Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 10
SiMAVIÐTALIÐ Sviptir sparifötunum af Hver cr uppáhaldsmatur eiginmannsins SpumingTinni svarar frú Alda Bjarnadóttir, eiginkona Magnúsar E. Guðjónssonar, bæjarstjóra á Akureyri. Hver er uppáhaldsréttur eiginmannsins? Þessari spu- rningu er vandsvarað. Maður inn minn er ekki matvandur Honum þykir allur algeng- ur, vel lagaður matur góður ekki sizt „íslenzkur matur”, svo sem súrmetL En hér fylgja með tvær uppskriftir. Sú fyrri af vin- sælum hversdagsrétti og sú síðari af hátíðarrétti: Kjötbúðingur: 500 g hakkað saltkjöt, 1 bolli hveiti, 1 matsk. kartöflumjöl, 1 tesk. lyftiduft 2 egg, soðin mjólk og pipar eftir smekk. Hrært saman í deig. Deig- ið síðan sett í þar til gerð- an léreftspoka (ea. 25 x 8 cm að stærð), sem látinn er of- an í suðupottinn. Kjötbúð- ingurinn er framreiddur niðursneiddur ásamt kart- öflustöppu og grænmetL Kálf ak jötsvafn ingar: 400 g kálfakjöt, 16 sneiðar „bacon”, 50 g „skinka”, 100 g sveppir, 1 stk. laukur, 150 g smjör, salt, pipar og krydd. Skinkan, sveppirnir og laukurinn er hakkað saman og sett út í bráðið smjörið. Salti, pipar og kryddi bætt í eftir smekk. Kjötið er skor ið í (16) þunnar sneiðar og sneiðarnar barðar lítið eitt. Massanum er jafnað niður á kjötsneiðarnar og bacon- sneiðunum síðan bætt þar ofan á. Að þessu loknu eru kjötsneiðarnar vafðar upp og þeim stungið upp á sérstak- an prjón (oft 2—3 saman á hverjum prjóni). Vafning- arnir eru síðan steiktir á pönnu. Borið fram með soðnum kartöflum og græn- meti. — 37149. — Já. — Einar Pálsson. — Lesbók Morgunblaðsins. — Ég vona sannarlega, að þið séuð ekki að spyrja um uppá- haldsmatinn minn — eða mat- arræðið á heimilinu yfirleitt. — í megrun? — Síður en svo. Mínir nán- ustu hafa verið í megrun undanfarin 40 ár — og þú hefur væntanlega séð árangur- inn. — Ég skil. í rauninni ætlaði ég að spyrja um bókina þína. Er ekki skemmtilegt að eiga BRIDGE Flestir bridgespilarar vita hve nauðsynlekt er fyrir varn- arspilara að vera fljótur til, ef hann ætlar að reyna að villa fyrir samherja. Getur hik eða stutt umhugsun eyiðlagt þann möguleika, sem annars er fyrir hendL Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta: Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 H 1 S 3 T 4 S Dobl Pass 5 L Pass 5 T Pass Ptass Pass A D-G-10 ¥ Á-K-9-6 + D-G-2 * 8-7-4 A 7-5-3-2 V D-10-7-5- 4-2 ♦ 10 * 6-5 é> Á-K-9-8- 6 V G-8 4> 9-7-4-3 Jf. Á-3 A 4 V 3 + Á-K-8-6-5 * K-D-G-10-9-2 Suður var sagnhafi í 5 tíglum og Vestur lét út spaða 2. Austur sem vissi að félagi hans átti lé- leg spil, sá strax, að eini mögu- leikinn til að fá 3 slagi, var að sagnhafi ætti aðeins 5 tromp. Með útspilinu fékk hann að vita að sagnhafi átti aðeins einn spaða og voru því aðeins 2 slag- ir öruggir þ.e. á svörtu ásana. Án þess að hika drap austur spaðann með ásnum og lét síð- an samstundis út spaða 6. Aug- Ijóst er að sagnhafi getur auð- veldlega unnið spilið, ef hann gefur heima. Hann áleit þó að of mikil áhætta fylgdi því þar eð vel gæti verið að vestur ætti spaða kónginn. Hann trompaði því spaðann, tók síðan tvisvar tromp, en kom í Ijós að austur átti 4 tígla. Næst lék sagnhafi út lauf sem austur drap með ás og nú kom spaða kóngurinn, sem kostaði tromp hjá sagn- hafa. Austur átti nú efitr 2 tromp, en sagnhafi aðeins. eitt í borði og eitt heima. Austur fékk því einn slag til viðbótar og spilið tapaðist fyrir góða vörn hjá austur. bók á raarkaðnum I fyxsta sinn? — Reynzla út af fyrir sig. — En þú hefur fengizt tölu- veirt við ritstönf áður, er ekki svo? — Ég hef verið að föndra við að skrifa leikrit. — I>ú átt þá eitthvað í p>oka- horninu af slíku? — O, það er ekki mikið. — Vildirðu nefna eitthvað? — Ja, það af því, sem ég hef sett saman — og frekast ætti erindi til fólksins núna er satíra á íslenzkt nútírna- þjóðfélag. Ég hef kallað leik- ritið „Krónuna og koparinn", í höfuðið á stjórnmálaflokkunum. — Og bókin heitir „Spekin og sparifötin“. — Mikið rétt. — Og hvað viltu segja með þinni bók? — Ja, það tekur heila