Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 3
aldra maður, sterkur, luralegur og svifa- seinn. Hann var frekar latur og hafði tekið misjafnlega túlkaðan mannrétt- jndaboðskap verkalýðshreyfingarinnar til inntekta meðfæddu makræði sínu. Hann vék sér þar að, sem Hörður frændi var að fleygja saltfiskspökkum á bíl, hraðhentur og kófsveittur að vanda. Maðurinn stóð og horfði á hann, hafði raunar áður séð hann vinna, en stóð þó eins og steinn í hlaði, unz hann loksins upphóf sína raust og sagði: „En þau mannalæti! Þetta held ég verkstjóranum líki. En að hamast svona fyrir þessa andskota, sem fiskinn eiga og borga seint og lítið og helzt ekki nema í úttekt. Já, skyldi þeim líka að eiga svona þræla!“ Hörður frændi brá við hart: „Ha, — sagðirðu þræla? Áttirðu kannski við mig?“ „Já“, sagði maðurinn og ýtti við öxlinni á honum. Hann hafði ekki tóm til að segja fleira, því að nú hljóp Hörður frændi undir hann — og svo flaug mann- Skepnan upp á bílinn, eins og hver annar slatfiskspakki .... Og bílstjór- inn, sem fylgzt hafði með, því, sem þessum verkamönnum fór á milli, ók af stað og stanzaði ekki fyrr en við skipshlið .... Hann hafði víst tekið fullnærri sér þennan dag, Hörður frændi, hafði síðan verið allur að rýrna, vöðvarnir eins og að tálgazt af honum, eðlilegur andlitsroðinn að fölna og bláleitur lit- blær að koma á vangana. Jafnvel nú, þegar hann lá með háan hita, sá rétt aðeins fyrir rauðum dilum á kinnbein- unum. Hann lá með lokuð augu, en sló út frá sér höndum, bylti sér og stúndi. Nú opnuðust augun lítið eitt. Þau voru sollin, sljó. Hann lokaði þeim aftur, hafði ekki fest þau á mér, hafði áreið- anlega ekki gert sér grein fyrir, að ég sæti þarna. Hann bylti sér, en ég sá ekki betur en allt í einu vottaði fyr- ir brosi á andlitinu. Og nú rak hann naumasta tungubroddinn út á milli var- anna. Þegar hann gerði það, var alltaf eitthvað um að vera, sem honum fannst skemmtilegt, ánægjulegt að minnsta kosti. Svo lauk hann upp augunum, það brá fyrir í þeim þessum glampa, sem oftast var fyrirboði einhvers skrýt- ins eða skoplegs, sem hann ætlaði að segja, en stundum merki þess, að hann ætlaði að hafa orð á einhverju, sem honum væri mikið gleðiefni, án pess að nokkuð hlálegt væri við það. Svo sagði hann þá, lágt, veikróma, en þó íkýrt og greinilega: „Ég er búinn að hitta Hann, Glaður xnaður." „Hvern?“ hvíslaði ég, — ekki alveg viss um,að hann væri með ráði, þó að hann þekkti mig. „Góða hirðinn.“ Hann þagnaði and- ortak, hélt siðan áfram, talaði sem áður íurðu skýrt: „Hann hefur reyndar ekki sagt mér það beinlínis, að það sé Hann, en ég þekkti hann. Það er einmitt sá sami og til mín hefur komið tvisvar áður í draumi, þegar ég hef verið á leið í fjöll til að bjarga kindum." „Þú hefur nú líka séð myndir af honum,“ sagði ég, gat ekki á mér setið, frekar en oft áður. Hann hristi höfuðið á koddanum, ekki mikið, en svo að ég sá það, og um leið lyfti hann vanþóknunarlega brún- um: „Nei, nei, nei, nei, — hann er ekkert líkur þeim myndum, liggur ekki við — ekki írekar en kötturinn þarna er líkur þér.“ Hann þagnaði, var þungt um, og það bogaði af honum svitinn. En það var eins og hann væri knúinn til að tala. Hann hélt áfram, virtist beita röddinni með sérstökum hætti, hvíslaði frá sér orðunum, dálítið slitrótt, en þó skýrt: „Það mætti segja mér eftir andlitsdráttunum og augnaráðinu, að hann hefði margt misjafnt reynt þau árin, sem ekkert er af honum sagt í Ritningunni. Það eru djúpar rún- ir í því andliti — og mikið af reynslu- viti í þeim sjónum.