Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 16
komst næstum 15 mílur yfir jörðu í marzmánuði, bentu til þess, að Mars vseri ein geysistór auðn. Minna en einn af hundraði andrúmslofts- ins þar er vatnsgufa. Dr. Lloyd Matz, stjarnfræðingur við Columbia-háskólann, telur að einhverskonar hærra líf kunni að vera til á 600 milljónum reikistjarna í hnattagrúa Vetrarbrautðrinnar, sem gólkerfið telst til. Dr. Su-Shu Huang í NASA telur, að líf sé að- eins á tveimur af hundraði af reiki- stjarnakerfunum í Vetrarbrautinni. Aðeins tvær stjörnur innan 30 trillíón milna íjarJægðar geti haldið uppi hærra lífi, segir hann. En hann held- ur, að sumar tegundir lægri lífvera, svo sem sveppar, þarar og skófir séu þarna í ríkum mæli. Seint á árinu 1964 verður geim- farið Mariner III sent út til að fljúga fram hjá Mars og afla upplýsinga með sjálfvirkum tækjum. Hann mun vega um 225 kg og vinna á sama hátt og Mariner II sem fór tii Ven- usar með svo góðum árangri. Hugsanlegt er, að seint á árinu 1966 eða snemma 1967 muni stórt Mariner eða Voyager-geimfar verða sent í áttina til Mars. í athugun er stórt áhaldahylki, sem mundi verða skotið til að lenda á yfirborði Mars og gera margvíslegar athuganir. Einnig kæmi til mála að láta þetta geimfar komast á braut kringum reikistjörnuna og taka sjónvarpsmynd ir. Teikningin sýnir stóra belgi, sem eru helmingar af geimstöð eins og hún er hugsuð. Fjær sjást litil hylki til að fiytja geimfara út í geim- inn til að setja saman stöðina á jarðbraut, fyrir hið langa flug til Marz. Propulsion Laboratory), í Tækni- fræði stofnun Kaliforníu, sem unnu á vegum geimrannsóknastjórnarinn- ar, náðu í fyrsta sinn sambandi við Mars. Þeir sendu út 25 þús. milljón vatta merki frá einni rannsóknar- stöðinni. Ellefu mínútum síðar end- urkastaðist brot úr vatti. Síðan héldu þeir rannsóknunuim áfram þangað til í marzmánuði, en þá komst stjarnan út úr orkusviði radarsins. alveg eins og gerist á jörðinni. Samt sem áður er lítið um vatn á yfir- borði Mars. Upplýsingar, fengnar frá Stratos- cope II, þriggja smálesta kiki sem Þessi geimför, sem yrðu rekin af kemiskum eldflaugum, yrðu marga mánuði að komast að marki sínu. í lok yfirstandandi áratugs reikna Bandaríkin með því að eiga kjarn- orkuflaugar, sem beri miklu þyngri farm en nú er tiltækilegt. Sumir geimfræðingar telja, að geimíazar mum geta Komizi í nánd við Mars og til baka um 1975, ef framkvæmaum veröur ílýtt mjog. Dr. Jerome B. Wiesner, forstjóri fyr- ir vísinda- og tæknistofnun Kennedys forseta, spáöi því nýlega, að menn mundu geta stigið fæti á reiki- stjörnuna og komazt óskaddaðir til jarðar aftur, árið 1999. Kostnaður- inn yrði gifurlegur — hann áætl- aði hann um 100.000 miMjónir dala. Ýmsar aðferðir gætu komið til greina. Erfiðasta aðferðin yrði að senda risastóra eldflaug frá jörðu til Mars, eins og ætlunin er að gera við Mariner III. Tiltölulega auðveldara yrði hitt að setja saman' geimfar á jarðbraut, og hefja svo ferðina frá slíkri ‘„geimstöð". Ljósmyndir af Marz, teknar með 30 mínútna millibili með 200" kíkin- um á Palomarfjalli í Kaliforníu. ískollarnir sjást efst og neðst á mynd- inni til vinstri. sem var tekin á filmu næma fyrir bláu ljósi. Hin var tekin á rauð-næma filmu sem dregur betur gegn um andrúmsloftið. Leitað að iífi utan jarðar Hvaða möguleikar eru á því að finna líf á Mars? Vísindamenn greinir mjög á um þetta, enda þótt Mars hafi lengi verið talin líklegasta reikistjarn- an til þess að geta haldið uppi lífi — eins og við þekkjum það. Eitt höfuðverkefni geimrann- sókna Bandaríkjanna er að leita að lífi utan jarðar, og margir amerískir vísindamenn hafa lagt mikla áherzlu á það, að þær rannsóknir skuli ganga fyrir öll- um öðrum, sem fyrirhugaðar eru. í janúarmánuði þessa árs gerðist það, að radarfræðingar hjá JPL (Jet H r. Walter K. Victor hjá JPL sagði: „Við höfum komizt að því, að merkin frá Mars eru frábrugðin þeim, sem koma frá tunglinu og Venusi, einkum þó að b'reytileik. Það er ekki einasta, að merkin breytist mikið á tólf klukkustunda tímabili, heldur gera þau það einnig dag frá degi — eru sterk einn daginn en veik þann næsta. Ekki vitum við ástæðuna til þessa. Líklega stafar það af einhverju, sem gerist á Mars og við ekki þekkjum enn sem kom- ið er“. Norður- og suðurpóllinn á Mars virðast hafa á sér ísbreiðu, sem stækki • og minnki eftir árstíðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.