Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 2
„Að þú skulir geta hlegið að þessu, Hörður,“ sagði María stundum hálf- mæðulega. „Eg held þér væri nær að reyna að siða drengina." „Láttu ekki svona, kerlingar-kútur! Þetta er ungt og leikur sér — nema hvað, manneskja?“ Einu sinni kom ég þar að, sem dreng- ir voru að stökkva yfir skurð, sem verkamenn höfðu grafið vegna skolp- ræsalagnar. I>ar stóð Hörður frændi og horfði á. Ég gaf mig ekki fram, en beið átekta. Svo sagði þá einn af drengjun- um: „Þykir þér við ekki duglegir að stökkva?“ „Allt læt ég það nú vera,“ svaraði hann dimmraddaður. „Mér finnst þið ættuð ekki bara að þeytast yfir skurð- inn, heldur ruðninginn líka.“ „Nei, heyrið þið nú — ha, hæ, — stökktu þá sjálfur.“ Hann lét ekki segja sér það tvisvar, heldur brá við hart og flaug ekki að- eins yfir skurðinn, heldur líka ruðning- inn, svo að drengirnir urðu að forða sér til að verða ekki fyrir honum. — Síðan leit hann á einn þeirra og mælti með áherzlu: „Þegar ég var ungur, hefði ég bund- ið báða fætur upp í rass og flogið yfir þetta á miðfætinum, — jamm, drengir mínir!“ Allt í einu varð hann undir- leitur, og ég heyrði hann tauta: „Hvað kemur að mér, — hvað er ég að segja við blessuð bömin? Hvað skyldi hún móðir mín sálaða hafa sagt?“ Drengirnir höfðu starað á hann fullir aðdáunar, og nú fyrst skelltu þeir upp úr. Þeim fannst hann víst áreiðan- lega ærið barnalegur. En það varð sem sé engan veginn sagt, að bæjarvistin léki Hörð frænda sérlega grátt, en samt sem áður þyrmdi stöku sinnum yfir hann, einkum fyrstu árin eftir að hann flutti úr átthögunum, og tvisvar kom María til mín og leitaði aðstoðar minnar af þeim sökum. í annað skiptið var þannig mál með vexti, að þeim hjónum hafði borizt sú fregn að vestan, að barn hefði dáið hjá þeim Hamrahjónum og ekki náðst í lyf eða lækni vegna illrar færðar og vonzku vetrarveðurs. „Æ, blessaður minn,“ sagði gamla konan, „mig langar svo til að biðja þig að koma og reyna að hressa upp úr honum, — hann svaf ekki dúr í nótt, og nú situr hann eins og dæmd- ur maður.“ „Og hvað segir hann eiginlega — eða hefur sagt?“ „Hann er alltaf að naga sig í handar- bökin!“ „Heiðin eins og postulín, sagði mað- urinn, sem kom að vestan og blindbyl- ur á báða dali,“ segir hann. „En þú veizt það nú kannski, Maria, hvernig veðrið og færðin var margan ganginn, þegar ég rauk af stað og skilaði bæði mér aftur og meðölum, — já, lækni með stundum .... Og ekki vorum við nú orðin það aum, að við hefðum ekki getað dokað við fyrir vestan.“ Á þessu hefur gengið hjá honum, blessaður minn, milli þess sem hann hefur steinþagað.“ „Og hvað hefur þú sagt við hann?“ „Ég hef sagt eins og ég meiiia, að ég hefði að minnsta kosti ekki verið orðin til að standa í heyskap og gegn- ingum, jafnvel smalamennskum, — eða vita hann einan, frílega sextugan mann- inn, í vitlausu veðri og háskafæri upp á heiði, enda hefði hann nú legið í einni lungnabólgunni sinni eftir seinustu ferð- ina fram og til baka, — hann væri sos- um ekki neitt unglamb lengur, eins og hann hefði þá með sig farið margan ganginn." „Og hverju svaraði hann?“ 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Þú hefðir átt að sjá augnaráðið hans!“ Eg snaraðist að símanum, og eftir nokkur augnablik fékk ég samband við vin minn, Geirlaug lækni á FagureyrL Og ég sagði honum, hvað í efni væri. „Ha — hvað segirðu mér?