Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 9
..VERA má, að þú sért orðinn erfiðim í sambúð. Hin sífellda barátta við freistinguna getur reynt talsvert á taugarnar og þá er efcki ótrúlegt að þú sért stundum vanstilltur og upp- stökkur við konuna þína, vini, börn og samverkamenn“. Þannig eru menn á fimmta degi reykingabindindis, segir í bó'kinni „Hvernig hætta á að reykja“. Þegar ég rakst á þetta, eftir nær tveggja mánaða bindindi, las ég það upphátt fyrir fjölskylduna til þess að sýna fram á að þetta væri allt eðlilegt með mig. Að ‘vísu sagði bókin, að þetta mundi fljótlega lagast — en hver tekur allt bókstaflega, sem stendur í bókum? Ekki ég. Annars er þessi bók hættuleg þeim, sem ekki ætla að hætta að reykja. Það er ekkert nýtt, að menn verði skapvondir í reykingabindi. Og auðvitað verða þeir enn verri, ef þeir ná ekki í tóbak meðan þeir „reykja“. Ég hef t. d. heyrt um einn, sem sleppti sér alveg, þegar mamma hans tók af honum sígarettupakkann. Að vísu er sá ekki nema 12 ára, ófermd- ur, en vel upp alinn enda þótt hann hafi vanið sig á að fá sér sigarettu eftir grautinn, eins og ýmsir aðrir. Núna reykir hann ekki nema einn pakka á dag og segist hafa dregið úr reykingunum við síðustu hækk- un, því hann reykti meira, þegar hann var 11 ára. Þá var hann líka að þessu í felum, en úr því að hann var farinn að nálgast fermingarald- urinn þurfti hann ekki að leyna þessu lengur. Hann er kominn í „filter“, segir að þær fari betur með hálsinn. Kannski fær hann pípu í fermingar- gjöf. Þessi piltur 'er sennilega einn þeirra, sem hafa verið yfirheyrðir í könnun borgarlæknis á reykingum skólabarna í Reykjavík. Þar kom í ljós, að tíundi hver 10 ára skóla- strákur reykir sigarettur, en sá 12 ára, sem hér um ræðir, var ekki nema 9 ára, þegar hann byrjaði. Enda játar hann það sjálfur nú orðið, að hann hafi byrjað of snemma. „Strák- ar ættu alls ekki að byrja að reykja yngri en 12 ára — en úr því er heldur ekki hægt að hafa neitt á móti reykingum“, segir hann. Ýmsir 10 ára. strákar eru sennilega ekki á sama máli. Og þessi 12 ára segist ekki hafa byrjað, ef hann hafði verið búinn að lesa um Dungal, þegar hann var 9 ára. Þá var hann enn með Litlu gulu hænuna. „Auðvitað er vitleysa að reykja, segir hann — en það er gott“, og má segja, að spaklega sé mælt af jafnungum manni. Og hann er strax farinn að hugsa um bindindið sem hann ætlar í, þó ekki fyrr en hann er búinn með lands prófið. Hann treystir sér ekki til að hætta fyrr en þeirri þolraun er lok- ið. Ósköp skiljanlegt. Það er ekki hægt að leggja hart að sér á öllum sviðum samtímis — og bókin, sem kennir mönnum að hætta að reykja, segir líka, að bindindismennirnir eigi að láta allt eftir sér meðan þeir séu að komast yfir erfiðasta hjall- ann, sætta sig við sigarettuleysið fyrstu dagana. En smástrákar mega ekki láta allt eftir sér — svo að það er erfitt fyrir þá að hætta að reykja. Nema þá, að þeir byrji að taka í nefið. Fallegar tóbaksdósir úr silfri, ég tala nú ekki um ef á þær væri grafið „Frá mömmu og pabba“ — já, þær væru nú eitthvað skemmti- legri fermingargjöf en pípa. Og það er sjálfsagt að velja það jafnan til tækifærisgjafa, sem fólk hefur mest not fyrir. Það er ekki lengur í tízku að gefa óþarfa glingur. Fermingardrengurinn, sem talar við okkur, er að byrja í skólanum. Hann segir, að æskan hafi misst trúna á fullorðna fólkið, það sé ekki nálægt því jafnfullkomið og það látist vera. Kennararnir komi ólesnir í tímana, þeir reyki alltof mikið 1 frímínútunum — ennþá meira en Bjössi og Gvendur, sem þó séu orðn- ir 14 ára og farnir að vera með stelpum. Svo kveikir hann í einnl og blæs reyknum út um nasirnar — eins og þeir á kennarastofunni — og segir: „Þið, þessir fullorðnu, þykist vita allt betur en við. Af hverju reykið