Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 13
Jól í Róm á 4. öld i H inir kristnu höfðu safnazt saman í skugga musteris heiðingjanna. Þeir horfðu á prest- inn, sem breiddi út faðminn og bað þá að upphefja lofsöng um guð. Fagur söngur barst út í kyrrðina og hljómaði ljúfur og skær, þar til hann endaði á nöfnum föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Allir heyrðu til prestsins, er hann las texta dagsins úr ritningunni hljómmikilli röddu. Hann las pistil Páls postula og síðan fagnaðarer- indið. Hann talaði rúma klukku- stund um boðskap orðanna, skýrði þýðingu hvers þeirra og textans í heild. Síðan blessaði hann söfnuð- inn, sem sameinaðist í bæn til guðs. Nokkrir stóðu kyrrir og lyftu hönd- Jólin og skáldin Framhald af bls. 4. um lítinn torfbæ með lágreist þil og ljós úti í hverjum glugga, um baðstoíuhlýjunnar blíðuseið, sem bræddi af rúðunni klakann, um dýrðlega kvöldið, sem kom og leið, um kerti, sem brann oní stjakann. Fögur er eftirfarandi „Jólakveðja" Jóhannesar úr Kötlum: Það gengur stundum svo margt að mér að myrkvast hin bjarta Sól. En veiztu — þegar hjá þér ég er að þá eru alltaf jól. O, vertu ekki döpur, vina mín. Þú veizt, að ég er hjá þér, og hugsa alltaf jafnhlýtt til þín, hvert á land, sem ég fer. Hið heilaga kvöldið kveikir þú á kerti við rúmið mitt Þá líð ég til þín í ljóssins trú og loga við hjarta þitt. Og Jesús gefur þér gleði og frið og guðdómlegt frelsi sitt. og engl&rnir syngja um sakleysið við sólelska barnið mitt. um til himins, en þeir iðrandi krupu að grýttri jörðinni. í þögninni, er bænirnar voru hljóðnað ar, biðu hinir þurfandi huggunar. Síðan skiptust þeir í smáhópa með bros á vör, og kliður fyllti loftið, er þeir heilsuðu vinum og ættingjum, áður en þeir gengu til heimila sinna í nágrenninu. Þeir höfðu hlakkað til þessarar kyrr- látu stundar, að finna friðinn og hlýj- una streyma á móti sér frá heimilun- um og biðja guð í einrúmi blessunar til handa sínum nánustu. Þeir hvíld- ust þar til konurnar komu með kjöt- íötin, fikjurnar, ólífurnar, olíukrukkur- x:ar og vínkönnurnar, og ilmur nýbak- aðs brauðis barst að. vitum þeirra. Mf annig telja sagnfræðingar, að kristnir menn í Róm hafi haldið jólin hátíðleg í fyrsta skipti á 4. öld. 25 des- ember var hátíðisdagur dýrkenda sól- og ljósguðsins Mitra, og hinir herskárri meðal kristinna manna héldu sinni hátíðisdag — Kristsmessu — á þessum degi í andstöðu við Mitra, en dýrkend- ur sólguðsins hreyfðu ekki mótmælum, því að trú þeirra líktist kristinni trú á mörgum sviðum. Raunverulega voru trúarbrögðin svo lík, að um tíma var Mitratrúin hættulegur keppinautur kristninnar meðal hugsandi manna. Hún var eingyðstrú eins og kristnin, sakramentin voru lík, auk þess kenn- ingarnar um frelsara og hin djúpstæða trú á framhaldslíf og dómsdag. Sunnu- dagur var einnig helgidagur Mitra- dýrkenda. Á þessum tíma stóð hið mikla róm- verska heimsveldi á krossgötum. Keis- ararnir féllu frá fomum rómverskum venjum og tóku að aðhyllast austræn- ar einræðishugmyndir. Tveir keisarar þessara tíma áttu blóði drifinn starfs- dag. Annar þeirra, Galeríus, þvingaði hinn, Díókletíanus, til þess að gefa út íyrstu tilskipuniina um ofsóknir gegn kristnum mönnum. Var hún dagsett 24 febrúar árið 303, en á síðari Hluta valdatíma Díókletíanusar var farin skipulögð herferð til útrýmingar kristn um mönnum. Og þegar að lífi lýkur hér, við leitum í sama skjól. Þá verð ég hjá þér og þú hjá mér, og þá — verða alltaf jól. " orsteinn Erlingsson var stund- um gagnrýndur fyrir, að kirkjutrú hans stæði ekki djúpum rótum. Vissulega átti hann þó sinn guð og trúarlega heiðríkju í ljóðum sínum. Þótt honum finnist englunum fara fækkandi í eftirfarandi jólavísu til vinar síns, þá greinir hann þó frá jólagleði sinni: í æsku var mart á annan hátt og aliir á nýju kjólunum í musterum álfa og manna kátt og messað á öllum stólunum. Þó nú sé af einglum