“ Ég heyrði dimman, lágan og notalegan hlátur læknisins. „Sjálfum sér líkur og ein- stakur er hann! . . . En þú getur sagt honum eftir mér, að ég hafi orðið því sárfeginn, að hann skyldi ekki vera til að rífa mig út í það veður, enda ég ekki orðinn til annarra eins ferða eins og þegar hann sótti mig forðum, til þín, — já, því hafi ég sannarlega verið feg- inn, þar sem þá líka allt erfiðið hefði orðið til einskis. Þetta var áreiðanlega heilabólga og ekkert hægt að gera.“ Ég sagði Maríu að bíða svoh'tið heima hjá mér, ég ætlaði að fara og hitta frænda og ekkert láta hann vita, að hún hefði komið. Hann sat og hímdi á rúmir.u sínu, þegar ég kom, tók reyndar undir við mig og bauð mér sæti. Ég sagðist ekkert ætla að stanza, ég yrði bara að segja honum leiðindafrétt, Geirlaugur læknir hefði hringt til mín og sagt mer .... „Ég veit það,“ sagði hann ag flökti augunum. „Hann sagðist ekki hefði trcyst sér vestur í veðrinu, sem verið hefði þá daga, enda hefði það heldur ekki verið til neins. Þetta hefði verið heiiabólga “ Hann rak upp á mig augun, sagði svo: „Hvar er María, — hvað er manneskjan að þjóta þetta? ........... Heilabólga — nú þá -------- Ekki treyst sér, sagði hann“ ...... Það var strax komið á frænda annað yfirbragð. „Þú þarft að fá kaffi, glaður maðu:, — ég er að vona hún komi einhvern tíroa, hún María, — það held ég henni létti ..... Já, við eldumst, jafnt læknar sem aðrir — læknir, læknaðu sjalfan þig, stendur þar .... Hefði ekki treyst sér, — nei ....... O, því hefur ekki verið ætlað lengra líf, þessu blessuðu barni, — það var annað, þegar ég dreif hann forðum með mér til þín. Var lán ég sprengdi hann ekki upp Sauðadal- inn, en þetta var tývaskur maður .... en farinn að bila — samt.“ Þetta var þá fljótlagað, en bað, sera að honum setti fyrsta haustið, sem hann var í Tangakaupstað, það koin aftur á hverju hausti í nokkur ár, og verst var það annað haustið hans þarna í bænum. Það var þá, sem María kom til mín í öngum sínum í fyrra skiphð. „Nú veit ég e-kki, hvað ég á að gera.“ sagði hún og þerraði tár úr augur.um á sér á svuntuhominu sínu. Ég sé ekki annað en hann sé að rjúka á stað vestur.“ Vestur — til hvers?“ „En þetta sama og í fyrrahausf, hara verra — féð, maður Guðs. Hann kom til hans — er ráðinn hér á einn bátinn — hann Gvendur hennar Guðnýjai á Björgum og sagði honum, að nú væiu tólf kindur í Stapahillunni og sex í Mávahyrnunni, og hann Bjarni mundi eiga að minnsta kosti helminginn af þessu fé. Og í fyrra missti hann sjö, og þú manst nú ....... Já, það var nógu vont þá, þó það sé verra núna.“ „Heldurðu þetta renni ekki af honum — eins og þá?“ „Æ, ég held ekki. Hann var að tala um þetta milli dúranna í nótt — ef hann þá svaf hokkuð. „Biessað fólkið sagði hann,“ blessaðar skepnurnar," var að tauta þetta í nótt. Og í morgun: „Það er lagleg blóðtaka hjá þeirri fjölskyldu ....Og jarmur- inn, — ég heyri hungurjarminn í bless- uðum kindunum í Stapahillunni, þar allt uppnagað, vitaskuld. Og hér sit ég eins og ólétt hefðarmaddama.“ Og núna eftir matinn rauk hann upp og sótti járnin sín og stafinn og heimt- aði ferðaföt af mér.“ Eg varð að fara, reyna það. „Ég er kominn að kveðja þig, frændi,“ sagði ég fyrst alls. Hann sat á rúminu, mannbroddarnir á brekáninu til fóta, broddstafurinn bak við hurðina. Mér sýndist hann verða hissa — en ósköp var að sjá, hve þreytulegur hann var. „Ha?“ sagði hann loksins og var há- vær. „Hefur þú heyrt talað um að freista Drottins síns? .... Hvað er ég að bukla? Ætli þú sért ekki eins biblíu- fastur og ég ...... Ja, hvað heldurðu hún systir þín — hún móðir mín — segi, þegar ég hringi til hennar og segi henni, að þú sért þotinn vestur til að sækja fé í svelti? .... Hún María — eins og henni sé nokkur vorkunn, — það er auðvitað annað með hana og hana systur þína heldirr en Hamra- fólkið, — svo að ég tali nú ekki um kindurnar .... Og ekki hefur mér ver- ið sama um þig hingað til .... Jæja, vertu sæll, frændi. Ég hugsa við s;á- umst ekki aftur.