þið úr því að það er skrifað svona mikið um að það sé hættu- legt að reykja. Það er ekkert skrýtið þótt maður byrji að reykja áður en maður er almennilega læs. En þið, sem lesið upp á 9,5 eða 10 — og vitið allt um þennan Dungal. Þið reykið meira en við“. HJH. Togarar yfir 650 tonn ættu allir að vera skuttogarar agur togaraútgerðarinnar hérlendis hefur verið slík- ur á undanförnum árum, að útgerð- armenn hafa ekki lagt út í nýsmíði. eins og kunnugt er. Engir nýir tog- arar hafa verið smíðaðir og ekki er vitað til að neinn hafi slíkt á prjón- unum sem stendur. Ýmsar raddir heyrast um að okkur beri að losa okkur við togarana, en aðr- ir eru því mótfallnir — og þeirra á með- al er Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri, sem er þeirrar skoðunar, að hag okkar sé bezt borgið með þvi að eiga sem flestar tegundir fiskiskipa. Þótt einn þáttur útgerðarinnar gangi illa í dag, þá sé ekki að vita hvernig ganeí á morgun. Enda þótt togaraútgerð standi víða höilum fæti hjá nágrannaþjóðum okkar, er hún enn mjög öflugur þáttur í útgerð á N-Atlantshafi og á undanförnum ár- um hafa ýmsar merkar tilraunir verið gerðar til þess að endurbæta togarana, auka afköstin og bæta hráefnið, sem þcir ieggja upp. Skuttogararnir svonefndu eru helzta nýjungin, enda er þar um að ræða grund vallarbreytingu í, togarasmíðinni. ís- ienzkir aðilar hafa fylgzt allvel með þróuninni í togarasmíðinni enda þótt við höfum enn ekki látið til skarar skriða á þessu sviði. Hjálmar B. Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri, er nýkominn heim af ráð- stefnu, sem hann sótti í sambandi við sjávarútvegsmálaráðherra og haldin var i Gnmsby. — Þar var fjallað um skut- togara, reynsluna, sem fengizt hefur — og að hvaða leyti hægt er að nota hana í framtíðinni. Um 300 manns sóttu ráðstefnuna, sagði Hjáimar, er Lesbókm átti tal við hann. Meðr.l annars voru þar skipaverkfræð- ingar frá Bretlandi, V-Þýzkalandi, Frakk landi, Hollandi, Belgíu, Noregi og fleiri löndum — auk útgerðarmanna og ýmissa fulltrúa útvegsins. — Bretar höfðu upphaflega forystuna í skuttogarasmíðinni, sagði Hjálmar, en Frakkar, V-Þjóðverjar og Norðmenn. komu á eftir — svo og fleiri þjóðir. Rússar hafa líka smíðað mjög mikið af skuttogurum og V-Þjóðverjar hafa smíð að marga fyrir Rússa, sérstaklega hina svonefndu Puskingerð- togara, sem eru um 3,000 tonn að stærð. — En það eru engin takmörk fyrir því live hægt er að smíða stóra skut- togara — eða litla. Spurningin er hins vegar hve stórir eða litlir skuttogar- ar þurfi að vera til þess að eiginleikarnit njóti sín og yfirburðirnir notist. A. llir virtust sammála um að stóra verksmaðjutogara kaemi eingöngu til greina að byggja sem skuttogara — en jafnframt að kostir skuttogara séu ekki ótvíræðir nema að skipin séu það stór, að hægt sé að hafa tvö þilför. Veiðar- færin dregin upp á efra-þilfar, en öll vinnan fari fram á neðra þilfari. Vinnu- svæði áhafnarinnar er þá í sltjóli og vinnuaðstaða öll betri en á hliðartogara. Fríborð skipanna er þá mun meira og ötyggið að sama skapi. — Það kom líka fram, að á skuttog- ara er nauðsynlegt að hægt sé að breyta stafnhalla skipsins verulega. Við veið- ar þarf skuturinn að vera djúpt til að geta betur dregið inn veiðarfærin upp rennuna að aftan. Á siglingu dregur þetta skutlag hins vegar töluvert úr ganghraða og þarf því að vera hægt að halla skipinu fram — þannig að á segl- ingu liggi stefnið dýpra en við veiðar — og skutur lyftist þá að sama skapi úr sjó. Þetta hefur aftur í för með sér að töluvert rúmmál framan og aftan verð- ur að vera fyrjr sjó-geyma, sem tengdir verða að vera öflugum sjódælum til að breyta stefnuhallanum. Framhald á bls. 13 seg/V Hjálmar R. Bárbarson skipaskobunarstjóri 28. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.