Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 4
Matthías Jochumsson. Guðmundur Kamban. Stephan G. Stephansson. J ólin eru staðreynd í lífi manna, sem enginn kemst hjá að meðtaka í ein- hverjum mæli. Sjálfsagt eru þau mönn- úm misjafnlega heilög, en enginn fær þó sniðgengið þau með öllu, né komizt hjá því, að eitthvert leiftur þeirrar dýrð- ar, sem frá þeim stafar, falli á hann. Jafnvel þar sem mannleg grimmd hef ur risið einna hæst í pyndingafangabúð- um einræðísherranna, hefur meira að segja stundum ekki hjá því farið, að hjörtu pyndingameistaranna hafi orðið crlítið mannúðlegri um jólin. Á þeim stundum hafa þeir jafnvel slægzt til, að gefa hinum soltnu fórnardýrum nokk- urnveginn sómasamlega að éta. Þannig verka jólin jafnvel á þeim sviðum, þar sem maður teldi sízt von að áhrifa þeirra gætti. Vera má, að mönnum takist að herða hug sinn svo, að dýrð jólanna hafi ekki teljandi áhrii á þá, stundum karan sorg manna, örvænt ing, sjúkleiki eða örbirgð að vera á svo háu stigi, að lítt eða ekki svíi undan ljósorku jólanna. Hitt mun þó langal- gengast, að jólin hafi einhver mildandi áhrif einnig á þeim sviðum. E kki eru þó áhrif jólanna á mann- fólkið ávailt á einn og sama veg, og geta þau vakið mismunandi kenndir með mönnum. Á meðan við erum vanþroska börn, eru það jólagjafirnar og skrautið, Ijósin og ölLhin geislandi ytri dý*ð, sem verkar mest á okkur. En einnig verkar það á börnin að finna, hvernig fram- koma og viðmót fullorðna fólksins breyt ist, skapið mýkist og bilið milli barns- ins og hins fullorðna styttist raunveru- lega. Því þeir fullorðnu yngjast, færast nær uppruna sínum, þeir ganga í end- urnýjun lífdaganna við hátíðlega athöfn og finna nautn í dýrkun hins almáttka, skapandi a/ls, sem leikur þeim sem peð- um um taflborð lífsins. Vanmáttartil- finning þeirra fullorðnu gagnvart hin- um guðlega krafti færir þá nær barninu, sem eðlilega hefur á sinn hátt vanmátt- artilfinningu gagnvart þeim fullorðnu. Og sú staðreynd, að verið er að halda upp á fæðingarhátíð frelsarans, slær síð an lýsandi geislabaug um þessi huglægu tengsl manns og barns. Og aldrað fólk kennir einnig hátið- leika jólanna í ríkum mæli. Að vísu mun það sjaidnar bíða með eftirvænt- ingu eftir jólagjöfum, og eftirvænting þess er að öðru leyti væntanlega minni en barnanna, en hinsvegar hefur gamla fólkið á margan hátt ágæta aðstöðu, til að meðtaka frið og mildi jólanna og njóta þeirra. Lífserill þess er venju- lega minni, önn dagsins hvílir venju- lega léttara á herðum þess, meginþungi iífsbaráttunnar liggur að baki, en kyrrð og friðsæld eilinnar er góður móttöku- grundvöllur þeirrar helgi, er leikur um jólahátíðina. Þannig snertir jólahelgin venjulega fólk á öllum aldri, við ólíkar aðstæður og ólik lífsviðhorf. ft Lvernig bregðast skáldin við jól- unum? Æðasláttur samtímans á að birt- ast í ljóSum og sögum skáldanna. Það er því ekki ófróðlegt viðfangséfni að gefa því gaum, hvernig helztu skáld okkar hafa brugðizt við áhrifum og helgi jól- anna. Að sjálfsögðu er það efni svo viðamik- ið, að því verða iítii skil gerð í stuttri blaðagrein, það gæti fyllt margar bækur, margar bókahillur, og yrði samt trúlega vandtæmt. Hér verður aðeins blaðað lauslega í nokkrum kvæðum og sögum góðskáldanna og reynt að gera sér grein fyrir hvernig andi þeirra bregzt við komu og boðskap jólanna: Hið þekkta jólakvæði þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, „Jólin 1891", er pfarlega í hugum flestra, er þeir hugsa um fögur og hjartnæm jólakvæði: Fullvel man ég fimmtíu ára sól fullvel meir en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviftur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, ' bræður fjórir áttu ljósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð sjáið, ennþá man ég hennar örð: Þessa hátíð gefur okkur guð. Guð hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. E kki þarf mönnum að koma á ó- vart, þótt skáldið og kennimaðurinn, Matthías Jochximsson verði snortinn af minningunni um bernskuskjól sín. Þetta skáld hins snögga innblásturs, hrifnæmi og trúar þarf minna til, að andinn komi yfir hann. Trú hans á Guð vefst saman við ljúfar endurminningar bernskuheim- ilisins og gæðir kvæðið djúpum hátíð- Ieika og lífsspeki. Raunar fer það gjarna saman, að skáld minnist bernskuheimilis síns, er það yrk ii' um jólin. Flestar helgustu jólaminn- ingar þess eru tengdar við bernskuheim- ilið, foreldra og systkini. í kvæði sínu „Jólakvöld" segir Davíð Stefánsson: Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kveld, hjartanu orna við hljóma forna og heilagan jólaeld, Meðan norðurljós kvika og blástjörnur blika og boganum mínum ég veld. Ég blundaði hljóður við brjóst þín, móðir, sem blómið um lágnættið. Þú söngst um mig kvæði; við sungum bæði um sakleysi, ástir og frið. Þú gafst mér þann eld, sem ég ennþá í kveld get ornað hjartanu við. Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þá þrá, sem ég göfgasta á, og gleði, sem aldrei kól. Ef ég hallaðj mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjóL En útþráin seiddi mig ungan og leiddi á ótroðinn skógarstig. Þresstirnir sungu; þyrnar stungu, og þorstinn kvaldi mig; þá græddi það sárin og sefaði tárin að syngja og hugsa um þig. Og nú vil ég syngja og sál mína yngja með söngvum um lágnættið hljótt og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt er kyrrt og rótt og láta mig dreyma um ljósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt. Þannig verður bæði Matthíasi og Davið hugsað til móður og bernsku- heimilis jafnhliða jólunum. Otefán frá Hvítadal yrkir um jólin: Ó, blessuð jólin, er barn ég var. Ó mörg er gleðin að minnast þar. í gullnum ljóma hver gjöf mér skín. En kærust voru mér kertin mín. Því lausnari heimsins þeim ljóma gaf. Þau fegurst lýstu er fólkið svaf. Þau kerti brunnu svo bjart og rótt í Jesú nafni um jólanótt Ó, láttu Kristur þá laun sín fá er ljós þín kveiktu er lýstu þá. Eg sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan, er lokast brá heilaga Guðsmóðir himnum frá. Af síðasta erindinu verður ráðið, að Stefán er kaþólskur orðinn, en ekki dregur Það úr trúarhitanum. Er mér heldur ekki kunnugt um, að jólahátíðin hafi orðið kaþólskum mönnum og lútherskum ágreiningsefni, á seinni ár- um a. m. k. VF uiVrimulur Böffvarsson segir i lok kvæðis síns „Hin gömlu jól": Við munum og geymum með miklum yl þær menjar, án nokkurs skugga, Framhald á bls. 13. l>avíð Stefánsson. Steinn Steinarr. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 34. tölublað 1963. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.