Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 4
Hér verður sagt nokkuð frá ____feðgunum, síra Illuga og sira Magnúsi syni hans, sem prest- ar voru á Húsavík í rúma þrjá ald- arfjórðunga, eða frá 1637—1715. Séra Illugi Björnsson fékk Húsa- víkurbrauð 1637 og þjónaði því í 36 ár, eða til 1673. Síra Illugi var stór- ættaður, og stóðu að honum sterkir stofnar á alla vegu. Hann var son- ur Björns, auðugs bónda á Laxa- mýri, Magnússonar í Stóradal, Árna sonar „Dalaskeggs", í Stóradal, Pét- urssonar sýslumanns á Staðarhóli, Loftssonar sýslumanns á Staðarhóli, Ormssonar hirðstjóra á Staðar- holi, Loftssonar ríka á Möðruvöll- um, Guttormssonar. Móðir Björns á Laxamýri var Þuríður laundótt- ir síra Sigurðar á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar, en kona Björns og móðir síra Illuga var Guðríður Þorsteinsdóttir prófasts í Múla, Illugasonar. Þau Björn á Laxamýri og Guðríður áttu saman 18 börn, og er því frá þeim kominn afar mikill ættbálkur. Meðal barna þeirra voru þrír Jónar, en son- Presfasögur 12 sálusorgarar Húsvík- Oscar Clausen: Feðgarnir sem voru inga í þrjá aldarfjðrðunga ui þeirra einn, var Árni Bjönsson bóndi í Haga í Reykjadal, sterkur og mikill maður, en sonur hans var Jón í Keldu- nesi. sem fórst veturinn 1702 ,með ömur- Itgum hætti, sem hér skal sagt frá1): jíón fór frá heimili sínu, Keldu- resi. inn í Fnjóskadal og bar ekkert til tíðinda fyrr en hann kom að vest- an aftur, en þá var Indriði nokkur Péiursson í fylgd með honum, ásamt ungum pilti, sem naut samfylgdar þeirra. Mikill snjór var kominn, og sltcmmu eftir að þeir lögðu upp á Reykjaheiði, skall á þá hræðilegt norð- vcstan ofviðri með mikilli hríð. Þeg- ar kom norður á heiðina, þar sem heita Höfuðreiðar, viltust þeir af veg- inurr. suðaustur í hraunið. Varð hríð- in þá svo sterk, að þeir réðu sér ekki, og lagðist þá pilturinn fyrir, svo að Indriði gróf hann í fönn, enda varð þá ekki hestum lengur viðkomið. — Jór. í Keldunesi, sem var mikill „mann- buiðarmaður“ gafst þá einnig upp og lagðist fyrir um stund, en þegar hann sv.j ætlaði að standa á fætur, gat hann ekki risið upp. Indriði gat heldur ekki ltrmið honum á fætur hvernig sem hann reyndi. Hann tók það til bragðs, að teyma hest Jóns þangað, sem hann lá, og náði Jón þá báðum höndum í arnað ístaðið og ætlaði þannig að reisa sig við, og koma fyrir sig fótunum, sem enn voru ókalnir, en Indriði hélt í hitt ístaðið, svo að ekki snaraðist af. Eigi að síður gat Jón ekki staðið upp, en kraftar hans voru svo miklir, að hann kippti ilsvegnum úr ístaðinu. Þegar svona var komið, var Jóni það ljóst, að þetta myndi gilda líf sitt. Hann i) Sbr. Præ. Sighv. XVI. 1159. lagðist því niður og fól sig Guði. Síð- an bað hann Indriða að reyna að kom- asc til byggða, en afréð honum að ríða norður af, enda var það ófært. Hann b^ð að heilsa Bergþóri bróður sínum, bónda í Haga, og kaus sér legstað á Húsavík hjá forfeðrum sínum, en ann- ars í Múla ef það sýndist hentugra. — Indriði bjó um Jón eins vel og hann gat. í fönninni, og setti „atgeir“ hans við hraunið til leiðarvísis. Síðan gróf hann piitmn úr fönninni og hafði hann með sér. Þeir kvöddu svo Jón og lögðu á stað til byggða, og náðu þeir seli við klömbur í Hvömmum, en komust síðan ti3 byggða illa útleiknir. Bergþór í Haga safnaði svo mönnum og eftir tilvísun Indriða fundu þeir „atgeirinn", en tvær mannhæðir var snjórinn undir brekkunni ofan að Jóni, en þar lá hann örendur. Líkið var svo flutt að Múla og grafið þar. — Jón í Keldunesi var 'faðir Oddnýjar móíur Skúla fógeta, konu síra Magn- úsar Einarssonar á Húsavík. í þessu sama hríðarveðri brotnuðu nærri 90 „sjóskip" í Þingeyjarsýslu, og þá slitn- aði líka „lífkaðall“ danska kaupfars- ins sem lá á Húsavíkurhöfn, en skip- ið sakaði ekki, því að strax á eftir „fél’“ bylurinn. Guðbrandur Hólabiskup Þorláks- scn vígði síra Illuga Björnsson árið 1624, til kapeláns hjá móðurföður hans, síra Þorsteini Illugasyni í Múla, og þjónaði hann þar næstu 10 árin. Þegar svo aíi hans dó 1633, gjörði síra Illugi krc íu til staðarins, en þá kom í ljós, að annar guðsþjónn, síra Jón