Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 6
og skriftafaðir keisarans í Miklagarði, sem þá var Níkefóros Fókas, og lagði sá fram fé til klausturbyggmgarinnar og lýsti klaustrið óháð öllu veraldlegu valdi öðru en keisaranum. Eftir morð þessa keisara ihélt böðull hans og eftir- maður, Tzimískes, áfram að senda fé til Lavra. í ár hefur því verið mikið um dýrð- ir á Aþos — margt mektugt stórmenni og skrautlegt lagt þangað leið sína, en að sjálfsögðu allir verið konu- og kven- mannslausir, sem eftir atvikum hefur glatt menn eða gramið. Meðal annarra fóru þangað þeir feðgar Páll Grikkja- kóngur og Konstantínos, og mun Frið- riku drottningu hafa fallið stórilla að verða að hírast heima eins og hver önnur venjuleg kona, enda hefndi hún þess grimmilega seinna á árinu þegar hún neyddi mann sinn til að fylgja sér til Lundúna og steypti um leið stjórn landsins og kom allri pólitik þar úr skorðum. ¦E I kki svo að skilja, að' Aþos hafi verið óþekkt stærð fyrir daga munka og dýrlinga. Öðru nær. Fjallsins er víða getið í fornum ritum. Aiskýlos, fyrsta mikla harmleikaskáld Grikkja, kallar það „tind guðs", og má vera að þaðan hafi kristnir menn hugmyndina. Á þessum „tindi guðs" logaði einn eld- anna, sem fluttu boðin um fall Tróju til Mýkene. Enn sjá ferðamenn leifar af skurðinum sem Xerxes lét grafa um skagann þveran til að komast hjá frek- ari skipamissi fyrir skagatánni. Þeir feðgar, Darios og Xerxes, misstu báðir herskipaflota sína við Aþos. Síðar voru reistar borgir í fjallshlíðunum, og átti Pallas Aþena þar m.a. helgidóm, svo snemma hefur staðurinn komizt undir áhrifavald kvenna, þó ekki yrði þeirra kyn að sama skapi aufúsugestir þar. Margir munkar á Aþos trúa því enn þann dag í dag, að Aþos sé freistinga- fjallið sem Jesús var leiddur upp á af djöflinum og sá þaðan öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Er slík trú kannski ekki eins galin og ætla mætti í fyrstu, því í lljörtu veðri gefur að líta frá tindinum sjálfan Miklagarð í allri sinni dýrð, vesturströnd Litlu-Asíu og austurströnd Grikklands og margar eyjar þar á milli. Helgar sagnir herma enn, að María guðsmóðir hafi ásamt Jóhannesi postula hrakizt til Aþos í stórviðri, þeg- ar þau voru á leið til Kýpur, og snúið öilum íbúunum til kristni. Það bar til með þeim hætti, að heiðnu líkneskjúrn- ar töluðu til fólksins á staðnum og skip uðu því að falla fram og tilbiðja heilaga guðsmóður. Hún skírði fólkið og skoð- aði Aþos upp frá því sem sérstaka gjöf sér til handa frá syni sínum. E i n allt er þetta skeið í sögu stað- arins myrkri hulið. Af einhyerjum or- sökum hafa borgirnar hrunið, kannski í jarðskjálftum, og einsetumenn síðan leitað þangað á flótta frá skarkala heims ins. Hvergi í veröldinni man ég til að hafa gist friðsælli stað og heilnæmari sálinni. Meðan Aþanasíos var að reisa Lavra- klaustrið syðst á skaganum, undir hinu tígulega fjalli, á María guðsmóðir að (hafa vitjað hans og heitið honum ei- lífri vernd yfir klaustrinu sem hann var að reisa. Áður en hann lézt árið 1000, höfðu safnazt í klaustrið til hans 80 munkar og nokkur önnur klaustur verið reist á skaganum. I>etta var sem sé að gerast um svipað leyti og íslenzka þjóðveldið varð til; Lavra reist rúmum þremur áratugum eftir stofnun