Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 1
1. F jallamaðurinn og garpurinn Eörður frændi var lagztur í iungna- bóigu í fjórða skipti á ævinni, og þó að nú væri komið í iyfjabúðir hartnær óyggjandi lyf við þessum skaðvaldi, leizt lækninum hreint ekki á blikuna. ,,Það er hjartað,“ sagði hann og hristi höfuðið. „Ég hef aldrei hlusta.ð hann áður, en ég skil það bara hreint ekki, hvernig hann hefur getað hamazt við uppskipun og brunað um göturnar með svona veikt hjarta.“ „Það hefur mikið þolað,“ 9agði ég, „væri ekkert undarlegt, þó að það væri farið að láta sig. En það hefur sann- arlega verið valinn gripur í fleiri en einni merkingu .... En er þá ekki rétt að flytja hann á sjúkrahúsið?“ „Konan hans segir, að hún geti ekki hugsað til þess, að hann sæi sig kom- inn þar, ef hann rankaði við sér. „Ég veit hann ryki bara upp úr rúminu og drifi sig heim,“ sagði hún .... Og ég hugsa það sé svo sem ekki til neins að flytja hann þangað. Það er ekki langt eftir, held ég.“ Ég kinkaði kolli: „Auðvitað hefur hún rétt fyrir sér, blessuð gamla konan. Hún ætti líka að vera farin að þekkja hann ......... Það er annars bezt ég gangi þar við núrna og hitti hana, hvort sem hann veit nú til sín eða ekki.“ 2. Þegar ég var í bernsku, bjó Hörð- ur frændi í litlu húsi í túnfætinum á Hömrum, og þegar foreldrar minir fiuttu þaðan, fór hann að búa á fjórða parti jarðarinnar. Þar bjó hann síðan í rúm tuttugu ár. Hann hafði aldrei stórt bú, enda einyrki, en hann átti vænar og fallegar skepnur, því að bæði voru þau hjón miklir dýravinir. Hann stund- aði sjó úr Hamravör vor og haust, og afkoman var allgóð, því að húsið og jarðarpartinn áttu þau skuldlaust, þeg- ar þau hófu búskap, og barnlaus voru þau. En alltaf voru hjá þeim böm og unglingar, og til þeirra komu furðu imargir gestir, svo afskekktir sem Hamrarnir eru, leiðir ógreiðar á landi og oft haugabrim dögum saman. En þau voru samhent um risnu, Hörður glað- ur, gamansamur og fylgdist óvenjuvel með öllu, sem gerðist með þjóðinni, en ®uk þess var hann afbrigða greiðamað- ur og var fær um að leysa úr fyrir uágrönnum sínum, þar sem mikið lá við og aðrir gátu ekkert að gert. Hann hafði jafnt á nótt sem degi þotið af Etað að vetrinum, hvernig sem viðraði, og vitjað læknis yfir bratt og hættu- legt fjallskarð, stundum kafað heiðar- brekkuna í klofófærð, stundum sporað á mannbroddum svell og klalca, en ann- ®rs farið yfir landið á skíðum eins og fuglinn fljúgandi. Og á hverju hausti hafði hann bjargað úr ófærum og svelti frá tíu og allt- upp í tuttugu kindum. Furðu margir tvífættir og þar á meðal ég áttu honum líf sitt að launa, og bundruðum ferfætlinga halði hann bjargað frá hungur- eða hrapdauða. En laun hans voru líka mikil. Honum voru svaðilfarirnar yndi og metmaðar- mál, og þá var það honum ekki einsk- isvirði að geta leyst vanda og jafnvel bjargað lífi granna og vina, og blessaðar skepnurnar, hugsa sér þær hungurpínd- ar, „sjá loga í þeim augun af styggð, þessum óvitringum, og svo eltir' þetta þig og mig eins og rakki að vetrinum og rekur í mann mjúka og hlýja snoppu. — og svo hungursjónirnar, allt stoltið og fjallstyggðin farin, þegar þær hafa staðið í svelti.“ í þann mund, sem heimskreppan mikla var tekin að kreista íslenzku þjóðina og binda vinnuhendur á bak aftur, var María, kona Harðar frænda, orðin mjög heilsuveil, og sjálfur var hann tekinn að grána og slitna. Þau áttu þess enga von, að ■ neinn þeim Eftir Guðmund G. Hagalín vandabundinn tæki við búi þeirra — og búskaparhorfur engan veginn glæsi- legar, en hins vegar gátu þau selt bæði jarðarpartinn og skepnurnar á sæmi- legu verði sambýlismanni sínum, dug- andi manni, góðum dreng og miklum dýravini. Svo varð það ú'r, að nokkru með mínu ráði, að þau flyttu norður í Tangakaupstað. Ég kveið því ekki svo mjög, að þau hefðu þar' ekki til hnífs og skeiðar, enda komust þau allvel af. Hann varð fljótt kunnur að hörkudugnaði og fá- séðu kappi, svo að þrátt fyrir almenn- an atvinnubrest bauðst honum allmikil