bók að segja það. — En í samþjöppuðu formi — gera stutta sögu langa, eins og sagt er. — Ég veit ekki hvað er hægt að segja — í símtali. En í bók- inni skiptast á húmorinn í mann lífinu — og sárustu stundirnar. — í auglýsingum segir, að þar sé fjallað um þá einkenni- legu tilviljun að fæðast íslend- inguir. — Já, það er einkennileg til- viljun. íslendingar eru svo fá- ir, en mannfólkið margt. Nú •— og svo fæðist fleira kvikt. •— Apar, áttu við? — Meðal annars. Þetta eru náfrændur okkar. — Heldurðu að þeir öfundi okkur? — Nei, þeir sárvorkenna okk- ur sjálfsagt. En í sambandi við þessa tilviljun — að fæðast ís- lendingur en ekki eitthvað ann- að — þá er það ekki sízt merk- ast vegna þess, að það veit enginn hversu geysileg áhrif þessi menning, sem íslending- ar hafa geymt, hefur haft á alla siðmenninguna í heimin- um frá upphafi vega. — Við hvað áttu? Þú ert far- inn langt aftur fyrir upphaf íslandsbyggðar. — Já, langt. Ég á við Edd- urnar. — Og hvað meira? — Ég segi ekkert meira núna — en ég geri það næsta ár, ef Guð lofar. — Já, en þar fyrir utan er varla hægt að segja, að það sé merkilegra að vera íslend- ingur en að vera Færeyingur, Breti eða Rússi. — Kannski ekki. Það merki- legasta er að vera til, yfirleitt. En samt finnst mér afstaða ís- lendingsins til alls mótast af þessu kynlega umhverfi og and- rúmslofti. íslendingar eru á margan hátt víðsýnni en ýmsar aðrar þjóðir, enda þótt þeir sitji í rauninni fastir í sinu horni, ræturnar liggi dýpra hjá okkur en hjá ýmsum öðrum þjóðum. — Og um þetta fjallar „Spek- in og sparifötin"? V J A ft P TUR ■— Það má segja það. — Á hvenn hátt — helzt? — Ég reyni að sýna fólki spariföt spekinnar — og í bók- inni sviptum við sparifötun- um af svo að eftir stendur sannleikurinn nakinn. ■— Er sannleikurinn húmor? — Ég hef þá trú, að enginn skilji alvöruna til fulls nema hann skilji skopið. Það er hægt að sjá hjá mestu meisturunum — eins og til dæmis Shakes- peare. Hann hækkar hverja hugsun — og dýpkar með því að tefla henni fram gegn húmor heimsins. — Og um þetta ætlarðu að fjalla áfram í næsfu bók? — Mér hefur dottið það í hug. Ég er búinn að eyða mörgum árum í grúsk — eða hvað þú vilt kalla það. Og ég hefði gaman af að skrifa bók um uppruna Is- lendinga, hvenær sem það ann- ars verður. — Þú hefur legið yfir þessu í mörg ár? — Já, og það er geysispenn- andi viðfangsefni. Maður getur ekki slitið sig frá þvL Bob B. Soxx the blue jeans: Zip -a-dee-doo-da/Flip and nitty. Fyrra lagið hlaut hvorki meira né minna en Oscar-verð- launin árið 1947 svo það er komið til ára sinna. Þá var það sungið í hinni ágætu Walt Dis- ney kvikmynd „Song of the South”, og sungið mun betur en nú, því varla er hægt að kalla þessi óhljóð, sem Bob B. Soxx og hans fólk framleiðir, söng. En ótrúlegt en satt. Lagið hefur náð metsölu 4 þessum nýja rokk-twist-búningi, reyndar er takturinn í því mjög góður til að dansa eftir „Flip and Nitty” er ekki sungið, heldur bara spilað. Rokklag, sem segir ekki mikið, en er samt spilað af mikilli innlifun, og er saxófón- leikarinn þar áberandi beztur. The Dave Clark Five: The Mulberry bush/Chaquita. Fyrra lagið á þessari plötu er gamalkunn þula, sem hefur verið yngd upp og ef satt skal segja, þá nýtur hún sín mjög vel í þessari útsetningu, sem að sjálfsögðu er í rokkstíl, en þessum hæga rokkstíl, sem nú er að verða vinsæll meðal unga fálksins. Síðara lagið er stæl- ing á laginu „Taquila,” sem vinsælt var fyrir fimm árum eða svo, og meira að segja léleg stæiing, svo sú hlið plötunnar segir harla lítið, en það er „Mulberry bush,” sem gerir þessa plötu skemmtilega. í lok október voru gefin út samtímis í Danmörku og á Grænlandi frímerki til að minnast þess að 50 ár eru liðin síðan Niels Bohr setti fram kenningu sína um bygg ingu atomsins. Verðgildi merkjanna er 35 og 60 aur- ar. Þetta er í fyrsta sinn, sem samtímis eru gefin út frímerki í Danmörku og Grænlandi og hefur komið til tals, að svo verði öðru hvoru framvegis. 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.