hvort Austur á Drottninguna. Ef hann á Drottninguna þá lendir hann í vandræðum með út- spil og er sama hvað hann læt- ur út þ. e. hjarta eða lauf, spilið vinnst alltaf. Haukur Morthens: Tóta litla tindilfætt/HIiðin mín fríða. Vísurnar um hana Tótu voru sungnar í revíu, sem sýnd var í Reykjavík fyrir mörgum áratugum, en fólk- ið hefur verið að syngja þær fram á þennan dag svo það var mál til komið að við fengjum þær á hljómplötu. Hér er lagið sungið allhratt, í einskonar rokkstíl og leik- ur varla vafi á, að Tóta litla verður orðin alls ráðandi í óskalagaþáttunum innan skamms. Efnið í vísunum var í fullu gildi á sínum tíma, en er það ekki lengur, en kannski skiptir það ekki með fallegum litprentuðum myndum — og eru gefnar út í geysistórum upplögum. Lista- verkabækur, bókaflokkar um allt milli himins og jarðar: raf- magnið, jurtirnar, manninn, atómið --- óteljandi flokkar. Og rauði þráðurinn í þessum bók- um eru fallegar myndir. Það er leitast við að segja sem mest með greinargóðum myndum og texta í samþjöppuðu formi •— og á þann hátt, að ekki svali einungis fróðleiksfýsn lesenda, heldur gleðji einnig augað. — Og hver er helzta ástæðan til þessarar þróunar í útgáfunni — að þínum dómi? — Tíminn er alls staðar dýr- mætur. Allir eru í kapphlaupi við tímann. Vinnan, heimilið, félagsmálastörfin — allt krefst mikils tíma — og fólk vill kom- ast yfir sem mest og fá sem gleggsta mynd af efninu, þegar það gefur sér tíma til að setjast niður. Og á okkar tímum er fróðleiksþrá fjöldans óseðjandi. — Já, og svo er það sjónvarpið. Það tekur sinn tíma, eins og allir vita. — En íslenzkum bókaútgef- endum eru sett takmörk á þessu sviði sem öðrum? — Já, íslenzkri bókaútgáfu- starfsemi er sniðinn þröngur stakkur vegna þess hve upp- lag bóka er jafnan lítið hér. Utgefendur hafa þar af leiðandi ekki bolmagn til þess að leggja í mjög dýrar útgáfur, sem hætta er á að beri sig illa. Að vísu er útkoman alltaf misjöfn — og upplagið er líka yfirleitt lítið. — Hve stórt, yfirleitt? — Nú orðið er meðalupplag bókar sennilega um tvö þúsund — og útgefandi getur e.t.v. hitt á það einu sinni á 10 ára fresti að gefa út bók, sem hægt er að seija í 10 þúsund eintökum. — En hefur meðalupplag bóka farið minnkandi? — Já, fyrir u.þ.b. sjö árum var meðalupplagið um 2500 ein- tök. Bókatitlum hefur líka fækkað. Bókaútgáfa er að drag ast saman — þ.e.a.s. þeir, sem máli. Með Hlíðinni fríðu hefur, Haukur líklega ætlað að leika aftur það sem hann gerði þegar hann öllum á óvart sló í gegn með Blátt lítið blóm, og hver veit nema honum takist það. Hlíðin mín fríða er reyndar ekki alveg eins líflegt lag, en upplagt til að raula með eins og aliir gera nú orðið þegar þeir heyra Blátt lítið blóm . . . Tvö gömul lög, en góð, vel sungin af Hauki Mcrthens og undir- leikur hljómsveitar hans góður, með Gunnari Orm- slev í fararbroddi með ágæta saxófónsóló og skemmtilegan flautuleik. gefið hafa út eina og eina bók eiga við æ vaxandi örðugleika að etja. Hin raunverulegu bóka forlög, sem eru aðeins um 15 talsins, standa nokkurn veginn jafnvel að vígi og áður, að vísu er þetta upp og ofan frá ári til árs. — Hve margir voru bóka- titlarnir í fyrra? — Mér telst til að þeir hafi verið um 530, en þá er líka ailt talið — bæklingar og annað, sem í rauninni teijast ekki allt bækur. Þær, bækurnar, voru 360 talsins, en það svarar til að um 700 þúsund eintök bóka hafi verið gefin út á árinu. — Og hve mikið heldurðu að selzt hafi? — Það má reikna með að 400 þúsund hafi selzt 1 fyrstu um- ferð. ■— Það svarar þá til liðlega þriggja bóka á hvern einstakl- ing....... — ....... já, ef ólæsir eru frátaldir. — Já, einmitt. — Þá sérðu hve stórum upp- hæðum þessi litla þjóð ver í raun og veru til bókaútgáfu. Það er ekki merkileg bók, sem kostar 100 þúsund krónur í út- gáfu. Nei, hún er ekki stór. — Úr því að titlunum hefur fækkað og upplögin hafa minnk að, telurðu þá, að lestrarþörf fólks hafi minnkað? — Nei, það þarf ekki að vera — og er sennilega alls ekki, enda þótt hér séu allir komn- ir í kapphlaup við tímann, eins og víða annars staðar. Á síðustu 10 árum hafa nefnilega orðið mikiar breytingar á ann- arri útgáfustarfsemi. Fyrst og fremst á ég þar við dagblöðin, sem nú eru miklu stærri og betri en þau voru, læsilegri og flytja greinar og annað efni, sem áður var aðeins í bókum og tímaritum. Vikuritin hafa líka eflzt. Dagblöð og vikublöð svala því lestrarþörf fjöldans mun betur en áður. Samt sem áður seljast góðar bækur yfir- leitt vel. Útgefendur eru e.t.v. vandlótari í vali en áður — og um það er gott eitt hægt að segja. Enda þótt dagblöðin gegni ákveðnu og þýðingar- miklu hlutverki í okkar þjóð- félagi, þá taka þau vitanlega aldrei alveg við af bókunum. Það er sífellt þörf fyrir góðar bækur. OG HUÖMS TÖTA LITLA TiNOJtfÆtí 10 lesbók morgunblaðsins 28. tölúblað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.