Gissursson hafoi, svo lítið bar á, verið svo slingur að krækja sér 1 heitbréf fyrir Múlastað hjá hans hátign Danakonungi eða um- boðsmönnum hans á Bessastöðum. Út úr þessu varð deila. Síra Illugi þóttist haía tilkall til Múla og bar það fyrir sig, að það hafi verið eftir „skikkan“ herrr Guðbrandar Hólabiskups, að hann fór þangað, og þess hefði hann verið þer kapelán afa síns í tæp 10 ár, og loks lagði hann fram „kosningarbréf" og beztu vitnisburði frá sjö Múlasókn- aniiönnum. Eins og vænta mátti, kom það á dag- inn, að konungsvaldið og vilji hinna dönsku Bessastaðamanna var allri sann- girn; yfirsterkari, og eftir mikið stapp var síra Illugi dæmdur frá staðnum, en hinsvegar var þó ekki harkalega fanð að honum. Mál hans var „innsett“ til konunglegrar náðar, sem skyldi á- kveða, „hvort hann með mörgum smá- bömum, skuli ei eftirleiðis halda sínum kapelánsréttindum, til þess hann verði á cnnan hátt forsorgaður," — og end- irinn varð, að hann fékk að vera kape- lán í Múla áfram næstu 2 áx-in, en þá var honum veitt Húsavík. — Það var efiaust ekki venjulegt á þessum árum, að háttvirt sóknabörn kysu sér sálu- soigara, og því síður venja, að yfirvöld- in tækju tillit til vilja sóknabarna í þessu efni, ef þau skyldu á annað borð hafa þor og áræði til þess að láta hann í ljós. Eflaust hefur síra Illugi verið vinsæll prestur, því að árið 1636 „kusu“ Húsvíkingar sér hann til prests, og „fekk það framgang". en ástæðan hef- ur væntanlega verið sú, að stjórnar- vöióin og höfuðprélátinn í Múla hefur viljað losna við hann þaðan. Svo varð harm prestur á Húsavík til dauðadags, 1673, en þá var hann orðinn fjörgamall, og hafði þjónað kirkju sinni í 49 ár. Síðustu árin, sem síra Ulugi lifði, var har.n mjög heilsutæpur og hrumur, en þó einkum síðasta veturinn. Dauða hans bar þannig að, að hann var boðinn í veizlu um borð í Húsa- vikur-kaupskipið, sem lá þar á legunni og í þeirri veizlugleði varð hann bráð- kvaddur. Ekki er þess neins staðar get- ið sérstaklega að guðsmaðurinn hafi í þessari veizlu blótað Bakkusi neitt ó- variega, en hætt er við, að veitingar koupmannsins hafi verið hinum góða en hruma guðsmanni heldur sterkar. Eftir lát síra Illuga fékk síra Magnús sorur hans brauðið, eins og sagt verð- ur frá hér á eftir, enda hafði hann ver- ið kapelán föður síns 6 árin síðustu, sem hann lifði. c ► J íra Magnus Illugason var prest- ur á Húsavík 1674-1715. — Um hann ei sagt, að hann hafi enginn skörungur verið eða búmaður, enda fór svo að lok- um, að hann komst í mestu örbirgð með maddömu sinni, og á efstu árum var hann orðinn svo aumur, að hann áttx hvorki skip né sjávargögn, svo að hann gæti bjargað sér og eignast mál- ungi matar. — Ekki var þó landbúskap- ur hans beysnari en útgerðin, því að staourinn féll hjá honum í mestu niður- níðslu, bæði á túni og húsum, en þó tók út yfir allt, að engi staðarins gekk und- an honum í tíð síra Magnúsar og varð eins konar almenningur, og notað til hestbeitar af kaupstaðarfólki. — Þess er um síra Magnús getið, að hann hafi liíað mest á „ölmusugjöfum“ danskra, en frá því er þá líka sagt um leið, að nann hafi verið svo vægur um gjald- heimtu, að vandræði hans og örbirgð hafi máske hve mest stafað af því. — Loks var svo komið í það óefni, að hann varð að biðjast aðstoðar kirkju- stjórnarinnar til þess, að fá sóknar- rner.n sína til þess að greiða sér hin lögboðnu gjöld. — Það var árið 1702, að hann beiddist aðstoðar prestastefnunn- ai eða Synodusar til þess, að karlarnir innlu af hendi til sín 15 lambsfóður, sem voru vangoldin. Þessu var vel tek- iö, og skoruðu prestar og prelátar Hóla- sciftis, á Húsvíkinga, að fóðra prest- icmbin eins og skyldan bauð. Þá á- rr.inntu þeir einnig sóknarmenn hans um að svara honum ljóstollum „in nat- uia“ þ.e. í fríðu, eða m.ö.o. í tólg, sem fcanr gæti steypt úr kerti. — Prestur baíðj kvartað yfir því, að hann gæti ekki lýst guðshúsið á Húsavík, nema hann fengi ljóstollana í tólg, en getur þess þá um leið, að sumir af sóknar- mfcnnum geti ekki látið þá úti vegna Framh. á bls. 6 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.