vinna frá vori til hausts, og þar eð hann hafði fyrir tilviljun lært bókband á unglingsárum sínum og ávallt iðkað það talsvert, tók hann upp þá iðju á vetrum, eftir að hann fluttist norður, hafði af því dálitlar tekjur og ærna afþreyingu. Og kona hans prjónaði rósa- vettlinga, sem runnu út, þótt fáir ættu handbært fé á þessum árum, þarna í kaupstaðnum. En þó að ég væri ekki kvíðinn um afkomu þeirra hjóna, bar ég nokk- urn kvíðboga fyrir því, að þau kynnu ekki við sig. En það reyndist ástæðu- laust. Hann átti kost á nægu lesefni, og ýmist lásu þau sér til skemmtunar sína bókina hvort — eða hann las upp- hátt fyrir Maríu sína, og brátt varð mjög gestkvæmt hjá þeim, þó að húsa- MIRÐIRINN kosturinn væri einungis ein rúmgóð stofa og lítil eldhúskompa. Þau voru jafngestrisin og áður, hún viðmótsþýð, hann glaður og gamansamur, sérlegur 1 orði og minnugur á margt, bæði lifað og lesið . . . Það var þó tvennt í háttum manna í kaupstaðnum, sem ergði Hörð frænda svo mjög, að ég var ekki ugglaus um, að vandræði gætu af því hlotizt. Þetta var akstur manna í bílum og á reiðhjólum. Hann kallaði mig oftast heima hjá sér gælunafninu, sem hann hafði valið mér, þegar ég var drengur, og hann sagði oft við mig eitthvað á þessa leið — og var hvort tveggja í senn, hneykslaður og hissa: „Það er merkilegt. Glaður maður, — já, og forundarlegt, hvað menn geta orðið státnir og stoltaralegir við stýrið á þessum biladjöflum — og það hrein- ustu lurkar, ístrubelgir og dusilmenni. Þeir þykjast nú kannski eiga rétt á götunni, svoddan Napóleónar og Belse- bubbar. Ég hef stundum gert það, Glað- ur maður, að ganga miðja götuna á undan þeim, og þarna arga þeir eins og blótneyti eða Atlantshafsfartau í þoku, en hann Hörður gamli hefur látið sér rólega. Já, og stundum hefur mér dottið í hug, að vippa fyrir þá svo sem hundrað til tvöhundruð punda blágrýtu, vita hvort ekki tæki undir í vömbinni á gradda, eins og Gröndal okkar sagði .... En það hef ég ekki gert þeim til eftirlætis að fara að þreyta við þá kapphlaup — en vélarlausa, á tveimur jafnfljótum .... Eða á hjólunum, segðu — þegar hver óvalinn kóni telur ekki nema sjálfsagt að maður viki fyrir honum á svoleiðis grindverki. Ég gat nú ekki stillt mig um það hérna í gær að taka sprettinn og skilja einn þeirra eftir eins og kúk í kollu, en annars langar mig mest til að hrista þá aÆ þessu rimlaverki og dýfa þeim í, vita hvort ekki blotnaði í þeim montið .... Og ef einhver þeirra, hvort heldur á bíl eða annarri hjólatík, æki á mig eða mér skylda, — eða einihvern aumingj- ann, þá mundu þeir fá að reyna, að enn er eitthvað eftir af snerpu og kröftum í Herði gamla.“ Sú varð reyndin, að okkur Maríu tókst að koma í veg fyrir, að í odda skærist með Herði frænda og bíla- og reiðhjólanotendum, en alltaf vildi það þó við brenna, að honum þætti skrýtn- ar þær reglur, sem giltu um umferð- ina á götum bæjarins og þeir menn furðulegir uppskafningar, sem brunuðu áfram á ökutækjum án þess svo mikið sem biðja þess kurteislega, að náttúr- legir vegfarendur hliðruðu til fyrir þeim. Eoks hafði ég ekki þótzt öruggur um, nema i odda kynni að skerast með Herði frænda og ófyrirleitnum og kjaft- forum strákum. Og víst munu þeir hafa haft nokkra tilhneigingu til að erta hann. En hann gaf sig á tal við þá og reyndist þeim svo skemmtinn í orði og um leið áhugasamur um ýmsar tál- tektir þeirra, að þeir urðu frekar vinir hans en hitt, sumir þeirra vöndu jafn- vel komur sínar heim til hans, þágu góðgerðir og annað ekki lakara, margs konar sögur, sem þeim þótti bragð að, sumar af honum sjálfum, en fleiri úr fornum fræðum, og svo reyndist hann einstakur áheyrandi að frásögnum þeirra af ýmsum miður vinsælum eða velmetnum tiltektum. J O L A - L E S B Ó K kemur út í tvennu lagi að þessu sinni þai eð ekki reyndist unnt að Ijúka við hana fyrir jólin vegna nýafstað- inna verkfalla. Hér er fyrri hiutinn, 16 síður, en seinni hlutinn kemur út milli jóla og nýárs. m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.