Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 8
Fjöll liakia hvítri glitrandi snjóbreiðu og notaleg fjallahóteL O krifið þið nú eitthvað jóla- legt, sagði ritstjórinn þeg- ár farið var að ræða um jólablaðið í ár og krefja blaðamennina um greinar í það. En hvað er „jóla- legt"? Eru það kannski jól er líkj- ast sem mest hinum fyrstu jólum, fæðingardegi frelsarans? Þegar María, sem líklegast hefur verið dökk á brún og brá og með kónga- nef, fæddi son sinn í jötu, hefur sennilega verið heit og höfug nótt og kindur úti fyrir á beit á þurr- um jarðvegi undir pálmatrjám. Ekki get ég sætt mLg við þessa mynd. í fyrsta lagi hafa alLar myndir af guðs- móður, sem ég hefi séð, sýnt ljóshærða bláeyga, smáfríða konu, eins og þær sem okkur hér í Norðurálfu þykja fallegastar. Og ekki þótti mér .mikill jólablær, þegar ég eyddi sjálf jólum í brennandi , sólskini og hita undir pálmatrjám. Þá voru jólin sem ég átti fýrir nokkrum árum í snjó og kulda á skíðastað í Austurríki jólalegri í mínum augum. Svo ekki sé minnzt á þaiu jól sem eytt er heima með fjöl- skyldu og venzlaliði, eins og þegar maður er barn. Þau verða ávallt í augum hvers og eins ímynd allra jóla, hvar sem heimkynnið er. Þessar hugleiðingar leiða til upp- rifjunar á tvennum ólíkum jólum að heiman, í hitabeltinu annars vegar og hins vegar í snjó og frosti. I hitabeltinu Þegar jólin nálguðust í fyrra, var ég stödd í Ghana í Vestur-Afríku. í höfuðborginni Accra boðar jólaskraut- ið í verzlununum á áberandi hátt komu jólanna, eins og í borgum Evrópu óg Bandaríkjanna. Stór vöruhús með rúllu- stigum og ótal deildum eru full af alls kyns glitrandi varningi til jólagjafa og sams konar íburður í útstillingum. Eini munurinn virðist í fljótu bragði sá, að afgreiðslufólkið og viðskiptavinirnir, sem olnboga sig áfram að búðarborðun- um, eru nær allir svartir með lamb- hrokkið hár, karlmennirnir margir í víðum silkiskikkjum með aðra öxlina bera og konurnar vafðar litfögrum dúk og klæddar léttum blússum. Á bakinu á mörgum þeirra hanga lítil kaffibrún börn með hrokkinkolla og horfa stóru, svörtu, perluaugunum sínum á dýrð- ina. Á verzlunargötunum er varla hægt að komast áfram fyrir marglitri fólks- mergðinni. Það er líka jólavertíð hjá götusölunum, enda hentar verðið hjá þeim betur léttum pyngjum. Hvellar raddir prútta með miklum gauragangi um verðið á jólavarningnum, hávaðinn er eins og í fuglabjargi og gegnum þyrpinguna smeygir sér fólk með stóra pinkla á kollinum, sem ekki haggast þrátt fyrir þrengslin. Það er 40 stiga hiti og þarna suður undir miðbaug hellir sólin geislum sín- um beint niður á kollinn á manni. Þor- láksmessa, sem í þessu umhverfi virtist dálítið ankannalegt hugtak, var að þessu sinni á sunnudegi. Kvöldið áður til- Á aðfangadag byrjuðu Norðurlanda- búarnir í Acera fyrir alvöru að reyna að' halda jól. Hópur af Dönum kom saman í morgunkaffi til Wallewiks, þar sem breiddur var á rauður dúkur og borðið skreytt kertum, danska fánan- um og litlum jólanissum, svo sem vera ber. Fólk bauð hverju öðru gieðileg jól, skálaði glaðlega og spjallaði um jólin, en einhvern veginn náðist ekki rétti tónninn. Yfir síðdegisteinu sungum við „Kjerringa með staven" og aðra álíka uppbyggilega norska söngva, en það var fjarska vesældarlegt. Á eftir var svo ekið út á tennisvöllinn og leikinn tennis kl. 5—7. Það átti einhvern veg- inn miklu betur við. Á leiðinni þangað sá ég að kristnir heimameiin voru að búa sig undir jólin. Úti fyrir nokkr- Lítið' f jallaþorp mcð' snoturri kirkju milli kynnti gestgjafi minn, danski konsull- inn í Accra, Paul Wallewik, að við skyldum nota tækifærið til að skreppa út á svala ströndina og fá