“ Nú fékk Hörður frændi hósta- hviðu. Hann blánaði í framan. Svo lá hann sveittur, stundi með lokuð augu. María var nú risin upp. Ég hafði ekki gefið henni neinar gætur, en méi er nær að halda, að henni hafi rétt aðeins liðið í brjóst. Hún kom til mín og hvíslaði: „Hann-hefur alltaf, blessaður vertj, verið að tala um kindur og um.... um góða hirðinn, hefur verið að leila að honum, skilst mér og sagt....... Æ, ég er að vona, að Guð fyrirgefi honum, þó að hann kynni að hafa sagt eitthvað, sem reiknast kynni til syndar, — hann er með óráði, maður- inn, — og hann hefur nú alla tíð hugs- að svo mikið um kindur og að bjarga kindum. Hann sagði í morgun: „Ég skil ekkert í honum, ef allt stend- ur heima, sem af honum hefur verið sagt, að hann skuli láta mann leita svona að. sér.“ Þetta er náttúrlega óguðlegt, ef hann á við Hann.“ „Huh!“ hvíslaði ég og studdi hend- inni á öxlina á henni: „Vert þú aldeilis óhrædd, María mín. Þú manst, að Hann skildi nú bæði þetta og hitt hjá manneskjunni.......Enda er frændi bú- inn að hitta Hann, — heyrðirðu það ekki, og víst var hann 'með gleði- bragði.“ „Já, Guð fyrirgefi mér — að draga Hann í tvíl upp á nokkurn handa máta ....“ Hún hikaði, leit á mig, var eins og hún færi hjá sér: „Hitta Hann? Heldurðu það sé nema ....?“ Nú lyfti Hörður frændi rétt aðeins höfði, lauk upp augunum á ný, horfði á mig, og ég gat ekki betur séð en hann kímdi: „Ég spurði hann, frændi, gerðist svo djarfur, Glaður maður, — hvort hann hefði farið í fjöllin í Gyðingalandi á þessum ilskóm, sem þeir eru á þar. Og hann svaraði mér og sagði: ,,Já“. „Og þurftir ekki einu sinni mai.n- brodda á berghelluna?“ sagði ég þá. „Hvað véizt þú um það?“ svaraði hann. „Nei, ég bið forláts,“ sagði ég. „Þetta var nú meira spurn en fullyrðing.“ „Já,“ svaraði hann og sagði, eins og þeir orða það í Heilagri Ritningu. „Ég var maður, meðan ég var maður, og ég þóttist ekkert ofgóður til að bjarga kind um úr klettum frekar en leggja og draga net, og víst átti ég klórur, sem hann fóstri minn klambraði handa mér, — hann var lagtækur á fleira en tré.“ Þebta sagði hann skýrum orðum. ... Ja-á, „skyldi þeim ekki bregða í brá, blessuðum, nær þeir deyja,“ sagði Breið- fjörð sálaði.“ Fyrir þá, sem á eftir koma Pétur á Gautlöndum fór eitt sinn að heiman frá sér, sem leið liggur yfir heiði, niður að Reykjadal. Þetta var að áliðnum vetri í miklum snjó. Hafði hann mann til fylgdar, og gengu þeir á skíðum. Þeir komu seint á kveldi að náttstað í Reykjadalnum og voru þreytulegir. Þeir voru spurðir, hvort þungt hefði verið skíðafærið. „Jú, nokkuð svo“. „Þið munuð hafa verið lengi yfir heiðina?“ „Já, en var það nokkur furða“, bætti fylgdarmaðurinn við „Pétur var alltaf að berja snjóinn i utan af vörðunum". , (Merkir íslendingar) Brot úr Ijóði Land sem átti áður vorgræn tún er ísað hjarn og stirðnuð klakabreiða. Við sjáum ekkert sólarföl til heiða né söngvaþröst, og dalinn kvaddi hún sem lék á hörpu hjarta þíns og var sá hlýi þeyr sem bar þér ilm af kvisti, strauk þitt hár og hendur þínar kysstL Svo hnígur sól og deyr í kaldan mar. En enginn kemur austan hjam og fer með yl af vori, kalin þöll á heiði stendur eins og steinn á grónu leiði og stirðnuð jörðin bíður eftir þér, þú komir sól og kveikir enn á ný í köldum sverði, jörð und himni bláum, túni og mó, þá leikur land að stráum og lóan syngur aftur dírrindí. Matthías Johannessen. •Aftur fékk hann hóstahviðu, og nú gekk upp úr honum blóð. Og Maria fór að sýsla við hann. Hann lá grafkyrr, heyrðist vart, að hann andaði. Og María sagði klökk: „Hann má ekki þreyta sig svona á þessu tali.