Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 7
Matmálstími í kinó víon-klaustri á Aþos. illa horfði hjá borgríkjum Forn-Grikkja. Yfirleitt er andinn í kínóvíon-klaíustr- unum miklu betri, en þau eru líka aftur haldsamari. Nýmunkar þar mega til daemis ekki vera skegglausir og eru venjulega komnir yfir tvítugsaldur. Fyr ir vígslu verða þeir að vera þrjú ár til reynslu, en í iddíórýþmó-klaustrun- um er eitt ár látið nægja. Kínóvion- kiaustrin hafa risið öndverð gegn hvers konar nýbreytni, svo sem þeim ósóma nokkurra klaustra að taka upp haensna- rækt! Þá bragða munkarnir þar hvorki kjöt né aðrar afurðir af skepnum. Þeim ei gert að sækja tíðagerðir sjö tíma á sólarhring og vinna að jafnaði sjálfir öll störf sem inna þarf af hendi í klaustr inu. J\ býzanska skeiðinu naut Aþos ýmissa fonréttinda, þar sem keisararnir í Miklagarði voru yfirleitt velviljaðir munkanna f Rúmeníu, sem höfðu verið gefnar þeim á umliðnum öldum og voru geysiverðmætar. Aþos-munkar lýstu þá framkvæmd löglausa og neituðu að við- urkenna hana, en fengu ekki að gert. Síðasta reiðarslagið var byltingin í Rúss landi, sem sleit öll bönd rússnesku munk anna við föðurlandið og svipti þá megn inu af tekjum þeirra. Tyrkneskri drottnun yfir Aþos lauk árið 1912, þegaæ Grikkir lögðu undir sig Norður-Grikkland. Eftir það ríkti ó- vissa um, hver vernda skyldi munka- ríkið, en árið 1923 vaj- Grikkjum falið það, og árið 1927 var stjórnarskrá Aþ- os samþykkt af grisku stjórninni. Á síð- ustu árum hafa svo til allar eignir Aþos- munka í Grikklandi verið reyttar aí þeim, svo að nú standa þeir uppi slypp- ir og snauðir með skagann sem einustu tekjulind sína — og sv® auðvitað óvið- jafnanlega fjársjóði í handritum, iista- verkum og skrauti. í kirkjum sem aldrei gefa af sér arð. munkaríkinu. Eftir fall Miklagarðs og valdatöku Tyrkja árið 1453 varð sára- litil breyting á högum ríkisins — ef nokkuð var fengu munkarnir aukið frelsi. Skattar voru að vísu þungir og sjóræningjar gerðu oft mikinn usla, en nýir velgerðamenn komu í stað þeirra sem horfnir voru, einkanlega furstar og þjóðhöfðingjar á Balkanskaga og í Rúss- landi. Auk þess voru árlega sendir út betlimunkar. Aþos safnaðist því smám saman mikill auður, ekki sízt jarðeign- ir víða um lönd. í griska frelsisstríðinu urðu munkarn ir á Aþos að greiða Tyrkjum háar bætur fyrir aðstoðina við Grikki, og hvarf þá ógrynni fjár úr ríkinu. Til endurgjalds tóku Grikkir eignarnámi margar af jarðeignum munkanna í Grikklandi (1834) á þeim forsendum, að „miðalda- skipulag væri ósamrýmanlegt nútíma- ríki" (!). Þrjátíu árum síðar sló rú- menska stjórnin eign sinni á jarðir E i n þó Aþos-ríki sé fátækt orðdð hefur það ekki sagt skilið við þá fornu hefð að bjóða aiia gesti sína velkomna — og það svo um munar, því að innan landamæra ríkisins er allt ókeypis, bæði fæði, húsnæði og allur annar viðurgern- ingur. Hvert Waustur hefur sérstakan gististjóra og ákveðin gestalherbergi, sem eru að vísu mjög misjöfn að hreinleik og þægindum, en veita vegmóðum gesti kærkomna hvild. Máltíðirnar á Aþos eru enginn veizlukostur, en þær eru vel þegnar, enda strjálar. Ég var á Aþos í páskavikunni, og var þá ekki nema ein máltíð á borðum daglega í klaustrunum, enda þótti mér flest Ijúffengt. sem þá var borið fyrir mig. Aþos-búar lifa í öðrum tíma en við, bæði í eiginlegum og óeiginlegum skiln ingi. Þeir lifa á miðöldum að því er snert ir alla lífshætti og hugsunarhátt, en þeir hafa líka annað tímatal — júlíanska tímatalið sem er viku á eftir okkar tíma tali — og reikna stundir dagsins á annan hátt en við. Þ að er einstæð reynsla að koma til Aþos og eyða þar nokkrum vikum. Það er ekki óáþekkt því að ganga inn í löngu liðna fortíð og dveljast þar um sinn fjarri öllu sem minnir á nútímann. Það er heilnæmt bæði sálinni og líkam- anum, enda er Aþos einn þeirra fáu staða á jörðinni sem sífellt toga mig til sín með einhvers konar dulmögnuðum kraftL Þó er langt frá því að þetta frum- stæða ríki sé í ætt við paradís. Munk- arnir eru að visu ákaflega misjafnir, en flestir eru þeir bæði fáfróðir, hjátrúar- Eitt yngri klaustranna, Simópetra, „vex" upp úr háum kletti. fuUir og heldur leiðinlegir til lengdar. Það er sárgrætilegt að ekki skuli vera á þessum friðsæla stað fleiri mennta- og fræðimenn, því þar munu vera ótæm- andi fjársjóðir gamalla handrita sem enginn kann full deili á, því mörg þeirra dýrmætustu hafa verið falin á hættu- tímum og tilsjónarmennirnir oft dáið og farið með leyndarmálin í gröfina. En það ríkir einhver yfirskilvitlegur helgi- blær yfir staðnum, náttúran er tignarleg og óviðjafnanlega fögur — og svo er það þögnin, þessi djúpa og alltumlykj- andi þögn sem grúfir yfir Aþos eins og þétt þoka og á kannski stærstan þátt í að gera hvert andartak þar stundlaust — slíta það úr tengslum við allan þann tímanlega hégóma sem við lifum fyrir og lifum á. Sig'urður A. Magnússon wmmm Einsetumannakofar í þverhníptri Aþos-fjalls. Munkur matseldar i eldhúsi eins klaustursins. 84. tölublaS 1963. Nýmunkar á skólabekk í einu klaustrinu. ----------------------- LESBOK MORGUNBLAÐSINS J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.