okkur sjó- bað. Nokkrir Norðurlandabúar hafa reist sér lítinn sumarkofa 10 km austan við hafnarborgina Tema. Auk mín voru gestir þennan Þorláksmessudag Norð- maður og dönsk stúlka. Slóð liggur úr litlu sveitaþorpi niður á ströndina, þar sem þessi kofi er eina mannabyggð á margra km langri strandlengju. Eftir góðan hádegisverð með léttum vínum fá flestir sér hádegisblund í kofanum. Samviskan er farin að þjá Paul Wallewik við nálægð jólanna, svo hann 9etzt niður í skugga og fer að skrifa jólakortin heim til Danmerk- ur, klæddur einni sundskýlu. Ég nota tækifærið meðan ég hef ströndina fyrir mig eina, fer úr sundbolnum, velti mér í svölum sjónum og læt freyðandi öldufaldinn steypa mér og leggst svo á strámottu undir pálmatré til að láta sólina þurrka mig. — Skrýtið eri inndælt uppátæki svonh um jólaleytið. Svo langt sem augað eygir teygir sig til beggja handa beingulur sandur, þar sem má tína skrýtnar skeljar, og hafa þá á aðra hönd röð af stuttvöxnum pálmatrjám, svo skrjáfar þýðlega í blöðunum á fyrirferðarmiklum krónum með gulum storum hnetum í miðju rétt fyrir ofan kollinn á manni. Hinum megin koma þungar niðandi öldur, sem brotna rétt fyrir utan og velta hvít- freyðandi upp á ströndina. hárra fjalla — ínvynd jólakortanna. um bárujárnsskúrum voru komnir bal- ar með vatni og svartar mömmur héldu krampataki í bera krakka og löðruðu á þá sápu, en krakkarnir skríktu eða skræktu, allt eftir sinni eigin skapgerð eða mömmunnar. Síðan tekur mamma stelpurnar og vefur hárið á þeim með svörtum tvinna upp í strýtur og feg- ursta mynstur, áður en hún færir þær í lérefstflík til hátíðabrigða, því þaS er dónalegt að ganga alls nakinn á jólunum, þó jólabarnið hafi sjálfsagt ekki komið mikið klætt í heiminn. En þetta fékk ég ekki að sjá, því ég var önnum kafin við að halda Norður- landajól. Jólamáltíðin var borðuð. hjá finnska verzlunarfulltrúanum, jólagæs og ann- ar dýrindis veizlumatur. Á eftir sátuni við úti á svölunum og dreyptum á svaladrykk meðan nálarnar hrundu af stóra jólatrénu, sem fengið hafði ver- ið alla leið frá Noregi og geymt í kæli- gey-mslu, þangað til um morguninn. Það mundi varla endast út jóladagana í þessum hita. Við sungum jólasálma til málamynda. Það var alltof heitt til að ganga kringum vesalings jólatréð. Jóladagur fór í að aka meðfram ströndinni til Lagos í Nigeríu, þar sem ég var á 2. jóladag' boðin í hádegisverð hjá íslendingnum, Ómari Tómassyni, flugmanni og fjölskyldu hans. Börnin þrjú hlupu um hálfnakin og berfætt og skutust út til að fá sér kalt steypi- bað úr garðslöngunni á milli þess sem þau skoðuðu jóLagjafirnar sínar. Giugg- ar og hurðir stóðu upp á gátt, vifturn- ar snerust í loftunum og kiðiingurinn litli gekk út og inn með krökkunum, sem eiga eftir að haida ólik jól í ár hér heima á íslandi. Þetta var yndæll dagur, miklu fremur dásamiegur sum- ardagur en jóladagur. Og svipað mátti segja um jóiaveiziuna um kvöldið. ^ Fjöldi gesta sat úti í húsagarði me5 giös og naut hlýrrar nætur með stjörn- um, sjálisagt svipaðri fyrstu jóLanótt- innL í austurrísku Ölpunum Þá voru jóLin í Austurríki með öðr- um biæ. Við höfðum tekið okkur sam- an í París, lítiIL hópur frá ýmsum iönd- um, og látið koma okkur fyrir yfir jólin á bóndabæ við skíðabæinn Lech í austurrísku Ölpunum. Bændurnir þar í kring hafa af því nokkrar aukatekjur að leigja á vetrum út nokkurs konar skíðaskála í viðbyggingum við bæi sína Notið lífsins í brekkum prýddum grenitrjám, þó ekki svo þétt að hætta sé á að skíðamaðurinn lendi tveim megin við trjástofn. 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 34. tðlublað 196S.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.