“ Ég þagði andartak, hvíslaði svo: „Ég held við eigum ekki að skipta okkur af því. Hann vill sjálfsagt fá að tala, þegar honum sýnist svo, rétt eins og vant hefur verið.“ Og nú opnaði hann augun enn á ný, sagði: „Nettúpp!“ Hann sagði þetta stund- um, þegar honum fannst naglinn hittur á höfuðið. Og nú bætti hann við, var með ráði: „Þú þekkir hann gamla Hörð, Glaður maður, og hún ætti að þekkja hann líka, þessi manneskja, blessuð manneskja, væri mér trúlega nær að segja.“ Hann þagnaði, lyfti því næst höfði, sagði: „Hann segir, að það hafi verið vitað þar, að mér hentaði hún og engin önnur, þó að hún kæmi ekki til mín með veraldarauðinn, ætti hvorki jarðir, smérbelgi eða peninga, ekkert nema sængina sína, eins og hún amma mín sagði.“ Það virtist renna á hann mók. Svo ók hann sér ofurlítið á koddanum og sagði hálfarmæðulega: „Ætlarðu ekki að gefa honum svo mikið sem kaffisopa — eða hvað — honum frænda?" María ætlaði af stað — auðvitað fram í eldhús, en ég greip í hana, hvislaði: . „Vertu kyrr!“ Hún lét að orðum mínum, ýtti hárir.u frá enninu, stóð svo méð krosslagðar hendur. Enn opnuðust augu sjúklingsins. Hann horfði á mig þegjandi, sagði svo seinmæltur og lágmæltur: „Hann er með stærðar kindahóp, og ég spurði hann, leyfði mér að spyrja hann, hver ætti allt þetta fallega fé. Og hverju heldur þú hann hafi svarað: „Það á sig sjálft.“ Ég þagði og þenkti, en spurði svo, því ekki var sosum þykkjan í röddinni hans. „Og eltir það þig? Já, hvernig læt ég:.góöa hirffinn vitaskuld.“ Svo svar- aði hann og sagði: „Ætli þessar kindur séu ekki að taka á móti þér? Skyldirðu ekki þekkja þær flestar, — kindur, sem þú hefur átt eða bjargað?“ „Já — hvílík náð — að heyra þetta af Hans munni.“ Hörður frændi hóstaði, hóstinn f vægara lagi. Svo brosti hann og hélt áfram, reyndi að kinka kolli: „Ójú“, sagði ég. „Margt af þessu fé þekki ég. Þarna er hún nú til að mynda, hún Móflekka hennar Maríu minnar, og þrílembd — en það var hún aldrei hjá okkur, og stærðin á dilkun- um......En þetta er soddan fjöldi, og mér finnst. ég kannast við fjárbragðið, en allt er þetta heileyrt, svo ekki dugir að muna mörkin.“ Þá sagði hann og horfði fasteygur og hýreygur á mig: „Já, en það er líka þarna allt það fé, sem þú hefðir viljaff bjarga“ Hann er, já, það hefur ekki verið of- sögum af því sagt, að Guð sé réttlátur og miskunnsamur.“ Og Hörður frændi stundi og þagnaði, stundi, en ekki af kvölum, heyrðist mér. Nú varð löng þögn. Maríá var setzt á dívaninn. Hún grét, en hún horfði á mig brosandi gegnum tárin. Skyndilega reis Hörður frændi upp í rúminu, studdi niður hnúum og sneri sér fram. Andlitið á honum ljómaði af fögnuði og áhuga, og augun glömpuðu. Hann leit ekki á mig, en skimaði, unz hann kom auga á Maríu. Þá sagði hann, næstum í sínum venjulega rómi: „Elskan mín, nú verð ég að biðja þig að vera fljóta að ná í sexbrodduðu járnin mín og stafinn. Ilann ætlar nú ekki nema að lofa mér að skreppa með sér upp í Himinfjöllin. Þar er Fugl- berg, og þar er Stapahilla og Stand- hyrna og Mávahyrna líka, og aurinn eins og kopar eða postulín. „Nema hvað?“ segir hann. „Það eru fleiri góðir hirðar en ég,“ segir hants. „Þú ert einn af þeim maður Guðs og lifandi," segir Hann Sjálfur.“ Svo hneig hann útaf, Hörður frændi. Og Maria gekk að rúminu. Hún laut ofan að honum. Svo strauk hún á honum hendurnar, svo þerraði hún slC honum svitann, svo tók hún aðra hónd- ina í báðar sínar og strauk og strauk og sagði: ,,Æ, nú þarf ég ekkert að óttast, — nú ert þú hólpinn, blessaður minn!“ 34. tölublað 1963. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.