Alþingis á Þingvöllum. Síðan hefur fátt breytzt á Aþos nema klaustrum hefur fjölgað og þau hafa stækkað, munkarnir hafa skipt um and lit og þeim hefur ýmist fækkað eða fjölgað. AUt annað hefur haldizt óbreytt, Kússneska klaustrið Panðeleimonos, sem var stærst klaustranna á Aþos. staðið í stað: lífshættir, hugsunarháttur, trúariðkanir. Aðeins eitt klaustranna, Vatópeði, hefur leyft sér þann'verald- lega munað að tak'a rafmagnið í sina þjónustu, og varð af því mikill úlfa- þytur meðal hinna langhærðu síð- skeggja á HelgafelU. 0 g hvað gera þeir svo við tímann, þessir stranglífu afneitarar veraldar- vafstursins? Ævi þeirra er ekki annað en sama viðlag við sama söng árið út og árið inn: tíðagerð, matur, svefn... Og þó er þessu raunar dálítið misskipt milli munkanna á Aþos, sem helgast af því að á rekstri klaustranna er tvenns- konar fyrirkomulag, og minnir sú tví- skipting ekki svo lítið á tvíbýli komm- Munkar og aðfengnir verka menn við uppskeruvinnu. únisma og kapítalisma I stóra heimin- um þessa stundina. Níu klaustranna á Aþos eru það sem nefnt er iddíórýþmó (með eigin rýtma), þ.e.a.s. munkarnir eru mikið til sjálf- stæðir, mega safna eignum og lifa eina og kapítalistar. Þeir eta hver í sinum klefa, hafa gjarna þjóna eða aðstoðar- menn og sækja kirkjur að vild (auð- vitað hefur það sjálfræði skynsamleg takmörk). í þessum klaustrum er ábót- inn kosinn til eins árs í senn af nokk- urs konar „yfirmunkum", sem eru fá- menn yfirstétt í klaustrinu og ráða þar lögum og lofum. Við hlið sér hefur á- bótinn svo ráð sem takmarkar mjög vald hans. Þessi níu klaustur eru yfirleitt auð ugri og mun betur haldin en hin klaustr in ellefu. sem 'eru kínóvíon („samlífis- klaustur"). Þar er munkunum allt sam eiginlegt, þeir eru eignalausir með öllu, matast saman daglega og vinna úti á ökrunum þegar þörf krefur. Fyrir þeim læður ábóti sem ríkir ævilangt, og er agi góður. Ábótinn hefur þó aðeins ó- skorað vald í andlegum efnum. í öðr- um málum hefur hann samráð við tvo eða þrjá epítrópí, sem árlega eru kosn- ir af öldungum hvers klausturs. Kínóvíon-skipanin er hið upphaflega form allra klaustranna á Aþos. En þeg- ar auður þeirra jókst og velsæld í byrj- un 15. aldar kom fram krafan um auk- ið frelsi einstaklingsins. Sú krafa var "vitaskuld fram borin af Grikkjum, því þeir segja ekki skilið við einstaklings- hyggjuna, þó þeir fari í munkakuflinn. S]övum virðist hins vegar eðlilegra að búa í kínóvíon-klaustrunum. " ví er stundum haldið fram aS iddíórýþmó-skipanin sé eldri en hin, þar sem í öndverðu var um að ræða sam- félag svo til óháðra einsetumanna eða lítilla flokka. En þegar Aþanasíoa stofnaði hið fyrsta eiginlega klaustur á Aþos og lagði þar með grundvöllinn að munkaríkinu, valdi hann kínóvíon-forra ið. Á 16. öld hurfu öll klaustrin aftur til þessarar skipunar, en nú hafa sem sagt níu þeirra breytt til á ný. Það er eft- irtektarvert, að klaustrin tóku ævinlega upp kínóvíon-formið þegar í óefni var komið hjá þeim siðferðilega. Dygði ekki sú breyting til að kippa ástandinu í lag, var til kvaddur heilagur einsetu- maður — á sama hátt og heimspek- ingar voru kallaðir á vettvang þegar 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 34. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.