orðið fátt og álfarnir burt úr hólunum, þá gleður það enn að gefa smátt að gamni sínu á jólunum. E ftirfarandi kvæði eftir Stein Steinarr, sem hann nefnir „Jól", hefur nokkra sérstöðu. Lotning hans fyrir jólahátíðinni fer ekki á milli mála í fyrsta erindi þess, þar sem hann fagn- ar þeirri hátið, „sem hjartanu er skyld- K, L-eisarinn vonaðist til þess að geta styrkt sig í sessi með því að endur vekja hin fornu trúarbrögð, því að kristna kirkjan, sem ríki í rfkinu vlrt- ist ógna veldi hans. Ofsóknirnar hóf- ust með því, að kristnir menn voru sviptir opinberum embættum og stöð- um sínum í hernum. Díókletíanusi fannst þá nóg að gert, en Galeríus var á öðru máU. Hann og fylgjendur hans þjörmuðu að Díókletíanusi, þar til hann lét undan síga og gaf út nýja til- skipun. Var hún mjög harðorð. Jafna átti allar kirkjux við jörðu og gera upptæka kirkjugripina. Kristnum mönn um var skipað að afhenda yfirvöldun- um allar helgar bækur, að viðlagðxi ciauðarefsingu og þær síðan brenndar opinberlega. Bænasamkomur kristinna manna voru bannaðar og þeim gert ó- kleift að reka réttar síns fyrir dómstól- unum. Kristnir menn við keisarahirðina urðu jafn illa úti og trúarbræður þeirra. Fjöldi kristinna manna var grafinn lif- andi og varpað í ár og vötn með stein um hálsinn. Margar tilisikipanir fylgdu í kjölfar hinna fyrstu. Allir prestar voru yfiriýst ir óvinir ríkisins, og á skömmum tíma fylltust ÖH fangelsi. Nokkrir gáfust upp og köstuðu trúnni, en flestir dóu píslar- vættisdauða. "egar Diókletianus iagði niður völd, lá leiðin að keisarastóhaum opin miskunnarlausasta andstæðingi kristinna manna, Galeríusi. Með valdatöku hans urðu ofsóknirnar æðisgengnari. Bjarm- inn frá bálköstunum lýsti næturhimin- inn, og stöðugt bárust stunur hinna dæmdu út um rimlaglugga fangelsanna. Þannig liðu 18 fyrstu ar valdatima Galeríusar, en þá, er hann var að dauða kominn af vö'lduim hættulegs sjúkdóms, sneri hann við blaðinu og leitaði á náðir guðs þeirra, sem hann hafði áður ofsótt. 30. apríl 311, gaf Galeríus út tilskipun og fcvaðst hann iðrast ofsóknanna á hend ur kristnum mönnum, bað þá um fyrir- gefningu og hjálp guðs þeirra honum til handa. Harðstjórinn hafði látið undan og með þessarri tilskipun viðurkenndi hann upp gjöf sína. En tjónið, sem hann og Díó- kletíanus höfðu valdið, var svo mikið, að seint greri uni heilt, og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, að kristnir menn í Róm komu saman opinberlega á ný til þess að halda jólin hátíðleg. Eftir Harry Brent ust". En honum leiðast allar bænagjörð- irnar, allur íburðurinn, og kvæðið í heild verður einungis skilið í ljósi beiskju skáldsins og harðra lífskjara á þeim tíma, þegar það er ort. Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. Og innan skamms byrjax kappát í koti og höllu og klukknahringing og messur og bænagjörð. Það er kannske heimskast og andstyggilegast af öllu, sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni i fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann. Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann. E n þófct það sé vissulega íburð- armikill og óvenjulegur matseðill, sem Steinn réttir söfnuði sínum í lok kvæð- isins, þá er þó kvæði Guðmundar Kambans, „Jólleysingi", sennilega sér- stæðast allra þeirra íslenzkra kvæða, sem ort haía verið í tilefni jólanna. Það hljóðar svo: Ég er jóllaus maður, japla á tappakork, ; engan þarf ég hnifinn og engan þarf ég fork, geng í hvítri birtu á Broadway í New York. SkáldiS situr inni snöggklæddur við ljós, syngur um þann ræfil, sem fann í skarni dós, raðar hungurhrópum í stuðlabásafjós. f kirkjum þínum, Kristur, kurteisin er stór, einn er látinn byrja til ávarps faðir vór — í allsnægtum um daglegt brauð menn biðja þig i kór. Það storkar mínum anda sem harka eyðihjarns, það storkar mínum anda 34. tölublað 1963. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.