“ Ég rétti fram höndina, en hann sá hana ekki, hann starði niður á spennt- ar greipar sínar, sagði dimmraddaður: „Guð náði mig, —■ já, auðvitað, það er vandlifað, — en mikið er að verða svona — eins og ég er orðinn!“ Svo leit hann upp — snöggt, horfði á mig, sagði hvasst og hart: „Ég fer ekki neitt, — ég er eins og hvert annað fífl!“ Hann hristi höfuðið, leit aftur niður fyrir sig, sagði: „Hvað skyldi hún hafa sagt, hún systir mín, — sú kona? Sú hleypur nú ekki nein frumhlaupin — þó að hún kappsöm og skapmikil sé. Og hún María, skyldi hún eiga það hjá mér, að ég stykki frá henni og sama sem hlypi fyrir björg?“ .... En hvar er sú manneskja? Ég held henni væri mál að heyra þetta.“ Svo varð honum litið á mannbroddana. Hann spratt á fætur, þreif þá, vatt sér að stafnum, greip hann, og síðan þaut hann fram. Hann kom mjög fljótt aftur, en þó kom María á meðan hann var í burtu. var nýkomin inn úr dyrunum, þegar hann opnaði. Þá er hann hafði skellt aftur hurðinni, leit hann á konu sína, greip í höndina á henni og hálfhratt henni í áttina til mín, leit á mig, síðan á hana og sagði: „Ég fer ekkert, — ekkert, heyrirðu það? Ég fleygi járnunum og brýt staf- inn .... Og hitaðu nú góðan kaffisopa fyrir okkur frændurna, hefði bara átt að vera komin, hún systir mín.“ 3. Og nú sagði læknirinn, maður, sem tugum mannslífa hafði bjargað, jafnvel hundruðum, að lífi fjallamanns- ins væri að ljúka, — að því væri ekki unnt að bjarga. Ég fór beinustu leið heim til þeirra hjóna. Þau bjuggu í björtum og rakalaus um kjallara örskammt frá húsi læknis- ins. Ég fór inn í ganginn, leit inn í eld- húskompuna. Þar var enginn. Ég fór þá yfir að stofudyrunum og opnaði með hægð. María stóð upp af stól við rúm sjúklingsins og kom fram að dyrunum til mín. Ég spurði, svona til siðasaka, um líðan Harðar frænda. Hún hristi höfuðið. „Hann hefur ekki komið til ráðs síð- an í gær, rétt eftir að þú fórst. „Hefurðu nokkuð frétt af henni syst- ur minni?“ spurði hann. Ég held hann sé að vonast eftir henni — en þá býst hann við .... þá heldur hann . . .. “ Hún gat ekki sagt meira. Ég lét aft- ur, og svo tók ég yfir um herðarnar á gömlu konunni og lét hana setjast á divaninn. „Ég talaði við móður mína í morgun. Hún mundi koma, ef nokkur ferð félli, en það er ekki því að heilsa. Svo er hún sárlasin. Þau hafa hvorugt kunr.að að spara hjartað, þessi samrýmdu systk- in......En gerðu það nú fyrir mig að halla þér út af. Ég sezt hérna hjá hon- um. Kannski þér geti runnið í brjóst.“ „En kaffi, — hvað heldurðu nann segði, ef ég hitaði ekki handa þér kaffisopa?“ Ég hristi höfuðið. „O, blessaður sóminn!“ sagði hún og strauk á mér höndina. „Svona, María mín, gerðu það nú fyrir mig að fleygja þér út af.“ Hún lét að orðum mínum, og ég sett- ist við rúm Harðar frænda. Ósköp voru nú orðin að sjá hann------ Hann hafði reyndar alltaf verið að gangast fyrir eftir útskipunarskorp- una fyrir jólin, mátti sosum ekki vera öðrum síðri þá, frekar en fyrri daginn. Jafnvel nú — eins og á stóð — gat ég ekki látið vera að minnast þess, sem verkstjórinn hafði sagt mér: Einn af verkamönnunum var lítið greindur mið- Utgefandí: H.Í. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Kitstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vleur. Matthlas Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýslngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: ASalstræti 6. Sími 22480. 34. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.